Morgunblaðið - 16.12.1956, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.12.1956, Qupperneq 20
20 M ORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. des. 1956 GULA herhergiS eftir MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 7 Freda fór í illu skapi. Carol sett- ist í eldhússtól og Maggie horfði á hana áhyggjuaugum. Þú ert of ung til þess að láta leggja þér þetta á herðar, sagði hún. En þú skalt ekki taka þér það of nærri. Sennilega eru ein- hver veikindi heima hjá Lucy. Annars veit ég ekki, hverni henni mömmu þinni hefur getað dottið þetta í hug. Ekki kemur Greg. Hann fær ekki nema mánaðar- leyfi, og sennilega notar hann það til að gifta sig. Æ, mikið var það leiðinlegt, að þið Don skylduð ekki gifta ykkur, þegar hann var heima seinast. Carol var þreytt og áhyggju- full og þess vegna komu tár fram I augu hennar, en hún þurrkaði þau af sér óþolinmóðlega. — Það er nú umliðið, Maggie. Og við getum ekki snúið aftur héðan af. Freda kom nú aftur og bar kola fötu, og Maggie tók til við eldinn. Lyktin — hver sem hún nú var — var ekki eins sterk þarna, en þegar Maggie hellti dálitlu af steinolíu yfir kolin og kveikti í, fundu þær svipaða lykt. Ef til vill hafði Lucy kveikt upp á þennan hátt. Nora kom að utan, hálfskjálf- andi. — Ég sé enga lifandi sálu, sagði hún. Grasið hefur verið sleg ið í blettum, en það er engin (JTVARPIÐ Sunnudagur 16. desember: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í hátíðasal Sjómanna- skólans (Prestur: Séra Jón Þor- varðsson. Organleikari: Gunnar Sigurgeirsson). 13,15 Endurtekið leikrit: „Byrðin eilífa" eftir Leck Fischer, í þýðingu Þorsteins Ó. Stephensen. Leikstjóri: Haraldur Björnsson (Áður útv. 4. febr. s.l.). 15,15 Fréttaútvarp til Islendinga erlendis. 15,30 Miðdegistónleikar. 16.30 Veðurfregnir. Á bókamark- aðnum: Lesendur, útgefendur og höfundar (Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17,30 Barnatími (Baldur Pálmason). 18,25 Veður- fregnir. — 18,30 Tónleikar: Lúðra sveitin Svanur leikur; Karl O. Runólfsson stjómar. Einnig leikin ýmis verk af plötum). 20,20 Um helgina. — Umsjónarmenn: Björn Th. Björnsson og Gestur Þorgríms son. 21,20 Spænsk þjóðlög. — Þór- hallur Þorgilsson magister fiytur inngangsorð. 22,05 Danslög: Ólaf- ur Stephensen kynnir plöturnar. 22.30 Dagskrárlok. Mánudagur 17. desember: Fastir liðir eins og venjúlega. manneskja neins staðar. Hún hnipraði sig upp við eldavélina, en Carol stóð snöggt upp. — Það hlýtur eitthvað að hafa komið fyrir hana Lucy, sagði hún. Reyndu að gera það, sem gera þarf hér, Maggie, en ég ætla að fara til þorpsins og fá að vita, hvað er að. Ég get svo pantað matvörur um leið. Það hlýtur að vera opið hjá Miller. — Einhver stúlknanna getur gert það, andæfði Maggie. En Carol vildi ekki heyra það nefnt. Hún var orðin áhyggjufúll út af Lucy. Einnig vissi hún, hvað þær vantaði og hvernig átti að fá það. Og ennfremur — þótt hún vildi ekki tala um það — langaði hana til að komast út úr húsinu. Hingað til hafði það verið hlýtt og vistlegt, þegar hún hafði kom- ið þangað, nú var það alveg hið gagnstæða. Hún hugsaði til þess með hryllingi, að það væri einna líkast gröf. 3. Hún var ennþá hjálfskjálfandi, þegar hún tók töskuna í forsaln- um. Hún setti ekki upp hatt, og skildi eftir opnar dyrnar til þess að fá hreint loft í húsið, og síðan leit hún í kringum sig, er hún var komin út fyrir dyrnar. Það bar ekki á því, að Georg Smith hefði hafzt mikið að. Grein ar af grenitrjánum lágu víða á dreif á brautinni að húsinu, og verkfæraskúrinn, sem var að húsabaki undir brekkunni, virt- ist vera lokaður og læstur. En veðrið var indælt. Blómin voru farin að springa út, og þröstur stóð á vellinum og var að toga orm upp úr grassverðinum. Allt var vingjarnlegt, þegar út var komið, og hún gekk hröðum skref um niður brekkuna. Hún hafði ekki haft skóskipti og þarna var erfitt að ganga. Mölinni hafði verið rakað inn á miðja brautina, til þess að hún skyldi ekki skol- ast burt í vetrarregninu og vor- leysingunum, og jörðin undir malarlaginu var óslétt. Hún vissi að það þýddi ekkert að fara út í bílskúrinn. Bílarnir lágu þar í vetrarlægi, En við garðshliðið staðnæmdist hún. Vitanlega gat hún fengið að síma frá kofa Richardsons ofursta. En hún treysti sér bara ekki til að leggja út í