Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 6
6 MORCT’Nm/4ÐIÐ Þriðjudagur 26. febr. 1957 / fáum orðum sagt: * CTVTTTTTTTt „Ég hef bara tekið sjón- arvottana og spurt þd“ JÓNAS RAFNAR fyrrum yfir- læknir í Kristnesi hefir und- anfarið dvalizt hér í bæ. Morg- unblaðið notaði tækifærið og hafði tal af honum fyrir skömmu. Jónas er þjóðkunnur maður fyr- ir læknisstörf sín og þjóðsagna- söfnun, enda væri honum illa í ætt skotið, ef hann hefði ekki á- huga á þeim efnum. Þegar ég hitti Jónas að máli, bað ég hann segja mér dálítið frá föður sínum. Eins og kunnugt er, var hann einn helzti forvígismaður raunsæis- stefnunnar, röggsamur klerkur og þjóðfræðari, svo að af bar. Jónas sagði: — Faðir minn var einn af þess- um sílesandi mönnum. Hann las alltaf í rúminu á kvöldin. Einnig las hann mikið á daginn og oftar en hitt las hann á meðan hann borðaði. Þetta var fastur vani hans. Og hann las allt mögulegt. Hann var jafnvel stundum að lesa stærðfræði upp á eigin hönd og notaði þá spjald og griffil, en ekki blýant, eins og nú tíðkast. — Annars las hann mest þýzku. Það var uppáhaldsmálið hans. Þótt undarlegt sé hélt hann mest upp á rómantísku skáldin, Göthe, Schiller og Steingrím, svo að dæmi séu tekin. — En segið mér eitt, Jónas, var ekki mikil vinátta milli föður yð- ar og annarra raunsæisskálda? — Ja, Einar Kvaran þekkti hann ákaflega vel. Þeir lásu sam- an undir skóla og voru síðan í Lærða skólanum um svipað leyti. Nú, Gest þekkti hann lítið per- sónulega, ég man ekki eftir að hann minntist á hann. Þeir hafa lennilega ekki þekkzt að neinu ráði, þó að þeir hafi auðvitað sézt hér í Reykjavík á skólaárum sínum. — Þar sem hann las nú svona mikið sjálfur, hafði hann þá ekki líka mikinn áhuga á, að þið krakk arnir tækjuð ykkur bók í hönd? — Ojæja, hann lét okkur alveg sjálfráð um það. Enda ekkert okkar í líkingu við hann á því sviði. Hann var öllum stundum með hugann við bækurnar sínar. — Skyggði ekki bókaáhuginn á prestskapinn? — Ekki á prestskapinn, nei, Hann var mjög reglusamur í þeim sökum. Hann settist niður á laugardögum og skrifaði sinar ræður. Og var ákaflega fljótur að því. Og ég held ég hafi aldrei séð hann strika út eina einustu setningu. Onei, ég man ekki til þess. — Nei. Honum hefur verið á- kaflega létt um að skrifa. — Ójá. — En hvernig var það, Jónas, la* hann stundum fyrir ykkur sögurnar sínar, áður en þær birt- ust á prenti? — Nei, ég man aldrei til þess, að hann læsi fyrir okkur sög- urnar sínar, áður en þær voru prentaðar. En þá gat það komið fyrir. Annars talaði hann ákaf- lega litið um skáldskap sinn. Ég man nú samt, að ég spurði hann stundum og sagðist hann þá æv- inlega hafa ákveðnar persónur í huga, þegar hann skrifaði sög- urnar. — Dæmi? Ja, í Eiðnum hafði hann bændurna alveg fyrir aug- um. Annar var húsmaður á næsta bæ við Hrafnagil, en hinn var bóndi úr Rangárvallasýslu. Ætli Þorlákur i Brot úr ævisögu, hafi ekki verið hreppstjóri einhvers staðar undir Eyjafjöllum. Það grunar mig. Hreppstjórinn þarna fyrir austan tók víst söguna til sín og þótti ekkert gott að fá hana framan í sig. Nú; vafalaust Segír Jónas Rafnar í stuttu samtali um reaiisma, stráka- pör og þjóðtrú eiga margar aðrar persónur sér raúnverulegar fyrirmyndir, t.d. Jón halti. Ég má segja, að hann sé úr Skagafirði sá. En efnið í Glettni lífsins er sótt austur yfir fjall. — Sennilega hefur hann aðeins haft þessa samtíðarmenn sína til hliðstjónar, eins og títt var um raunsæisskáldin? — Ójá. Hann tók þessar mann- gerðir úr lífinu, en söguefnið átti lítið skylt við þær. Ég man hann sagði mér einu sinni, að hann reyndi að gera sér grein fyrir því í sögunum, hvernig ákveðnar per- sónur mundu bregðast við, ef þær lentu í sporum sögupersóna. — En segið mér eitt, hvenær byrjaði hann á þjóðháttunum? — Þjóðhættirnir urðu eiginlega til upp úr smáritgerðum sem hann var beðinn um að skrifa í þýzk og dönsk tímarit. Erlendir vísindamenn voru alltaf