Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1956, Blaðsíða 1
24 siður 43. árgangur 299. tW. — Laugardagur 15. desenaber 1956 PrentsmiSja MorgunbiaðsHM Tillogur hinna „þriggja visu" birtar IMánara stjómmáSaEegt samstarf NATO rikjanna er nauðsynlegt Ismay. Spook verður stjóri Nato í París, 14. des. — Frá Reuter. Ismay lávarður, sem verið hef- ur framkvæmdastjórl Atlants- hafsbandalagsins síðan 1952 hef- ur ákveðið að láta af því starfi i maí n.k. Hefur þegar verið tekin ákvörðun um það, að Paul Henri Spaak hinn heimskunni belgiski stjórnmálamaður taki við enr- bætti hans. hað var Martino utanríkisráð- herra ftaliu, núverandi formaður ráðherranefndar NATO, sem til- kynntl á fiundi í dag, að Ismay lá- varður hefði óskað þess að láta af störfum. Hefði hann ekki feng- izt til að breyta þeirri ákvörðun sinni, enda þótt lagt hefði verið að honum. Þá stóð upp Lester Pearson, ut- ianrííkisráðherra Kanada. Hann kvað mikla eftirsjá í að missa Is- may lávarð, sem gegnt hefði starfinu með svo mikilli stjórn- semi og óeigingirni, að óvíst væri hvar bandalagið væri á vegi statt, ef hans hefði ekki notið við. Bar Pearson síðan fram tillögu um að Spaak yrði kjörinn fram- kvæmdastjórl og var hún sam- þykkt einrónra. Spaak er 57 ára. Spaak. iramkvæmda- stuð Ismays jlann hefur verið einn af foringj- um belgíska Jafnaðarmanna- flokksins. Hann var einn af stofn- endum Evrópuráðsins og mun vera meðai hinna áhugasömustu um aukið samstarf Evrópuþjóða. Samsfarf NATO-ríkjanna hefur verið örðugf því að nokkurn frúnað skorfi París, 14. des. Einkaskeyti frá Reuter/NTB. IDAG VORU BIRTAR í höfuðstöðvum. Atlantshafsbanda- lagsins tillögur „hinna þriggja vísu“ um aðferðir til að auka samstarf þátttökuríkja NATO. Kjarni tillagna þeirra er sú meginregla, að ekkert þátttökuríki NATO skuli fastákvarða utanríkisstefnu sína, né birta þýðingarmiklar yfirlýsingar í utanríkis- málum, án þess að hafa ráðgazt fyrst við hin bandalagsríkin. Þrímenningarnir leggja til að völd framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins verði aukin nokkuð, en telja að öðru leyti ekki nauðsynlegt að gera neinar skipulagsbreyt- ingar á stjórn samtakanna. Ekki eru gerðar tillögur um neitt sérstakt sam- starf um efnahagsmál á vegum NATO, þar sem þrí- menningarnir telja að samstarf um efnahagsmál fari betur fram í efnahagsstofnunum þeim sem þegar eru fyrir hendi. Þurfa íslendingar ekki að leita álits IMATO? IFORYSTUGREIN bandaríska stórblaðsins New York Times þann 8. desember s. 1. er sagt að íslendingum hafi tekizt að knýja fram breytingar á hervarnarsamningnum frá 1951 og sé aðalbreyt- ingin sú, að íslendingar þurfa ekki að leita álits NATO við upp- sögn samninga. Blaðið skýrir einnig frá því, að samningarnir hafi í för með sér, að ísland fái verulega efnahags- aðstoð frá Bandaríkjunum til lausnar vandamálum sjávarút- vegsins. Að lokum fagnar New York Times hinu nýja samkomulagi, þar sem með því hafi verið gætt ' hagsmuna vestrænna varnarsam- taka að viðhalda varnarstöð á þessu þýðingarmikla svæði. Er allathyglisvert að lesa um- mæli New York Times, þar sem m. a. eru skýrð samningsákvæði, sem íslenzka rikisstjórnin gaf enga fullnægjandi skýringu á í umræðum á Alþingi um samning- ana. Forystugreinin úr New York Times birtist í heild á bls. 2. Utanríkisráðherra í gœrkvöldi: Nauðsynlegt að lýðræðis|)jóðiraar standi saman í órjúfandi heild Áherzla lögð á, að Atlanbhafsbandalagið sé ekki veikt með varnarleysi íslands UÐMUNDUR í. GUÐMUNDSSON utanríkisráðherra, sem setið J hefir ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins í París og enn er ytra, flutti í gærkvöldi ræðu, sem útvarpað var hér. Fjallaði hún ltm ráðherrafundinn, verkefni