Morgunblaðið - 18.11.1956, Síða 11

Morgunblaðið - 18.11.1956, Síða 11
Sunnudagur 18. nóv. 1956 MORCUMBLAÐIÐ 11 Leikfélag Reykiavlkur: „Það er nMi'ei að vita” finningum. Ekki get ég 1)0 fellt mig við gervi Þorsteins, finnst það allt að því afkáralegt, enda er það ekki í fullu samræmi við iýsingu höfundarins á þessari persónu. Gamanleikur eftir Bernard Shaw Leikstjóri: Gunnar R. Hansen í TILEFNI þess að hundrað ár eru nú liðin frá fæðingu Bernards Shaws hefur Leikfélag Reykja- víkur tekið til sýningar einn af gamanleikum skáldsins, „í»að er aldrei að viía“. Fór frumsýningin fram sl. miðvikudagskvöld fyrir þéttskipuðu húsi. Óþarft er að kynna þennan sérstæða og mikil- virka rithöfund, sem allt að því um tvo mannsaldra bar einna nýja fyrirbæri, sem þá er farið að láta til sín taka í þjóðfélaginu, kvenréttindakonuna, er krefst réttar síns úr hendi karlmanns- ins, er leiðir til „baráttu kynj- anna“, en sést yfir þau lífssann- indi að í þeirri baráttu er það hið „mannlega eðli“, sem ræður úrslitum. Leikstjóranum, Gunnari R. Han sen, hefur tekizt með miklum Gloriu Clandon, eldri dóttur Cramptons og frú Clandon, leik- ur Helga Bachmanii. Helga túlkar einkar vel þessa ungu stúlku, sem tekið hefur móður sína til fyrir- myndar í einu og öllu og er méð höfuðið fullt af kvenréttindagrill- um og heimspekilegum kenni- setningum, en verður þó að lúta í lægra haldi fyrir hinu „mann- lega eðli“, áður en lýkur. Dolly og Philip Clondon, yngii systkini Gloriu leika þau Kristin Anna Þórarinsdóttir og Birgir Brynjólfsson með mikilli prýði. Kristín er blátt áfram heillandi í ungæðislegxun gáska sínum og glaðværð, en framsögn hennar er ekki alltaf nógu greinileg. .— Birgir á ekki langan leikferil að baki sér, — hefur hingað til að- eins farið með nokkur smáhlut- verk, — en mér virðist ljóst af leik hans í þessu hlutverki, að hann búi yfir góðri leikgáfu. Hreyfingar hans eru léttar og eðlilegar og „replik" hans fui'ðu- góS. Brynjólfur Jóhannesson leikur þjóninn, livíthærðan og fíngerðan gamlan mann, glaðlegan og hóg- væran, sem af langri reynslu hef- ur numið speki lífsins. Leikur Brynjólfs í þessu hlutverki er frábær svo að hvergi skeikar og gervi hans afbragðsgott. Hefur Brynjólfur sjaldan sýnt dýpri og Dolly (Kristín Anna Þórarinsdóttir), frú Clandon (Guðhjörg Þor- heilsteyptari leik og er þá mikið bjarnardóttir), Phiiip (Birgir Brynjólfsson). sagt. hæst meðal leikritahöfunda heimsins. — Bernard Shaw kaus sér það hlutskipti sem rithöfund- ur að aga samtíð sína, berjast gegn þröngsýni og hvers konar hleypidómum og í því efni var hann vægðarlaus og lítt hneigður til málamiðlunar. Hann var íri og því voru vopnin honum nærtæk, — napurt háð og markvís fyndi, er hann beitti með þeirri kunn- áttu og snilli, sem aðeins örfáum er gefið. Hann gat verið óbilgjarn í dómum sínum og menn verið andvígir mörgum sjónarmiðum hans, en hinn hraði, sterki og hnitmiðaði stíll brást honum aldrei. Hann lifði á langri ævi mikla umbrotatíma, þegar ný fé- lagshyggja, svo sem sósíalismi og kvenréttindi voru að ryðja sér til rúms, og voru á sínum tíma mikil baráttumól, og byltingu tveggja heimsstyrjalda, þar sem ólíkar lífsskoðanir og hugmynda- kerfi