Morgunblaðið - 06.11.1956, Síða 18

Morgunblaðið - 06.11.1956, Síða 18
M ORCUNBLAÐIÐ J>riðjudagur 6. nóv. 193# 18 Sigurjón SIGURJÓN Gislason var fæddur á Krithóli í Skagafirði 21. janúar 1878. Foreldrar hans voru: Gísli Guðmundsson og Herdís Ólafs- dóttir. Gísli var sonur Guðmund- ar bónda á Læk í Viðvíkursveit, Jónssonar bónda á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal, Jónssonar læknis í Viðvík, Péturssonar. Herdís var dóttir Ólafs Björnssonar frá Vala björgum. Gísli og Herdís voru ógift. Eina alsystur átti Sigurjón, Margréti, nú búsetta í Ameriku. Hálfsystkini átti Sigurjón all- mörg. Sammæðra honum eru nú á lífi tveir bræður: Björn Sig- urðsson bóndi á Stóru-Ökrum og Vilhjálmur Sigurðsson bóndi Syðra-Vallholti. Eina hálfsystir átti hann samfeðra, Jónínu, nú til heimilis hjá dóttur sinni á Geirmundarstöðum í Sæmundar- hlíð. Sigurjón ólst upp fyrst í stað með íöður sínum, en síðar með móður sinni á ýmsum stöð- um. — Áratugnum frá 1880— 1890 er viðbrugðið fyrir illt og erfitt árferði, og fór Sigurjón ekki varhluta af slíku, sem barn, því hann ólst upp i sárri fátækt, og leið jafnvel skort. En óhægar aðstæður til lífsins fyrst i stað náðu þó ekki að draga úr honum dáð hvorki andlega né líkamlega. Hann var ágætlega gefinn og þeg- ar hann var kominn undir tvi- tugt brauzt hann í því af eigin rammleik án styrks frá nokkrum, að fara í Möðruvallaskóla. Var slikt mjög örðugt fyrir hann fjár- hagslega, en það taldi hann síðar meir haía verið sér stórhapp, enda hafði skólinn ágætt kenn- aralið, og einkum minntist hann með aðdáun Stefáns Stefánssonar síðar skólameistara, sem þá var kennari á Xxlöðruvöllum. Árið 1901 gekk Sigurjón að eiga Eufemiu Halldórsdóttur, dótt ur Halldórs Einarssonar jám- smiðs, sem lengst bjó á íbishóli, bróður Indriði Einarssonar leik- ritaskáids. — í>au ’Sigurjón og Eufemía reistu árið áður bú á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, bjó Sigurjón þar til vorsins 1930, en konu sína missti hann 1929. Eufemía var mesta dugnaðar- og myndarkona, vann mjög mikið að saumum, og kenndi þá ýmsum stúlkum. Var saumaskapur henn- ar heimili þeirra allmjög til framdráttar á fyrstu búskapar- árunum, því efnin voru engin til að byrja með. Hjá Sigurjóni ólst upp stjúpsonur hans Halldór Vídaiín, sem Eufemía hafði átt áður en þau giftust, var hann sonur Magnúsar Hannessonar gullsrniðs í Reykjavík ættaðs frá Marbæli í Seyluhreppi. Halldór var ágætlega gefinn, mjög vel máli farinn og glæsimenni í sjón, siðar var hann kaupmaour á Sauð árkróki og Siglufirði. Halldór lézt 1942. I>au hjón eignuðust einn son Garðar Skagfjörð, mesta efnis- barn, en misstu hann ungan. Síð- ar tóku þau dreng og ólu hann upp, hét hann einnig Garðar Skagfjörð eftir syni þeirra, var hann sonur hjónanna á Mann- skaðahóli á Höfðaströnd Jóns Jónssonar og Sigríðar Halldórs- dóttur systur Eufemíu. Voru þau mjög lánsöm með fóstursoninn og settu hann til mennta, og er hann nú skólastjóri og hreppstjóri í Hofsós. Bú hafði Sigurjón aldrei mjög stórt, enda jörðin 'Syöra-Grund fremur lítil, átti Sigurjón ekki jörðina og gerði henni þvi minna til góða en hefði hann verið þar eigandi, en bú hans var alltaf mjög tryggt hvað afkomu snerti, og var hann venjulega í miklum heyfyrningum, og fór vel með skepnur sínar og á siðustu árum var hann talinn oftar en einu sinni hafa bezt fóðrað fé í Seylu- hreppi, og fékk viðurkenningu fyrir úr Minningarsjóði Eiríks Guðmundssonar frá Vallholti. Ásamt búskapnum stundaði