Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 12
12 MORGVNBL 4Ðir Laugardagur 15. des. 195« Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. . Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjaid kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Hvenœr veifa þeir töfrasprofanum ? UNDANFARIN ár hafa hinir sósíalísku flokkar, kommúnistar og Alþýðuflokksmenn haldið því fram, að þeir ættu allt önnur úrræði til lausnar vandamála ís- lenzks efnahagslífs .en sam- steypustjórnir Sjálfstæðismanna og Framsóknar hafa beitt. Auð- velt væri að leysa allan vanda án þess að leggja nýjar álögur og skatta á þjóðina til stuðnings útflutningsframleiðslu hennar. J afnframt haf a kommúnistar og Alþýðuflokksmenn svívirt valdhafana fyrir „árásii á lífs- kjör almennings", „skattpír.ing- arstefnu“ og hvers konar harð- ýðgi við alþýðu manna. Nú hafa þeir völdin En nú hafa fyrrverandi stjórn- arandstöðuflokkar völdin. Nú eru það þeir, sem standa frammi fyr- ir vandamálunum og eiga að leggja fram tillögur um sín sjálf- stæðu úrræði. Mörgum íslendingum mun finn ast það býsna girnilegt til fróð- leiks, að sjá, til hvaða úrræða nú verður gripið til lausnar vanda efnahagsmálanna. Kommúnistar og Alþýðuflokksmenn hafa for- dæmt allar þær leiðir, sem Sjálf- stæðismenn og Framsóknarmenn fóru í þessum málum. Þeir höm- uðust gegn gengisbreytingu, bátg- gjaldeyri og beinum fjárframlög- um til þess að halda framleiðsl- unni í gangi. Þeir töldu fjáröflun til þessara ráðstafana „árásir á lífskjör almennings". „Auðfélög og milliliðir" gætu auðveldlega lagt fram það fjármagn, sem á þyrfti að halda í þessu skyni. Hægra um að tala en í komast En hinir kokhraustu leiðtogar hinna sósíalísku flokka hafa rek- ið sig óþægilega á það nú þegar, að í þessum efnum er hægra um að tala en í að komast. Það er miklum mun auðveldara að gagn- rýna valdhafana fyrir ráðstafanir þeirra í efnahagsmálum en standa sjálfur frammi fyrir vandanum og eiga að leysa hann. En nú standa „verkalýðsflokk- arnir“ svokölluðu frammi fyrir þessum vanda, sem þeir hafa sjálf ir átt ríkastan þátt í að leiða yfir þjóðina. Kommúnistar og sumir Alþýðuflokksmenn hafa alltaf sagt launþegum, að öruggasta leiðin til þess að bæta lífskjörin væri að berjast sífellt fyrir hækk- un kaupgjaldsins, alveg án til- lits til þess, hver greiðslugeta framleiðslunnar væri. Þegar þessir flokkar voru hins vegar komnir í ríkisstjórn á s. 1. sumri létu þeir það verða sitt fyrsta verk að framkvæma kaupskerðingu með festingu vísitölunnar. Þá viðurkenndu þeir hreinlega allt í einu að kaupgjaldið skipti meginmáli fyrir verðmyndunina í land- inu. Kauphækkanir yrði að hindra. Það væri leiðin til þess að tryggja hagsmuni og af- komu verkalýðsins. Þetta var fyrsta játningin, fyrsti votturinn um afturhvarf frá kenningum stjórnarandstöðu- áranna, um að kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags væri til hagsbóta fyrir launþegana. Nú verða skattarnir þjóðarnauðsyn og kjarabót Nú bendir ailt til þess, að næsta játning kommúnista og sálufélaga þeirra verði í því fólgin, að lýsa því yfir, að stórhækkun skatta og álaga sé þjóðarnauðsyn og frumskilyrði afkomuöryggis og bættra lífskjara. Það verður játning númer tvö. Mörg þúsund króna útgjaldaauki á hvert heimili í landinu verður þá eftir allt saman eina „úrræði" „vinstri stjórnarinnar" til þess að leysa vanda efnahagslífsins!! Hvar eru vinstri úrræðin? Er nú nokkuð óeðlilegt þótt al- menningur í landinu spyrji: Kæru herrar, „vinstri stjórn ar“ menn, hvar eru vinstri úr- ræðin? Þið hafið lofað okkur því, að ef þið kæmust til valda skyldi hvorki bein né óbein gengislækkun framkvæmd. Þið