Morgunblaðið - 06.11.1956, Síða 15
Þriðjudagur 6. nðv. 1956
MORGVNBLAÐIÐ
KUIMNUR VERKALYÐS-
LEIÐTOGIGISTIR ÍSLAND
Álþjóðasambandið hafnar kommúnisfum
í LAUGARDAG áttu frétta-
xm menn fund við kunnan for-
uetumann í alþjóðasamtökum
verkamanna. Hann er frá Belgíu
og heitir Omer Becu. Nýtur hann
mikillar virðingar meðal verka-
manna og sjómanna um allan
hinn frjálsa heim, og má bezt
marka það af því, að hann er í
senn forseti Alþjóðasambands
frjálsra verkamanna (ICFTU),
sem telur um 56 milljón meðlimi
í 83 löndum, og framkvæmda-
stjóri Alþjóðasambands flutninga
verkamanna (ITF), sem telur
rúmar 6 milljónir meðlima í 59
löndum. Hann kom til íslands
í boði Sjómannafélags Reykja-
víkur sem verið hefur í Alþjóða-
sambandi flutningaverkamanna
síðan 1923.
Sagði hann að Sjómannafélagið
hefði sent Jón Bach til aðalstöðva
sambandsins í Amsterdam, þegar
verkfall sjómanna stóð yfir hér
árið 1923. Sambandið kom strax
til liðs við Sjómannafélagið, og
deilan var farsællega til lykta
leidd á skömmum tíma. Becu var
forseti Alþjóðasambandsins 1947
til 1950, en hefur verið framkvst.
þess síðan 1950. Aðalstöðvar þess
hafa verið í London síðan 1939.
MÓTMÆLIR ATBURÐUNUM
VIÐ SÚEZ
Becu skýrði fréttamönnum frá
því, að Alþjóðasamband flutn-
ingaverkamanna hefði sent út
yfirlýsingu varðandi atburðina
við Súez-skurðinn, þar sem árásir
ísraelsmanna, Breta og Frakka
voru fordæmdar. Sagði hann, að
þessi yfirlýsing fæli ekki í sér
neina viðurkenningu á Nasser,
sem væri einræðisherra og hefði
marglýst því yfir, að hann ætlaði
sér að gereyða ísrael. Hefði Al-
þjóðasambandið enda gert álykt-
un á þingi sínu í Vínarborg árið
1955, áður en Nasser lagði hald
á Súez-skurðinn, þar sem' bann
hans við siglingum ísraelsmanna
um skurðinn var fordæmt. Hins
vegar væri augljóst, að eini aðil-
inn, sem fjallað gæti um.Súez-
deiluna væru Sameinuðu þjóð-
irnar, enda væru þær til komnar
í þvi augnamiði að láta lög koma
í stað ofbeldis í alþjóðamálum.
Atburðirnir við Súez-skurðinn
væru hættulegir heimsfriðinum
og græfu undan siðferðisvaldi lýð
ræðisþjóðanna.
Aðspurður sagði hann, að Al-
þjóðasambandið hefði ekki enn á-
kveðið að gripa til neinna raun-
hæfra ráðstafana, enda færu
ílutningar til Súez-skurðarins að
mestu fram með herskipum, sem
koma ekki undir áhrifavald Al-
þjóðasambandsins. í fyrra var
sett flutningabann á öll hergögn
til Egyptalands, en það kom að
litlu haldi, þar sem vopnasend-
ingarnar komu fiá kommúnista-
ríkjunum, en ekkert þeirra ‘ er
aáili að sambandinu.
KOMMÚNISTAR EKKI MEÐ
Alþjóðasamband flutninga-
verkamanna starfar nú í 59 lönd-
um, ©g að því standa 157 sam-
tök sjómanna, bílstjóra, flug-
manna, járnbrautaverkamanna
o. «. frv. Hefur meðlimatalan
tvöfaldazt eftir síðari heimsstyrj-
öldina. Sambandið hefur lagt
megináherzlu á að skipuleggja
samtök og hjálpa flutningaverka-
mönnum í þeim löndum, sem
skammt eru á veg komin. Hefur
það bækistöðvar í Asíu og Suð-
ur-Ameríku, og innan skamms
verður sett upp bækistöð í Af-
ríku. Hann kvað sambandið ekki
hafa innan vébanda sinna nein
félög, sem væru undir stjórn
kommúndsta. Af þessum sökum
hefðu félög hafnarverkamanna í
Fimvlandi og Kanada á sínum
tírna verið rekin úr sambandinu.