að biðja hann um upplýsingar um íslenzka þjóðhætti og það ýtti einnig við honum. Poestion var t.d. alltaf að skrifa honum og Axel Olrik. Fyrir hans orð hlaut hann líka styrk úr Carlsbergsjóði til að skrifa fs- lenzka þjóðhætti. Nú, svo hafði hann ágæt skilyrði, þegar hann kom til Akureyrar. Amtsbóka- safnið þar var að miklu leyti undir hans umsjá. Jónas Rafnar fer nú að ræða um bók föður síns um íslenzka þjóðhætti og gengur þess ekki dulinn frekar en aðrir, að hún er undirstöðuverk sem byggja verð- ur ofan á. En honum er einnig ljóst, að henni er að einhverju leyti áfátt. Eins og gengur. — NÚ SNERUM við okkur að Jónasi lækni og æsku hans. Mér hafði verið sagt, að stráka- pör þeirra Friðriks vígslubiskups hafi verið þekkt um allan Eyja- fjörð. Þegar ég spurði Jónas um þetta, svaraði hann: — Ojújú. Við vorum auðvitað með strákahrekki. Það held ég. En þessar sögur sem ég er að heyra um okkur bræður eru ann- aðhvort mjög ýktar eða þá gaml- ar þjóðsögur. Sú saga hefur til dæmis gengið, að ég hafi kennt strák Fjallræðuna undir ferm- ingu og látið hann klykkja út með því að segja: Sælir eru þeir sem eiga sinn jólamat óétinn! — Ég man ekki eftir því, að þetta hafi nokkurn tíma gerzt, heldur Jónas Rafnar áfram og brosir. Ég held að þetta sé bara gamalt orðatiltæki frá fyrri tímum. Þetta skolast til á ýmsa vegu á löng- „Urðu þær skelkaðar og héldu, að einhver bölvaður draugurinn væri að dangla í þær“. um tíma. — Já, ég gæti sagt yður söguna um lögmálið og Bringu. Einhvern tíma hefur svipuð saga verið sögðu um okkur bræður, en hún er tilbúningur. — Sagan um lögmálið er frá því um 1800, ef ég man rétt, en eyfirzk er hún: Séra Jón lærði í Möðru- felli var að spyrja fermingarbörn í kirkju. Undir spurningunum sat sonur Jóns lærða við hliðina á Stefáni í Bringu. Svo er Stefán shrifar úr daglega lifinu VELVAKANDA hafa borizt' tvö bréf um mál, sem áður hefur borið á góma hér í dálk- unum. Fara þau hér á eftir: IGÆR birtir þú bréf, þar sem þeim er fylgt að í.oálum, sem undanfarið hafa viljað efla Éspe- ranto-hreyfinguna hér á landi, og er ekki nema gott eitt um það að segja. Hinu kann éj illa, þegar jafnframt er látið í það skína, að Bandaríkin hafi verið sér- stakur þröskuldur í þróunarbraut alþjóðamálsins Esperanto. f N- Ameríku eru þó starfandi tvö Esperantofélagasambönd, — hið eldra stofnað 1905, — og mættu fulltrúar frá þeim báðum á Al- þjóðaþingi Esparantista í Kaup- mannahöfn sl. sumar. Ávarps- ræður þeirra beggja á þinginu hefi ég á segulbandi ásamt með fleiri ræðum, sem þar voru fluít- ar. — Bn bréfritara láðist að geta um annað stórveldi, „þar sem Esperanto hefir átt einna erfiðast uppdráttar fram til þessa,“ en það er Ráðstjórnar- ríkin, þar sem menn hafa orð- ið að þola handtökur og yfir- heyrslur vegna Esperantokunn- áttu sinnar. Og þegar Rússar náðu ráðum yfir Austur-Þýzka- landi voru bækur, skjöl og skil- riki gert upptækt fyrir Esperant- istunum þar. Tel ég það illa farið, að hlutlaust hjálparmál skuli ekki hafa sloppið við á- reitni pólitískra öfgastefna, en vonandi útbreiðist Esperanto hér lendis á næstu árum, ekki síð- ur en annars staðar um hinn menntaða heim. Rvik, 23. febr. 1957. Magnús Jónsson frá Skógi. „Rokkið“ — og útvarpið ÆRI Veivakandi! Mig langaði til að gera að umtalsefni kynningu á danslög- um í útvarpinu á sunnudags- kvöldum. Mér þótti það gleðit’ðindi, þeg- ar það var tilkynnt í haust að ungur maður hefði tekið að sér að sjá um val og kynningu dans- laga útvarpsins á sunnudags- kvöldum, en því miður virðist valið ekki hafa verið sem bezt, a. m. k. virðist þessum unga manni ekki leikið, að gera nema litlum hluta hlustenda til geðs hvað val danslaganna snertir. p p £ A? — x K Síðan þessi kynning hófst, hef- ir varla heyrzt í öðrum hljóm- sveitum og söngvurum en ame- rískum, í danslagatíma sunnu- dagskvöldcmna, og þá einkum verið borinn á borð hinn marg- nefndi „jazz“, eins og hann er nú uppbyggjandi