Sigurjón bamakennslu á vétrum í mörg ár í Akrahreppi og ’ var ágætur kennari, einkum kenndi hann vel kristinfræði og ljóð, þær Gíslason Minningarorð námsgreinar báðar áttu líka djúpar rætur í honum, því hann var sannur og einlægur trúmað- ur, og ágætur hagyrðingur og gerði allmikið að því um skeið að yrkja, einkum voru það vísur sem hann gerði, minna af kvæð- -um. Var hann mjög vandur að skáldskap sínum og lét ekkert frá sér fara nema hann væri ánægður með það. Hann var mjög Eddufróður og átti því auðvelt með að skýra ljóð þó torskilin væru, fyrir börnum. Las hann mikið og var vel að sér í íslend- ingasögum og braut oft út ýmis- legt í sambandi við vísur sagn- anna, og var þá ekki ævinlega ánægður með þær skýringar er fylgdu. Barnavinur var Sigurjón mikill og gat vel sett sig í spor smæl- ingjanna, það var því ofur eðli- legt þegar þessa er gætt, að Sig- urjón væri dáður af nemendum sínum, enda var hann mjög virt- ur af öllum er hann kenndi fyrr og síðar. Hann var ágætur fræð-, ari og haíði einnig góðan aga i skóla sínum. Kenndi hann á ýmsum stöðum í Akrahreppi og þótti alls staðar góður gestur, var líka bráðskemmtilegur og fróður. Heima á Syðstu-Grund kenndi hann oft, þrátt fyrir það þó bað- stoían væri þröng og mundi á nútíma mælikvarða ekki talið hægt að kenna við slík skilyrði sem þar vcru, en ekki bar á námsleiða í börnum þar eða þau hefðu ekki full not af íræðsl- unni. Þegar Sigurjón brá búi cftir lát Euíemíu konu sinnar fluttist hann vestur yíir Héraðsvötn yfir í Seyluhrepp. Dvaldist hann fyrst í húsmennsku í Vallanesi í Hólmi. —■ Árið 1933 kvæntist Sigurjón í annað sinn og gekk þá að eiga Sigríði Jóhannsdótiur, ljósmóður frá Torfustöðum, dóttur Jóhanns Sigfússonar frá Eyhildarholti og Soffíu Ólaísdóttur frá Ögmund- arstöðum. Bjuggu þc,u fyrst á hálfri Húsey í Hólmi, síðar á Reykjarhóli. Árið 1946 keyptu þau Torfgarð og bjó Sigurjón þar til dauðadags. Var síðara hjóna- band Sigurjóns mjög gott, sem hið fyrra, ekki eignuðust þau Sigurjón og Sigríður nein börn. Sigríður var manni sínum mjög samhent og lentu oft á henni mikii störf fyrir heimilið auk Ijósmóourstarfanna og voru það sumt störf sem karmenn vinna oft, því á síðari árum var heilsa Sigurjóns mjög þrotin, en þá sýndi kona hans bezt hvern mann hún heíur að geyma, því hún reyndi á allan hátt að hlú að honum sem bezt. Sigurjón dó heima í Torfgarði eftir langa van- heilsu og erfiða legu 12 júní sið- astliðinn. Hann var jarðsettur að Flugumýri 23. júní, þar hvíldi fyrri kona hans, Euxemia, og sonur þeirra. Var jarðarför Sig- urjóns með allra fjölmennustu jarðarförum, sem hér þekkjast. Ég sem skrifa þessar línur þekkti Sigurjón mjög vel, því ég var uppalinn á heimili hans Syðstu-Grund, var þar frá 1904 —1928. Tel ég Sigurjón með mæt- ustu mönnum-sem ég hef kynnzt. Hann var sérstaklega prúður i öllu dagfari, skipti mjög sjaldan skapi, hafði þó ríka og við- kvæma lund, en hafði eiginleika gáfumannsins að yfirvega með sjálfum sér áður en orði var sleppt, sem eftir þurfli að sjá. — Á gleðimótum og í vinahópi var Sigurjón hrókur alls fagnaðar, smakkaði þó ei vín. í göngum þar sem kátir menn voru saman- komnir gerði Sigurjón oft vísur um gangnamenn, en ekki voru það klúrar beinakerlingarvísur, sem alsiða var þó á yngri árum hans að hagyrðingar gerðu, held- ur voru vísur Sigurjóns þá sem jafnan heflaðar og hniitnar, vís- ur sem uku við gleði þeirrr, sem á hlýddu og þeirra sem þær v~ru T orfgarbi ortar um. — Sigurjón var mjög gestrisinn