Félög í kommúnistaríkjum og öðr
tun einræðisríkjum hefðu ekki
fengið inngöngu
bandið.
í Alþjóðasam-
IIJALP TIL UNGVERJA
Þegar Becu var spurður um
atburðina í Ungverjalandi, sagði
hann, að sambandið hefði sent
ungversku þjóðinni samúðar-
yfirlýsingar í baráttu hennar fyr-
ir frelsi. Einnig hefði það sent
1000 sterlingspund til hjálpar
henni, en Alþjóðasamband
f-rjálsra verkalýðsfélaga hefði/
sent henni 3000 pund. Jafnframt
hefðu verkalýðssamtök í Austur-
ríki og Vestur- Þýzkalandi sent
Ungverjum hjálp.
Hann sagði, að Alþjóðasam-
bandið sendi félögum, sem ættu
í verkföllum eða erfiðleikum, fjár
hagslega aðstoð og styddi þau á
ýmsa lund í baráttunni fyrir
bættum kjörum. Nefndi hann
sem dæmi samtök flutningaverka
manna í St. Mauritius í Afríku,
. Omer Beou.
sem áttu í höggi við félag, sem
atvinnurekendur höfðu sjálfir
komið á fót, svo nefnt „gult“
félag. Fyrir milligöngu sambands
ins tókust samningar, og „gula“
félagið var leyst upp.
SAMTÖK ÁN KOMMÚNISTA
Alþjóðasamband frjálsra verka
lýðsfélaga var stofnað árið lj)49
eftir að kommúnistar höfðu hrifs-
að til sín völdin í gamla Alþjóða-
sambandinu. Það starfar nú í 83
löndum og meðlimatalan er 56
milljónir. Alþýðusamband ís-
lands er einn af meðlimum þess.
Þegar Becu var spurður, hvort
þar giltu sömu reglur og í Al-
þjóðasambandi flutingaverka-
manna, játti hann því. Félög sem
væru undir stjórn kommúnista
væru rekin. Hins vegar væri það
látið liggja milli hluta, ef sam-
tök ákveðinna ríkjá hefðu innan
vébanda sinna verkalýðsfélög,
sem væru j höndum kommúnista,
svo lengi sem kommúnistar næðu
ekki völdum í samtökunum sjálf-
um. Það væri að vísu stundum
erfitt að skera úr um þetta, og
væri ekki hægt að fara eftir öðru
en yfirlýsingum og athöfnum um
ræddra samtaka. Það væri ekki
Ijóst af yfirlýsingum Alþýðusam-
bands íslands, að kommúnistar
færu þar með völd.
BARÁTTAN VIÐ
BRASKARANA
Að lokum ræddi Becu um bar-
áttu Alþjóðasamtaka flutninga-
verkamanna gegn þeim hætti
margra skipaeigenda að láta skip
sin sigla undir svo néfndum
„þægilegum fánum“, þ. e. a. s.
fánum ríkja eins og Panama,
Honduras og Líberíu. Er þessum
skipum oft mjög ábótavant að
því er snertir öryggi og aðbúð
skipverja, enda hafa þeir engin
samtök. Eigendur slíkra skipa
komast líka hjá því að greiða
skatta í heimalöndum sínum.
Kvað hann baráttuna gegn
þessum ósóma hafa borið nokk-
urn árangur, en fjöldi þessara
skipa hefði samt stóraukizt, fyrst
og fremst olíuskipin. Nú eru um
10 milljón tonn af skipastóli
heimsins undir þessum fánum,
eða um 10% af öllum skipum
heimsins. Panama á 25% af efna-
hagi sínum undir þessum skip-
um, sem greiða örlitla upphæð
fyrir hvert tonn. Alþjóðasamband
ið hefur komizt að samkomulagi
við marga af umræddum skipa-
eigendum um að þeir greiði mán-
aðalega 1 sterlingspund á hvern
sjómann, sem er í þjónustu
þeirra ,í sérstakan sjóð til styrkt-
ar flutningaverkamönnum. En
það er oft erfiðleikum bundið
að fá féð greitt, enda er tíðum
gripið til afgreiðslubanna gegn
þessum skipaeigendum,
I Noregi er til nokkuð
sem nefnist „Islandssyge”
Samtal við ungan norskan ÓsiéarsÍÉknl
Mals W. Lund
Þegar
fyrst
ég var 12 ára fékk ég
áhuga á íslandi. Þá
var ég í barnaskóla og átti að
skrifa ritgerð um ísland, Græn-
land og Spitsbergen. — Alla tíð
síðan langaði mig til að koma
hingað og sjá lanaið og kynnast
fólkinu. — Nú hefur þessi æsku-
draumur rninn rætzt, því þetta er
annað sumarið, sem ég gisti fs-
land og nú held ég heim.
