Morgunblaðið - 16.12.1956, Side 6
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 16. des. 1956
Dr. Olle Strandberg og Ernest Ilemingway
„Dauðinn,
stuðreynd
FRÁ því var sagt í fréttum ekki
alls íyrir löngu, að nokkrir Svíar
vaeru að undirbúa björgun frei-
gátu Gústafs konungs III., en
henni hvolfdi í vígsluferðinni
skammt frá skipasmíðastöðinni,
og hefur síðan legið þar á hafs-
botni. Eru miklar vonir bundnar
við fræðilegan árangur, sem
hin eina
lí!sins“
björgun skipsins muni hafa, ef
hún tekst.
Sá sviplegi atburður gerðist í
sambandi við undirbúning þenn-
an fyrir rúmum mánuði síðan, að
frægasti ferðalangur og ferða-
bókarithöfundur Svía í seinni tíð,
drukknaði, er hann vann að köf-
un við flakið, — dr. Olle Strand-
berg. Hann haíði víða ferðazt,
meðal annars um Afríku þvera og
endalanga, og skrifaði hann bók
um þá ferð, sem vakti á honum
mikla áthygli, bæði í Svíþjóð og
erlendis. Síðar ferðaðist hann um
Indland, Kína, IndóKína, Thai-
land og Suðurhafseyjar, en um þá
ferð reit hann bókina „í leit
að Paradís“, er fyrst bar hróður
hans sem ferðabókarithöfundar
um allan hinn vestræna heim, og
hefur verið meðal metsölubóka á
sínu sviði í enskumælandi lönd-
um að undanförnu. Sú bók kom
út í íslenzkri þýðingu Lofts Guð-
mundssonar fyrir nokkrum dög-
um og hefur verið mjög vel tek-
ið af ritdómurum, svo að allt út-
lit er fyrir að hinn látni ævin-
týramaður eignist einnig hér á
landi marga aðdáendur.
Dr. Olle Strandberg var nefni-
lega ekki aðeins fróðieiksfús
ferðalangur og athugull rithöf-
undur, heldur og ævintýramaður
og fullhugi. Hann var staddur í
Prag, þegar Þjóðverjar réðust
inn í borgina, og komst undan á
ótrúlegan hátt, eftir að hafa orð-
ið vitni að þeim óhugnanlegu at-
burðum, er þar gerðust í sam-
bandi við innrásina og valdatöku
þýzku nazistanna. En um þá at-
burði vildi hann jafnan sem
minnst ræða, — svo og um
dirfskubrögð, er hann sýndi síð-
ar við að bjarga landflótta Tékk-
um úr greipum Þjóðverja. Hann
var öruggur og djarfur málsvari
allra undirokaðra, bæði einstakl-
inga og þjóða, og horfði ekki í
það þótt afstaða hans aflaði hon-
um óvildar í bili. Og hann var
manna lagnastur við að haga
ádeilu sinni þannig, að menn
kæmust ekki hjá að veita orðum
hans athygli. Er það til dæmis
frægt mjög í Svíþjóð, er hann reit
ferðabréf frá Dalakarlíu í blað
eitt þar og lézt vera negraklerkur
shrifar ur
daglega lifinu
Hættan af hnefaleikum
PRÓF. Níels Dungal ritar Vel-
vakanda:
„Út af bréfi, sem þér birtuð frá
einhverjum, sem finnst fráleitt
að banna hnefaleika, vil ég biðja
yður að koma eftirfarandi lín-
um á framfæri:
„Hnefaleikalistin" gengur út á
það að berja andstæðing sinn til
óbóta, helzt þannig að hann falli
í rot, sé sleginn út, „knock out“,
sem þeir kalla það á fagmálinu.
Þetta rothögg er af mörgum og
jafnvel flestum hnefaleikamönn-
um talið hættulaust og flesíir
þeirra munu hafa verið slegnir
niður án þess að hljóta varanlegt
mein af. Vera kann að sú mann-
tegund veljist yfirleitt til iðkun-
*r á þessari íþrótt, að hvorki þeir
né aðrir verði mikið varir við
þótt hluti af heila þeirra fari úr
sambandi.
