Morgunblaðið - 16.12.1956, Page 24
Veðrið
N. A. stinnmgskaldi, léttskýjað.
dagar
tU JÓLA
Kynning á Ijóðum Críms
Thomsens í Háskól-
anum í dag
IDAG KL. 5 e.h. efnir Stúdentaráð Háskóla íslands til kynn-
ingar á ljóðum Gríms Xhomsens og fer kynningin fram í
Hátíðasal Háskólans. Verður flutt erindi um skáldið, lesið úr
ljóðum hans, og þau sungin. Andrés Björnsson cand. mag. annast
kynningu þessa fyrir Stúdentaráð. — Öllum er heimill aðgangur.
GÓÐ KYNNING
Stúdentaráð hefir um nokkurra
ára hil gengizt fyrir bókmennta
kynningum sem þessari. Hafa þær
verið prýðilega vel sóttar og vin-
sælar meðal almennings, en kynn
ingar þessar eru haldnar fyrir
almenning en ekki ei’nungis fyrir
háskólastúdenta.
í dag kl. 5 mun Andrés Björns
son cand. mag. flytja erindi um
skáldið Grím Thomsen, þá verða
lesin ljóð eftir Grím og flytja
þau Lárus Pálsson, Kristín Anna
Þórarinsdóttir, Gunnar G.
Schram og Konráð Sigurðsson.
Þorsteinn Hannesson óperusöngv
ari mun syngja lög við nokkur
ljóð Gríms.
Jólafundur Húsmæðra
Vilhjálmur i
Laugarnesskólanum
félags Reykjav. á mánudag
Þar gefa konur lærf hvernig hægf er að léffa
sér undirbúning jólanna
NÆSTKOMANDI mánudag, 17. þessa mánaðar, heldur Hús-
mæðrafélag Reykjavíkur hinn árlega „Jólafund“ félagsins í
Borgartúni 7, kl, 8 síðdegis. Reykvískar konur bíða ævinlega
með eftirvæntingu þessa fundar, og hafa þegar margar fyrir-
spurnir Um, hvenær hann yrði haldinn borizt Húsenæðrafélaginu.
AÐ LETTA SÉR
JÓLABAKSTURINN
Á fundinum segir frú Hrönn
Hilmarsdóttir, frá, á hvern hátt
húsmæður geti létt sér undirbún-
ing jólanna, bakstur og matartil-
býning, og sýnir ýmiss konar
vinnubrögð í sambandi við það.
Þá sýnir hún einnig á hvern hátt j
má skreyta jólaborðið og jóla-
tréð án mikils tilkostnaðar.
Á fundinum á mánudaginn
gefst reykvískum húsmæðrum
kostur á að sjá dúkað borð og
skreytt, sem mikið má af læra.
Þá verða til sýnis uppskriftir af
hvers kyns mat, kökum og ábæt-
isréttum. Þá verða kökur til sölu
þar, \éð vægu verði. Allt þetta
er konum látið í té endurgjalds-
laust og eru allar konur vel-
komnar, á meðan húsrúm leyfir.
DAGURINN í gær var mikill
gleðidagur hjá börnum í Laugar-
nesskólanum. Vilhjálmur Einars-
son kom þangað að beiðni skóla-
stjórans Jóns Sigurðssonar og
íþróttakennarans Stefáns Kristj-
ánssonar og sýndi börnum k\ik-
mynd sína frá Ástralíuförinni og
skýrði hana. Skemmtu börnin sér
einkar vel, enda er myndin ágæt.
Skólastjórinn, íþróttakennar-
inn og Vilhjálmur töluðu nokk-
ur orð við börnin, hvöttu þau
til íþróttaæfinga og brýndu fyrir
þeim ástundun og iðjusemi við
hvaðeina er þau taka sér fyrir
hendur. Ríkti mikil ánægja meðal
barnanna að hafa fengið Vilhjálm
með mynd sína í heimsókn, þenn
an síðasta kennsludag fyrir jólin.
Kveikt á norska jólatrénu
á Austurvelli í dag
í DAG, sunnudag, verður kveikt
á jólatré því, sem Oslóarborg hef-
ur sent Reykvíkingum aðgjöf, svo
Vilhjálmur sat með hljóðnemann í hendi og skýrði myndir sínar
á skemmtilegan hátt fyrir börnin.
Æskulýðsróð Reykjuvíkur gengst
fyrir kynningu jólusongvu
I DAG mun fara fram kynning og skóla bæjarins, sem stendur
jóljsöngva fyrir almenning í
Gamla Bíói og hefst kl. 2,30 e.h.
Það er æskulýðsráð Reykjavíkur
í samvinnu við söngnámsstjóra
Hver ók
á bílinn?
RANNSÓKNARLÖGREGLAN í
Reykjavík hefur snúið sér til
blaðsins og beðið það að koma á
framfæri beiðni um upplýsingar
vegna bifreiðaárekstrar.
Svo er mál með vexti að bif-
reiðin R-1220 stóð í fyrrinótt á
Bergþórugötu hér í bænum
skammt sunnan við barnaheimil-
ið við Barónsstíg. Bifreiðin snéri
í austur og stóð á norðurbrún
götunnar. Hafði verið ckið á
hægra frambretti hennar um nótt
ina og það ásamt framh. skemmt
talsvert. Þetta mun hafa gerzt á
tímabilinu frá því á miðnætti að-
faranótt dagsins i gær og til kl.
