Morgunblaðið - 19.12.1956, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.12.1956, Qupperneq 13
Miðvikudagur 19. des. 1956 MORGVNBLAfHÐ tf Allri ásœlni Rússa þurfa vestrœnar þjóðir að mœfa með aukinni samheldni Adenauer ræðir hina alvarlegu alburSi í alþjóiamálum — Það er staðreynd, að heimsvaldasjúkir einræðis- herrar stjórna enn för kommúnismans. Þeir munu nota öll meðul til þess að ná því takmarki sínu að undiroka allan heiminn. Þannig hefst grein Adenauers fcrrsætisráðherra Vestur-Þýzka- lands. Hann telur að vestrænar þjóðir geti nú ekki lengur verið í neinum vafa um þessa stað- reynd. Hún sjáist bæði af vald- beitingu Rússa í Ungverjalandi og af hinni sérkennilegu aðild þeirra að ólgunni í nálægum Aust urlöndum. Á þessari staðreynd segir hann að vestrænar þjóðir verði að grundvalla aila stefnu sína í alþjóðamálum. NAUÐSYN Á NÁNU SAMSTARFI Konrad Adenauer hagskerfi smáríkis og þau eyða orku sinni í deilur sín á milli. SÉRHAGSMUNIR VÍKJA MEÐ árás Rússa í Ungverjalandí má segja að ljúki mjög sérkennilegum þætti í alþjóðastjórnmálum. Það var tímabil „hinna breiðu brosa“ valdhafanna í Moskvu. Nú er sýnt að friðarsókn Rússa var ekki nema uppgerð ein, að öllum líkindum ætluð til þess að veikja varnar- mátt vestrænna þjóða innan frá. Hún hafði vissulega þau áhrif í meiri eða minni mæli í flestum vestrænum löndum, því sumir stjórnmálamenn reyndust furðu trúgjarnir og gengust upp við loforð og skjall Kreml-mannanna. Er eng- inn vafi á því að trúgirni sumra vestrænna stjórnmála- manna hefur búið vestrænu frelsi, um tíma, hina ægileg- ustu hættu. En aðrir voru þeir, sem vildu gæta meiri varúðar og ber þar einna fremst að nefna þýzka stjórnmálamanninn Adenauer, sem var helzti talsmaður þeirrar stefnu á Vest- urlöndum, að taka engan fagurgala gildan, heldur aðeins verkin. Nú eftir árásina á Ungverjaland er því hættulegt tíma- bil yfirstigið. f tilefni af því ritaði Adenauer forsætisráð- herra grein í þýzk blöð nýlega, þar sem hann ræðir um, hvað megi læra af atburðunum síðustu vikur. Birtast hér nokkrir kaflar úr grein hans. Evrópu nú varið. Hin mislitu ríki og þjóðir álfunnar, þurfa nú að standa eins þétt saman og mögulegt er og venja sig af þeim gamla hugsunarhætti, að hver eigi að bauka í sínu horni og sjóða sjálfur sína súpu. Margar tilraunir til samein- ingar hafa mistekizt. En við þurfum ekki að láta það á okk- ur fá. Og þótt við hófum ný- lega komið saman til að setja á fót kjarnorkustofnun Evrópu og sameiginlegan markað, þá skulum við' ekki ímynda okk- ur að það sé nema bráðabirgða lausn. Það felur þó í sér neista eða játningu um sameiningar- stefnu Evrópu. Og það er hug- hreystandi fyrir mann, sem ekki lokar augunum fyrir hinni geigvænlegu hættu sem vofir jafnt yfir öllum frjáls- um þjóðum. Fyrsta ályktunin, sem hann dregur af þessu er sú, að ásælni kommúnista, hvar sem er á ein- stökum. svæðum í heiminum, verði að meta og mæta á breið- um grundvelli. Það er þýðingar- laust fyrir einstakar smáþjóðir að ætla sér að mæta