Morgunblaðið - 18.11.1956, Page 24

Morgunblaðið - 18.11.1956, Page 24
Veðrið Sunan kaldi, skúxir Reykjavíkurbréf er á blaðsíðu 13. Tundurdufl vult inn ú dekkið en spiukk ekki IFYRRINÓTT skeði það 50 mílur NA af Horni að togarinn Kald- bakur frá Akureyri fékk tundurdufl í vörpuna. — Þetta skeði á milli kl. 3 og 4 um nóttina og var þá verið að taka inn vörpuna. Skipsmenn urðu þess varir að eitthvað þungt var í pokan- um en veittu því ekki frekari athygli þar sem þeir hugðu þetta vera grjót, sem er mjög algengt að komi í vörpuna. VALT INN Á OEKKTM Vissu menn því ekki fyrr en tundurdiuflið valt úr pok- anum og skall niður á dekkið. Það var þó lánið að ekkert skeði frekar. Var nú hætt veiðum og ekkert frekar átt við duflið. Það var vel skorð- að þar sem það lá, gott var í sjóinn og því ekki annað en gæta þess að dufiið yrði ekki fyrir hnjaski. Hélt togarinn til lands og kom til Akureyr- ar í gær. KVEIKJAN EKKI í SAMBANDI Til Akureyrar fór svo maður frá landhelgisgæzlunni til þess að gera duflið óvirkt. Kvað hann kveikjuna ekki hafa verið í sam- bandi, en sagði að dufl þessi gætu sprungið ef þau fengju högg á belginn. Enskt eftirlitsskip var statt á Akureyri og komu menn af því yfir í togarann til þess að skoða duflið, sem er af enskri gerð. Töldu þeir að þetta væri dufl, sem lagt er fyrir kafbáta og því neðarlega í sjónum, en þau sökkva til botn eftir vissan tíma. ALLMIKLU AUSTAR EN ÞAR SEM FYLKIR FÓRST Er blaðið átti í gær tal við Jón- as Þorsteinsson, skipstjóra á Kaldbak sagði hann að duflið hefðu þeir fengið allmiklu aust- ar en þar sem Fylkir fórst. Að þessu sinni var lánið með svo að ekkert slys varð af þessu. Það mun ekki með öllu óalgengt að togarar fái dufl í vörpuna, en sem betur fer eru slysin af þeim fátíð, þótt skammt sé að minn- ast Fylkis. Aljtingi veitir 250 þús. kr. tii Ungverjiilandssofnunariiinar EINS og kunnugt er fluttu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir skömmu tillögu um það á Alþingi, að ríkið legði fram 250 þús. kr. til Ungverjalandssöfnunar Rauða kross íslands. MEÐMÆLI FJARVEITINGA- NEFNDAR. Á fundi fjárveitinganefndar í fyrradag var tillaga þessi tekin ,11 Trovalore" í dag til afgreiðslu sámkvæmt ósk full- trúa Sjálfstæðisflokksins. Var einróma samþykkt að afgreiða málið á þann veg, að nefndin beindi þeim tilmælum til fjár- málaráðheria að hann greiddi nú þegar úr ríkissjóði kr. 250 þús. til Ungverjalandssöfnunar Rauða krossins gegn því að framlag þetta væri tekið í fjárlög næsta árs. Hefir fjármálaráðherra þeg- ar samþykkt þessa tilhögun. Gjögri, 14. nóvember. Kvenfélag Árneshrepps ákvað fyrir nokkru að gangast fyrir söfnun til nauðstadds fólks í Ung verjalandi. Lauk söfnun þessari í gær. Alls söfnuðust á 7. þús. kr. og er það feikilega há upphæð í svo litlu byggðarlagi. Guðmunda Elíasdóítir Mikið viija þeir til vinna 1) Kommúnistar gerðu það fyrir Hermann Jónasson að samþykkja lögbindingu á kaupi, þótt þeir hefðu áður talið slíkt alger fjör- ráð við verkalýðinn. 2) Kommúnistar eru þegar fallnir frá mótmælum sín- um við samninga Guð- mundar í. Guðmundssonar um lausn löndunarbanns- ins, og eru þeir samningar þó óhagstæðari íslending- um en þær ráðagerðir, sem kommúnistar höfðu áður harðlega fordæmt. 