En því miður liggja fyrir svo
margar skýrslur um krufningar á
mönnum, sem slegnir hafa verið
í rot og beðið bana af því, auk
þess sem algengt er að sjá afleið-
ingar af höggum á höfuð, t. d.
við bílslys, að vel upplýstir lækn-
ar vorra tíma vita hvað gerist
þegar maður er sleginn í rot.
Maðurinn fær heilahristing og
jafnaðarlega meira eða minni
sköddun á heila sínum. Oftast
rifna bláæðar úti undir yfirborði
heilans, iðulega kemur meira eða
minna mar á heilann, stundum út-
breiddar smáblæðingar í kring
um æðar víðs vegar í heilanum,
og reynslan hefir sýnt að lang-
samlega meirihluti allra hnefa-
leikamanna bíður þess aldrei bæt
ur ef þeir halda áfram að berjast
eftir að þeir hafa nokkurum sinn
um verið slegnir í rot.
I
Gleymskan hættumerki!
ÞEGAR þeir eru einu sinni farn
ir að gleyma því sem gerðist
klukkutímann áður en þeir voru
slegnir niður, verða þeir að gera
ráð fyrir að heili þeirra sé orðinn
svo skaddaður að hann þoli ekki
meiri áverka, ef þeir eiga ekki að
verða gleymnir, þreyttir, kraft-
litlir menn, sem aldrei mega
heyja íþrótt sína aftur. Aðeins
örfáir hnefaleikamenn hafa haft
vit á að nema staðar í tíma, eins
og Gene Tunney, sem var greind
ur maður og hafði vit á að hætta
eftir að hann var sleginn niður
svo rækilega að hann raknaði
ekki við fyrr en mörgum klukku
tímum seinna og var þá búinn
að gleyma því sem gerzt hafði
áður en hann var sleginn niður.
En fæstir hnefaleikamenn hafa
vit á að hætta í tíma, gera sér
alls ekki ljósa hættuna sem yfir
þeim vofir, verða svo andlegir
aumingjar, þjóðfélaginu til byrði
og öðrum til ama.
Frumvarp það sem nú liggur
fyrir Alþingi var borið undir fjöl-
mennan fund í Læknafélagi
Reykjavíkur síðastliðið vor. Hver
einasti læknir sem á fundinum
var, greiddi atkvæði með því að
frumvarpið yrði gert að lögum.
Þ
Hver er dómarinn?
AÐ er engan veginn víst, að
íþróttamennirnir séu ávallt
hæfustu dómararnir' í öllu sem
snýr að íþrótt þeirra. Það er held-
ur ekki vist að fólkið eigi að ráða
því, hvort menn skuli berjast eða
ekki, af þeirri ástæðu einni að
því þykir gaman að sjá menn
berja hvern annan til óbóta. Það
er viss manntegund og ekki af
æðra taginu, sem er æst í slíkar
skemmtanir.
Sú manntegund var líka til i
Rómaborg og hafði mesta skemmt
un af að horfa á menn skylmast
með sverðum unz þeir höfðu and-
stæðinginn á valdi sínu og vildi
þá fá að ráða hvort sá sem bar
lægra hlut skyldi drepinn eða
ekki.
Slíkar skemmtanir æsa upp
lægstu hvatir manna og eru ekki
aðeins mannskemmandi fyrir þá
sem berjast, heldur einnig fyrir
áhorfendurna. Því miður veit ég
að margir munu sjá eftir hnefa-
leikunum, bæði meðal áhorfenda
og iðkenda, en þeir munu þó vera
tiltölulega færri á þessu landi en
í mörgum öðrum löndum, þar
sem áhuginn á heilahristingn-
um er meiri en hér.“
Engin lögbönn.
