Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 20
20 M ORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 15. des. 1956 GULA ! 11111 I herher&iÖ i ílili í ------------------------^ ! eftir MARY ROBERTS RINEHART •*--------------------*-----------•+• Framhaldssagan 6 fann hún, að dyrnar voru aflæst- ar, svo að hún varð að taka upp sína eigin lykla til þess að kom- ast inn. Dyrnar opnuðust og hún gekk inn, en þar tók ekki á móti henni annað en kaldur súgur og óljós, óviðkunnanlegur þefur. Stúlkurnar gengu inn ó eftir henni með ólundarsvip. — Ég skil ekki, hvernig á þessu stendur, sagði hún. — Frú Norton hlýtur að vera veik. Ef þú vilt kveikja upp í eldhúsinu, Maggie, ætla ég að hringja og spyrjast fyrir um hana á meðan. — Hún lagði hatt sinn og hand- tösku á spegilhilluna í forsalnum. Það kom ekki til mála að fara úr yfirhöfn, og að Maggie frátaldri, hafði enginn hreyft sig enn. Stúlk urnar stóðu í stellingum eins og þær ætluðu að taka til fótanna j og flýja. j — Hvaða lykt er þetta? spurði Freda. — Það er rétt eins og eitt- hvað hafi verið brennt hérna inni. Láttu dyrnar standa opnar, sagði Carol með óþolinmæði. — Frú Norton hefur verið hér, og getur hafa sviðið eitthvað. Farðu með Maggie. Hún gekk nú eftir ganginum kringum húsagarðinn og til bóka- herbergisins. Gamla skrifstofan var óhreyfð, og enn voru yfir- breiðslurnar á stólunum í for- salnum, fyrir neðan stóra stigann upp á loftið. Hins vegar hafði yfirbreiðslan verið tekin ofan af litla pollinum í miðjum húsagarð inum og eins hlerarnir frá útidyr unum, sem þangað lágu. Sér til nokkurrar huggunar sá hún, að tilraun hafði þó að minnsta kosti verið gerð til þess a_ð gera bóka- herbergið vistlegt. Ábreiðan var komin á gólfið og yfirbreiðslurn- ar farnar af húsgögnunum, sumar myndir og annað skraut var á sínum stað og brenni hafði verið lagt í eldstóna, svo að ekki þurfti annað en kveikja í því. Hún bar eldspýtu að þvi, og það var ekki laust við, að henni létti ofurlítið, er kviknaði í skrauf- þurru brenninu. Hún opnaði dyrnar út að garðþrepinu og leit út. Loftið var hreint og þetta út- sýni hafði alltaf hrifið hana. Eyj- arnar voru eins og grænir gim- steinar í blóu vatninu og í svo sem mílu fjarlægð sá hún bæinn Bayside, smávaxinn og snotran innan um græn trén. Hún dró and ann djúpt og sneri sér svo að sím- anum. En þarna var bara enginn sími. Hún horfði í örvæntingu á borð- ið þar sem símatólið hafði staðið. Silfur-vindlingakassinn var þarna eins og vera bar. Yfirleitt var þarna allt annað en símatólið. En þar var líka dálítið annað, sem hún hafði ekki ótt von á. í ösku- bakkanum lá vindlingsstúfur með varalit á. Lucy Norton hvorki reykti né notaði varalit, og Carol horfði aftur og vildi ekki trúa sínum eigin augum. Þó brosti hún. Auð- vitað hafði einhver granni rekizt þarna inn, t. d. Marcia Dalton eða Louise Stimson. Næstum hvaða kona, sem var úr hópi sumargest- anna þarna, gat hafa skilið þetta eftir. Engu að síður kom óróleika- tilfinningin aftur. Hún gekk hratt gegnum dagstofuna, sem þarna var næst, og síðan borðstofuna, búrið og eldhúsið. Maggie hafði tekið svuntu upp úr ferðatösk- unni sinni og var nú að setja hana á sig, en hinar tvær stóðu rétt eins og kviðdómendur, sem eru að hugsa um úrskurð sinn. — Ég er hrædd um, að eitthvað af símatólunum hafi verið tekið úr húsinu, sagði hún og gerði sér upþ kæti. Er tækið í bakdyra- ganginum kyrrt? Maggie opnaði dyrnar og gægð- ist fram. — Nei, það er farið. Það lítur helzt út fyrir, að þau hafi öll verið tekin. — Guð minn góður — hvað eig um við að gera? sagði Carol. — O, fólk var nú lengi búið að komast af símalaust, sagði