Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 24
Veðrið NA-kaldi — léttskýjað. 299. tbl. — Laugardagur 15. desember 1956 dagar til JÓLA Nýjor ólögur ó nlmenning m. u. til nð borgn S.Í.S. og Olíufélnginu h.f. lugi milljönu Stjórnarblöbin gera enga tilraun til oð neita farmgjaldaokrinu HJÓLIÐ SNÝST, þp.ö snýst' og snýst“, eins og þar stendur. Þjóðviljinn lýsti þann 12. þ.m. ánægju sinni yfir okur- samningnum við eigendur Hamrafellsins. Daginn eftir, þann 13., birti blaðið aftur á móti harða ádeilugrein á Lúðvík Jósefsson og Hannibal, vegna þeirra okurkjara, sem samið hafði verið um. En svo tók blaðið eina veltuna til, því þann 14., eða í gær, fór blaðið að verja þessa samnings- gerð en þó sýnilega með hálfum huga. Þessi hringsnúningur ber vott um, að „stefna" blaðs- ins fer eftir því, hver kemur með greinar til þess þann og þann daginn og tekur auðvitað engiim mark á slíku. Það er staðreynd í þessu máli, að ríkisstjórnin þurfti ekki að „semja" við S.Í.S. um farmgjöldin, heldur bar henni að ákveða þau með hliðsjón af kostnaðarverði eins og gert er gagnvart öðrum. Um þetta er skýrt lagafyrirmæli. Það hefði enginn nema S.f.S. eða Olíufélagið fengið að okra í farmgjöldunum og minnir þessi fjárplógsstarfsomi á bra.sk erlendra fjárplógsmanna sem frægrir eru að endemum. Þetta nýja hneyksli er mörgum sinnum stærra en olíu- málið gamla, þegar Olíufélagið h.f. tók þó ekki nema tæpar 2 milljónir að ófrjálsu, en það var vitanlega mörgum sinn- um meira en áður hafði þekkzt hér. Það hæfir, að þeir, sem að þessu standa, telji sig heiðarlega og lausa við alla braskviðleitni samanber ummæli margra forystumanna Framsóknar fyrr og síðar. „Tíminn" gerir enga tilraun til að breiða yfir okrið, það er játuð staðreynd, en blaðið reynir hins vegar að læða því inn, að Olíuverzlun fslands h.f. og Skeljungur h.f. séu erlend félög en Olíufélagið h.f. sé íslenzkt. Öll eru félögin alíslenzk en vörumerki þeirra allra erlend, því ekki er merkið „ESSO“ íslenzkara en „BP“ eða „Shell". Það er rétt, sem Morgunblaðið hefur skýrt frá, að form- leg umsókn um leyfi til kaupa á olíuskipi barst fyrst frá S.Í.S. og Olíufélaginu hinn 25. október 1955 og var af- greidd með Ieyfi þann 6. desember 1955. Hitt er rétt, að Olíufélagið var stöðugt að tala um, að það vildi kaupa olíuskip og skrifaði stundum til ríkisstjórnarinnar af því tilefni en þegar á átti að herða, þá vantaði Olíufélagið og S.Í.S. það, sem til þurfti að kaupa skip. Þess vegna gekk Olíufélagið og S.Í.S. aldrei eftir afgreiðslu á þessum skrifum og enginn gat tekið þau alvarlega, fyrr en vitn- eskja um að grundvöllur fyrir kaupum á slíku skipi væri fyrir hendi. Hvers vegna bar Eysteinn Jónsson frumvarp um heimild til ríkisábyrgðar vegna kaupa á tveim olíu- skipum fram á Alþingi 1954? Það var vegna þess, að S.