3) Kommúnistar hafa nú samþykkt að vísa tillögun- um um endurskoðun varn- arsamningsins tii ríkis- stjórnar, þar sem Guð- mundur í. Guðmundsson er utanríkisráðherra, eftir að Guðmundur hafði lýst yfir, að ekki kæmi annað til mála en að tryggja nauðsynlegar vamir lands- ins og að hann mundi vera á móti því að láta herinn hverfa úr landi eins og nú stendur. Bjami Benedikts- son hæddist að þeirri af- stöðu kommúnista á AI- þingi með þessum orðum: „Eftir sama áframhaldi, þá verður þetta sennilega áður en árið er liðið, orð- in aðalstefnuskrá Alþýðu- bandalagsins: Við heimt- um vamir á íslandi og hei- vítis íhaldið er sá eini, sem er þar á móti.“ 4) Þrálátur orðrómur er um að nú heimti Hermann Jónasson, að kommúnistar samþykki nýja gengisfell- ingu, og aðalkvíðaefni þeirra. sé, hvernig þeir geti fullnægt þessari kröfu Hermanns, en þó sloppið heilskinnaðir frá Alþýðu- sambandsþinginu. Mikið skal til mikils vinna og allir skilja, að kommúnistum riður nú á miklu að fá að halda sjálfu' Stjórnarráðinu sem höfuð- stöðvum sínum hér á landi. En hvað er orðið úr öll- um kosningaloforðunum, ef svo fer með þau, sem nú voru talin? Enginn skyldi þó ætla, að kommúnistar sam- þykktu allt þetta án þess að hyggja á hefndir og að launa fyrir sig, þótt síðar verði og víst vonast þeir til að ráða stefnunni í vamarmálunum áður en yfir lýkur. ES3R í Ál.-ÍSAFJÆIiSÆKSYSLIJ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Islands flytur hina vinsælu óperu Verdis, „II Trovatore" í Austurbæjarbíói kl. 2 e. h. í dag. Eins og kunnugt er hefur flutningur óperunnar hlotið mikið lof tónlistargagnrýn- enda, en hún hefur nú verið flutt þrisvar fyrir troðfullu húsi og við mikinn fögnuð áheyrenda. Stjórn- andi hljómsveitarinnar er War- wick Braithwaite frá Bretlandi, en einsöngvarar þau Guðmunda Elíasdóttir, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Magnús Jónsson. Jafn framt syngur hópur úr karla- kórnum Fóstbræðrum. Verður þetta í næst síðasta sinn sem þessi dásamlega ópera verð- ur flutt að þessu sinni. Frv. Sigurbar 3/arnasonar um breytingu á vegalögum NÝLEGA er komið fram í Efri deild Alþingis frumvarp um breytingu á vegalögum. Er Sigurður Bjarnason flutningsmað- ur þess. Er þar lagt til að nokkrir vegir í Norður-ísafjarðarsýslu verði teknir í þjóðvegatölu. Eru það þessir vegir: Vegur um Skjaldfannadal í Nauteyrarhreppi, Laugardals- vegur í Ögurhreppi, af Ögurvegi hjá Laugardalsbrú fram Laugar- dal að Efstadal, Grunnavíkurveg- ur frá Sandeyri um Snæfjalla- heiði að Sætúni í Grunnavík, Reiðhjallavegur, af Bolungarvík- urvegi í mynni Syðridals að Reiðhjallavirkjun og Skálavíkur vegur frá Bolungarvík um Skála- vík ytri. í greinargerð segir flutnings- maður að frumvarpið sé flutt samkvæmt ósk hreppsnefnda í ýmsum hreppum Norður-ísafjarð arsýsbx. Tvær nýjar bækur eftir Davíð ÞAU tiðindi mumu gerast á vett- vangi bókaútgáfu nú fyrir jólin, að gefnar verða út tvær bækur eftir Davíð Stefánsson frá Fagra skógi. Er önnur leikrit hans „Landið gleymda", sem sýnt var hér í Þjóðleikhúsinu fyrir tveim mr árum. Hefir það ekki komið á prent fyrr en nú. Hin bókin er ný ljóðabók. Munu fjölmargir bíða hennar með mikilli óþreyju, svo vinsæll er Davíð og ástsæll af öllum þeim sem góðri Ijóðlist unna. Ljóðabókin mun verða um 170 bls. að stærð og eru öll kvæðin ný, flest kveðin á síðasta ári. Er það áttunda ljóðabók Davíðs og er hún, og einnig leikritið, gefin út af Helgafelli. Landið gleymda er fjórða