hans og þýðingu. I ræðu sinni tók ráðherrann fram, að allir ráðherrarnir hefðu orðið sammála um að nú værl nauðsynlegt að lýðræðisþjóðirnar Btæðu saman í órjúfanlegri heild. Fórust honum svo orð um þetta atriði: „Ástandið í Ungverjalandi var I aði svo ekki yrði um villzt, að mikíð rætt, og voru menn á einu I Sovétríkin hefðu að minnsta kosti máli um, að þróun mála þar sann- * í bili snúið aftur frá utanríkis- stefnu þeirri, sem þau hefðu fylgt á undanförnum tveimur ár- um. Hins vegar væri ekki hægt að slá neinu föstu um framhaldið. Reynslan ein mundi skera þar úr. Menn voru og á einu máli um, að vegna hinnar óheillavænlegu þró unar í alþjóðamálum út af árás Sovétríkjanna á Ungverjaland, væri nauðsynlegt að lýðræðis- þjóðirnar stæðu fast saman í ó- rjúfanlegri heild. Væri það hlut- verk NATO-þjóðanna að sjá svo um að slík samstaða yrði fram- kvæmd á raunhæfan hátt, þar sem tekið yrði tiliit til ástands- ins í alþjóðamálum eins og það er á hverjum tíma. Framh. á bls. 2 ’ Eins og kunnugt er var utan- ríkisráðherrum þriggja NATO ríkjanna, þeim Lange frá Noregi, Martino frá ftalíu og Pearson frá Kanada falið það verk s. 1. vor að gera tillögur um hvernig bezt mætti auka og efla samstarf NATO-ríkjanna á öðrum sviðum en hermálum. Hafa þeir unnið að athugunum á þessu og voru tillögur þeirra birtar í dag. STJÓRNMÁLALEGT SAMSTARF Halvard Lange utanríkisráð- herra Noregs flutti ræðu um tillögurnar og lagði hann sér- staka áherzlu á að aukið yrði stjórnmálalegt samstarf Atl- antshafsríkjanna. Lange sagði, að þátttökuríkin yrðu að sýna góðan vilja sinn og venja sig á að ráðfæra sig stöðugt sín á milli um þau vandamál, er snertu utanríkismáL SAMFÉLAG NATO-LANDANNA Segir í áliti þremenninganna að ef ríkisstjórnir landanna og sérstaklega hinna stærri ríkja væru fúsar að vinna saman á vegum NATO í ríkari mæli en verið hefur, muni smám sam- an skapast stjórnmálalegt sam félag Atlantshafsþjóðanna, sem verði jafnvel rótgrónara en þörfin fyrir sameiginlegar hervarnir. f álitsgerð þremenninganna er þess vandlega gætt, að saka Fralnh. á bls. 2. Erfið fæðing „úrræðanna": Kommimistar óttast nýtt „oianmí“ Þungt undir fæti í Dagsbrún TILLÖGUR ríkisstjórnarinnar um „úrræði“ hennar í efna- hagsmálunum litu ekki dagsins ljós í gær. Sennilega verða þær heldur ekki lagðar fram í dag. Er nú helzt rætt um að þær muni lagðar fyrir Alþingi á mánudag. Er þó ekki víst að það takist. DAGSBRÚN ANDVÍG >að er nú fullvíst orðið, að mikil andstaða gegfi til- lögum stjórnarinnar, sem fyrst og fremst fela í sér stór- felldar nýjar álögur á almenning, ríkir meðal þeirra fulltrúa verkaiýðsfélaganna, sem kvaddir hafa verið ráða um undir- búning þeirra. í trúnaðarmannaráði verkamannafélagsins Dagsbrúnar, mun t.d. hafa komið fram mjög hörð andstaða við tillögurnar. Hefur við þetta sett mikinn geig að forysíumönnum kommúnista vegna þcss að þeir hafa áður fordæmt harð- lega hiiðstæðar tillögur. Horfa þeir nú fram á nýtt „ofaníát", sem gæti orðið þeim örlagaríkt eftir kolisteypuna í varnar- málunum og landhelgismálinu, >að hefur vakið sérstaka andúð á tillögunum í verkalýðs- félögunum, að fjármálaráðherra hefur krafizt þess að stór hluti hinna nýju skatta renni beint í rikissjóð tii að standa undir ýmsum þörfum hans. KOMMÚNISTAR KVÍÐANDI Kommúnistar kvíða nú ákaflega fyrir opinberun „vinstri úrræðanna“. Vildu þeir nú gefa mikið til að hafa látið margt orðið ósagt á undanförnum árum um ráðstafanir þær, er gerðar hafa verið í efnahagsmálum landsmanna. Er auð- sætt að þeir hlakka lítið til þess að berja á dyr hjá hverri fimm maiuta fjöiskyldu i iandinu með reikning upp á 5—7000 kr. nýja skatta og álögur. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.