maður, enda báðar konur hans honum samvaldar um það sem fleira. Hann var manna ábyggilegastur í orðum og gjörðum og ekki þuríti að efa ef hann gaf ádrátt með eitthvað, þá var vilyrði hjá honum betra en fullt loforð hjá mörgum. Á síðari árum mátti hann teljast allvel efnum búinn, því þó bú hans væri ekki stórt þá var það mjög nota- drjúgt vegna góðrar mcðíerðar á skepnum, en skepnurnar voru líka miklir vir.ir hans, því hann var dýravinur. Að hestum þótti Sigurjóni mjög gaman, átti oft ágæta reiðhesta, kvað hann oít viö raust er hann var kominn á hest, því hann var kvæðamaður ágætur og hafði sérstætt kvæða- lag, sem ég því miður hygg að muni glatast, þegar hann er nú allur. Hann var óáleitinn við aðra cn vildi halda hlut sínum, ef honum fannst á sig hallað, og hvergi vildi hann hvika frá því er honum fannst rétt. Vinfasíur og vinmargur var Sigurjón, gerði heldur ekki viljandi á hlut ann- arra, en var friðílytjandi og mannasættir. Hann var ágætlcga vel fróður og hafði mjög trútt minni, hafði líka lesið mikið af bókum sem voru fræðandi og hafði dálæti á skáldverkum eftir góðskáld okk- ar, en ruslbækur sem hann nefndi svo vilói hann vi,ta sem f jærst sér. Sigurjón var laus við að vilja láta mikið á sér bera og mátti telja hann hlédrægan um of, þó varð hann sem eðlilegt var að sinni ýmsum störfum í sveit sinni Akralirepp, svo sem hreppsneínd arstörfum, var einnig um mjög langt skeið formaður sóknar- nefndar Miklabæjarsóknar, deild arstjóri í Akradeild o. 11. Öll sín störf rækti Sigurjón af samvizku semi og alúð, vildi heldur eigi vamm sitt vita í neinu. í hinni síðustu legu sinni var hann æðrulaus og brá oft fyrir sig glettni og sagði írá af leik- andi lipurð, sem honum var svo eðlileg, þrátt fyrir það þó hon- um liði illa, og hann vissi að hverju dró. — Um leið og ég sendi eftirlifandi konu hans sam- hryggðarkveðju mína, gleðst ég af því að hafa kynnzt svo góðum manni sem hinn látni var, og veit að honum hefur orðið að trú sinni, og er nú kominn í sælu- stað þann sem bíður góðra manna hinumegin við tjaldið mikla. Lif þú í friði og fögnuði vinur minn í þínum nýju bústöðum. Þökk fyrir allt frá fyrstu tíð. Gísli Gottskálksson. ★ Þeir brosa, d.agarnir björtu í Blönduhlíðinni fyrr, þeir gráta, svipirnir svörtu er sorgin opnaði dyr. Það blikar bjarmi af myndum hvort bros þær geyma eða tár þar speglast, ljósum í lindum hin liðnu ár. Þar vaka vorkvöldin hlýju og verma hjarta mitt enn, þar nýt ég lífsins að nýju þótt náttmál biði mín senn. Því verður hugurinn hljóður er hljóma klukknaslög blið við systur beð eða bróður í Blönduhlíð. Hún mætir minningin heiða: Ég man vel fólkið á Grund, þess dugnað, glaðværð og greiða, þess grát á harmsárri stund. Er bóndinn stundaði starfa af stilling athuguls manns, flaug vísan vandaða, djaríc af vörum hans. Ég kveð þig, góðvinur glaði, með grönnum fornum í dag, og fletti bókstafa blaði með bæn fyrir elckjunnar hag. Ég þakka viðkynning þýöa frá þinni blómaskeiðs tíð, þin beztu ástvinir bíða í Blönduhlíð. María Rögnvaldsdóttir *frá Réttarholíi. Kvartett sá, sem söng á Anglíu-skemmluninní var skipaður góð- kunnum söngvurum. Frá vinstri: Kristinn Hallsson, Lárus Ingólfs- son, Þorsteinn Hannesson og Haraldur Á. Sigurðsson. Vefrarstarf Amglíu hafiB Á FIMMTUDAGINN hóf AnghV vetrarstarfsemi sína. Hélt félagið : fund í Sjálfstæðishúsinu og var þar mikið fjölmenni samankomið. | Hilmar Foss formaður félagsins: setti samkomuna og bauð hinn nýja sendiherra Breta, Mr. Gilc- hrist, velkominn, en