ógninni á takmörkuðum svæðum, heldur verða hinar frjálsu þjóðir að taka upp nánara og einlægara sam- starf en nokkru sinni fyrr, ef þær vilja halda frelsi sínu. — Það er margt sem má læra af atburðum síðustu vikna. Og þó sérstaklega þetta, — að vest- rænar þjóðir verða að koma í veg fyrir að Rússum takist að reka fleyga í vestrænt samstarf. VANDAMÁL EVRÓPU OG ARABALANDA TENGD Atburðirnir í Egyptalandi sýna okkur einnig, að það er mikil- vægt fyrir heimsfriðinn, að veita fátækum og styrkvana þjóðum að stoð til uppbyggingar og bættra lífskjara. Því að þjóð, sem er hrjáð af þjóðfélagslegri og stjórn- málalegri ólgu, er ætíð sérlega hætt við að leggja út í hættu- legar tilraunir. Því verður vart mótmælt, að vandamál nálægra Austurlanda og Evrópu eru mjög tengd. Það er aðkallandi að þessi vandamál verði leyst svo að báðir geti vel við unað, Evrópuþjóðir og Arab- ar. Og það verður að bregðast skjótt við, því að annars getur allt orðið um seinan. SEILZT TIL OLÍULINDANNA Áform Rússa eru nú orðin lýð- um ljós í meginatriðum. Því er ekki lengur deilt um hvort gagn- ráðstafana sé þörf, heldur hvaða gagnráðstöfunum skuli beitt. Þeg ar Rússar leggja nú mestu áherzl- una á það sem þeir kalla „að koma á friði“ í nálægum Austur- löndum, þá dylst mönnum ekki, að þeir miða að yfirráðum yfir hinum þýðingarmiklu olíulindum og e. t. v. að því að brjótast út að Miðjarðarhafi, en því myndi fylgja mikil hætta fyrir Evrópu. Vonlaust er að ætla að ein- stakar Evrópuþjóðir geti hamlað gegn ásælni Rússa á þessu svæði. Þar dugar ekkert minna en öll Vestur-Evrópa sameinuð og einnig í fullu samstarfi við Bandaríkin. ORKU EYTT 1 SMÁRÍKJAKRIT, Hin frjálsu ríki Evrópu, hafa' með sínum 200 miilj. íbúa efnahagsstyrk, sem stenzt full- komlega samanburð við Sovét- ríkin. En Vestur-Evrópa er veikari fyrir það, að hún skipt- Ist niður í mörg ríki, sem hvert Við í Þýzkalandi þekkum sílka sundrungu ofur vel. Þýzkaland var ekki alls fyrir löngu allt sund urtætt og skipt í smáríki og her- togadæmi, sem öll héldu uppi eigin tollalandamærum. Þessi landamæri komu í veg fyrir að hægt væri að mynda heilbrigt efnahagskerfi Þýzkalands. Það var einmitt efnahagsleg þörf, samfara skýrri og rökfastri hugs- un, sem braut hindranirnar nið- ur. Margir sérhagsmunir urðu að víkja og menn urðu að láta af gömlum venjum. En árangurinn varð öllum til farsældar. Efa- semdaraddirnar hafa þagnað og efnahagslíf Þýzkalands blómgazt. Á sama hátt er niálum Ljóð Steins Steinnrrs komin nt „Ferð án fyrirlieits“, heildar- útgúfa af ljóðum Steins 1934 til 1954, er komin út. ÞARNA fæst heildarmynd af kveðskap Steins frá upphnfi og kennir þar margra góðra grasa og er ekki um að sakast bó eitt- hvað af kyrktum gróðri sé inn á milli. Það bezta af kvæðum Steins ber hátt í Ijóðagerð íslenzkrt á þessari öld. Því verður ekki neit- að með rökum og ættu þeir, sem hafa þær hugmyndir, að Steinn sé ekki annað en forfaðir atom- HauisynEeyt að eitdurshla lögin um skemmtanaskatt BæBi Félagsheimilasjóður og Þjóð- leikhúsið