Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. des. 1956 MORGVNBLAÐ1Ð 13 HLUSTAÐ Á ÚTVARP ÓSKIR ÚTVARPSHLUSTENDA NYLEGA lét einhver útvarps- hlustandi í Ijós ósk um það, að leikin væru örvandi hergöngu- lög á morgnana, rétt svona til þess að vekja þá, sem vakna þyrftu nauðugir af sínum væra blundi. Við þessari ósk hefur út- varpið sýnilega orðið, að ein- hverju leyti, því að undanfarið hefur oft verið byrjað á því að leika fjörugan mars. Er gott til þess að vita, að liprir starfsmenn við hljóðnemann taka tillit til óska viðskiptavinanna. Nú er eft- ir að vita, hvort ýmsum öðrum tilmælum útvarpsnotenda verður einnig sinnt, áður en lýkur. Marg- ar raddir hafa til dæmis heyrzt um það, að ekki bæri að draga úr tungumálakennslu Ríkisútvarps- ins. Óskað hefur verið eftir leik- fimikennslu í útvarpinu, eins og algengt mun vera í útvarpi ann- arra landa, og nokkrum mínútum fyrir húsmæður daglega og fleira mætti telja, en látið staðar numið að sinni, svo að „þras“ hlustenda verði ekki eins og „sífelldur þak- leki í rigningartíð“, eins og þar stendur. TÆKIN TALA VÍÐA Andrés Björnsson, einn af okk- ar vinsælustu útvarpsmönnum, flutti okkur um daginn, áheyri- lega, slétt og fellt, eins og hans er vandi, ýmis fróðleikskorn um út- varp og sjónvarp í Ameríku, en þar hafði hann dvalizt um hríð. Meðal annars iét hann þess getið, að útvarpstækin væru höfð á hinum ólíklegustu stöðum ame- rískra heimila, eins og til dæmis í baðherberg j um, eldhúsum, barnaherbergjum og víðar. Við hérna heima á Fróni höfum að vísu ekki sjónvarp ennþá, fyrir fullorðna og börn, að una við. En það mun ekki orðið óalgengt, að stálpaðir unglingar hafi tæki fyr- ir sig í herbergjum sínum, og margir hafa lítil tæki í matar- króknum í eldhúsinu, fyrir utan aðalútvarpstæki heimilisiiis í borðstofu eða setustofu, eftir húsakynnum og öðrum heimilis- háttum. Er það líka ekki tilvalið fyrir húsmóðurina, að geta hlust- að á eitthvað skemmtilegt í út- varpi, meðan hún matbýr, bakar og brasar, strýkur lín, eða sinnir öðrum óteljandi heimilisstörfum. Hérna um daginn sá ég meira að segja einn heimilisföður hér í bæ vera að bysa við að koma fyrir stærðar tæki uppi á hillu i eld- húsinu hjá sér. Honum hafði ver- ið trúað fyrir að elda hafragraut- inn þann daginn og vildi hafa eitthvað sér til dægrastvttingar á meðan hann hrærði í grautnum, svo að hann yrði ekki kekkjóttur, eins og Sveinn Ásgeirsson varaði svo eftirminnilega við í Brúð- kaupsferðinni siðustu. KONURÍKI Vel á minnzt, Brúðkaupsferð- in, sem enn er í fullum gangi. Loks brást dómnefndarmönnum bog'alistin, að geta rétt til um óskir hjónaefnanna, þó að þeir hafi annars staðið sig furðuvel. Brúðguminn hafði sem sé óskað sér, „að láta aldrei bugast", lík- lega fyrir harðstjórn konunnar, sem fyrir sitt leyti ,vildi „vera húsbóndi á sínu heimili“. Til gamans má geta þess að hin hjóna efnin höfðu óskað sér að eignast kökukefli (sennilega þó ekki til baksturs) og skjöld. Hvernig áttu „snillingarnir" að átta sig á því, að óskir hinna ungu elskenda beindust svo mjög að konuríki? ÞJÓÐLÖGIN Af feiknafróðleik hins lærða tónlistarmanns hefur nú Hall- grímur Helgason, tónskáld, lokið erindum sínum að sinni og sagt okkur margt og mikið um þjóð- lög. í fljótu bragði er allt það efni ekki auðmelt almenningi. þó af mælsku sé flutt og orðgnótt. Nútíma fólk á og sjálfsagt erfitt með