UT AF þessu bréfi próf. Dung-
als, sem tvímælalaust er
manna hæfastur til að rita um
hina læknisfræðilegu hlið hnefa-
leikanna, skal þess getið að hér í
dálkunum var lagzt á móti því að
Alþingi bannaði einstakar íþrótta
greinar með lögum, og því sjónar-
miði sem kæmi fram í slíkum
lögbönnum, en því ekki haldið
fram að hnefaleikar sem slíkir
væru guðsþakkarverð íþrótt. Það
er ÍSÍ, sem á að taka afstöðu til
þess hvort einhverjar íþrótta-
greinar eru svo skaðlegar að
banna beri þær, eða ekki. En
engri átt nær að lögbanna vissar
íþróttagreinar. Að öðru leyti er
Velvakandi algjörlega sammála
próf. Dungal um það að hnefa-
leikar eru siðlaus og villimann-
leg íþrótt.
Þórir Þóróarson, dóse.A:
AÐ GJÖRA BÆN
OLYMPÍUFARINN Vilhjálmur
Einarsson sagði frá því í síðustu
viku, að þegar hann beið þess í
ofvæni að reyna sig keppnisdag-
inn, hafi hann opnað sál sína
fyrir náð himnanna til þess að
lægja öldur kvíðans. Hann segir
svo í bréfi til „Tírnans": „Eins og
oft, þegar mannssálin ráfar í
myrkrum örvæntingarinnar, er
bænin eina leiðin, og þar sem
ég sat þarna í íþróttagallanum,
þá baðst ég raunverulega fyrir.
Ég bað samt ekki um gull eða
silfur heldur þess, að mér mætti
heppnast að sýna ávöxt þess
nokkur á trúboðsreisu um það
kynlega landsvæði, — en Dalirnir
í Svíþjóð eru oft nefndir „Dala-
karlía" í spaugi. Sumir áttuðu sig
ekki á þessu, og tóku negratrú-
boðann og Dalakarlíu hans alvar.
lega, að minnsta kosti fyrst í stað
og ekki er víst að allir Svíar hafi
kunnað höfundinum þakkir fyrir
hið napra háð er hann gerði í
bréfum þessum að ýmsu því, er
honum var ógeðfelldast í sænskri
menningu. En víst er hins vegar
um það, að þau vöktu mikla at-
hygli. Þetta markvísa háð ein-
kenndi jafnan stíl hans og efnis-
meðferð. Hann hæddist að því
hve lifandi kynslóð telur sig látn-
um fremri, hvitir menn fremri
blökkum, — og mennirnir yfir-
leitt fremri dýrunum. En hann
kunni líka flestum betur að meta
manninn eftir því hver maður
hann var. f hans augum stóð vel
gefinn og skapheill liausaveiðari
á Borneo framar mörgum manna-
veiðurum stórborganna í menn-
ingarlöndunum svonefndu.
Frægt er meðal þeirra er til
þekktu, hve frábæru minni hann
var gæddur, og hve alhliða mennt
un og þekkingu hann hafði öðl-
azt. Þegar hann stundaði nám sitt
í Uppsölum var litið á hann sem
„undrafyrirbæri“ hvað gáfur,
næmi og minni snerti. Hann féll
þó ekki í þá tálgryfju að verða
þurr „alfræðiorðabók" með pró-
fessorsnafnbót, heldur sleit af sér
allar námsviðjar að óvenjuglæsi-
legum námsferli loknum, og afl-
aði sér enn óvenjulegri persónu-
þroska á vettvangi lifsins. Var þó
embættishættan á næsta leiti, þar
eð forfeður haris voru kunnir og
merkir prestar í marga ættliðu.
Ef til vill hefur það þó reynzt
honum drjúgt til björgunar, að
skáldið Talis Qualis, — raunar
dulnefni, — var meðal þeirra for-
feðra, en hann var á sínum tíma
frægur fyrir ævintýraþrá og eirð-
arleysi, samfara sterkri sköpun-
aráráttu og furðulegum afköst-
um, — og dæmalausa léttúð
og hirðuleysi í umgengni við raun
veruleika og staðreyndir, ekki
hvað sízt varðandi fjármál. Ætt-
faðirinn, séra Óli á Hamri, var
líka kunnur á sínum tíma, meðal
annars fyrir þá lítt prestlegu
setningu, sem höfð var eftir hon-
um í stólnum: „Að vera ófrómur,
mínir elskanlegu, það er svona og
svona, og gott er það að minnsta
kosti ekki. En að vera heimskur
— það er með öllu ófyrirgefan-
legt“.