Í.S. og Olíufélagið höfðu ekki möguleika til að eignast skip nema fá ríkisábyrgð. Hvers vegna var ríkisábyrgðin ekki samþykkt? Vegna þess, að Framsóknarmenn voru ekki til- búnir til að taka afstöðu til málsins eftir að meirihluti fjárhagsnefndar neðri deildar, samkvæmt fundargerð nefnd.arinnar frá 23. marz 1954, hafði tjáð sig fylgjandi, að inn í frumvarpið yrði sett ákvæði um að flutningsgjald á olíu yrði aldrei hærra en á heimsmarkaði. Þá misstu S.l.S. og Olíufélagið og þar með Framsóknarmenn áhug- ann á málinu! Þegar þetta mál er skoðað í réttu ljósi, þá er fjarstæða að halda því fram, að Sjálfstæðismenn hafi tafið fyrir skipskaupunum. Eins og áður er sagt frá í blaðinu, greiddu Sjálfstæðismenn fyrir kaupum á olíuskipi þegar raunhæf umsókn lá fyrir sem bar með sér, að möguleikar væru fyrir hendi til útvegunar á fjármagni, sem til þess þyrfti að kaupa olíuskip. Framsóknarmenn skrökva vísvit- andi að lesendum Tímans, þegar blaðið er látið halda því fram að Sjálfstæðismenn hafi skaðað þjóðina vegna tregðu á því að veita leyfi fyrir skipinu. í stað þess að ræða málið raunhæft er komið með blekkingar í því skyni, að leiða athyglina frá kjarna máls- ins, sem er sá, að ríkisstjóm íslands er að vernda mesta viðskiptaokur, sem nokkurn tímann hefur þekkzt á þessu landi. Almenningur á að borga brúsann með nýjum skött- um, sem leiða af því, að ríkisstjórnin gerir annaðhvort að greiða oUuverðið niður eða hækka framlög til útgerðar- innar vegna verðhækkunar á olíu, en svo sem vitanlegt er, ber ríkisstjórnin ábj'rgð á þessari miklu verðhækkun farmgjaldanna eins og lesendum blaðsins er kunnugt. Það er því ekki að undra þó ríkisstjómin hugsi sér að leggja 6—7000 króna nýjan skatt á hverja fimm manna fjölskyldu í landinu en það er táknrænt fyrir stjórnarstefnu „um- bótaflokkanna“ að fara þannig að. Forseti Finnlands heimsækir Island KAUPMANNAHÖFN, 14. des. — Berlingske Aftenavis birtir frétt um það í kvöld, að Kekkonen, Finnlandsforseti, muni fara í op- inbera heimsókn til íslands næsta sumar, til þess að endurgjalda Finnlandsför forseta íslands. Skáiar safna 48 þús. SÖFNUN skáta í Austurbænum í fyrrakvöld tókst með afbrigðum vel. Alls söfnuðust 48.151,00 kr. og má til samanburðar geta þess, að í fyrra söfnuðust á sama svæði 31.817.00 kr. og var það þá hæsta söfnun er þar hafði verið. í gærkvöldi fóru skátarnir í úthverfin, Kleppsholt, Bústaða- hverfi, Smáíbúðahverfi, Túnin og Teigana. Ekki var vitað um ár- angurinn í gærkvöldi. Forráðamenn Vetrarhjálparinn ar hafa beðið blaðið að flytja öll- um þeim er styrkt hafa Vetrar- hjálpina nú og fyrr, og þó sér- staklega skátunum, þakkir fyrir framlög og hvers konar aðstoð. Einn stærsti liður söfnunarinnar er sá er skátarnir framkvæma, að fara í hverfi bæjarins og safna. Hefur þátttaka skátanna aldrei verið jafnmikil og nú, enda meira fjármagn komið inn en áður. Þannig lítur Laugavegur, Bankastræti og Austurstræti út eins og eitt Ijósfljót eftir að myndavél ljósm. Mbl. er búin að horfa á þau í nokkrar mínútur. Samúðarskeyfí FORSETI íslands hefur í dag sent forseta Finnlands, herra Ur- ho Kekkonen, samúðarskeyti í til efni af andláti J.K. Paasikivis, fyrrverandi forseta Finnlands. Þá hafa og forsetahjónin sent frú Paasikivi persónulegar sam- úðarkveðjur. Reykjavík, 14. des. 1946. Skrifstofa Forseta íslands. Anægjuleg Luciu-hátíð íslenzk-sænska félagsins SÍÐASTLIÐINN fimmtudag, 13. desember, sem er Luclu-dagur- inn, hélt íslenzk-sænska-félagið