þarfnast aukinna tekna i GÆR var til umræðu í Efri deild frumvarp til laga um heimild viðauka fyrir árið 1957. Fylgdi Gylfi Þ. Gíslason frumvarpinu úr hlaði. I þessu sambandi gerði Sigurður Bjarnason fyrirspurn til mennta- málaráðherra um það hvort núverandi ríkisstjórn hefði í hyggju að endurskoða skemmtanaskattslögin. Benti hann á að mál þetta hefði verið á dagskrá hjá fyrrv. ríkisstjórnum. Einnig kvað hann innheimtu skattsins hafa verið handahófslega og rangláta. Þá benti Sigurður Bjarnason á fjárþörf þá er þeir væru í, sem njóta ættu skattsins, svo sem bæði Félagshemilasjóður og Þjóðleik- húsið. Jón Kjartansson tók und- ir fyrirspurn Sigurðar með tilliti til frumvarps þess er hann hefði flutt um aukna hlutdeild félags- heimilasjóðs í skemmtanaskattin- um. ÞRÍR EMBÆTTISMENN HAFA MÁLIÐ í ATHUGUN Gylfi Þ. Gíslason kvaðst hafa fyrir 2—3 mánuðum falið 3 em- bættismönnum að endurskoða innheimtu skemmtanaskattsins með tilliti til þeirra, er undan- þágu hefðu frá greiðslu skatts- ;ins. Mál þetta væri umfangsmikið Jog því ekki enn lokið, þótt hann [hefði beðið umgetna menn að :flýta því. Sagði ráðherra að ef sú rannsókn leiddi ekki til aukinna ^tekna af skattinum myndi hann þeita sér fyrir endurskoðun um sig reynir að viðhalda efna*skemmtanaskattslaganna með til- liti til þess að skattstofninn yrði aukinn. Bernharð Stefánsson skýrði af- stöðu fjárhagsnefndar til málsins vegna fyrirspurnar Jóns Kjartans sonar, en nefndin hefir frv. hans til athugunar. Kvað Bernharð nefndina einnig bíða eftir rann- sókn þrímenninganna. HIN MIKLA ÞÖRF FÉLAGSHEIMILA Sigurður Bjarnason þakkaði ráðherra upplýsingarnar. Benti hann á að stórauknar tekjur mundi vera hægt að fá af skemmt anaskatti. Þörfin fyrir hann væri mikil einkum úti á landi, þar sem væru félagsheimilin, en þau væru undirstaða samkvæmis- og skemmtanalífsins í dreifbýlinu, Jón Kjartansson tók mjög í sama streng. Kvað hann það ekki mega dragast lengur að Félags- heimilasjóði yrði séð fyrir aukn- um tekjum. ljóða og ljóðrænn —„klessumál- ari“, að endurskoða það mat. Það er vafalaust, að kveðskap- ur Steins mun eignast sinn stað í bókmenntasögunni og ef til vill ekki fyrirferðarminni en sumra annarra, sem mikið hefur verið hrósað. Fjölbreytni er mikil í kvæðunum og tækni Steins £ ljóða- gerð hefur mörgum orðið hættu- leg fyrirmynd, sem kunna listina lakar en meistarinn sjálfur. Af handahófi er hér gripið eitt kvæði innan úr miðri bók, sem heitir Leyndarmál. Þeim stutta tíma, fyrr en skip mitt fer, sem flytur mig á brott í hinzta sinni, ég vjldi gjarna yerja í návist þinni og velta þungri byiði af hjarta mér. Við börðumst lengi dags við óvin einn, og oftast litlum sigri hrósa máttum, hann beið við fótmál hvert í öllum áttum og andlit hans ei þekkti maður neinn. Að sigra þennan óvin eða deyja var okkur báðum ^veim á herðar lagt. Og þér, sem eftir verður, vil tg segjaf Eitt vopn er til, eitt vopn, þó enginn þekki. og vegna þess skal leyndarmálið sagt. Nei, skip mitt býst á brott. Ég get