leikrit Davíðs, en alls hafa komið frá penna hans 13 bækur. Davíð Stefánsson er búsettur norður á Akureyri svo sem kunn Davíð Stefánsson ugt er, en það er bókaforlag Odds Björnsonar þar í bæ, sem prentar hina nýju ljóðabók hans. Fisklandanir í Bretlandi hefjasf varla í fsessum mánuði BLAÐIÐ átti í gær tal við Björn Thors framkvæmdastjóra Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda og spurðist fyrir um það hjá honum hvenær búast mætti við því að fisklandanir færu að hefj- Orðabók Alexand- ers Jóbamiessonar 8. OG 9. HEFTI eru nýkomin út og er þá þessu ritverki sem hófst 1951, lokið (1406 blaðsíður, auk formála og skammstafana bls. 5—23). — í síðustu heftunum er lokið við tökuorð í íslenzku, þá kemur skrá í stafrófsröð indó- germanskra (germanskra, nor- rænna) frumróta, þá skrá í staf- rófsröð allra íslenzkra orða (um eða yfir 20 þús.), er skýrð hafa verið í bókinni og loks leiðrétt- ingar og viðbætir. Laust bindi fylgir fyrir allt ritverkið. Áskrif- endur eru beðnir að vitja heft- anna til Óskars Bjarnasen í Háskólanum. Sýning Finns f DAG er síðasti dagur málverka sýningar Finns Jónsonar, sem hann heldur að Kvisthaga 6. Hef- ur aðsókn verið ágæt að sýningu Finns, og hefir hann selt margar myndir. Sýningin verður opin til kl. 10 í kvöld. Vegna rúmleysis verður að bíða umsögn um sýn- inguna. Ungverjalands- söfnunin 617 þús. UNGVERJALANDSSÖFNUN- UNINNI er nú lokið. Alls söfn- uöust 617 þús. kr. — Alþingi veitti þar af kr. 250 þús. og Reykjavíkurbær 60 þús. Rauði krossinn íslenzki skrifaði al- þjóða Rauða krossinum og lagði þar til að lýsi yrði keypt fyrir meginhluta þeirrar upp- hæðar sem safnaðist. ast í Bretlandi eftir áralangt hlé. Ekki kvaðst Björn geta svarað því fyrir víst en telja mætti nær öruggt að ekki yrði það í þessum mánuði. Undanfarnar vikur hefur fisk- markaðurinn í Englandi verið góður, sagði.hann, en í þessari viku lækkaði hann nokkuð því meira framboð varð þá af fiski en áður. Á þriðjudaginn kemur heim nefnd íslenzkra togaraeigenda sem samdi við brezku togaraeig- endurna. Eru það þeir Kjartan Thors, Jón Axel Pétursson og Loftur Bjarnason. Gerðitr Helga- dóttir opnar sýnlngu f GÆR klukkan 4 var opnuð í svonefndum Bogasal Þjóðminja- safnsins sýning á málmmyndum eftir Gerði Helgadóttur; ennfrem- ur sýnir franskur málari, Andre Enard að nafni. Gerður Helgadóttir er fyrir löngu kunn orðin fyrir myndir sínar, en hún hóf námsferil sinn sem myndhöggvari í Handíða- skólanum, fór síðan suður í lönd, til Ítalíu og Frakkl. Hún byrjaði að móta myndir sínar í stein, en nú er hún að mestu frá því horfin og býr nú til myndir úr járni og það eru átta slíkar myndir sem hún sýnir á þessari sýningu í Bogasalnum, allt nýjar myndir, sem hún hefur unnið að hér heima á undanförnum mán- uðum. En auk þess sýnir Gerður nokkra kirkjuglugga og lit- skuggamyndir hefur hún sett upp af 5 m háum glugga, sem hún er búin að gera í Saurbæj- arkirkju á Hvalfjarðarströnd, en þá mynd gerði hún úti í París, Mun þetta vera fyrsti kirkjuglugg inn sem íslenzkur listamaður vinnur að að öllu leyti. — Járn- myndir Gerðar eru allar tákn- rænar myndir og bera ýmis nöfn. Málverk þau er hinn franski málari, Andre Enard sýnir, eru allt abstraktmyndir, 18 að töiu. Sýning þessi mun standa yfir í 10 daga og verður hún opin dag-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.