tókust á. í öllum þessum umbrotum og átökum tók þessi skarpskyggni og vígreifi bar- dagamaður veigamikinn þátt, enda eru leikrit hans öll nöpur ádeila á menn og málefni sam- tíðarinnar. „Það er aldrei að vita“, er ekki í tölu merkari leikrita Bernards Shaws, en ber þó mörg beztu einkenni skáldsins, napurt háð, létta og leikandi fyndni og glitr- andi tilsvör. En bak við ádeiluna og háðið skín í hið mannlega við- horf höfundarins til persónanna, er hann leiðir fram á sjónarsviðið og vandamála þeirra. — Leikrit- ið er samið á síðasta tug aldar- innar sem leið og fjallar um það ágætum að skapa samræmi milli ytri og innri gerðar leiksins og glæða hvert atriði lífi, svo að hvergi gætir tregðu eða tóm- leika. Hraði leiksins er mjög góð- ur og leikstjórinn hefur greini- lega haft vakandi auga á hverju smáatriði í heildarmyndinni, og gætt þess að sérkenni skálasins nytu sín sem bezt. Leikendurnir fara allir vel með hlutverk sín og sumir ágætlega. Skal þar fyrst nefna Guðbjörgu Þorbjarnardóttur, er leikur frú Clandon, kvenréttindakonuna, eitt af aðalhlutverkum leiksins. Guðbjörg er glæsileg á sviðinu, með reisn hefðarkonunnar og hún túlkar ágætlega sjónarmið kvenréttindarkonunnar, með festu en þó hógværð og stillingu og kvenlegum þokka eins og skáldið ætlast til. Framsögn hennar er skýr og eðlileg og látbragð hennar alli, svo sem hæfir hinni menntuðu konu. Guðbjörg hefur að undan- förnu unnið hvern leiksigurinn af öðrum og er nú tvímælalaust ein af mikilhæfustu leikkonum okkar. Þorsteinn Ö. Stephensen leikur Fergus Crampton, ciginmann frú Clandon, er hafði faiið frá honum, en hann hittir nú aftur eftir átján ára aðskilnað. Er leik- ur Þorsteins afbragðsgóður, fullur af glettni og góðri kímni í upphafi leiksins og ynnilegur og sannur, er hann túlkar við- kvæmni og sársauka þessa hrjáða og einmana manns, sem á yfir- borðinu er hrjúfur og hrottaleg- ur, en býr þó yfir heitum til- Helgi Skúlason leikur hr. Val- entin, fótækan tannlækni og biðil Gloriu Clandon. Er leikur Helga fjörlegur og oft skemmti- legur en nokkuð laus í böndun- um. Jón Sigurbjörnsson leikur Bohun málfærslumann, son þjónsins, hrokafullan og háværan Valentine (Helgi Skúlason) og Gloria (Helga Bachmann), náunga, sem ekki hefur þolað að komast til nokkurrar mannvirð- ingar. Túlkar Jón hlutv. þetta af næmum skilningi og hefur tekizt að draga upp þá mynd af per- sóununni, sem er í fyllsta sam- ræmi við það sem fyrir höfund- inum vakir. Guðjón Einarsson leikur virðu- legan, roskinn lögfræðing. Er Framh. á bls. 14. Sviðmynd í 3. þætti. RafmagnsrÖr lampasnúra (plast) Sendum gegn póstkröfu. Lúðvík Guðmundsson, Laugavegi 3 B — Sími 7775. IVfierkingar Merkjum handklæði og sængurfatnað. Vélbróderum með silki, vír, plastikk og flauelisþræði. Zig—Zag og fleira. Grettisgötu 90, I. hæð. (Geymið auglýsinguna.) Símavarzla — Skrlfstofustorf Ábyggileg stúlka óskar eftir símavörzlu eða léttum skrifstofustörfum. Gjörið svo vel að senda tilboð á afgr. Morgunbl. fyrir 20. þ. m. merkt: „Ábyggileg —3373“. Vana n&enn vanfar á togara Upplýsingar hjá Bjarna Magnússyni, Rau5- arárstíg 38 (ekki svarað í síma).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.