hafið lofað því að leggja ekki á hærri skatta. Þið hafið lýst því yfir að skattlagning fyrrverandi ríkisstjórna í þágu framleiðslunnar hafi verið al- ger óþaifi og fyrst og frernst gerð til þess að pína alþýðu landsins. Hvers vegna leggið þið nú ekki á borðið ykkar eigin sjálfstæðu leiðir til lausnar öllum vanda? Kæru „vinstri“ herrar, hve- nær ætlið þið einginlega að veifa töfrasprota ykkar og lækna með honum öll mein ís- lenzks efnahagslífs? Okkur, „almúga" íslands langar til þess að fá upplýs- ingar um þetta. Gjörið svo vel að svara okkur fyrir jólin. Eðlilegar fyrirspurnir Þessar fyrirspurnir almennings eru vissulega eðlilegar og sjálf- sagðar. fslenzku fólki hefur ver- ið sagt svo margt um efnahags- mál þjóðfélags síns af núverandi stjórnarflokkum, að það á rétt til þess að krefja þá sagna. Og það á líka kröfu á því að fá svar, ekki aðeins frá kommúnistum og Alþýðuflokksmönnum heldur líka frá Framsóknarflokknum. Hann rauf stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn með þeirri yfirlýsingu, að ekki væri hægt að leysa með honum efnahagsvanda- málin. Nú hefur Framsókn feng- ið nýja samstarfsmenn til þess að leysa þessi vandamál með. Það verður fróðlegt að sjá hin nýju snjallræði þeirra félaga. íslenzkur almenningur bíður átekta. Því miður eru litlar horfur á að vinstri stjórnin veifi töfrasprota og leysi með honum vandamálin. Við bíðum enn um skeið og sjáum hvað setur. UTAN UR HEIMI ^tatóLur itatamatur : StJi in ucir dre\ ?pinn ,pétacjamLr töjtu liench. °9 „felacjarrur á i3eria oj miifijrmclu L eðlimir Politbeauro lögðu hendur á Beria og mis- þyrmdu honum“, segir blaðamað- ur, sem skrifar langa grein um Beria-málið í Milanoblaðið „Corr iere della Sera“. Þetta er ítalsk- ur blaðamaður, Indro Montanelli, sem nýkominn er frá Búdapest, en þar fylgdist hann með frelsis- uppreisn ungversku þjóðarinnar. Eru þær upplýsingar, sem blaða- maðurinn gefur, athyglisverðar og kvaðst hann hafa þær eftir háttsettum ungverskum komm- únistáforingja, sem hann kynnt- ist Vel í Búdapest á dögunum. Segir blaðamaðurinn einnig, að hann hafi ákveðið að leysa frá skjóðunni — fyrst og fremst vegna þess, að heimildarmaður- inn hafi verið drepinn í bardög- unum í Búdapest. Þessi ungverski kommúnisti, sem ítalinn segir vera heimildar- mann sinn, sagðist hafa söguna beint frá Rakosi, en Krúsjeff mun hafa tjáð honum tíðindin í Moskvuheimsókn hans í fyrra. Og þá komum við að kjarnan- um ur onum fullum tilgangi 21.—22. júní 1953, er Malenkov bauð til ráð- stefnu þar sem Beria skyldi mæta ásamt meðlimum Politburaeu. Var Beria sagt, að dagskrá fund- arins væri sú að ganga frá sam- eiginlegri yfirlýsingu Polit- buraeu um að fela Beria stjórn- arforystu — og jafnframt átti að undirskrifa beiðni til hans þar að lútandi. B að var á allra vitorði í Kreml, að Beria hafði átt frum- kvæðið að samsærinu gegn Stalin — og ráðið hann af dögum. Eftir dauða Stalins urðu aðrir valda- menn í Kreml óttaslegnir vegna þess, að þeir hugðu að Beria hefði nú á prjónunum ráðagerðir sem miðuðu að því að ráða þá af dögum, sem líklegastir voru taldir til þess að erfa embætti Stalins. Það var sem sé ljóst, að Beria hafði ekki ráðið Stalin af dögum vegna grimmdar einræðis- herrans — heldur einungis til þess að setjast í hans sæti — og taka völdin í sínar hendur. M, eðlimir Politbeauro ákváðu því að Beria skyldi „hverfa" áður en hann byrjaði sjálfur á því að láta lífláta þá. En þetta var hægara sagt en gert, því að augu og eyru Beria voru alls staðar nálæg. Leynilögregla hans hafði menn í hverju skúma- skoti — og ekki nóg með það: Öll símtöl í Kreml náðu eyrum Beria. — Malenkov tók foryst- una og