Morgunblaðið - 18.11.1956, Side 2

Morgunblaðið - 18.11.1956, Side 2
2 MORGUABLAÐ1Ð Sunnudagur 18. nóv. 1956 STAKSTEINAR Hvenær er mælirinn fullur? Þann4r spyr Tíminn í gær um afstöðu þeirra „foringja Alþýðu- bandalagsins, sem ekki játa kommúnistískan átrúnað“. Tím- inn segir það spurningu dagsins, hvort þeir aetli að hrökkva eða stökkva og gerir nánari grein fyrir þeirri spurningu svo: „Þessir atburðir 5 öðrum lönd- um leiða hugana að því, sem hér hefur gerzt, eða öliu heldur að því, sem hér hefur ekki gerzt. Það er engu lík- ara en Moskvumennirnir hafi rétt sig úr kútnum aftur, eftir að fyrsti bylurinn lagði þá flata um stund. Enn bólar lítið á opin- berum uppsteit liðsmanna, og ekki er annað að sjá en að allt sé með kyrrum kjörum hjá Þjóð- viljanum. Þar virðast allir þræð- ir liggja í eina átt. Ýmsir liðs- menn þvo sér ákaflega um hend- urnar í saltvatni Súez-skurðar. Skáld og spekingar hafa afneit- að einu sinni, en þegar kom að hinni seinni afneitun, varð fyr- irgreiðsla og gistivinátta ærið þuxvg á metunum. Yfirlýsing stjómar MÍR minnti á flugur, sem engjast í kóngulóarvefnum. Þráðurinn er teygjaniegur til ýmissa átta og lætur undan hér og þar, þegar á er tekið, en slitnar aldrei. Til þess skortir augsýnilega kraft. Á þessar æfingar horfa fleiri en fólk í gömlu lýðræðisflokk- unum. Á þær horfa einnig þeir foringjar Aiþýðubandalagsins, sem ekki játa kommúnistískan átrúnað, og þær þúsundir lands- manna, sem kusu Alþýðubanda- lagið til þess að framkvæma vinstri stefnu í iandinu, en ekki til þess að þjóna undir Moskvu- vald. Hvenær skyidi mælirinn verða fuliur að þeirra dómi? Ætla má, að óbreyttum liðsmönn- um þyki þegar ærið langur sá frestur, sem forsvarsmenn Al- þýðubandalagsins hafa fengið til að gera hreint fyrir sínum dyr- um. Ætla þeir að hrökkva eða stökkva? Það er spuining dags- ins-“ Er Hannibal að biia? Hér gleymir Tíminn því, sem mestu máli skiptir, að kommún- istar á íslandi hafa höfuðstöðv- ar í sjálfri ríkisstjórninni og af hverju skyldu þeir óróast meðan þeir njóta slíkrar vemdar, sem er einstök vestan járntjalds? Hvað sem því líður, gefur þessi grein til kynna, að Tíminn hafi von um að Hannibal muni kljúfa sig frá kommúnistum. E. t. v. á nýtt hlaup Hannibals á milli flokka að verða síðasta hald- jreipi stjórnarinnar. Allt annað viðhorf. .[ Tímanum I gær birtist og aðsend grein, sem segir: ,Á siðastliðnu vori var það áli. margra, að ástandið í heim- im m væri orðið svo gott, að tín i væri kominn til að ræða vi& Bandarikin um að herinn færi héðan. Siðan hefur margt breytzt, með- al annars sú mikla ófriðarblika fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem að minnsta kosti um stund varð að logandi báli. Órói og bylting í Póllandi og sú ógnaröld, sem gengið hefur yfir Ungverja- land. Allt annað viðhorf er nú í heiminum en var á síðastliðnu vorú Örlög þjóða eins og einstakl- inga eru mismunandi. Mikil er gæfa íslendinga að hafa ekki orðið fyrir þeim þungu örlögum, sem Ungverjar og aðr- ar Austur-Evrópuþjóðir hafa orð ið að þola, mikil er gæfa ís- lands og íslendinga að hafa átt þess kost að mega áfram eiga trausta samstöðu við hinar vest- Einn af hinum glæsilegu vögnum Uandleiða h. f. á Hafnarfjarð- arleiðinni. Landleiðir hf. fjölga ferðum Hafnarfjarðarleiðinni Félagið hefur frá byrjun keypf átfa nýja vagna ITILEFNI ÞESS, að Landleiðir h. f. fjölga í dag ferðum á Hafnarfjarðarleiðinni, skýrði framkvæmdastjóri félagsins, Ágúst Hafberg, fréttamönnum í gær frá rekstri félagsins þau sex ár, er bað hefur haít sérleyfi á leiðinni Reykjavík—Hafnar- fjörður. Fyrirtækið hefur síðan það hóf starfsemina, keypt átta nýja bíla og hyggst enn auka vagnakostinn. Mun félagið fá leyfi fyrir nýjum vagni einhvern næsta dag, og mun hann verða tekinn í notkun eins fljótt og auðið er. Öllu fé fyr irtækisins hefur verið varið til þess að bæta aðbúð farþega. Ferðafjölgun nemur nú meira en helmingi, eða 78 ferðir á dag FERMING Ferming í Laugarneskirkju sunnud. 