Maggie með spekingssvip. — Ætli við björgym okkur ekki einhvern veginn. En hvaða lykt haldið þér, að þetta sé, ungfrú Carol? Hér hefur áreiðanlega eitthvað verið brennt. Lyktin var nú ekki sérlega slæm í eldhúsinu, enda þótt henn ar yrði þar vart. En nú sprakk Freda fyrst, sem eðlilegt var, þar sem hún var yngst. — Ég verð hér ekki stundinni lengur, sagði hún með ákafa. Ég réð mig ekki til þess að fara á heimsenda og láta frysta mig í þokkabót. Og ég fæ velgju af þess ari lykt. Ég segi upp samstundis, ungfrú Carol. Carol reyndi að hrista af sér martröðin'a, sem var farin að ásækja hana. Nei, sjáðu nú til, Freda, þú get- ur ekki farið svona — að mmnsta kosti ekki fyrirvaralaust. Ég get ekki hringt á bíl og bílarnir hérna eru ógangfærir. Og svo fer ekki einu sinni nein lest fyrr en í kvöld. Maggie tók nú til máls. — Láttu ekki eins og bjáni, Freda. Ég býst við, að frú Norton hafi pantað þessar matvörur, sem hér eru. Farðu úr kápunni, svo ætla ég að búa til kaffi. Það hressir okkur allar. Við fljótlega rannsókn kom það samt í ljós, að þarna voru engar matvörur. Kaffidósin var tóm, og brauð var ekki til annað en einn brauðendi, en í kæliskápnum tvö egg og eins var þarna hálf dós af sultu. Maggie varð gröm á svip inn. Hún leit á eldhúsklukkuna, sem enn gekk. — Ef þessi letingi, hann Georg Smith, er hérna einhvers staðar, má senda hann til bæjarins, sagði Maggie. — Farðu, Nora og vittu hvort þú sérð hann nokkurs stað- ar. Hann er garðyrkjumaður hér — eða þykist vera það. Síðan skipaði hún Fredu að sækja kol niður í kjallara og Bækur barnanna: VÍSNABÓKIN Vísui nar valdi Símon Jóh. Ágústsson. Teikningar eftir Halldór Pétursson. Hin sígilda bók barnanna. JÓLAVÍSUR eftir RAGNAK JÓHANNESSON Visurnar sem börnin syngja við jólatréð. KELVINATOR Jólagjöfin í ár er Sparið tímann Kaupið strax Kelvinator kæliskápur 8 rúmfet. — Verð kr.: 7.450.00 Hagkvœmir afborgunarskilmálar Ennfremur aðrar stærðir Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. GjÖriÖ svo vel að Itfa inn Jfekla Austurstræti 14 — sími 1687 Natural WAX POLISH COBRA er B Ó N I Ð sem þér eigið að nota. Reynið og sannfærist um gæðin Heildsölubirgðir: Eggert Kristjánsson £■ Co. h.f. (JTVARPIÐ Laugardagur 15. desember: Fastir liðir eins og venjulega 12,50 Óskalög sjúklinga (Eryndí: Sigurjónsdóttir). 14,00 Heimilis þáttur (Sigurlaug Bjarnadóttir) 16,30 Veðurfregnir. — Endurteki efni. 18,00 Tómstundaþáttur ban og unglinga (Jón Pálsson). 18,E Útvarpssaga barnanna: „Leifur eftir Gunnar Jörgensen, í þýðing Svövu Þórleifsdóttur; VIII. - sögulok. (Elísabet Linnet). 19,C Tónleikar (plötur). 20,30 Leikrit „Sheppey“ eftir Somerset Maug ham, í þýðingu Hjartar Halldórs sonar. — Leikstjóri: Valur Gísl' son. 22,10 Danslög (plötur). - 24,00 Dagskrárlok. ^•X**I* *l* *l* *l* *I* *!* *l* *>*>*I* •> *C* *l* <♦ *j* ♦> •z*+z* %♦*> ♦> ♦> ♦> *•* %• • •>♦’♦*'♦ ♦”♦ ♦'♦ ♦'• *'♦ * ♦ ♦'♦♦'♦ ♦'♦ <• * •'• •'♦♦'♦ •'♦ *'< •;♦ %♦♦,♦ ♦”• ♦”*♦; >♦”• ♦”•♦”«.»< •❖♦H**H**!**I‘.H.*X*.>*H*»!**I*.>*X**I*.>''«»:«:««> M A R K Ú S Eftir Ed Dodd rYOU SEE, HALL, I WAS ' RIGHT/...THAT PLANE CAME BACK...NOW DUCK INTO THE BUSH AND LET ME ►-vi HANDLE THIS/ - FASTEN YOUR SAFETY BELTS .„WE'LL GET GAS HERE/ 1) — Festið þið öryggisbeltin. /ið setjumst hér á vatnið til þess 3 taka benzín. 2) — Þama sérðu Halli. Ég hafði rétt fyrir mér. Flugvélin kom aftur. Nú skulum við leyn- ast í kjarrinu. Ég skal sjá um þau 3) — Frú Manley, þér og son- ur yðar viljið ef til vill koma út og fá frískt loft. Ég kem strax með benzínið. 4) Flugmaðurinn gengur að benzTnbirgðunum. Hann sér ekki skuggana tvo að baki sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.