Morgunblaðið - 06.01.1957, Side 13

Morgunblaðið - 06.01.1957, Side 13
Sunnuctagur 6. janúar 1957 MORClJiyBLAÐlÐ 1S Sjötug í dag: Ingibjörg Pétursdóttir húsfreyja að Suður-Bár Sjötug er í dag Ingibjörg Pét- ursdóttir, fyrrum húsfreyja að Suður-Bár í Eyrarsveit. Hún er fædd að Brimilsvöllum 6. jan. 1887. Foreldrar hennar voru Þór- katla Jóhannsdóttir frá Fossár- dal, Þorsteinssonar og seinni mað ur hennar Pétur Guðmundsson. Er hún af merku fólki komin. Árið 1907 giftist hún Sigurði Eggertssyni skipstjóra frá Látr- um í Rauðasandshreppi, mætum og dugandi manni. Fyrstu sam- veruárin voru þau í Brimilsvalla- hreppi, Ólafsvík og Haukabrekku í Fróðárhreppi. Vorið 1919 flutt- ust þau að Suður-Bár í Eyrar- sveit, sem þau höfðu þá keypt. Sigurður maður hennar andaðist vorið 1922. Þeim hjónum varð 7 barna auðið, eitt dó í fyrstu æsku, en hin voru öll innan ferm ingar, þegar faðirinn féll frá. Stjúpsonur hennar, sem alinn var upp hjá þeim hjónum, var þá kominn nokkuð yfir fermingu, og var hann henni mikið til hjálp- ar fyrstu árin. Það voru sannarlega erfiðir tímar fyrir Ingibjörgu, árin, sem í hönd fóru eftir fráfall manns hennar Efnin voru lítil, bújörð- in í lélegu ástandi, og húsakost- ur allur að sama skapi, eins og svo víða í afskekktum sveitum á þeim tíma. Félagsmálalöggjöfin var þá harla skammt á veg komin. Þá var ekki um ekknastyrki eða barnalífeyri að ræða. Lífsbarátt- an var því hörð fyrir fátæka ekkju með stóran barnahóp. En erfiðleikunum var mætt með manndómi og skapfestu, í þeirri trú að Drottinn myndi hjálpa þeim, sem vilja hjálpa sér sjálfir 1. O. C. T. Víkingur Fundur annað kvöld, mánudag. Skyrslur og kosning embættis- manna o. fl. Fjölsækið stundvís- lega. — Æ.t. St. Framtíðin nr. 173 Fundur annað kvöld kl. 20,30. Ungmennastúkan Framtíðin nr. 5 kemur í heimsókn. Samfelld dag- skrá. Sameiginlegt kaffiborð. Barnastúkan Æskan nr. 1 heldur fund í Góðtemplarahús- inu í dag kl. 2. Inntaka nýrra fé- laga. Lestur framhaldssögunnar. Kaffidrykkja. Danssýning. Spurn- ingaþáttur og leikrit. Félagar, mætið stundvíslega. , — Gæzlumenn. Jólagjaf arf élagar! Munið fundinn í dag kl. 14,00. Hafnarf jörður! St. Morgunstjarnan nr. 11 Fundur mánudagskvöld. Ára- mótahugleiðing. Embættismanna- kosning o. fl. Fjölmennið. — Æ.t. BEZT AÐ AUGLÝSA / MORGUNBLAÐINU leiða allt til farsællegra lykta, þegar lífsbaráttan. væri háð í nafni hans, með hann fyrir aug- um. Bömin studdu strax móður sína, þó ung væru, lögðu sína krafta fram, heimilinu til hags og heilla, og því betur eftir þvi sem þroskinn færðist yfir þau. Sam- búð og samstarf móður og barna var fagurt og innilegt, svo að naumast verður á betra kosið. Erfiðleikarnir voru sigraðir með samhug og samvinnu. Allt breytt- ist í blessun um síðir. Vorið 1937 brá hún búi og flutt- ist með syni sínum að Staðarfelli í Dölum, þar sem hann hóf þá bú- skap og þar átti hún heimili þar til vorið 1955 að sonur hennar lét af búskap. Annars hefur hún