Það var góðkunningi okkar
blaðamannanna á Mbl. — Norð-
maðurinn Mats Wibe Lund, stúd-
ent, sem þannig komst að orði í
stuttu samtali við tíðindamann
blaðsins.
Mats er tæplega tvitugur að
aldri. Hann varð stúdent í Osló
á s.l. vori. Hann mun ekki halda
áfram á menntabrautinni að
sinni, því nú hefur hann verið
kallaður til herþjónustu í norska
hernum, og þar verður hann
næstu tvö árin.
Fyrst kom hann hingað til
landsins sumarið 1954 og var þá
hér að nokkru á snærum Oslóar-
stórblaðsins Aftenposten, sem
hann skrifaði fyrir nokkrar grein
ar héðan, m. a. um Skálholtsstað
og rannsóknir þar, einnig um
Hveragerði, en sú grein vakti
einna mesta athygli af íslands
greinum hans.
í fyrravetur og veturinn þar
áður flutti Mats fyrirlestra og
sýndi myndir heima í Noregi, en
sendiráð fslands í Osló lét hon-
um í té litskuggamyndir og kvik-
myndir.
— Ég hafði mikla ánægju af
þessu, sagði Mats og bætti síðan
brosandi við. í Noregi er nokkuð
t-il sem nefnist „íslandssyge", sem
er gjörsamlega ólæknandi og ég
verð að segja það, hvað mér við-
víkur, að ég er því allskostar feg-
inn að hafa tekið þennan vírus.
— Hvað hefur þú svo gert í
sumar?
— Ég kom daginn eftir kosning
arnar. Ég var svo hér í Reykja-
vík um hálfsmánaðar skeið og tók
ljósmyndir. Síðan datt mér í hug
að fara í síld. Fór ég norður og
fékk síldarvinnu á Siglufirði. Þó
ég verði gamall maður, mun ég
aldrei gleyma þessum dögum á
Siglufirði. Þetta var ævintýri lík-
ast, frá morgni til kvölds, vinnan
og andrúmsloftið í þessum mikla
síldarbæ, var þrungið af þeirri
ólýsanlegu stemningu sem er í
síldinni yfir öllu og öllum. Þeir
einir þekkja þetta, sem verið hafa
í síldarvinnu á fslandi.
Ég vildi einnig kynnast lífinu
um borð í síldarskipunum af eig-
in raun. Því var það sem Guð-
mundur Jörundsson á Akureyri,
sagði við mig: Komdu lagsmaður
til Akureyrar óg þú verður há-
seti á togaranum Jörundi. — Ég
tók þessu drengilega boði Guð-
mundar Jörundssonar, hraðaði
ferð minni til Akureyrar. En
þegar þangað kom, var síldin
farin, eins og tappi hefði verið
settur í flösku. Það kom engin
síld aftur. Ég komst aldrei á síld-
veiðar.
Næstu vikur á eftir var ég á
stöðugum ferðalögum, sem eink-
um voru farin til þess að sjá
landið og taka myndir. Komst ég
þá til Mývatns. Með ungum kunn
ingjum mínum sem voru við land
mælingar fór ég inn í Ódáða-
hraun. Ég tók mikið af myndum
í þessu ferðalagi. Er ég kom úr
Ódáðahrauni, varð ég fyrir því
slysi í Námaskarði að detta ofan
í brennisteinshver. Ég stóð og
var að mæla ljós fyrir myndátök-
una, er brennisteinsskorpan við
hver sprakk undan þunganum.