að skynja mikla músík í rímnakveðskap. En fjöldi þjóð- laga er’án efa vinsæll hjá öllum þorra manna. ENN UM ÓSKIR Því miður var það aðeins kafli úr sögu, og ekki von á meiru úr þeirri átt, er sr. Sveinn Víkingur las fyrir okkur um stund úr bók, er hann sjálfur hefur þýtt nýlega. (Saga og sex lesendur). Óhjá- kvæmilega hafa þá rifjazt upp fyrir mörgum „Ástir piparsveins- ins“, útvarpssagan, sem sr. Sveinn las svo prýðilega í fyrra. Sr. Sveinn Víkingur er einkar snjall og kann þá list að segja vel sögu. Það'er ekki ólíklegt, að hann yrði ofarlega á óskalistanum, ef út- varpshlustendur ættu nú að senda Ríkisútvarpinu óskir sínar um lestur framhaldssögu útvarps ins einhvern tíma. ÓLÍKIR HEIMAR Þeim er oft fundið ýmislegt til foráttu útvarpsleikritunum. Sum um þykja þau of dauf, vilja hafa eitthvað fjörugt á laugardags kvöldum, er þeir sitja heima við tækið sitt, þegar aðrir eru úti að skemmta sér. Aðrir vilja hafa eitthvað hádramatískt, sem eitt- hvert bragð er að. Og enn aðrir kvarta yfir því, að löng samtöl leikenda verði oft nokkuð þung- lamaleg, og þreytandi á að hlýða — Hvað sem öllu þessu líður, fannst mér ekki þurfa að kvarta yfir leikritinu á laugardag inn var, enda hafa þó nokkur góð leikrit verið flutt í útvarpinu í vetur (t.d. Anna á Stóru Borg, Landið ókunna, V.itni saksókn- arans o. fl.). „Ólíkir heirnar", í þýðingu Árna Guðnasonar var athyglisvert og langt frá því að vera leiðinlegt, enda prýðilega vel leikið, undir ágætri stjórn frú Þóru Borg. Þarna léku og einir sjö úrvals leikarar okkar, Herdís Þorvaldsdóttir, Rúrík Haraldsson, Þorsteinn Ö. Stephensen, Jón Aðils, Valur Gíslason, Emilía Borg og Sigríður Hagalín. Herdís, sem lék aðalhlutverkið, hefur þó líklega verið „hetja kvöldsins". Með sinni hljómfögru rödd og skýrri framsetningu getur hún í útvarp, þó að ekki sé um sjónvarp að ræða, sýnt kvenlegan yndis- þokka og reisn. HVAÐ LIÐUR JÓLAPÓSTINUM? Og þá vitum við það, eftir að hafa hlustað á „Um helgina", er " farið var í heimsókn á Pósthúsið ; og þessi heilræði fengin hjá sjálf- S um póstmeistaranum, viðvíkjand ) jólapóstinum, á þeim ágæta stat ^ anna og þrengsla: Kaupa sér frí- S merki í tæka tíð. Gera svo vel at ) frímerkja sjálfur heima. Setjc - frímerkin á jólakortin efst ti hægri (annars ekki hægt að nota viðeigandi stimpilvél). Önnui merki, eins og jólamerki, annars staðar á sendingarnar. Vel að merkja, jólamerki ein nægja ekki sem burðargjald. Síðast en ekki sízt: Ekki gleyma í öllum jóla- önnunum að skrifa nafn og heim- ilisfang viðtakanda. Þó ótrúlegt sé, kvað þetta síðasta stundum gleymast, þó að sumir séu svo háfleygir að setja heimilisfang á bréf sín í ljóðum, en um þetta leyti árs yrði of tafsamt fyrir póstþjónana okkar að liggja yfir slíkum ráðgátum, einlrum ef um nótur og nótnastrengi, í stað heimilisfangs, væri að ræða, eins og fyrir mun hafa komið. Þetta skulum við útvarpshlust- endur nú allt hafa í huga, þegar við snúum okkur fyrir alvöru að jólapóstinum, -ef við þá sendum ekki bara jólakveðju okkar, stutt og laggott, í gegnum útvarpið Fegin ættum við og að vera því að sleppa við að heyra frekar í hinum ámátlegu póstlúðrum. Og að lokum fengum við í þessum þætti útvarpsins að heyra þetta: Ef þið viljið, að jólakortið berist á sjálfan aðfangadag, póstleggið þá fyrir 20. desember og skrifið í vinstra hornið neðst þetta há- tíðlega orð: