Morgunblaðið - 06.11.1956, Page 24

Morgunblaðið - 06.11.1956, Page 24
Veðrið Sunnan hvassviðri. — Rigning. 255. tbl. — Þriðjudagnr 6. nóvember 195b Forsetakjörið í XJ.S.A. í dag. Sjá grein á Ws. 13. Kommúnistaforsetinn, Einar Olgeirsson, fremur fáheyrt ofbeldi á Alþingi í gœr Neifa&i Olafi Thors um orðið til að tala um Ungverjalandsmálin ÞEGAR þingmenn komu til fundar kl. 1,30 í gær, veittu menn því athygli, að enginn ráðherranna var viðstaddur. Þingfundurinn í Neðri deild varð þó allsögulegur. Þegar Einar Olgeirsson forseti deildarinnar hafði sett fund kvaddi Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, sér hljóðs með því að berja í borðið, eins og venja er á þingi. Forseti lét sem hann heyrði það ekki og Ólafur kveður sér enn hljóðs, hvað eftir annað og heyrðu það gerla allir, sem inni voru, jafnt þingmenn og þeir, sem á pöllunum voru. Forseti las skýrslu um útbýtt þingskjöl, en sleit síðan fundi í flýti, án þess að veita Ól. Th. orðið. Gekk þá Ólafur Thors úr sæti sínu og steig upp í sæti forseta og mælti efnislega á þessa leið: Ólafur Thors fiytur ávarp sitt úr forsetastóli. Loftferhadeila Svía og Islendinga Leyst Loftferðasamniiigurinn framlengdur ÉG MÓTMÆLI OFBELDINU .. . „Ég mótmæli eindregiff því of- beldi, sem ég hef verið beittur. Eins og allir viðstaddir þingmenn heyrðu kvaddi ég mér hljóðs hvað eftir annað. En forsetinn, kommúnistinn Einar Olgeirsson, sýndi það geiTæði að vama mér máls, sem ég þó átti skýlausa kröfu tH, en sleit í þess stað fundi. Það sem fyrir mér vakti var að mælast til þess í nafni Sjálf- stæðisflokksins að felldir yrðu niður fundir Alþingis í dag vegna þess að nú ríkir djúpur harmur og sár hryggð í hjörtum allra sannra íslendinga út af því grimmdaræði, kúgun og ofbeldi, sem frjúlsborin hetjuþjóð hefur verið beitt, ofbeldi, sem forseti Neðri deildar veit sig að þvi leyti samsekan um, að hann hefur dýrkað ofbeldisseggina og varið sérhvert ódæði þeirra fram á þennan dag. Hann mun hafa rennt grun í hvað hér átti fram að fara og nú valið þann kost að kasta grímunni og beita hér á Alþingi íslendinga ofbeldi til þess að hindra að Alþingi vott- aði hinum hraustu ungversku frelsishetjum samúð og virðingu. Rússar fleygðu álykfun Gamla-Bíó fundarins í rennu- steininn. EFTIR að mannfjöldinn hafði dreifzt við sendiráð Rússa við Túngötu, komu Rússarnir, sem inni voru, loks á kreik. Fyrst ýttu þeir ályktun fundarins, sem sett hafði verið í póstkassa á hurð sendiráðsins, aftur út um bréfarifuna og lá hún þá á tröppum hússins. En Rússum þótti þetta ekki nóg. Eftir að þeir höfðu skim- að vandlega út um hurð á efri svölium hússins tóku þeir í sig kjark. Komu tveir svart- klæddir, feitir Rússar út, tóku bréf fundarins og fleygðu því út á götuna. Bréfið er nú í vörzlu lögreglunnar í Reykja- vík. Á þennan hátt óvirtu Rúss- ar fundinn í Gamla-Bíói og samþykkt hans. Það má segja, að þessi meðferð á ályktuninni sé táknræn! Hvar, sem Rússar geta, troða þeir mannfrelsi niður í sorpið og þeim finnst einnig, að rennu steinninn sér rétti staðurinn fyrir ályktun íslenzks fundar um frelsi tH handa kúgaðri þjóð. Þetta er angi af sama ofbeldinu, sem Rússar beita nú Ungverja." HRÓP GERÐ A» KOMMÚNISTAFORSETANUM Á meðan þessu fór fram risu ýmsir þingmenn úr sætum og létu í ljós vanþóknun sína á of- beldi forseta. Jóhann Hafstein átti nokkur orðasldpti við kommúnistaforset- ann og sagði að þingið ætti ekki að þola slíkan forseta og væri réttast að þingið ræki hann af höndum sér. Skaut þá Bjarni Benediktsson fram í: Þjóðin mun gera það bráðlega. Var mikill hiti í mönnum og var sýnt að ekki aðeins