Ég átti lengi í þessu. Fyrst var
ég um hálfsmánaðar tíma i sjúkra
húsinu í Húsavík. — Þaðan fór ég
aftur að Reynihlíð í Mývants-
sveit. — Húsráðendur þar reynd-
ust mér frábærlega vel. Þetta
fólk bauð mér að vera hjá sér
í mánaðartíma, ég var þá orðinn
sæmilegur til gangs og vann létt
störf. Áður en ég fór frá Reyni-
hlíð fór ég í göngur og réttir og
varð sú för mjög ánægjuleg og
fróðleg. Síðan fór ég austur um
land, kom á nokkra helztu staði
þar. Ég aflaði mér t.d. efnisí grein
um norsku flugsveitina, sem
hafði bækistöð við Búðareyri. Þar
um slóðir var ég á því skemmti-
legasta sveitaballi sem ég hefi
komið á. Félagsheimilin ykkar til
sveita hér eru frábær og heima í
Noregi eigum við engin sambæri-
leg. Leiðin lá síðan suður um
landið í Öræfin. Það er fallegt
þar og sérkennilegt. — Sandarnir
eru ægilegir.
Á þessum ferðum mínum í sum
ar hef ég tekið mlls kringum 1000
ljósmyndir, þar af um 300 í lit-
um. Tel ég mig nú eiga allgott
safn ljósmynda héðan. Ég mun
berja saman nokkrar blaðagrein-
ar. Eins mun ég flytja frásögu-
þætti héðan og þá kemur sér vel
að geta sýnt myndir. Þá hefur
það komið til tals, að ég reyni að
taka saman smákver um ísland,
m-yndskreytt, sem nota á til
kennslu í barnaskóium. — Það
er svo spurningin hvernig mér
tekst það.
— Hvað hefurðu svo verið að
gera að undanförnu?
■— Ég hefi unnið hjá Landssím-
anum, byrjaði þar við skurðgröft
fyrir jarðsímastrengi, en síðan
bauðst mér starf við uppsetningu
hinnar nýju sjálfvirku símstöðv-
ar hér í Landssímahúsinu.
— Þú verður stórríkur maður
þegar þú kveður?
•— Það er orð að sönnu hjá þér.
— Þeim peningum sem ég hefi
haft umfram nauðþurftir hefi
ég öllum eytt í bókakaup. — Ég
fer héðan með allar íslendinga-
sögurnar, allar bækur Ferðafé-
lagsins og fjölda annara góðra
bóka, þar á meðal sumar sem
fágætar eru.
En áður en við slítum þessu
samtali, sagði Mats, langar mig
að biðja þig að flytja öllum þeim
mörgu sem ég hefi kynnzt á ferð-
um mínum um landið og hér í
Reykjavík, einlægar kveðjur og
þakkir. Margt af þessu fólki hef-
ur sýnt mér meiri vinskap og
Riats
Lund.
traust en þú myndir trúa, ef ég
segði þér frá því. — Það er ein-
mitt þessi einlægleiki, sem maður
verður mjög var við í fari ykkar
íslendinga. — Og svo vona ég að
ég sjái þig og alla mína góðu vini
áður en langt um líður.
Sv. Þ.
Ungur
harmonikkuleikari
Gunnar Krislinn Guðniundsson
heitir hann, þessi ungi maður, sem
örlögin hafa leikið svona grátt.
Hann varð fyrir því slysi, sem
barn, að handleika stríðstæki hér
á landi, — litla sprengju — og
missti við það hægri hendi og, það
sem flestu er dýrmætara, sjónina
líka. —
Erfiðieikum sínum hefur þó
þessi ungi maður mætt með ótrú-
legri karlmennsku og kjarki. Hann
er gæddur ríkum tónlistargáfum
og hefur samið nokkur lög, er
mönnum hafa fallið vel í geð.
Honum hefur verið gefin ágæt
harmónikka, sem hann leikur á, af
ótrúlegri getu, þó einhentur sé.
Hann langar til að geta unnið
fyrir sér, að einhverju leyti, með
leik sínum á harmonikkuna og viU
lofa fólki að heyra, hvað hann get-
ur á þessu sviði. —
1 kvöld gefst fólki því kostur á
að sjá og heyra þennan tápmikla
pilt, á skemmtun S.K.T. í Austur-
bæjarbíói kl. 11,15.
m iii
ísafjarCardjúp 1
ÞÚFUM, 5. nóv.: — Mild og góð
veðrátta heíir verið hér undan-
farið. Sauðfé ér allt úti, vestan
Djúps.
Jarðýta Ræktunarsambandsins
hefir unnið 1 allt haust og heldur
áfram meðan tíð verður hagstæð.
Flugvallargerðinni á Reykja-
nesi miðar vel áfram og er hún
langt komin.
Bólusetning barna gegn mænu-
veiki byrjaöi í gær í héraðinu.
. —Pátt.