JÓL. P. J. H. I Fiskiðnaðarnámskeiði sjávarútvegsmálaráðuneytisins er lokið fyrir nokkru. Forstöðumaður þess var Bergsteinn Á. Bergsteinsson, fisk- matsstjóri, en hann hefur verið forstöðumaður námskeiða þessara frá byrjun. Myndin hér að ofan er tekin á síðasta námskeiðinu þar sem fram fer verkleg kennsla, en kennslan var bæði verklega og í fyrirlestrum. KVIKMYNDIR AUSTURBÆ JARBÍÓ sýnir nú ameríska kvikmynd, „Upp á líf og dauða“ er gerist í Austurlönd- um skömmu fyrir hina alræmdu árás Japana á Pearl Harbour. — Tveir amerískir liðsforingjar og ung amerísk stúlka eru aðal söguhetjurnar. Eru þau, er mynd in hefst, stödd í Shanghai. Stúlk- an vinnur á knæpu þar í borg og hyggst fara heim til Banda- ríkjanna en húsbóndi hennar varnar henni brottfarar. En með hjálp Ameríkananna tekst henni að flýja og segir myndin frá hinum mörgu og „spennandi“ ævintýrum, sem þau komust í á flóttanum og jafnframt ástum stúlkunnar og annars hermanns- ins. Er myndin ærið viðburðarík og vinna hinir amerísku liðs- foringjar hinar ótrúlegustu hetju- dáðir. Lætur annar þeirra líf sitt í þeim átökum en hinum nægja afrekin til sýknu er hann er tek- inn fyrir amerískan herrétt, sak- aður um hinar þyngstu ávirðing- ar og auk þess fær hann stúlk- una sem var gift vini hans, er féll, að launum. Efni myndarinnar verður hér ekki raltið nánar. í auglýsingu kvikmyndahússins er hún sögð „höx-kuspennandi“ og eru það vissulega engar ýkjur, en auk þess koma þar fyrir brosleg at- vik, sem gefa myndinni léttari svip og aukið gildi. Aðalhlutverkin leika þau Bux-t Lancaster, _ Virginia Mayo og Chuck Connors. — Lancaster er gjörvilegur maður, — karlmenni, sem vafalaust gengur kvenfólki mjög í augu og leikur hans í hlutverki aðalhetjunnar O’Hearn liðsforingja er prýðisgóður. Chuck Connor er einnig ágætur í hlutverki David’s White’s, hins liðsforingjans og Virginia Mayo, er leikur ungu stúlkuna, fer vel með hlutverk sitt. Þá er og Vesla Vonn í hlutverki madame Duval, gistihúsforstjórans á eyjunni Namou, bráðskemmtileg. Tjarnarbíó sýnir brezka lit mynd, er nefnist „Krókódíllinn heitir Daisy.“ Er fátt um þá mynd Fullveldisdapins minnzf í Kaiiforníu ÍSLENZK-AMERÍSKA félagið í Norður-Kaliforníu minntist full veldisdagsins með samkvæmi þ. 1. des. að Whitcomb hótelinu San Francisco. Formaður félagsins, hr. Ingvar Þórðarson, bauð gesti velkomna til hófsins. Undir borðum hélt ræðu hr. Steinþór Guðmunds, og minntist hann dagsins og sögu hans. Islenzki konsúllinn í San Francisco, séra S. O. Thorlákson, talaði einnig og las þakkarbréf frá íslenzka gamalmennaheimil- inu Stafholt í Blaine í Washing- ton-fylki, fyrir peningagjöf, er félagið hafði sent heimilinu í minningu um hr. Andre F. Odd- stad, lækni, er lézt síðastliðið ár og var fyrsti formaður ísl.-am. félagsins hér. Meðan undir borðum var setið var einnig haldinn stuttur fund- ur til þess að kjósa embættis- menn félagsins fyrir næsta ár. Kosnir voru: formaður, hr. K. S- Eymundson, læknir, varaformað- ur, hr. Sveinn Ólafsson, gjaldkeri Stsinþór Guðmunds, ritarar, frú Berthá MacLeod og frk. Margret Brandson og fréttaritari, frú Gunnhildur S. Lorensen. fslenzkir og amerískir söngvar voru sungnir undir borðum. Að fundi og borðhaldi loknu var stiginn dans til kl. 1 e.m. Skemmtiatriði önnuðust hjónin Dan og Louise Welty. STAKSTEINAR Jllu stolið VÝLEGA hafði einn vinstri- manna orð á því við þingmann úr liði Ilræðslubandalagsins, að heldur virtist sér rikisstjórnin úrræðalítil og málefnasnauð. „Af hverju segirðu það?