Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 6
8 MORGV NHLAÐIÐ Laugardagur 15. des. 1956 Fráhær telpu- og unglingabók LÍSA O G LOTTA er bezta telpubókin, sem við höfum gefið út síðan við gáfum Pollýönnu út, enda er hún eftir Erich Kástner barnabókahöfundinn heimsfrœga. Freysteinn Curmarsson skólastjóri valdi þessa sögu og íslenzkaði hana. — Kristmann Gubmundsson skriíar um - BÓKMENNTIR KRISTÍN LAFRANSDÓTTIR Eftir Sigrid Undset. Helgi Hjörvar og Arnheiður Sigurðardóttir þýddu. Setberg. ANNAÐ bindi af hinu mikla skáldverki Sigríðar Undset er nú komið út og ber sérheitið: „Hús- fruin“. í fyrra bindinu greinir frá bemsku og æsku Kristínar, ætt hennar og umhverfi. Þar er og sögð ástarsaga hennar og Erlend- ar Nikulássonar. í öðiu bindinu er svo lýst hjónabandi þeirra, framan af og búskapmmi á Húsa- by, ættargarði Eiiends. Ást þeirra er enn heit og ástríðufull, en dökk ský dregur á himin ham- ingju þeirra. Þau hafa gerzt brot- leg við lögmál Guðs og manna og verða nú að súpa seyðið af því. Erlendur er „ástabarn og fegurð- ar“, léttúðugur og glæsilegur, hið mesta kvennagull, og siðferðis- kennd hans milli húsgangs og bjargálna. Kristín hefur ríkari ábyrgðartilfinningu og meira sið- ferðisþrek, enda þótt hún hafi syndgað stórlega. Hún reynir nú að bæta fyrir brot þeirra með því að fara pílagrímsgöngu, ber- fætt, til kirkju heilags Ólafs í Niðarósi og fóma þar meyjar- kransi sínum úr gulli, sem hún bar ranglega í brúðkaupi sínu. Er sá kafli meistaraverk skáld- legrar sköpunar, en margt er fleira ógleymanlegt í bindi þessu. Áður hefur verið minnzt á hér í blaðinu að Kristín Lafransdóttir er eitt af öndvegisverkum heims- bókmenntanna. Þar fer allt sam- an, sem góða skáldsögu má prýða, — nema hvað gera má athugasemdir um stil höfundar- ins og hafa ýmsir gert sér það til dundurs. Og nokkuð orðmörg er frú Undset í flestum verkum sínOm. Gætir þess þó minnst í „Kristínu" og þar er málsmeð- ferðin þannig að gengur göldr- um næst. Hafa þýðendur hvergi náð því töfrandi lífi frásagnar- innar, sem einkennir þetta skáld- verk á frummálinu, en eigi að síður verður þýðingin að teljast sæmileg. „Kristín Lafransdóttir“ er al- þjóðlegt verk, en í því gætir mjög áhrifa frá íslendingasögum. Sagan gerist á fyrri hluta fjórt- ándu aldar og bregður upp lif- andi og sannfærandi mynd af því tímaskeiði. En jafnframt er bókin í bezta lagi „ideohistor- isk“, hún á jafnt erindi til allra tíma og mun ekki fyrnast. Ald- arfarslýsingar, umhverfislýsing- ar, atburðalýsingar, persónulýs- ingar, sálfræðileg rannsökun, bygging og frásögn, allt er þetta gert af nær óskeikuíum meistara- höndum og fært til fullkomins samræmis. Vart mun nokkur bók hafa vakið þvílíka athygli á Norðurlöndurn fyrr eða síðar. Aðalpersónurnar, Kristín og Erlendur, eru skapaðar af slíkri snilld, að naumast virðist hægt að gera betur. — Þess má geta, til gamans og án ábyrgðar, að munnmæli herma, að Sigrid Undset hafi ung hitt í Róma- borg — aðrir segja Kaupmanna- höfn — íslending nokkum, lík- lega listamann, og orðið mjög hrifin af honum, en hann farið heldur illa með hana. Svo mikið er