það ekki. STAK8TEIMAR Engin nýjung að rætt sé við verkalýðsfélögin EKKI er enn búið að leggja til- lögurnar um „varanlegu úrræð- in" fyrir Alþingi. Ríkisstjórnin og Alþýðusambandið komust þó að samkomulagi fyrir helgina. Síðan hafa ýmis félög haldið fundi um tillögurnar, þótt þeim hafi verið haldið leyndum fyrir Alþingi, og muni loks eiga að bæta úr því í dag. Kommúnistar eru að vonum i mestu vandræðum með að mæla með tillögunum, því að þær eru einmitt þess efnis, sem þeir hafa harðast gagnrýnt undanfarin ár. Þess vegna leggja þeir nú mikla áherzlu á, að það hafi þó áunnizt, að verkalýðslireyfingin sé höfð með í ráðum. — Þjóðviljinn á sunnudag segir t.d.: „Meðan íhaldið var þátttakandi í ríkisstjórn eða hafði forystu um stefnu hennar og störf var aldrei við verkalýðssamtökin tal- að‘. Svo sem fleira í Þjóðviljanum eru þetta alger ósannindi. Þær ríkisstjórnir, sem setið hafa að völdum undanfarið hafa allar viljað hafa gott samstarf við verkalýðssamtökin og oft talað við þau að fyrra bragði og ætíð verið fúsar til viðræðna, ef þau hafa óskað. Sammála um að fella ekki ríkisstjórnina Hitt er annað mál, að verka- lýðssamtökin hafa sjaldnast á þessum árum viljað hafa gott samstarf við ríkisvaldið. For- sprakkarnir hafa meira hugsað um að efla eigin pólitísk áhrif en gæta hags umbjóðenda sinna. — Enda hefur Þjóðviljinn þetta ber- um orðum eftir Edvarð Sigurðs- syni á Dagsbrúnarfundinum: „Þótt fulltrúar verkalýðssam- takanna hefðu margt við efna- hagsráðstafanirnar að athuga kvað hann þá hafa verið sam- mála um að fella ekki núvcrandi ríkisstjórn---“ Um hin breyttu viðhorf innan Alþýðusambandsins er löng grein í Alþýðublaðinu á sunnudag eft- ir Áhorfanda, sem heitir: Að loknu Alþýðusambandsþingi. — Komizt er þar m. a. svo að orði: „Þótt það leyndi'sér nú ekki að meiri varfærni og ábyrgðar gætti nú í tillögum og nefndarálitum en allajafna áður eða allt síðan „nýsköpunarstjórnin“ fræga sat“. Það sem gerzt hefur er að vald- hafarnir í verkalýðsfélögunum hafa notað traust verkamanna til að kaupa sjálfum sér pólitísk á- hrif og valdastöður. Þess vegna fallast þeir nú á flest það, sem þeir áður fordæmdu. „Kafloðnasta ræðanu Um þetta segir nánar í tilvitn- aðri grein í Alþýðublaðinu: „Allsherjarþing íslenzks vcrka- lýðs, hafði liðið, svo, að því var ekki sagt, um hvað gert skyldi í efnahagsmálunum — mesta hagsmunamálinu, utan einnar þeirrar kafloðnustu ræðu, sem um getur, er forseti sambandsins hélt og allir voru jafnnær eftir. Tveim til þremur vikum síðar á svo að ráða þessum málum til Iykta. Þess í stað var kosin 19 manna nefnd, sem hóað skal sam- an, þegar allt er klappað og klárt og látin samþykkja. Hvers vegna skorti nú-------kjark til þess að taka á eigin ábyrgð, afstöðu til efnahagsmálanna? Svarið er auðvelt öllum, er til þekkja“. Þessi vitnisburður Alþýðu- blaðsins er hinn fróðlegasti. Hann er gefinn einmitt strax eftir, að 19 manna nefndin lauk störfum og var „látin samþykkja".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.