sendiherra Breta er heiðursförseti félagsins. Þá fór fram spurningaþáttur sem Mr. Harmann, ritari í brezka sendiráðinu stjórnaði. Meðal þátt- takenda var Ágústa Guðmunds- dóttir, Fegurðardrottning íslands 1956, en hún er nú nýkomin frá Lundúr.um. Þá las Benedikt Árna son nokkur kvæði eftir Ogden j Nash við mikinn fögnuð áheyr- enda og kynnti síðan nýjan kvartett. ICvartett sá vakti hina mestu kátínu strax og hann birtist á sviðinu, en hann skipuðu þeir Kristinn Hallsson, Lárus Ingólfs- son, Þorsteinn Hannesson og Har- aldur Á. Sigurðsson, allir félags- menn Anglíu. Voru þeir klæddir að sið heldri manna fyrri aldar og sungu þeir mörg lög af al- kunnri smekkvísi og næmri til- finningu, m. a. Bjössa á mjólk- urbílnum og Óla Skans. Áheyr- endur tóku söngnum forkunnar' vel og er vafi að þeir félagar hafi noklcru sinni hlotið annað eins lóíaklapp og þó allir vel sviðsvanir. Að þessum skemmtiatriðum loknum var dansað og skömmu eftir miðnætti fór fram dans- keppni. ★ Anglia hefir nú ctarfað í 35 ár og unnið aö nánari kynnum ís- lenzku og brezku þjóðarinnar og auknum menningartengslum hennar. Það hefir jafnan verið fjölmennt og öflugt félag og átt sinn stóra þátt í þvi að auka kynni og vináttu þessara tveggja frænd- þjóða. í frcgn af 35 ára afmæli félagsins í blaðinu hér í vikunni, láðist að geta þess að Sigurður B. Sigurðsson ræðismaður var formaöur félagsins árin 1934—38 og aftur 1942—45. BrúBkaupsferBin, nýr útvarpsþátfur sem hfúna- efni ein mega taka þátf í 4MD9VIKUDAGSKVÖLDIÐ verður útvarpað nýjum skcnimti- þætti sem nefnist Brúðkaupsfcrðin og Sveinn Ásgeirsscn hag- fræðingur stjórnar. Er hann eins kenar spurningaþáttur, sem hjóna- efni ein mega taka þátt í og eru verðlaunin bráðkaupsferð til Suourlanda, a!U að 30.000 kr. viröi. Má búasc við að mörg hjóna- efnin íýsí aö þreyta raunina, þegar svo vegleg vcrðlaun eru í borði. SAMVÖLDUSTU HJÓNAEFNIN Þátturinn verður tekian upp í Austurfcæjarbíói og verður hann hálfsmánaðarlega í vetur. Þessi nýstárlegi útvarpsþáttur er þýzk-svissneskur að uppruna og var hann samfleytt í tvö og hálft ár í þýzka útvarpinu. Hér hefur Sveinn Ásgeirsson hann, en Sveinn er hlustendum góð- kunnur fyrir vinsæla útvarps- þætti sína á liðnum árum. Tvenn hjónæfni koma fram í hverjum þætti og verða þau spurð hvort í sínu lagi, og unn- usti og unnusta einnig sér, um 20 spurninga. Galdurinn er að svara þannig spurningum þess- um að svörin verði sem líkust hjá hvoru hjónaefninu fyrir sig, því verðlaunin fá samvöldustu hjónaeínin. ÓSKIN FUNDIN Dómnefnd gefur stig fyrir svörin og skipa hana Sigurður Ólason hrl., Friðfinnur Ólafsson forstjóri, Helgi Sæmundsson rit- stjóri, Sigurður Magnússon full- trúi og Indriði G. Þorsteinsson blaðamaður. En dómnefndin skal auk þess að dæma, leysa þá þraut að finna út hvað hvert hjónaefni óskar sér helzf, og skal það gert í aðeins 20 spurningurn. KVÖLDSKEMMTUN Fyrsti þátturinn var tekinn upp í Austurbaejarbíói í gær- kveldi og komu þá fram fyrstu tvenn hjónefnin. Skemmtiatriði voru auk þess við upptökuna, hljómsveit Björns R. Einarsson- ar lék, Karl Guðmundsson og' Steinunn Bjarnadóttir fluttu leikþátt og Karl hermdi eftir. Nöfn þátttakenda í Brúðkaups- ferðinni verða ekki birt, aðeins þeirra sem verðlaunin vinna, en það verður ekki fyrr en í vor, þegar úrslit eftir veturinn eru endanlega kunn. RAGNAR JÓNSSON hæslaréttarluginaður. Laugavegi 8. — Sími 7752. Lögfræðistörf. — Eignaumsýsla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.