18. nóv. kl. 10,30. (Séra Garðar Svavarsson) Drengir: Árni Már Magnússon Waage, Laugateigi 30. Björn Hergils Jóhannesson, Hraunteigi 26. Eiríkur Sigurjónsson, Smyrils- vegi 29. Franklin Brynjólfsson, Hlégarði 25, Kópavogi. Guðmundur Gunnar Ásbjöms- son, Kleppsveg 18. Guðmundur Hallvarðsson, Hrísa- teigi 37. Halldór Bjarnason, Höfðaborg 77. Hermundur Haukur Björnsson, Mávahlíð 17. Sigurður Þorláksson, Hraunt. 24. Stúlkur: Anna Lisa Michelsen, Hverfis- götu 108. Elín Lára Ingólfsdóttir, Sigtúni 21. Gerður Ólafsdóttir, Hofteigi 10. Guðrún Þorgeirsdóttir, Lauga- teigi 14. Ingibjörg Harðardóttir, Langa- gerði 126. Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Suðurlandsbraut 103. Jóna Ágústína Magnúsdóttir, Suðurlandsbraut 7A. Rannveig Árnadóttir, Sundlauga vegi 10. Ragnheiður Þórunn Magnúsdótt ir Waage, Laugateigi 30. Erla Sigurlaug Indriðadóttir, Langagerði 80. Unnur Bryndís Þorsteinsdóttir, Laugarnescamp 21. rænu þóðir um varðveizlu frels- isins í heiminum.“ Enginn efi er á því, að þama eru túlkaðar skoðanir mikils fjölda af kjósendum Framsókn- ar. Spurning dagsins er sú: Þora íoringjarnir að framfylgja þess- um vilja kjósendanna af ótta við, að upp úr slitni við kommúnista? í stað 36 ferða árið 1950, er félag- ið tók til starfa. Fjölgun farþega hefur orðið mest í Kópavogi, og þess vegna hefur ferðum mest verið fjölgað þangað. Ferðafjölg- unin, sem kemur til framkvæmda í dag er sem hér segir. Til Hafnarfjarðar fjölgar ferð- um milli kl. 17 og 19 þannig,- að aðeins 15 mínútur verða milli ferða í stað 20 mínútna áður. Ferð um um Kópavog fjölgar þannig, að framvegis verða tveir vagnar á klukkutíma frá kl. 6,30 að morgni til kl. 21 að kvöldi, en áð- ur voru tveir vagnar á klukku- tíma á tímabilinu frá kl. 13—-20, en einn vagn á klukkutíma aðra hluta dagsins. Forráðamenn Landleiða hjf., buðu fréttamönnum í ökuferð um Kópavog, í fyrstu bifreiðinni, sem félagið flutti inn, og er nú fimm ára gömul. Hefur henni verið ekið yfir 800 þús. km., en haldið svo vel við, að hún er Sem ný. Sýning skrifstofn- og heimilis- vélo í Listomannashólanum Vélarnar eru frá Addo-verksmiðjunum og Hooververksmiðjunum IGÆR var opnuð í Listamannaskálanum sýning á heimilistækj- um og skrifstofuvélum. Það er Heildverzlun Magnúsar Kjaran sem sér um sýningu þessa. Þegar kl. 2 í gær var kominn fjöldi gesta á sýninguna. Magnús Kjaran stórkaupmaður, bauð gesti velkomna með stuttri ræðu. Hann sagði að vissulega væri sýning þessi auglýsing, en eins og skrumauglýsingar væru til tjóns, eins væru auglýsingar á góðri vöru og gagnlegri, nauðsynlegar og sjálfsagðar. Því að hvernig á neytandinn að geta eignazt góða vöru, ef hann veit ekki hvar hana er að fá?, spurði stórkaupmaðurinn. HOOVER og ADDO VÉLAR Þá sagði Magnús Kjaran að hér á þessari sýningu gæfist fólki kostur á að sjá margs konar gerð- ir af Hooverheimilistækjum svo sem þvottavélum, ryksugum, bón vélum og gufustraujárnum. Ann- ar hinna stærstu liða sýningar- innar eru margs konar skrifstofu- vélar frá sænsku Addo-verk- smiðjunum svo sem reiknivélar, margföldunarvélar og bókhalds- vélar, einnig eru þarna Hugin- búðarkassar og Friden kalkula- torar. Af öðrum heimilistækjum en Hoover tækjunum má nefna Fridor saumavélar með innbyggð um zig-sag fæti og Bauknecht hrærivélar, eu þeim fyígir fjöldi tækja. FULLTRÚAR FRÁ VERK- SMBOJUNUM SÝNA OG KENNA Þá kynnti Magnús Kjaran tvo fulltrúa, sem hingað eru komnir