11 í gærmorgun.
Rannsóknarlögreglan biður alla
þá, sem veitt geta upplýsingar um
árekstur þenna að snúa sér til
hennar. Ennfremur fer hún þess
á leit við þann, sem árekstrinum
olli að hann geri viðvart.
fyrir samsöng þessum.
Unglingakór undir stjórn Ing-
ólfs Guðbrandssonar mun kynna
ýmis fögur jólalög, innlend og
erlend, en hljóðfæraleikarar úr
Sinfóníuhljómsveit íslands munu
annast undirleik, en ætlunin er,
að allir viðstaddir taki undir
sönginn. Þá munu söngflokkar úr
nokkrum skólum koma frarti og
syngja sitt lagið hver undir stjórn
söngkennara sinna.
Það er víst, að margt, barna og
unglinga mun sækja samsöng
þennan, en einnig verður fullorðn
um gefinn kostur á að sækja
hann og væri mjög ánægjulegt
að foreldrar kæmu og syngju með
börnum sínum.
Hér er um nýbreytni að ræða,
en erlendis er slíkur samsöngur
víða vinsæll og veigamikill þátt-
ur í jólaundirbúningnum. Það er
von þeirra, sem að þessum sam-
söng standa, að svo verði einnig
hér.
SEYÐISFIRÐI, 15. des. — Á
morgun, sunnudag, verður vígt og
tekið í notkun hið nýja félags-
heimili Seyðfirðinga, sem verið
hefur í smíðum undanfarið. Er
það hið reisulegasla hús og vand-
að i alla staði. Húsið hefur hiot-
ið nafnið „Herðubreið".
sem hún hefur gert undanfarin
ár. Hefst athöfnin klukkan 4. e.h.,
en Lúðrasveit Reykjavíkur mun
leika nokkra stund, áður en hún
hefst. Ambassadör Norðmanna,
Torgeir Anderssen-Rysst afhend-
ir tréð, en Gunnar Thoroddsen,
borgarstjóri, veitir því viðtöku.
Frú Elise Jónsson kveikir á trénu.
Dómkirkjukórinn syngur, og að
lokum leikur Lúðrasveit Reykja-
víkur þjóðsöngva Noregs og fs-
lands.
Fólk skal hvatt til þess að
klæða börnin vel og sjá um, að
þau fái að vera fremst, næst
girðingunni umhverfis tréð.
<*>
Mikil síldveiSi
AKRANESI, 15. des. — Þrettán
bátar voru úti á veiðum í nótt.
Veiði var ágæt og voru flestir
þeirra með 100—250 tunnur. Afla-
hæst var Sigurvon sem fékk yfir
400 tn. Fram tapaði 25 netjum
og var hann eini báturinn sem lít-
ið aflaði. Bátarnir taka netin í
land jafnskjótt og búið er að
landa síldinni að fimm undan
teknum, sem halda veiðum
áfram. —Oddur.
Yfirlýsing frá stjórn FFSÍ
IAFNFRAMT ÞVÍ að stjórn F.F.S.Í. vill lýsa samúð og affdáun
á hinni ungversku hetjuþjóff í hörmungum hennar og neyff, lýsir
F.F.S.f. því sem skoðun sinni, aff allar þjóðir, sem Sýni ofbeldi
beri að fordæma mjög harðlega. Hún bendir og á þá móffgun, sem
í ofbeldinu felst, viff sáttmála Sameinuffu þjóffanna.
Nýjasta dæmi þessu til sönnunar er kúgun sú, er Rússar beita
nú ungversku þjóðina. Vill stjórnin ennfremur lýsa því sem skoð-
un sinni, aff allar tilraunir til aff leggja aff jöfnu þaff þjóðarmorð,
sem nú er veriff aff fremja í Ungverjalandi, og þaff sem gerffist
við Súez, nái engri átt, því þaff sé algjörlega ósambærilegt. Meff
þessu teljum viff aff hinn alþjóðlegi kommúnismi hafi sýnt sitt
sanna effli og beinir stjórn F.F.S.f. því til allra góffra manna, aff
taka höndum saman, um aff vera vel á verffi, gegn ásælni lians.
Sérstaklega ber aff gæta þess vel, aff flækjast ekki í efnahagslega
fjötra þessa kúgunarveldis, og varar stjórn F.F.S.f. því viff stór
um lántökum af fslendinga hálfu, fyrir austan járntjald. Þá skorar
stjórn F.F.S.f. eindregiff á rétta affila aff tryggja varnir íslands,
og hafa í huga aff veikar varnir geta veriff verri en engar, því hiff
stórkostlega hættuástand, sem nú ríkir í heiminum gerir þaff aff
verkum aff verja verffur ísland eins og önnur þjóðlönd.
Reykjavík, 14. des. 1956
3tjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands.
Skúk-keppnin
1. BORÐ
Svart: Akureyri
(Júlíus Bogas. - Jón Ingimarss.)
abcdefgh
ABCDSFGH
Hvítt: Reykjavík
• (Ingi R. Jóhannsson)
6..... e7—e5
2. BORÐ
Svart: Reykjavík
(Björn Jóhanness.- Sv. Kristlnss.)
ABCDEFGH
ABCDEFGH
Hvítt: Akureyri
(Ingimar Jónss. - Kristinn JónssJ
6. Rgl—f3