dvalið hjá bömum sínum á víxl, sem öll bera hana á höndum sér og vilja allt fyrir hana gera. Með hækkandi aldri hnignar heilsu og kröftum. Þá er gott að njóta launa langs dagsverks hjá ástríkum börnum og tengdabörn- um. Þeirra launa nýtur Ingibjörg nú í ríkum mæli að verðleikum. Hún getur á þessum tímamótum æfinnar litið yfir farinn veg og glaðst yfir vel unnu dagsverki. Hún hefur með vaxandi gleði séð börnin sín verða nýta þjóðfélags- borgara, sem öll skipa sæti sitt með prýði. Og hún getur enn- fremur glaðst yfir stórum hóp velgefinna og myndarlegra barna barna. Að heill og velgengni barna sinna hefur hún alltaf starfað og það starf hennar hef- ur borið mikinn og góðan ávöxt. Ingibjörg er fríð kona sýnum og góðum gáfum gædd. Kippir henni þar mjög í kyn feðra sinna og mæðra. Margt gáfumanna eru í ætt hennar. Bróðir hennar var Sigurður Kristófer Pétursson, rithöfundur og skáld. Hugur hennar er opinn fyrir allri Ijóð- rænni fegurð, hvort heldur í bundnu eða óbundnu máli, og prýðilega er hún dómbær á allt, sem vel er sagt í ræðu og riti. Skapgerð hennar er heil og traust. Hún er einlægur vinur vina sinna. Til þeirra ber hún órofatryggð, og þeim getur hún ekki gleymt. Þær eiga áreiðan- lega vel við um hana þessar ljóð- línur: Ættgeng er í Egils kyni órofatryggð við forna vini. Vér hinir mörgu, vinir hennar, óskum henni allra heilla á sjö- tugsafmælinu, biðjum Guð að blessa hana og ástvini hennar alla. Hann gefi henni friðsælt og hlýtt æfikvöld. í dag dvelur hún á heimili son- ar síns og tengdadóttur að Kvist- haga 3 í Reykjavík. Júsef Jónsson. ^ MANUFACTURAS DE CORCHO /ymstrong Sociedad Anónlma Einangrunarkorkur 2” þykkt fyrirliggjandi Hamarshúsinu, sími 7385 | BIFVÉLAVIRKJA eða mann vanan bifreiðaviðgerðum, vantar oss nú þegar. Upplýsingar gefur verkstæðisformaður, Kjartan Filippus- son. Hverfisgötu 18. Vasahandbók bœnda 1957 er komin út. Áskrlftarverð sama og síðastliðið ár. Áskrifendur, sem geta komið því við, vitji bókar- innar á Akureyri í Prentverki Odds Björnssonar, en í Reykjavík á skrifstofu félagsins. Bú'naðarfélag ísBaaufis nr. 3/1957 TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið, að innlendar framleiðsluvörur, sem ekki er auglýst sérstakt hámarks- verð á, megi hækka í heildsölu um 2.83%, þar sem það á við vegna hækkunar opinbera gjalda við stofnun út- flutningssjóðs. Smásöluverð sömu vara má þó ekki hækka frá því sem verið hefur. Hinsvegar nær tilkynning verð- lagsstjóra nr. 1. frá 2. jan. 1957 um lækkun á smásölu- verði vegna afnáms söluskatts ekki til þessara vara. Reykjvík, 4. janúar 1957. V er ðl agsst j órinn. Laugaveg 33 $ Sökum breytinga á verzluninni hefst • Rýmingarsala á morgun. i Allar vörur verzlunarinnar eiga að seljast. ^ s Notið þetta einstæða tækifæri til að byrgja yður i \ upp af ódýrum vörum.. i i___________________________________________________________1 stórkostleg Laugarveg 33

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.