á vegum stærri fyrirtækjanna, Mrs. Faulkner á vegum Hoover- verksmiðjanna og G. Stáhl á veg um Addo-verksmiðjanna. Er ætl unin að fulltrúa þessir sýni vélar þær, sem þarna eru á sýningunni og kenni meðferð þeirra. * Auk þessa verða kvikmyndasý* ingar daglega. Sýningin verðú* opin alla daga vikunnar frá kL 1—10. Öllum er heimill aðgang- ur án endurgjalds. Allir fá að- göngumiða, sem jafnframt er happdrættismiði, en vinningur- inn er Hoover þvottavél. Þá skýrði stórkfcupmaðurinn frá því að við undirbúning þess- arar sýningar hefði verið haft samráð við Neytendasamtökin og félagið Sölutækni. — Er sýning- in hin glæsilegasta. Frá sýningunni á skrifstofuvélum og heimilistækjum, sem opnuð var í Listamannaskálanum í gær. •—Ljósm.: P. Thomsen. 5 siuidm&Miii frá A-Þýzkalandi á sund- mótinu á þriðjudaginn Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ verður Sundhöllin vettvangur stór- it viðburðar á sviði sundíþróttarinnar. Fyrsta sundmót vetrar- ins, sundmót Ármanns, hefst það kvöld og meðal keppenda á mót- inu eru 5 sundmenn og konur frá Austur-Þýzkalandi. Þetta þýzka sundfólk hefur náð góðum árangri, en þó verður keppni í sumum greinum afar tvísýn — og án nokkurs efa mjög skemmtileg. Hanna Kúnast, 16 ára. Hún keppir í 100 og 400 m skriðsundi og beztu tímar hennar á þeim vegalengdum eru 1:10,8 og 5:47,4 mín. Roderich Wolf, 17 ára, keppir í 100 og 400 m skriðsundi og hef- ur náð bezt 1:00,4 og 4:45,5 mín. Bemd Bludau, 16 ára, keppir í 100 og 400 m skriðsundi og hefir náð bezt 1:04,0 og 4:54,2 mín. Wolígang Fricke, 18 ára, kepp- ir I 100 og 200 m bringusundi og hefur náð mjög glæsilegum tímum, 1:10,9 mín. og 2:38,5 mín., en bæði þessi afrek eru langt undir ísl. metunum. Karl Schneider, 21 árs, keppir í 100 m baksundi. Bezti tími hans er 1:08,0 mín., rúml. 6 sek. betra en ísl. metið. Fararstjóri Þjóðverjanna er Gert Bartheímes og með í för- inni er þjálfarinn Max Reihe. Hann er víðþekktur og reyndur, enda 51 árs að aldri. Sumir nem- enda hans hafa náð mjög langt. ★ GAGNKVÆMT BOÐ Þessi heimsiókn er gagn- kvæm, þ. e. a. s. Ármenning- ar fara utan næsta ár í boði Þjóðverjanna. Má fagna því að slík kjör hafi fengizt og er það í fyrsta sinn sem ísl. sundmenn eiga því að fagna. Á SKEMMTILEG KEPPNI Mótið stendur í 2 daga (þriðju- dag og miðvikudag). MeSal annarra þátttakenda eru allir beztu sundmenn landsins. Víst er um það að keppnin verður afar hörð, einkum einvígi þeirra Kúnast og Ágústu Þorsteinsdótt- ur, mestu skriðsundkonu íslands, í 100 m og 400 m skriðsundi. — Pétur ætti að eiga nokkuð ör- uggan sigur í 100 m skriðsundi, en Þjóðverjamir verða þeim mun sleipari í 400 m skriðsund- inu, en þar munu Ari Guðmunds- son og Helgi Sigurðsson berjast við þá. 1 bringusundinu og bak- sundinu verða Þjóðverjarnir öruggir sigurvegarar, ef allt fer að líkum, en aðalmótstöðumenn þeirra eru Sigurður Sigursðson frá Akranesi og Sigurður Frið- riksson frá Keflavík. Ýsa með gúmband um Iiausinn UM DAGINN er vélbáturinn Brynjar var á veiðum hér úti í Faxaflóa kom á línuna þessi hor- aða ýsa. Við athugun kom í ljós, að einhver óþokki, sem einhvern tíma hefir dregið hana áður er hún var minni, hefir sleppt henni aftur í sjóinn eftir aðhafasmeygt upp á hausinn á henni gúmmí- bandi. Nú þegar hún veiddist, var bandið gengið langt inn í fiskinn og rétt aftan við hausinn var djúpt far ofan í hrygginn eftir bandið. Blöðin eiga alltaf að segja frá svona fólskuverkum, sagði maðurinn, sem með ýsuna kom til blaðsins. Það verður að benda fólki á, að svona illvirki má ekki frekar fremja á fiskum þó að þeir séu með kalt blóð, en öðrum skepnum, sem allir myndu fordæma harðlega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.