víst, að enginn hefur betur en hún lýst vissri íslenzkri mann tegund. En ýmsir hafa talið að Erlendur Nikulásson sé mótaður með hliðsjón af Frónbúa þess- um, — eins konar blöndun úr íslendingnum og Svartstad mál- ara, eiginmanni Sigríðar — og þó allmiklu meira af þeim fyrr- nefnda, því ekki þótti Svartstad karlinn hættulegur kvennahjört- um. En Erlendur er einmitt sú tegund karlmanna sem konur elska mest og fyrirgefa flest. — Þótt ást Kristínar á honum kólni um hríð í glæsilífi Húsabæjar, blossar hún upp aftur heitari en nokkru sinni fyrr, þegar búið er að hneppa hann í fangelsi og svipta hann eignum sínum. Og Sigrid Undset er nógu mikið skáld til að sýna glöggum les- anda orsakir og afleiðingar alls þess sem gerist, einnig innra með persónunum. Hið trúarlega ívaf sögunnar, — sem í raun og sannleika er áróð- ur — er gert af hinni mestu snilld, því höf. fatast aldrei að samræma það verkinu og byggja sálfræðilegan grundvöll hvar- vetna. „Kristín Lafransdóttir“ hefur farið sigurför um alla veröld og hvarvetna hlotið lotningarfulla aðdáun hinna merkustu gagnrýn- enda. — Rauba telpu- og unglinga- bókin /956 sbrifar úr daglega lifinu Jólatorgsalan byrjar á morgun á eftirtöldum stööum Á horni Eiríksgötu og Barónsstígs — Vitatorgi og Hverfisgötu og Blómabúðinni Laugavegi 63. Selt verður jólatré, jólagreni, skreyttar hrislur á leiði, jólakörfur, 3 stærðir frá kr. 35,00—85,00. — Alls konar önnur ílát frá kr. 30,00—50,00. Þurrkuð blóm, ,alls konar borðskraut. Jólakerti, englahár jólabjöllur o. m. fl. Ath. Á Laugavegi 63 fáið þið egg til jólabakstursins á kr. 28,00 kg. — Skoðið og reynið viðskiptin áður en þér festið kaup annars staðar. TORGSÖLURNAR Kynningoriundnr fyrir almenning um íslenzka heimspeki, verður haldinn í Tjamarcafé sunnudaginn 16 .des. kl. 2. — D A G S K R Á : 1. Sveinbjöm Þorsteinsson setur fundinn. Z. Þorsteinn Guðjónsson flytur stjörnufræðiþátt. 3. Stjömufræðikvikmynd. 1. Eðli drauma og íslenzk heimspeki. — Þorsteinn á Úlfsstöðum flytur. 5. Lesið úr ritum dr. Helga Pjeturss. 6. Nokkur orð um ritið Nýal og útgáfu þess. Létt klassísk lög verða leikin milli atriða. FÉLAG NÝALSSINNA STUNDUM hittir maður fyrir bílstjóra, sem eru svo ókurteis ir og ruddalegir að furðu gegnir. í fyrradag varð ég áhorfandi að einu dæmi um það. Það var á bílastæðinu á Hótel íslandslóð- inni, en þar er jafnan þröng lítilla bíla. Furðulegur ruddaskapur BIFREIÐASTJÓRX einn úr Keflavík, frá Sendibílastöð Keflavikur, hafði lagt bifreið sinni, gráum stórum sendiferða- bíl, þvert á bifreiðastæðið, milli raðanna af bílum sem þar stóðu, þ. e. fyrir aftan þá. Afleiðingin varð sú að útilokað var fyrir bif- reiðaeigendurna að ná bílum sín- um af stæðinu meðan keflvíski sendibíllinn stóð þar og lokaði út- keyrslunni með öllu. Þetta var um kl. 5, einmitt á þeim anna- tíma dagsins sem flestir bifreiða- eigendur hætta vinnu og taka ökutæki sín í notkun. Þessi keflvíski bifreiðastjóri sýndi með gjörðum sínum þarna á bifreiðastæðinu dæmafátt til- litsleysi. Það eru einmitt slíkir ruddar í umferðinni sem slysun- um valda og miklum óþægindum fyrir gangandi menn og