Luciu-hátíð í Leikhúskjall- aranum. Húsfyllir var og samkoman öll hin ánægjulegasta. Fóxti þar fram mörg skemmtiatriði. Kynning á Ijóðum Gríms Thomsen STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands efnir til bókmenntakynningar í hátíðasal Hóskólans á morgun kl. 5. Kynnt verða Ijóð Gríms Thom- sens. Andrés Björnsson kand. mag. annast kynningu þessa og mun flytja erindi um skáldið. Þá munu stúdentar lesa úr ljóðum Gríms og Þorsteinn Hannesson óperusöngvari syngja. öllum er heimill aðgangur. Samkoman hófst með því, að formaður félagsins, Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri, bauð gesti velkomna. Minntist hann síðan dagsins í stuttri ræðu. Þá flutti Bo Alquist, lektor, erindi um jólin í sænskum kveðskap, fyrr og nú. Að erindinu loknu, birtist Luci- an, ljósum skreytt, og með henni sex þernur. Lucian var að þessu sinni, ungfrú Sigríður Geirsdótt- ir, nemandi í Menntaskólanum. Lucian og þernurnar sungu Lucíu sönginn og síðan aðra söngva er tengdir eru við þessa hátíð. Lítil bifreið kramin í sundur í hörðum árekstri UM KL. 4 í gærdag, varð mjög harður bifreiðaárekstur a veg- inum við Stóra Knarrarnes á Vatnsleysuströnd. — Stór vöru- bifreið ók þar aftan á fólksbifreið, með þeim afleiðingum að fólksbifreiðir. gjöreyðilagðist. Enginn meiðsli urðu á mönnum, þótt merkilegt megi virðast. Áreksturinn varð með þeim hætti, að áætlunarbifreið er var á leið til Keflavíkur, stanzaði á veginum við Stóra Knarrarnes, til þess að hieypa út farþegum. Rétt aftan við áætlunarbifreiðina var fólksbiíreiðin G-971 sem er ný Chevrolet-bifreið. Henni ók íigandi hennar, Sigurður Hilmars son frá Ytri-Njarðvík. Stöðvaði Sigurður bifreiðina um það bil fiórum metrum fyrir aftan áætl- unarbifreiðina og hugðist bíða meðan hún skilaði af sér farþeg- um, unz hún héldi áfram. En rétt í því að Sigurður hafði stöðvað bifreið sína ók stór- eflis vöruflutningabifreið, G-1531 sem einnig var á leið til Kefla- víkur, aftan á fólksbifreiðina og kastaði henni af nuklu afli aftan á áæílunarbifreiðina. Var höggið svo mikið, að áætlunarbifreiðin kastaðist þó nokkurn spöl á- fram. Var litla bifreiðin þarna eins og höggpúði milli hinna tveggja stóru bifreiða. Við þetta gekk farangursgeymsla hennar og aftursæti fram í bifreiðina en vél og framhlið aftur . miðjan bíl hins vegar. — Bifreiðastjórinn komst ómeiddur úr þessari klemmu, og verður það að telj- ast kraftaverk. Eins og áður hefur verið sagt, gjörónýttist fólksbifreiðin, sem var ný. — Hinar bifreiðirnar. skemmdust aftur á móti ekkert. ta að lokum, að vegur- inn þar sem áreksturinn átti sér stao, er bæði beinn og breiður. — Ingvar. Því næst söng Hanna Bjarna- dóttir einsöng með undirleik Fritz Weisshappels. Söng hún ís- lenzk, sænsk og ítölsk þjóðlög. 1. BORÐ Svart: Akureyri (Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.) ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Reykjavík (Ingi R. Jóhannsson) 6. 0—0 2. BORÐ Syart: Reykjavík (Björn Jóhanness.- Sv. Kristinss.) ABCDEFG H ABCDEFGH Hvítt: Akureyri (Ingimar Jónss. - Kristinn Jónse-) 5....0—0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.