Sjálfstæðismönnum heldur einnig stjómarliðum of- bauð ofbeldi kommúnistaforset- ans og blygðuðust sín fyrir hann. Gengu þingmenn síðan af fundi. Mikið hróp Vcu: gert að komm- únistaforsetanum af áheyrenda- pöllunum. í Efri deild setti forsetinn Bernharð Steíánsson fund og gat þess að ríkisstjórnin hefði óskað eftir að fundur félli niður „með því að hún þyrfti að sitja á áríð- andi fundi“. Kvaddi Jóhann Þ. Jósefsson sér hljóðs og las upp ályktun frá Sjálfstæðismönnum svohljóðandi: „Þeir atburðir, sem nú hafa gerzt í umheiminum, hljóta að vekja djúpan harm allra frelsis- unnandi manna. Ég leyfi mér í nafni Sjálfstæðisflokksins að mælast til þess að Alþingi felli niður fundi í dag og votti með því ungversku þjóðinni einlæga samúð.“ Atburðirnir, sem skeðu í Efri og Neðri deild eru vissu- lega táknrænir. f Efri deild, þar sem Bernharð Stefánsson er forseti, hvarflar það ekki að honum að vama þingmaimi máls. Hann hiýðir skilmála- laust réttum þingreglum. En í Neðri deild, þar sem kommúnistinn situr í forseta- stól, eru reglur og venjur, skráð og óskráð lög, að engu höfð. Þar er grímunni kastað og ofbeldi sett í stað laga tii þess að hindra að Alþingi ís- lendinga sýni kúgaðrí smáþjóð samúð. FUNDUR RÍKISSTJÓRNARINNAR — YFIRVARP Það er ljóst að viðbáran um fund ríkisstj ómarimmr var að- eins fyrirsláttur til að komast hjá því að Ungverj alandsmá lin kæmu á einn eða annan hátt fram á Alþingi, enda hefur Morg- unblaðið öruggar fregnir af því að ríkisstjómin héit engan fund fyrr en mörgum klukkutímum seinna. í stað þess að forsætisráðherra Dana ávarpaði þjóð sína í út- varpið og forsetar beggja deilda sænska þingsins gerðu slíkt hið sama, svo nefnd séu dæmi um viðbrögð stjórnmálamanna á Norðurlöndum, þá hefur íslenzka ríkisstjórnin þurft langan tíma, marga fundi og vangaveltur, áð- ur en hún léti til sín heyra. Út yfir tekur þó, að kommúnisti í forsetastóli á Alþingi skuli leyfa sér að nota austrænar ofbeldis- aðferðir og vama þingmanni máls. „Niður með ofbeldið," heyrð- ist í gær hrópað í sölum Al- þingis. Undir það hróp taka allir íslendingar, sem unna frelsi lands síns og hafa sam- úð með hinum kúguðu þjóð- I um heimsins. SEGJA má aff loftferffadeilan milli íslendinga og Svía sé nú aff fullu leyst. Flugmálastjóri, Agnar Kofoed-Hansen átti viff ræð'ur viff fulltrúa frá sænsku loftferffayfirvöldunum síðast í september í Kaupmannahöfn. Var þaff endanlega samþykkt aff loftferffasamningurinn sem giR hefur skyldi framlengdur til 20. maí í vor. Fyrir helgina tjáði flugmála- stjóri blaðinu, að í viffræffun- um hefffi glögglega komið í Ijós, aff Svíar hyggja ekki á neinar frekari aðgerðir gagn- vart íslendingum í loftferða- málum og voru allar viffræff- urnar mjög vinsamlegar. Má því segja, aff tryggt sé, aff fullt og óskert loftferffasam- band verffi milli landanna i framtíffinni og deilan sé úr sögunni. Aöalfundur Varðar í kvöld Island og síðustu helms- viðhurðirnlr AÐ ALFUNDUR „Varðar“ verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu kl. 8,30 í kvöld. Fara þar fram venjuleg aðal- fundarstörf en að þeim loknum mun Bjarni Benediktsson alþm. halda ræðu, sem hann nefmir: „ísland og síðustu heimsviðburðir". Nú er mikið rót á hugum manna út af hinni níðingslegu árás og svikum Rússa við ungversku þjóðina í frelsisbaráttu hennar og taka íslendingar af heilum huga imdir kröfu allra frjálsra manna um að þessi kúgaða þjóð fái frelsi sitt aftur. Varffarfélagar — fjötmemniff á fundinn í kvöld. Kommúnistaforsetinn, Emar Olgeirsson, rekur út úr sér tunguna framan í þingheim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.