Morgunblaðið - 18.11.1956, Side 1

Morgunblaðið - 18.11.1956, Side 1
24 síðuc Rússar halda áírcr.i brottflutn- ingi ungverskra æskumanna Rússar fallast á tillögu Eisenhowers - með skilyrði MOSKVU, 17. nóv. — Rússar vilja nú kalla saman fimm- velda ráðstefnu, þar sem rætt verði um afvopnun og bann gegn kjarnorkuvopnum. — Segjast Rússar geta fallizt á tillögu Eisenhowers Banda- ríkjaforseta um kvikmyndun úr lofti. Þó fylgir sá böggull skammrifi að kvikmyndatakan má aðeins nú til svæðis er liggur 800 km frá markalín- unni milli austur- og vestur- veldanna í Evrópu. Á þessu svæði er mikill hluti herja Atlantshafsbandalagsins og Yfirlýslngar utanríkis- ráðherra og Alþý&u- bandalgsins nUBMUNDUR f. GUBMUNDSSON sagði sl. föstudag á Alþingi m. a.: „Ágreiningurinn er ekki um það út af fyrir ság, að þannlg skuli á málum haldið við endurskoðun varnarsamningsins, að nauðsynlegar varnir séu tryggðar“. Ennfremur lét hann svo ummælt: „Jafnákveðnir og þessir tveir flokkar (Alþfl. og Fram- sókn) hafa verið í þvi, að hér væri ekki herlið á tímum, sem ekki gefa tilefni til slíks, þá hefur hitt og verið stefna þeirra, að á íslandi væri vamarlið, þegar öryggi landsins krefst þess“. Og enn mælti hann: „Öll vonum vér að sjálfsögðu, að Sameinuðu þjóðunum megi auðnast að leysa þennan vanda, sem í er komið fyrir botnl Miðarðarhafsins og öll fylgjumst við af samúð og aðdáun með baráttu ungversku þjóðarinnar fyrir frelsi og almennum mannréttindum. En allt þetta eru aðeins fróm- ar óskir, og þeir, sem fara með og bera ábyrgð á okkar eigin vörnum, hljóta að fylgjast af gaumgæfni og vaxandi áhyggj- um með þeim atburðum öllum og haga sér eftir þeim stað- reyndum, sem fyrir liggja eins og þeir vita þær sannastar og réttastar". Þetta áréttaði utanrikisráðherra með þvf að segja: „En fyrst hv. 1. þm. Reykvíkinga spurði, þá hef ég ekk- ert á móti þvi að svara, og ég scgi það sem mína skoðun, að ef við stæðum fyrir þeirri spurningu í dag, hvort við vildum láta herinn víkja úr landi á morgun eða næstu daga, þá mundi ég ekkl vilja láta hann gera það. Svo alvarlegum augum lít ég á ástandiö eins og það er nú. Ég álít, að nú sé slíkt hættuástand að varnarlið sé íslandi nauðsyn.“ Loks lýsti hann yfir þessu: „Ut af þelm efasemdum, scm hæði hv. þm. Reykvíklnga er hv. þm. Gullbr. hafa verið með um það, hvort að sú stefna, sem ég túlkaði hér áðan, væri raunverulega stefna ríkisstjórnarinnar eða ekkl, þá vil ég taka það fram, að sjálfur hefl ég enga ástæðu til þess að efast um, að það sé stefnan og sjálfur ætla ég ekkl að taka þátt í því að halda á málunum á annan veg en þar er lýst yfir. Það er sú stefna, sem ég mun fylgja og fara eftir á meðan ég fjalla um þessl mál“. En hvernig koma þessl ummæll utanrikisráðherra heim við yfirlýsingu Alþýðubandalagsins frá 5. nóv., þar sem m. a. segir: „— Atlantshafssamningurinn er því í raun réttrl úr gildi fallinn. — Alþýðubandalagið álítur emifrcmur, að þessir atburðir sýnl ljóslega hvílik nauðsyn það er, vegna heimsfriðarins, að hemaðarbandalög stórveldanna, Atlants- hafsbandalagið og Varsjárbandlagið verði formlega leyst upp og allt herlið stórveldanna, sem nú dvelur í herstöðv- um utan heimalanda þeirra, víkl þaðan og hverfi heim“. Hvort sjónarmiðið verður ofan á í samningunum við Bandaríkjamenn? Rússneskir hermenn sfanda með alvæpni í verksmiðjum landsins BÚDAPEST, VÍNARBOHG, 17. nóv. Einkaskcyti til Mbl. frá" Reuter. IGÆRKVÖLDI bárust þær fregnir frá Ungverjalandi aS byltingarráð menntamanna í Búdapest hafi gefið út orð- seridingu sem víða má sjá í borginni. — Þar segir m. a. að Ungverjar séu andvígir stjórn Kadars og ný stjórn verði að taka við. I»á vill ráðið efna til þjóðfundar þar sem gengið verði frá frjálsum kosningum í landinu. Því er mótmælt að fasistar hafi staðið fyrir frelsisbaráttu þjóðarinnar, eins og kommún- istar halda fram. Þar hafi þjóðin öll verið einhuga að verki. Byltingarráðið krefst þess að Rússar hverfi með her sinn á brott úr landinu, en kveðst geta sætt sig við stutta hersetu á vegum S. Þ., ef nauðsyn þyki. ★ ★ ★ UiREGNIR frá Búdapest herma, að verkamenn hafi í dag haldið til vinnustöðva sinna daprir í bragði, en ekki til að vinna. Þeir stóðu bara þöglir og niðurlútir í smáhópum hér og hvar og iétu í ljós orðlausa gremju og vonleysi. Fréttaritarar, sem áttu tal við verkamenn, sögðu að