samtal við ofurstan og hlusta á hann tala um Don. Loks ákvað hún að ganga þessa mílu, sem var til þorpsins, og varpa frá sér öllum áhyggjunum, sem höfðu verið að ásækja hana. Það var ekki orðið áliðið morg- ungs. Þetta var á mánudegi, og víða var þvottur kominn upp á snúrur í húsagörðunum, en eng- an sá hún, sem hún þekkti fyrr en hún haltraði inn í búðina. Hún var, sem betur fór, opin Qg Harry Miller var að fara í nýþveginn hvítan slopp. Hann varð eitthvað skrítinn á svipinn, er hann sá hana — Hvernig líður yður, ungfrú Carol? sagði hann, og þau heils- uðust með handabandi. Ég heyrði, að þér væruð í þann veginn að koma. Þér eruð snemma á ferð- inni í dag. Hún brosti og náði sér í stól til að sitja á. — Ég varð að ganga, sagði hún. — Enginn sími, engar matvörur, enginn bíll .. og ekk- ert vit né fyrirhyggja. Ég gleymdi að hafa skóskipti. — Já, þetta er Ijóta ástandið, sagði Harry og horfði á hana. — Það er það. En vitið þér ekki neitt um hana Lucy Norton? Hún er hvergi sýnileg og ekki einu sinni hann Georg Smith. Ég j skil ekkert í því. Harry hikaði ofurlítið, áður en hann svaraði. — Ég er hræddur um, að þér hafið orðið fyrir ó- happi, ungfrú Carol. Það er nú fyrst og fremst hann Georg. Hann liggur í spítala. Tekinn úr honum botnlanginn á fimmtudaginn var, en annars líður honum nú vist vel og er meira að segja orðinn hálf- montinn af öllu saman. — Það var leiðinlegt. Hann var , náttúrlega ekki mikill bógur, en ' samt betri en ekki neitt. Ég ætla að fara og vitja um hann, þegar ég er búin að koma því bráðasta í lag. En Lucy? Harry hikaði aftur. Hann hafði alltaf kunnað vel við Carol. Hún var alltaf almennileg við alla, og ólík ýmsum, sem hann hefði get- að nefnt á nafn. Og nú var hún hálf-veðurbarin og átti sýnilega í ströngu að stríða. — Hvað snertir símann, þá hef- ur móðir yðar sjálfsagt ekki tekið eftir auglýsingunni um, að allir yrði að borga fyrir allan vetur- inn, til þess að mega halda hon- um og ekki víst, að það einu sinni dygði. — Móðir mín hefur sjálfsagt fengið þessa tilkynningu, en vit- anlega ætluðum við okkur alls ekki að koma hingað í sumar. En hvað um hana Lucy? Er hún líka veik? — Já, það þýðir víst ekki ann- að en segja yður það, sagði Harry, hálf-vandræðalega. — Lucy varð fyrir slysi. Datt niður háa stigann hjá ykkur og fótbrotnaði. Og það meira að segja um miðja nótt. Hún gæti legið þar enn, ef Will- iam hefði ekki komið þangað. Hann kom að eldhúsdyrunum læstum, en fann hins vegar fram- dyrnar opnar. Og þar fann hann Lucy. Hún er sem sagt í spítal- anum, en henni líður víst eftir vonum. Carol brá sýnilega. — Hvað gat hún verið að gera í stiganum um miðja nótt? Og hún sem alltaf Ironrile strauvélar 3 genðir af þessum viðurkenndu sálfvirku STRAUVÉLUM fyrirliggjandi. tfeklcL Austurstræti 14 Sími: 1687. Sjálfvirk 6ENDIX þ vottavél Þvotta'vélin sem þvær, skolar og vindur, . . . allt á sjálfvirkan hátt. Aðeins örfá stykki fyrirliggjandi Verð kr. 10.055,00 “W F 1 t _ Austurstræti 14 Sími 1687 13,15 Búnaðarþáttur: Úr sveitinni XV. (Jón Gíslason bóndi í Norður hjáleigu í Álftaveri). 18,30 Skák- þáttur (Baldur Möller). 19,10 Þingfréttir. — Lög úr kvikmynd- um (plötur). 20,30 Útvarpshljóm- sveitin; dr. Victor Urbancic stj.: Lög eftir Pál Isólfsson úr „Gullna hliðinu". 20,50 Um daginn og veg- inn (Séra Sveinn Víkingur). 21,10 Einsöngur: María Markan-Öst- lund óperusöngkona syngur lög eftir Halfdan Kjerulf; Fritz Weisshappel leikur undir. 21,30 Útvarpssagan: „Gerpla“ eftir Halldór Kiljan Laxness; XI. (Höf- undur les). 22,00 Fréttir og veð- urfregnir. — Kvæði kvöldsins. — 22,10 Upplestur: Steinn Steinarr skáld les úr Ijóðum sínum. — 22,25 Kammertónleikar (plötur). 23,00 Dagskrárlok. <* *> ♦> ♦;* *> *> ♦> ❖ ♦> ♦> ♦> •? ♦> *> ♦*• ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦> ♦*♦ ♦*♦ ♦j*> ♦*♦«) M A R K Ú S Eftir Ed Dodd Im orderto refuel,the PLANE BEARINS FONVILLE AND MRS. MANLEY HAS LANDED ON _____ ___ . A LAKE Xf í DEEP IN THE Wl WILDERNESS , 1) Flugvélin hefur lent hjál 2) —Jæja, karlinn. Flýttu þér I 3) — Hvað er þetta. Hvað birgðastöð flugfélagsins í öræf- að setja benzín á flugvélina. stendur eiginlega til. unum til þess að taka benzín. | I •— Ekkert annað en að þú hef- ur fengið tvo nýja farþega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.