Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. des. 1956 MORCVTSBLAÐIÐ 9 Málning og snyrtíntf í BÍnni verziun IDAG opnar ný verzlun í Bankastræti 7. Er það verzlunin Regn- boginn, sem selur allar tegundir málningar — einnig snyrti- vörur kvenna. Regnboginn hefur verið til húsa á horni Laugavegs og Vitastígs, og þar verður áfram útibú verzlunarinnar, en aðal- verzlunin flytur í Bankastræti 7, þar sem áður var Hljóðfærahúsið og Parísarbúðin. AÐSTOÐ VIÐ KAUPENDUR Eigandi verzlunarinnar er sam- vinnufélag, og er Einar Erlends- son verzlunar- og framkvæmda- stjóri. í viðtali við blaðamenn í gær lýsti hann verzlunarhúsnæð- inu, en það er mjög rúmgóður saí- ur, kvensnyrtideildin til vinstri en málningardeildin í öðrum hlutum verzlunarinnar. f þessari verzlun kvað verzlunarstjórinn, áherzlu verða lagða á ráðlegging- ar og aðstoð við kaupendur. Að baki verzlunarinnar er þægileg setustofa, þar sem við- skiptavinir geta setzt til að at- huga litaval. Þar geta þeir þegið ráðleggingar frá sérfróðum lista- manni um litaval á íbúðir og hús. í þessum sal er listamönnum boð- ið að hafa sýningu á verkum sín- um og opnunardaginn og fyrstu vikuna sýnir Karl Kvaran mynd- ir sínar. í viðtalinu var Svala Hannes- dóttir er veitir forstöðu snyrti- deild kvenna. Hún kvaðst álíta að þetta fyrirkomulag verzlunarinn- ar gæti mjög hæft konum. Snyrti- vörudeild þeirra væri á bezta stað í búðinni og þar væri hægt að fá allar tegundir snyrtivara og í sérstökum klefa færi fram „húðkönnun“ er væri þýðingar- mikið atriði í snyrtingu kvenna. f kvennadeild verzlunarinnar sem í hinni deildinni er lögð áherzla á ráðleggingar við viðskiptavini. VEE UNNIÐ Guðmundur Kristinsson arki- tekt hefur ráðið allri gerð verzl- unarinnar og að dómi sjónar- votta tekizt vel, sem í hinum fyrri verzlunum er hann hefur ráðið. Margir handverksmenn hafa lagt gjörva hönd á innréttingu o. fl. rr Iþróttamenn og andans garpar SKÖMMU eftir, að Vilhjálmur Einarsson vann sitt glæsilega af- rek á Olympíuleikunum í Mel- bourne, birtist í dálkum Velvak- anda smáathugasemd þess efnis, «40 V 4.0 t V CCX'Í afrek hans gott og landi og þjóð til sóma, en við mættum ekki gleyma því, að við eettum annan afreksmanrl, sem aflað hefði þjóðinni meiri frægð- ar. Var þar átt við Nobelsverð- laun Halldórs Kiljans Laxness og ----ega haldið fram, að af- rek andans mættu ekki falla í sku _j. íþróttaafrekanna. Víst er það rétt, að íslendingar munu hafa glaðst enn meira er íslenzkum rithöfundi hlotnuðust Nobelsverðlaunin í fyrra en við afrek Vilhjálms nú, en óneitan- lega finnst mér Laxness nú sjálf- ur hafa varpað þeim skugga á frægð sína, sem erfitt verði að afmá. Finnst íslendingum það bera vott mikilli andans stórmennsku, að þykjast í öðru orðinu fordæma ofbeldi Rússa í Ungverjalandi en lýsa því jafnframt yfir, að hann sé eftir sem áður ákveðinn stuðn- ingsmaður þess þjóðskipulags, sem leiðir af sér slíkar hörmung- ar? Síðan situr þessi frægasti rit- höfundur íslands gleðiveizlu full- trúa Rússa meðan blóðbaðið í Ungverjalandi stendur sem hæst. Er ekki ánægjan af að eiga slík- an andans garp á meðal vor orð- in dálítið blendin? Engum dettur í hug að halda því fram, að Rússar séu í eðli sínu verri en aðrir menn. Því er ekki hægt að kenna öðru en því þjóðskipulagi, sem þeir búa við, um þann hörmulega glæp, sem nú er verið að fremja í Ungverja- landi. Hefur þú, lesandi góður, reynt að gera þér grein fyrir hvernig ástandið muni hafa verið orðið í Ungverjalandi áður en lagt var út í jafnvonlausa baráttu og þar er háð? Eða hefur þú reynt að setja þig í spor þeirra foreldra, sem sent hafa börnin