“ svar- aði þá Hræðslubandalagsmaður- inn. „Fyrir kosningarnar stálum við öllum málefnunum af Þjóð- vörn. Eftir kosningarnar stelum við svo ölium málum íhaldsins." Ráðleysið eins í öllu Lögskipað er, að ýmsar nefnd- ir eigi að kjósa í upphafi kjör- tímabils. Eftir margítrekaða frest un hafði verið tilkynnt að kosið yrði sl. miðvikudag. Þá voru kosningarnar þó enn eknar út af dagskrá að beiðni Ilermanns Jónassonar. Mun ívennt hafa valdið. Annars vegar hafði Framsókn ekki enzt tími til þess á tveggja mánaða starfslausu þingi, að ákveða nefndarmenn af sinni liálfu. Kommúnistar heimta wiar vegtyllur Hins vegar heimta kommúnist- xr meira í sinn hlut en þeim ber. Sérstaklega munu þeir áfjáðir að ’íomast í Norðurlandaráðið. Það er raunar ekki kosið í Sameinuðu þingi, en kommúnistar kváðu hóta öllu illu, ef þeir fá ekki lof- xrð fyrir sæti þar. Ef Hermann ræður, verður vafa laust látið undan þessari kröfu. Ilöfum við þá sæmdaraukann af því að senda kommúnista sem fulltrúa íslands á þing Norður- iandaráðsins í vetur, en það verð- ur í Helsingfors. Finnar kunna sjálfsagt að meta réttilega slíka þjónkun við kommúnismann, þa'ð afl, sem verst hefur leikið land þcirra og þjóð. „Shock“ kaffimannsins Orðanna „shoek“ og „kaffi“ mun lengi minnzt í sambandi við fljótfærni Tíma-ritstjóran.,, sem þó þykir heldur álitlegur maður. Hann hafði ekki geð i sér til að leiðrétta kaffisöguna frægu eftir að upplýstist, að hún varð rakin til hans sjálfs og hvíldi á of fljót- færnislegri ályktun hans. Hitt má hann eiga, að hann hefur ekki haldið áfram að endurtaka hana, eftir að sannaðist að kaffilöngun- in hljóp með hann í gönur. I gær skrifar hann ámóta óskilj anlega hugvekju um „shockið" og hann gerði um kaffið áður en hann hætti að tönnlast á því. E. t. v. boðar þessi pistill því hið sama, að hann ætli héðan í frá að láta þögnina geyma „shock“- frumhlaup sitt. Væri hann þá maður að meiri. Ekki skiptir þetta þó miklu máli og víst má hann enn um stund gefa mönnum um land allt efni til nokkurrar kímni af þessu tilefni. að segja annað en það að hún er ærið lítilfjörleg, óskemmtileg og beinlínis fáránleg á köflum, eins og amerískar gamanmyndir gerast þegar þær enx verstar. Er þetta því undarlegra þar sem hér er um brezka mynd að ræða, en Bretar eru þekktir að því að vera gæddir góðri kímni (humor), og auk þess er þetta Ranks-mynd, en myndir frá því félagi eru oftast góðar og stund- um ágætar. Leikendurnir fara með hlutverk sín eins og efni standa til og ekki meir — og svo má þarna sjá hina marg- umtöluðu Diana Dors — sem reyndar er elckert furðuverk. Ego. Lífskjörin ekki betri í Bandaríkjunum f Timanum birtist hinn 13. des. viðtal við ungan mann, Tómas Sigurðsson, sem dvalizt hefur nokkra stund úti í sveit í Banda- ríkjunum. Þar segir: „Þá sagði Tómas, að lífskjör almennings þess, sem hann haföi kynni af, væru ekki betri en hér, og yrðu menn yfirleitt að halda á sínu, ef vel ætti að fara.“ Bandaríkin eru sem kunnugt er talin ríkasta land í heimi og lífskjörin þar bezt. Fyrir íslend- inga er því mikilsvert að heyra vitnisburð Tómasar og því Iær- dómsríkara sem sjálfur forsætis- ráðherrann hefur sagt efnahags- lífið hér „helsjúkt".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.