akandi. Bifreiðastjórar sem um engan skeyta nema sjálfa sig, hafa aldrei heyrt minnzt á lipurð eða kurteisi í umferðinni, en böðlast áfram án þess að skeyta hætis hót um það sem fyrir er, eru hinir mestu óþurftarmenn og bet- ur sæjust þeir aldrei við stýri á ökutækjum. Merk bók. FYRSTA bókin í veröldinni um sjálfstæðisbaráttu ungversku þjóðarinnar er komin út. Er hún gefin út af bókaforlagi einu í Kaupmannahöfn, en er rituð af dönskum blaðamanni sem dvald- ist í Búdapest byltingardagana og fylgdist náið með gangi sjálfstæð- isbaráttunnar. Væntanlega kem- ur bókin í bókabúðir hér, en hún er ágætlega rituð og gefur glögga mynd af atburðunum austui þar, sem við höfum fengið frekar sundurlausa mynd af í daglegum fréttum. Margar myndir prýða og bók þessa. Á henni er vakin athygli hér, ef einhverja skyldi langa til þess að panta hana. Munu bókabúðir bæj arins fúslega panta bókina. Hún heitir „Ungarns Frihedskamp“ og er gefin út af forlaginu Samleren i Höfn. Höfundurinn er Poul Trier Pedersen. Fyrir kóngsins mekt. OG hér hefi ég fengið bréf frá gömlum Reykvíking, sem kall ar sig „prógrammstrák", af þvi að hann seldi prógrömm í gamla daga í Iðnó. Hann spjallar um leikritið Fyrir kóngsins mekt, og segir svo: Þegar ég var prógrammstrákur í Iðnó fyrir 40—50 árum, voru uppi í leiklistarheiminum margir þeirra, er síðar hlutu mikla frægð. Má t.d. nefna Jens Waage, Stefaníu Guðmundsdóttur, Árna Eiríksson, Friðfinn Guðjónsson, Guðrúnu Indriðadóttur, Gunn- þórunni Halldórsdóttur. Kristján Þorgrímsson. En eitt átti allt þetta fólk sameiginlegt. Það vap tregða samferðamannanna, hið íslenzka skaplyndi, sem er seint til þess að meta hæfileika manna í leiklistinni, alveg eins og nú. Síðar fékk þetta fólk verðuga viðurkenningu og heiður fyrir sín mikilsverðu og ósíngjörnu störí. Á þeim tímum var ekki emi stórkostleg gagnrýni eins og nú á dögum. En af því að menn leyfa sér margt nú á dögum, í ræðu og riti, þá langar mig til þess að láta í ljós skoðun mína, sem í þessu tilfelli ætti að geta verið skoðun fólksins. í önn dagsins og hávaða er það mörgum gleði að geta dvalið kvöldstund I framúr- skarandi húsakynnum, við full- komnar aðstæður og notið sýn- ingar eins og sjónleiksins „Fyrir kóngsins mekt“ eftir hinn ágæta mann sr. Sigurð í Holti, hlýtt á undurfagra tónlist dr. Páls ísólfs- sonar samfara góðum kórsöng og afbragðs góðum söng Þorsteins Hannessonar. Aðalatriðið finnst mér vera heildarsvipur leiksýn- ingarinnar og með fullri virðingu fyrir þeim aðfinnslum sem koma fram í gagnrýni á sjón- leikinn finnst mér að kostirnir séu miklu stærri en gallar þeir sem um hefir verið rætt. Til gleði og hvildar. ItMENN fara í leikhús sér til hvíldar og gleði og gleyma þar sinni eigin misjöfnu tilveru og hrífast með því sem á sviðinu er að gjörast. Þá er líka gleðin fengin sem verið er að sækjast eítir. Mér finnst þetta vera aðal- atriðið, eins nú og þegar ég var prógrammstrákur í Iðnð fyrir fjölda ára. Og mér er engin laun- ung á því að ég tel betur farið en heima setið þegar um sjónleikinn Fyrir kóngsins mekt er að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.