sín frá sér eitthvað út í óvissuna í þeirri von að þar muni þeim líða betur? Það er erfitt að gera sér slíkt f hugarlund, en hryllileg hlýtur líðan fólksins að vera orðin áður en gripið er til slíkra örþrifaráða. Öll barátta ungversku þjóðarinn- ar ber það með sé, að hún kýs •fremur dauðann en að lifa áfram Yotla ungversku þjóðinni samúð FUNDUR stúdenta í Stúdentafé- lagi Norðvesturlands, haldinn á Sauðárkróki 1. des. 1956, ályktar að votta ungversku þjóðinni inni- lega samúð sína í raunum henn- ar og mótmælir harðlega ofbeldis árás Ráðstjórnarríkjanna á þessa sögufrægu þjóð. Fundurinn harmar það, ef ör- lög Ungverja verða slík sem hlut- skipti Eystrasaltsríkjanna hefur verið undanfarin ár. undir oki kommúnismans. — Það þarf mikinn garp til að mæla siíku þjóðskipulagi bót. Það er ömurleg staðreynd, að við Islendingar skulum einir allra lýðræðisþjóða hafa kommúnista í ríkisstjórn, þótt vitanlegt sé, að mikill meirihluti kjósenda er því andvígur. Vonandi á íslenzka þjóðin aldrei eftir að lifa það, að kommúnistar nái þeirri aðstöðu hér, að okkar bíði örlög Ung- verja, en til þess að forða því þurfa allir íslendingar að vera vel á verði og almenningsálitið verður að heyrast. Þess vegna hef ég fundið mig knúinn til að taka nú penna í hönd. Ég geri varla ráð fyrir, að mín veika rödd berist til eyrna for- sætisráðherra gegnum hina þykku múra valdafíknarinnar, en fyrr en varir verður rödd almenn ingsálifsins svo sterk, að jafnvel Hermanni Jónassyni skiljist, að íslenzka' þjóðin vill ekki sætta sig við kommúnista í ráðherra- embættum. Þátttaka kommúnista í ríkisstjórn nú er smánarblettur, sem allir þjóðhollir íslendingar verða að sameinast um að hreinsa af okkur sem fyrst. Lindarbergi 11. des. H)§6 Þórður Reykdal. Jeppaeigendur Gírkassi í landbúnaðar- jeppa og dynamór í her- jeppa, til sölu. Hvoru- tveggja ný uppgert. Selst ódýrt. Uppl. á Brávallagötu 8. — Sími 7988. BÍLL Citroen 1947, til sölu. Tilb. skilist á afgr. Mbl. merkt: „7399“, Skipti á 6 m. bíl koma einnig til greina. TIL SÖLU f&llegt Wilton-gólfteppi, 3% x2%. — Upplýsingar í síma 7235. — ÞAKJÁRN til sölu, 50 plötur, 6 feta. — Ennfremur sófasett og Rafha-eldavél. Upplýsingar á Kársnesbraut 25B, á laug ardag og sunnudag frá kl. 1—6. — Ungling vantar til blaðburðar í HáaSeitisveg ittguiiltfaMfe AREVISTRONG strauvélar Cóð jólagjöf Kostir ARMSTRONG strauvélanna eru m. a. þessir: 1. Þær eru með hitastilli. 2. Þeim má stjórna með olnboganum, þannig að hægt er að hafa báðar hendur á stykkinu, þegar strauað er. 3. Þær hafa breiðan vals. 4. Þær eru yfirferðalitlar og má nota þær við hvaða borð sem er. 5. Þær eru sterkar og endingargóðar eins og 18 ára reynsla hér á landi sannar. 6. Varahlutir í vélarnar eru ætíð til hjá oss. Þrátt fyrir alla þessa kosti er ARMSTRONG strauvélin ódýrust. Kosta aðeins kr. 1.790.00. Einkaumboðsmenn: Helgi Magnússon & Co, Hafnarstræti 19 — Sími 3184. Sfiúdentar Dansleikur verður haldinn að Gamla Garði laugard. 15. des. kl. 9 e. h. — Aðgöngumiðar verða seldir á Gamla Garði kl. 5—7 — Karlar framvísi stúdentaskírteinum. STJÓRNIN BAÐVOGIR Jólagjafir fyrir karla og konur. Verð kr. 220.00 Helgi Magnússön & Co. Hafnarstræti 19 Sími 3184. Gleymið ekki yngstu les- endunum, gefið þeim bókina „EN HVAÐ ÞAÐ VAR SKRÝT1Г Gimbill. Drengjajakkaföt á 1—8 ára. Verð kr. 425.00. Drengjamatrósaföt á 1—2ja ára á kr. 100.00 Drengjapcysur, stuttar, á 1—10 ára. Verð frá kr. 140.00. Verzlun Halldórs Eyþórssonar Laugavegi 126. Vatnsfyllti jólatrésfóturinn með jólasveinunum SMIÐJUSALAN við Háteigsveg (Ofnasmiðjan)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.