ákveðið var að reyna að svæfa Beria — leika á hann. Það varð að samkomulagi með þess- um valdamönnum að hringja hver til annars eins oft og hæfi- legt þótti — og ræða mikið um það „vandræðaástand“ sem skap- azt hefði í Kreml eftir dauða Stalins. Kvörtuðu þeir hver við annan yfir því, að enn væri enginn kominn fram í dagsljósið, sem gæti fetað í fótspor Stalins. Þ eir vissu, að Beria og menn hans hleruðu öll sím- töl, en jafnframt voru þeir sann- færðir um það, að Beria þyrði ekki að setja fram kröfur sínar um að fá þau völd í hendur, sem Stalin hafði haft. Þessi aðferð átti hins vegar að leiða til þess, að Beria yrði ekki eins var um sig, og yrði ekki með neitt ráða-> brugg. Það átti sem sé að gefa Beria það í skyn, að meðlimir Politbureau yrðu fegnir hverjum þeim, sem vildi taka við stjórn- artaumunum. Og Bería var „svæfður“ enda þótt öll leynilögreglan vekti yfir hon- um. — á hvers annars öryggi, því að alltaf mátti búast við óvæntri heimsókn leynilögreglunnar. i einu slíku samtali á Malenkov síðan að hafa látið skína í það, að hann sæi ekki annað en að þess yrði að fara á leit við Beria, að Lann tæki við stjórnarforystunni. Næsta skrefið var það að fá Voroshilov, sem stóð ekki að samsæri þessu, til þess að flytja Beria þær fregnir, að Politbureau væri sammála um það, að Beria væri hæfastur til forystu, þar eð vænta mætti mildari framkomu hans en Stal- ins — og átti Voroshilov að reyna að fá hann til þess að taka við. Samkvæmt sögn ítalska blaða- mannsins mun samsærið hafa náð eria átti sér einskis ills von og áleit að framtíðin blasti nú við sér — draumurinn væri að rætast. Hann mætti til fundarins og í fyrsta skipti undir slíkum kringumstæðum hafði hann ekki lífvörð sinn með sér. Segir ennfremur, að Beria hafi orðið þrumu lostinn, er hann sá Koniev hershöfðingja meðal fund armanna, en Zhukov var hvergi nálægur. Er allir voru mættir, reis Malenkov úr sæti og bjóst Beria nú við að heyra rök þau, er „félagaarnir“ færðu fram málaleitun sinni til stuðnings. En reyndin varð önnur, því að Mal- enkov ætlaði sér greinilega ekki að hlaða lofi á Beria — öðru nær. — Réðist hann harka- lega á leynilögregluforingjann og sakaði hann um að eiga einn stærstan hlut i því að þjóðfélag- ið væri að sligast undan oki lögreglunnar — og einnig fór hann hörðum orðum um valda- græðgi Beria og aðferðir þær, er hann hafði notað til þess að reyna að brjóta sér braut upp í æðsta valdastóL E, n Malenkov lauk aldrei ræðu sinni. Beria blánaði af reiði undir átölum Malenkovs og er ræðan var hálfnuð, rauk Beria á fætur, dró skammbyssu úr vasa sínum og hugðist skjóta Malenkov á staðnum. En „vinir" Malenkovs höfðu búizt við þessu —. og voru undir allt búnir. — Köstuðu þeir sér á Beria áður en hann fékk rúðrúm til þess að framkvæma áform sitt. Börðu „félagarnir“ Beria óspart og mis- þyrmdu honum. Var hann síðan fluttur í fangelsi, en tveim vik- um síðar, hinn 10. júlí, var til- kynnt, að hann hefði verið hand- tekinn og hálfu ári síðar var mál hans tekið fyrir. Þessa snotru húfu er hægt að prjóna á einni kvöldstund. 1 hana þarf 1 hnotu af 3-þraeddu Ijósgráu ullargarni, svolítið rautt angóra- garn, grófa nál (oddlausa) 2 prjóna nr. 12. Fitjið upp 12 lykkjur og prjónið með tvöföldu garninu, klukku- prjón: prjóna eina lykkju slá upp á og taka tvær næstu saman. Prjónið 40 prjóna og fellið af. Síðan er saumað með tvöföldu angórugarni keðjuspor yfir lausu lykkjurnar, þannig að húfan verður þverröndótt. Þá er hún saum- uð saman og tekin saman í toppnum, þar komið fyrir stórum dúskl, Jafnframt þessu iiöíðu þeir "átbúnum til úr tvöföldu garr'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.