yfirgnæfandi meirihluti þeirra manna, sem þeir komu að máli við, hefði tjáð þeim, að verkamennirnir mundu ekki hverfa aftur til vinnu, þrátt fyrir tilmæli verkalýðs- leiðtoga. Eisenhower Warsjárbandalagsins. Rússar vilja ekki leyfa kvikmyndun úr lofti af öðrum herstöðvum en þeim sem eru á fyrrnefndu svæði. —Reuter. Krúsjeff óftasf hrun kommúnismans • I RÆÐU, sem Krúsjeff hélt í veizlu fyrir Gómúlka og pólsku sendinefndinni, sem nú er í Moskvu, sagði hann m. a., að „heimsvelðasinnar og fasietar“ væru að eyðileggja kommúnista- flokkana í Frakklandi, Ítalíu og fleiri löndum. En hann kvað hin- ar vinnandi stéttir vera sér með- vitandi um hættuna, og mundu þær koma í veg fyrir slika eyði- leggingarstarfsemi! Mikil síluvciði í FYRRADAG og í gær voru fá- ir bátar á síldveiðum, en mok- veiði var hjá þeim. Hæsti bátur- inn á Akranesi í gær, en þaðan fóru 18 í róður, var Bjarni Jó- hannesson með tæplega 370 tunn ur, en þar var alls landað í gær 2700 tunnum. í gærkvöldi var róið úr öllum verstöðvum. í gær mun söltun Faxasíldar alls hafa verið kringum 90.000 tunnur, en sölusamningar heim- ila söltun á um 115.000 tunnum. I NÆSTU VIKU Ýmsir leiðtogar verklýðsfé- laganna hétu á verkamenn að taka upp vinnu að nýju, eftir að þeir höfðu setið ráðstefnu með Kadar forsætisráðherra Kvislings stjórnarinnar, en fæstir þeirra voru bjartsýnir á árangur þess- ara áskorana. Sumir þeirra bjuggust ekki við því, að vinna yrði hafin að nýju fyrr en í fyrsta lagi síðari hluta næstu viku. Fréttaritarar sögðu, að nauðungarflutningur Ung- verja til Sovétríkjanna hefði valdið almennri gremju í Ungverjalandi og aukið við- nám ungverskra verkamanna við tilmælum leiðtoga sinna og stjórnarinnar um að hefja vinnu. Þeir hafa einsett sér að halda áfram verkfallinu, þangað til stjórnin verður við þeim kröfum þeirra: 1) að Nagy verði aftur for- sætisráðherra, 2) rússneskir herir hverfi hurt úr landinu og 3) frjálsar kosningar fari fram. MIKIL REIÐI Þeir, sem til þekkja, segja, að hin sameiginlega yfirlýsing, sem gefin var út í gær eftir við- ræður Kadars við verkalýðsleið- togana, hafi vakið mikla reiði meðal Ungverja, þar sem hún hafi sýnt það svart á hvítu, að það var Kadar-leppstjóm- in, sem kallaði á rússneskar hersveitir til að hjálpa sér til aö sigrast á „fasistiskum and- byltingarsinnum“, eins og það er orðað í yfirlýsingunni. Ennfremur feli hún í sér við- urkenningu á stjóm Kadars, sem er eitur í beinum flestra Ungverja. „FRAM í DAUÐANN“ Rússneskir skriðdrekar ®g hersveitir hafa nú verið send- ar til allra meiri háttar iðju- vera og standa þar með gap- andi byssukjafta. Einn þeirra verkamanna, sem fréttamenn tóku tali, sagði: „Það er ekki hægt að vinna undir byssu- stingjum og byssuhlaupum. Og það er liættulegt að koma út fyrir hússins dyr, því Rússarnir ræna öllum okkar ungu mönnum“. Þegar hann var spurður, hve lengi Ung- verjar gætu haldið áfram mótstöðu sinni, svaraði hann blátt áfram: „Fram í dauð- ann“. UNGVERJAR VONSVIKNIR Sumir verkalýðsleiðtoganna, sem hvöttu menn til að hefja vinnu að nýju, kváðust vera von- sviknir. Þeim fýndist sem Vest- urveldin og jafnvel Tító hefðu brugðizt Ungverjum, og flutn- ingur Ungverja úr landi hefði mjög lamandi áhrif á siðferðis- þrek þjóðarinnar. Þeir létu einn- ig í ljós vonbrigði sín með Sam- einuðu þjóðirnar, sem virtust ekki hafa miklu meira vald en Þjóðabandalagið hafði á sínum tíma. Fréttir um skæruliSaliernað FREGNIR hafa bor izt um það að mikil ókyrrð hafi verið meðal ungverska minnililutans í Ukrainu. Þar búa um 100 þús. Ung- verjar. Ungverjarn- ir fóru í mótmæla- göngur í borginni Stanislav sem er um 100 mílur frá tékknesku landa- mærunum. Frétzt hefir um ókyrrð í Búlgaríu. í Búlgaríu Einkum hefir henn- ar orðið vart meðal liðsforingja í búlg- arska hemum. Þá hefir heyrzt í út- varpsstöð skæruliða þar í landi og hefir þar verið ráðizt harkalega að leið- togum búlgarska kommúnistaflokks- ins. — Alþjóðasamband flutningaverka- manna hefir í hyggju að „bann- færa“ rússneskar vörur, þ. e. a. s. hyggst hvetja fé- laga sina til þess að neita að afgreiða rússneskar vörur. Sennilegt þykir að Eden, forsætis- ráðherra Breta, muni hætta við för sína til Sovétríkj- anna. Ráð var fyrir þvi gert að hann færi í opinbera heimsókn til Rúss- lands að vori. (Newsweek).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.