Morgunblaðið - 16.12.1956, Side 13
Sunnudagur 16. des. 1956
M O n C V )V K r 4 fí r Ð
13
Reykjavíkurbréf: Laugardagur 75. desember
Misviðri - Fallegasta bókin - Úrræðin varanlegu ókomin - Pétur biskup og Tímaritstjórinn -
Verzlað með varnirnar - Norrænn hershöfðingi ~ Ummæli Norstads - Tíma-fyrirvariúr sög-
unni - íslendingar hafðir að háði - ísland ómissandi - Árásaraðilinn hremmir landið - Rauði
herinn - Húsnæðismálin
Misviðri
HINA allra síðustu daga hafa
verið stillur, með litils háttar
frosti, en lengst af að undanförnu
hefur verið mjög misviðrasamt.
Veðraskipti hafa verið óvenju
snögg og ofsarok á stundum. Afla
tjón og margvíslegur annar skaði
og óhagræði hefur leitt af þessu
en sem betur fer hefur manntjón
ekki 'orðið, og er það mest um
vert. Þess má og minnast, að
fróðir menn telja, að ef ísland
Úrræðin varanlegu
ókomin
EKKI eru enn komnar fram til-
lögurnar um hin „varanlegu úr-
ræði“ í efnahagsmálunum. Al-
þýðusamband íslands er búið að
hafa þær til athugunar frá því
um síðustu helgi, bændasamtök-
in frá því um miðja þessa viku,
en Alþingi íslendinga hefur enn
ekki fengið að sjá- tillögurnar.
Enn er því of snemmt að kveða
og hlyti hann því að styðja mál
hennar, ef ekki væru alveg aug-
Ijós og ótvíræð rök á móti.
Eitthvað á þessa leið mælti
Pétur biskup og þótti þá hámark
þjónkunar við Dani. En nú,
einni öld síðar, bregzt málgagn
forsætisráðherrans á íslandi hið
versta við, ef íslendingur ætlar
„stjórnvizku“ sína svo mikla, að
hann telji sig mega hafa sjálf-
stæða skoðun á einstökum atrið-
um í samskiptum Bandaríkjanna
Þá sagði Hermann, að ekki
væri hægt að segja, hverju ís-
lenzka stjórnin mundi halda
fram áður en hún heyrði hvaða
upplýsingar bandarísku sendi-
mennirnir kynnu að vera með.
Þjóðviljinn hefur raunar skýrt
frá því, að íslenzka ríkisstjórnin
hafi ekki beðið upplýsinganna,
heldur hafi hún verið búin að
samþykkja „frestunina“ áður en
samningar hófust. Samkvæmt því
hefur Hermann þá sagt Alþingi
rangt frá um afstöðu stjórnarinn-
ar að þessu leyti. Það er ærið
alvöruefni út af fyrir sig.
En að þessu sinni er íhugunar-
efnið, af hverju Hermann og
fylgilið hans er nú svo auðmjúkt
við „hina æðstu valdamenn í
Washington“.
Ein skýringin er sú, að allir
fjárútvegunarmöguleikar stjórn-
arinnar — nema fyrir austan
járntjald — hafi reynzt vera háð-
ir því, að samkomulag tækist við
Bandaríkin.
Heimsblöðin, bæði vestan hafs
og austan, fullyrða, að ákveðin
hafi verið mikil fjárhagshjálp til
íslands um leið og samningarnir
voru gerðir. Óumdeilanleg stað-
reynd er, að strax á eftir opnað-
ist leið til lántöku fyrir Sogið. Og
beðið var með „varanlegu úríræð-
in“ þangað til undirstaðan var
fengin með samningunum við
Bandaríkin, þá fyrst voru þau
sýnd stéttafulltrúunum.
Allt hnígur að því sama. ísland
hefur verið gert að viðundri og
verzlað hefur verið með varnir
þess á þann veg, að haft er á orði
um víða veröld.
En lítið finnst mönnum nú eftir
af hinni grátþrungnu heitstreng-
ingu Hermanns í útvarpinu í vor,
er hann hafði yfir: „Þá er betra
forstjóri RauðS krossins þar
vestra.
Sá, sem tekur við af Grúnther
heitir Lauris Norstad, 49 ára
gamall, af norskum ættum. Hann
er norrænn yfirlitum og býður af
sér hinn bezta þokka. Norstad er
prestssonur og ætlaði sér í fyrstu
að verða lögfræðingur en varð í
þess stað hermaður, og hafa fáir
eða engir af jafnöldrum hans
getið sér meiri orðstír en hann í
liði Bandaríkjamanna. Norstad
átti nýlega viðtal við bandaríska
tímaritið U. S. News & World
Report. Eru ýmis atriði þess at-
hyglisverð fyrir okkur íslendinga
ekki sízt vegna þess, að viðtalið
er ekki sérstaklega miðað við ís-
lenzka lesendur heldur aðra, og
tjáir því ekki að halda fram, að
það sé samið til áróðurs hér á
landi. Norstad segir m. a.:
Ummæli Norstads
„HLUTVERK okkar er fyrst og
fremst að koma í veg fyrir
styrjöld."-------,,Staðreyndin
er sú, að aðalstarf okkar í höfuð-
stöðvum Atlantshafsríkjanna í
París, er ekki að heyja ófrið held-
ur varðveita friðinn. Herbúnað-
ur okkar hefur skapað nokkra
staðfestu. Möguleiki Atlantshafs-
þjóðanna til að láta árásaraðilann
bíða ósigur er það, sem aðallega
fælir frá árás. Og möguleikinn
til þess byggist á öllum þeim vopn
um og liðsafla, sem okkar 15
þjóðir hafa á að skipa.“
„Sá liðsafli, sem Atlantshafs-
ríkin eiga nú, hefur í sér fólgið
mjög verulegt fráfælandi afl.