Dr. Olle Strandberg var hald-
inn sífelldu eirðarleysi. Líf hans
var stöðug leit. Um leið hafði
hann tekið að erfðum furðulega
léttúð gagnvart raunvertileikan-
um, sem ljósast kom fram í því
hve djarfur hann var í hættum
og lét örðugleika aldrei aftra sér.
Hann tók það bókstaflega aldrei
með í reikninginn að svo gæti
farið að illa tækist til Hið ókunna
seiddi hann, hann varð að kynn-
ast öllu af eigin sjón og raun;
hann átti hvergi heima og undi
hvergi til lengdar, og leitaði þó
sífellt staðar þar sem hann gæti
unað, hvarvetna þar sem hann
fór. Hann var ótrúlega skarp-
skyggn á menn og málefni, gat
rætt mál og atburði af djúpri
Framh. á bls. 23.
erfiðis, sem undirbúningurinn
hafði haft í för með sér, að mér
mætti heppnast vel. Einnig bað
ég þess, að ef mér heppnaðist
vel, þá mætti mér auðnast að nota
áhrif mín, ef einhver yrðu, til
góðs fyrir ísland og íslenzka
æsku“.
Þannig er hin rétta bæn, en
bæn getur verið ýmist rétt eða
röng eftir því, hverjar brautir
þær eru, sem huganum er beint
inn á. Hin rétta bæn stefnir að
því að huganum sé lokið upp eins
og þegar blómið opnar blöð sín,
svo að geislar sólarinnar nái að
skína á frjóhnappana. Þegar hug-
arlíf og geð er komið í hnút, er
gott að mega ljúka upp luktum,
krepptum huga og láta streyma
á flækjur kvíða, áhyggja og sál-
arstríðs græðandi sólargeisla kær
leiksanda Guðs, sem við köllum
„náð“.
Ranglega er beðið, þegar bænin
verður eins konar töframeðal eða
töfrabragð til þess ætlað að koma
fram fyrirætlunum okkar sjálfra,
okkur til hagsbóta, til auðgunar
eða léttis. Hún verður tæki til
þess að slcorast undan ábyrgð
lífsins, skirrast við að horfast
í augu við sjálfan sig, sjá sjálf-
an sig í réttu ljósi. Þegar rang-
lega er beðið, er ekki hlustað á
dóm Guðs yfir því, sem er sýkt
og sérgott með okkur sjálfum,
við viljum þá ekki standa frammi
fyrir augliti Guðs í raun og veru
heldur viljum sjálfir vera guðir.
Staða líkamans við bænagjörð
skiptir máli, því að hún miðar að
einbeitingu, að því að sökkva
sér í djúp þess lífs, sem Guð
gefur í sál okkar. Menn spenna
greipar og halda þannig að sér
höndum frá störfum til einbeit-
ingar hugarins.
Bænastaðan hefir verið með
ýmsu móti á liðnum öldum. Hin
forna bænastaða var sú, að menn
stóðu og réttu út hendurnar, eins
og sjá má á myndinni hér að
ofan, sem máluð var á vegg í
katakombu á þriðju öldinni e.Kr.
Maðurinn lýkur upp líkama sín-
um með því að halda, út hönd-
um og snúa upp lófum. Þetta
er fögur bænastaða og táknræn.
Það er sem maðrritm vilji veita
viðtöku náðarkrafti þess Guðs,
sem sólina skóp, eins og blóm,
sem lýkur upp krónunni, opnar
sig fyrir geislum frá skapara sín-
um. Því að svo segir postulinn
Páll: „Ljós skal skína fram úr
myrkri! Hann lét það skina í
hjörtu vor“. Menn stóðu og hófu
upp hendur sínar við bænagjörð-
ina, þegar 63. sálmurinn var ort-
ur, því þar segir:
„Drottinn, þú ert minn Guð,
þín leita ég.
Sál mína þyrstir eftir þér,
hold mitt þráir þig . . .
því að miskunn þín er mætari
en lífið,
varir mínar skulu vegsama þig.
Þannig skal ég lofa þig meðan lifi,
hefja upp hendurnar í þínu
nafni“.