menningarlega séð. Þá hefir „rock“ið, algerlega yfirtekið nú síðustu vikumar og virðist stjórnandinn alveg gagn- tekinn og heillaður af þeirri tón- list ef svo skyldi nefna það. Yfirleitt virðast danslögin nokk- uð mikið miðuð við þann hluta hlustenda sem er á sorpritamenn- ingarstigi, a. m. k. er lagavalið í sama dúr hvað gildið snertir og sorpritin meðal bókmennt- anna. Hví ekki að leyfa hlust- endum að heyra danslög frá Norðurlöndunum og Þýzkaiandi, að ógleymdum íslenzkum dægur- lögum, sem eru hér hvað vin- sælust? Þá var gerð sú nýbreytni um daginn, að leyfa hlustendum að velja danslag í umræddan þátt og jafnframt að senda kveðju til kunningjanna. Þetta mistókst gersamlega, vegna þess hve lítið var gert til þess að veita hlust- endum þá þjónustu í sendingu kveðjanna, sem þeim bar, og hefir áreiðanlega margui- fengið lítið fyrir krónurnar, sem hann varði í að hringja til útvarpsins í því skyni að senda kveðju til vina og kunningja, því að í mörgum tilfellum heyrðist kveðj- an ekki. Betra hefði verið fyrir alla aðila, að kveðjurnar hefðu venð lesnar upp en ekki fluttar af segulbandi, ekki sízt þar sem þeim sem sendu kveðjurnar var ekki kunnugt um, að þeir gætu á þennan hátt sent kveöjuna beint. Þessi óskalög, sem fólkið valdi í fyrrnefndum þætti, ættu að vera góð ábending til stjórnanda danslaga útvarpsins á sunnudags- kvöldum, um það, hvernig fólkið vill hafa danslögin. Má í því sambandi geta þess, að helming- ur óskalaganna fyrra sunnudags- kvöldið sem þau voru flutt, voru íslenzk dægurlög. „Rock“-æðið er nú komið hér á það hátt stig, að börn, sem koma í afmælisveizlur hvert til annars vilja ekki annað en „rock and roll“. Veit ég dæmi þessa. Væri það ekki athugandi fyrir útvarpið að flytja ekki þessa teg- und tónlistar, sem síður en svo er til menningarauka, fyrir ís- lenzka æsku. Mín tillaga er: „Burt með „rock“-ið úr útvarp- inu.“ Háskólastúdent. „tekinn upp“ og hvíslaði þá son- ur prests svörunum í eyra Stef- áns. Gengur þetta þolanlega, þangað til kemur að lögmálinu. Klerkur spyr: Hvar er lögmálið gefið út? — Á fjallinu fyrir ofan Bringu, svarar Stefán heldur en ekki hreykinn. — Ekki fylgir það sögunni, hver viðbrögð klerks hafi orðið, en liklega hefur hann rennt grun í, hvaðan svarið var komið. — En hvað um yðar stráka- pör? — Ja, það er ekkert á þeim að græða. — Það ætti ekki að saka að koma með eitt dæmi. — Ég man nú ekki eftir neinu skemmtilegu. Mér dettur einna helat í hug, þegar við hrekkjuð- um stúlkurnar á Hrafnagili. — Úr f jósinu var dálítill gangur með vindauga í loftinu. Þar hengdi ég stóreflis hrútshorn og miðaði það við brjóst stúlknanna. Ég vissi, að þær kveiktu á týruljósi, þeg- ar inn í ganginn kæmi, en mundu rekast fyrst á hornið. Það varð. Þegar þær komu inn í ganginn, hreyfðu þær við horninu sem lenti á þeim aftur og aftur í myrkrinu, svo að þær misstu eld- spýturnar og gátu ekki kveikt. Urðu þær nú skelkaðar og héldu, að einhver bölvaður draugurinn væri að dangla í þær. En þetta lagaðist, þegar þeim tókst að kveikja og ekki hlutust nein vandræði af. — Þetta var ósköp meinlaust, en um annað er á- stæðulaust að tala. — Er það satt, að þér hafið farið út í læknisfræði vegna fyr- irmæla frá látnum afa yðar? — Nei. En það hefur sennilega verið eitthvert læknisblóð í mér. Afi minn, Jónas Jónsson, var sjálfmenntaður læknir. Og pabbi var læknisfróður maður. Þó að afi færi aldrei í skóla, þótti hann ágætur læknir á sínum tíma, enda las hann þær bækur sem kennd- ar voru við læknadeild Hafnarhá- skóla. Ég á báðar kennslubæk- urnar ennþá. Er önnur dönsk, ea hin þýzk. Jón Finsen læknir á Akureyri útvegaði honum þær, a. m. k. er önnur þeirra áreið- anlega frá honum. Afi gamli hafði fullt læknisleyfi, skrifaði sína eigin lyfseðla og hvað eina. Þó held ég hann hafi aldrei setið yfir konum. f Eyjafirði var lærð yfirsetukona, Rósa Jónsdóttir. Framh. á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.