Árásaraðili mundi þurfa að borga
árás á Atlantshafsríkin ákaflega
háu verði, ákaflega háu.“ Enn
segir hann:
„Ég held, að í Evrópu sé mikil
væri ekki á veðramótum, mundi
hér lítt byggilegt vegna hnatt-
stöðu landsins, Enn aðrir segja,
áð einmitt hið hressandi hvass-
viðri veki þor og þrek með þjóð-
inni. Kann það að vera rétt, en
víst er, að í skammdeginu hlakka
flestir íslendingar til hækkandi
sólar og hæglátara veðurs.
Fallegasta bókii
MIKIÐ af nýjum bókum berst nú
til manna og eru sjálfsagt marg-
ar þeirra góðar, aðrar síðri, eins
og gengur. Fallegasta bókin á að
líta er eflaust „Eldur í Heklu“
eftir dr. Sigurð Þórarinsson, sem
Almenna bókafélagið gefur út.
Myndirnar í þeirri bók bera af
því, sem hér er tíðkanlegt. Alveg
einstök í sinni röð mun t. d. vera
myndirj af Heklugosinu, sú, sem
Sæmundur Þórðarson tók suður á
Vatnsleysuströnd, að morgni
fyrsta gosdagsins.
Félagsbréf Almenna bókafélags
ins er mjög athyglisvert. Veiga-
mesta greinin þar nú er eftir séra
Sigurð Einarsson, og nefnir hann
hana Valdaránið mikla.
Eftirtektarverðast er, hversu
undirbúningsstarfshættir komm-
únista austan járntjalds eru lík-
ir því, sem við höfum séð
á okkar landi að undan-
förnu. Enda kunna þeir hér
sem þar, að nota sér metorða-
girnd einstakra stjórnmálamanna
og trúgirni annarra. Vonandi
verða íslendingar svo giftudrjúg-
ir, að þrátt fyrir margs konar
glappaskot sumra lýðræðissinna,
haldi þjóðin frelsi sínu og sjálf-
stæði. En þetta tekst ekki fyrir-
hafnarlaust heldur með ötulli bar
áttu gegn aðsteðjandi hættum.
upp endanlegan dóm um þær,
þótt lausafregnir hafi fengizt af
þeim. Ljóst er þó að þær eru
hvorki nýjar né varanlegar um-
fram það, sem ráðstafanir fyrr-
verandi stjórna hafa verið. Eina
nýjungin er sú að ætlazt er til,
að kommúnistar uni nú sama fyr-
irkomulagi og þeir hingað til hafa
hamazt móti, þó með verulegri
skattahækkun frá því sem áður
var. Það er gjaldið, sem þeir eiga
að greiða fyrir, að þeim er ekki
útskúfað. Fyrir það fá þeir að
halda við flokki sínum og hafa
höfuðstöðvar kommúnista á Is-
landi í sjálfu Stjórnarráðinu.
Von er, að þeir vilji mikið vinna
til, enda munu þeir hyggja á
hefndir áður en skiptum þeirra
og velgerðarmannanna lýkur.
Þá leggja kommúnistar mikla
áherzlu á að endurvekja verð-
lagningarbáknið og eignaupptöku
eftir því, sem við verður ltomið.
Hið síðast talda má raunar telja
til 'nýjunga, en vissulega horfir
það ekki til að minnka erfiðleika
atvinnulífsins heldur til að auka
þá að draga úr eðlilegri eigna-
aukningu, sem er undirstaða
framfaranna.
Péfur hiskup og
Tíma-ritstjórinn
PÉTUR PÉTURSSON biskup var
merkur maður á sínum tíma.
Ljóður á ráði hans þótti þó,
hversu hallur hann var undir
dönsku stjórnina. Var lengi til
þess vitnað, sem hann sagði fyrir
h.u.b. eitt hundrað árum á Al-
þingi, til skýringar því, að hann
væri yfirleitt með stjórnarfrum-
vörpum: Ætla yrði, að stjórnin
hefði rétt fyrir sér, þar sem hún
vissi betur en venjulegir menn,
þjóðhátið í Moskva,
og fslands eftir að „hinir æðstu
valdamenn í Washington" hafi
sagt um, hvernig þau eigi að vera.
Verzlað með varnirnar
TÓNNINN gagnvart þeim
„æðstu“ er nú töluvert annar en
hann var hjá Hermanni Jónas-
syni til Atlantshafsráðsins í vor
og sumar. Breytinguna mátti
merkja strax áður en Bandaríkja
mennirnir komu til samninganna
í nóvember.
að vanta brauð“ en að hafa er-
lent herlið í landinu.
Norrænn hershöfðingi
GRÚNTHER yfirhershöfðingi At-
lantshafsbandalagsins í Evrópu
hefur nýlega látið af störfum.
Grunther er náinn vinur og sam-
starfsmaður Eisenhowers forseta
og telja margir, að hann geti val-
ið um starf innan Bandaríkja-
stjórnar. f bili gengur hann samt
úr opinberri þjónusru og gerist
þörf fyrir beina bandaríska þátt-
töku. Hún gefur sameiningartil-
finningu, Hún er merki um banda •
ríska skuldbindingu til að verja
varnarsvæði Norður-Atlantshafs
bandalagsins. Allar Evrópuþjóð-
irnar eru mjög ákafar að halda
Bandaríkjaliðsafla í Evrópu.“
í beinu framhaldi þessa segir
hann:
„Ég er mjög á móti nokkurri
verulegri minnkun á liðsafla
Framh. á bls. 14