Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 26. febr. 1957 MOnCJJTSBLAÐlÐ 15 Baldur Möller: SKÁK NÚ í VIKUNNI lauk 27. Skák-1 þingi Reykjavíkur, sem staðið hefir undanfarinn rúman % mán- uð. Þátttakendur voru 58 og tefldu svo sem kunnugt er allir í einum flokki. Er það allnýstár- legt keppnisform og þá ekki síð- ur hitt, að biðskákir voru alveg bannfærðar. Á 5. klukkutímanum ef tir 40 leiki skyldi öllum skákum lokið, hvort sem þær yrðu 50 eða 100 leikir. Óneitanlega virðist þetta opna ævintýra-skák- mennsku leiðir, en þess varð þó tæplega vart að þessu sinni. Sigurvegari á Skákþinginu varð gestur mótsins, stórmeistar- inn Hermann Pilnik, sem tefldi hér all-mikið á s.l. vetri. Svo sem menn muna varð hann þá sigur- vegari á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur en gerði síðan jafnt tveggja skáka einvígi við Inga R. Jóhannsson, og.tapaði einvígi, sem frægt varð, fyrir Friðriki Ólafssyni með 5:1. — Skákmeist- ari Reykjavikur varð hins vegar Ingi R. Jóhannsson, sem náði 2. sæti í mótinu á eftir Pilnik, (sem fékk 9% vinning af 11) og háfði Ingi 8 vinninga, tapaði fyrir Pilnik og Guðmundi Aronsyni, en gerði 2 jafntefli. Næstir Inga, með TVí vinning hver urðu Guð- mundur Ágústsson, Bjarni Magn- ússon, Sveinn Kristinsson, Guð- mundur Aronsson og Áki Péturs- son. Eru þeir allir gamalkunnir skákmeistarar nema Guðmundur Aronsson, sem er nýliði. Hafði hann unnið sér rétt til þatttöku í 1. fl. og hefur nú samstundis flutzt upp í meistarafl. Verður mjög fróðlegt að fylgjast með skákferli hans á næstunni. Næstir þessum koma með 7 vinninga Þórir Ólafsson, Lárus Johnsen, Gunnar Ólafss., Reimar Sigurðs- son og Ólafur Magnússon en með- al þeirra sem þeim voru næstir með 6y2 vinning er Eggert Gilfer. Tapaði hann 2 síðustu skákum sínum, fyrir Pilnik og Áka, en var fram að því lengst af í efstu sætunum. Sótti Gilfer fullfast eftir vinningnum við Áka, með ákafa æskumannsins; átti jafn- teflið í hendi sér, en vildi ekki við því líta. Ingi R. Jóhannsson varð nú skákmeistari Reykjavíkur í 3. sinn á 4 árum og kemst þar með í hóp þeirra, sem oftast hafa unn- ið sigur í því móti. (Eru það Ás- mundur Ásgeirsson, Eggert Gilfer og Baldur Möller 4 sinnum hver, en Einar Þorvaldsson og Guðm. S. Guðmundsson 2 sinnum hvor. Einu sinni hafa sigrað þeir Þrá- inn Sigurðsson, Jón Guðmunds- son, Áki Pétursson, Magnús G. Jónsson, Guðmundur Ágústsson, Steingrímur Guðmundsson, Lár- us Johnsen og Benóný Benedikts- son). Ingi R. Jóhannsson er fæddur 5. des. 1936 og er því rúmlega tvítugur. Verður ekki annað sagt en að skákferill hans sé orð- inn furðu langur og sigrarnir margir, þegar aldur hans er virt- ur. Ingi tefldi í fyrsta sinn á skák móti í íslandsþinginu undir árs- lok 1949. Næstu ár vann hann sig upp flokk úr flokki og upp í meistaraflokk, með sigri í 1. flokki á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur 1952. í skákþingi Reykjavíkur, þá eftir áramótin, komst hann þegar í fremstu röð, með því að ná 3. sæti. Síðan komu sigrarnir á Reykjavíkurmótunum 1954 og 1955. 1954 tefldi Ingi sem 5. maður í landsliðinu á Olympíu mótinu í Amsterdam, og varð það eldskírn hans á alþjóðavett- vangi. Sumarið' 1955 tefldi Ingi á heimsmeistaramóti unglinga og tapaði aðeins einni skák, en gerði það mikið af jafnteflum að hann komst ekki í efri úrslitariðil, en varð í 2. sæti í B-riðli. Þegar að loknu unglingamótinu keppti Ingi í landsliðsflokki á Norðurlanda- mótinu í Osló og náði þar 3.—4. sæti með Axel Nielsen frá Dan- mörku. Tapaði Ingi sem fyrr að- eins einni skák, fyrir Bent Lar- sen í 1. umferð (og var það slysa- tap) en tefldi siðan mjög vel og var þetta mjög góður árangur hjá honum. Um haustið tefldi hann síðan í „Pilnik“-mótinu og varð jafn Guðmundi Pálmasyni % vinning á eftir Pilnik. Síðan tefldi Ingi einvígi við Pilnik. En um líkt leyti og Ingi lauk burt- faraprófi úr Verzlunarskólanum vorið 1956, sigraði hann í lands- liðskeppninni og varð þar með í 1. sinn íslandsmeistari. Síðar um sumarið tefldi hann ásamt Frey- steini Þorbergssyni á litlu skák- móti í Kaupmannahöfn, og brást þeim þar bogalistin. Á sl. hausti kom svo Olympíumótið í Moskvu, þar sem Ingi tefldi á 2. borði og svo nú Reykjavíkurmótið 1957. — Viðburðarík skákmannsævi þótt ekki sé aldurinn hár! — Við heimkomuna frá Moskvu hóf Ingi störf í Búnaðarbankanum hér í Reykjavík og teflir nú jafn- framt kappskák Morgunblaðsins við Akureyringa. Hér birtist ein skák Inga frá Reykjavíkurþinginu. Ekki galla- laus, en „spennandi". Hvítt: Guðmundur Ágústsson Svart: Ingi R. Jóhannsson Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. Rg-e2 dxe4 5. a3 Be7 6. Rxe4 Rf6 7. Re2-g3 Rc6 8. Bb5 Rxe4 9. Rxe4 Dd5 10. Dd3 Bd7 11. Be3 Í5 12. Rc3 Dxg2 13. 0-0-0 0-0-0 14. Hd-gl Df3 15. Dfl A B C D E — í fáum orðum sagt F G H Ingi R. Jóhaniissou. kóngssókn og ræður yfir hróka- línunum, en svartur hefir sitt sterka peðamiðborð. Eftir 30. leik lendir hvítur á villigötum, hann beitir mönnum sínum um of til sóknar og hamlar svo ekki á móti miðborðs-peðasókn svarís. Lausn á skákþraut LAUSN á skákþraut sl. laugar- dag: 1. Hf7—h7. hjúlp- ABCDEFGH Staðan eftir 15. leik hvíts. Rxd4 16. Bxd4 Bxb5 17. Rxb5 Hxd4 18. Rxd4 Df41 19. Kbl Dxd4 20. De2 Db6 21. Hg3 Bf6 22.Hb3 Dc6 23. Hel e5 24. Hdl a6 25. Hc3 De6 26. De3 Kb8 27. Dc5 Hc8 28. Hb3 He8 29. Db4 Dc6 30. Da5 De6 31. Hd5 f4 32. c4 e4 33. Db4 b6 34. Da4 e3 35. fxe3 fxe3 36. Hd6 De41 37. Ka2 Bd8 38. Hd4 De6 39. Dxa6 e2 40. Hb-d3 Bf6 41. Hd6 elD 42. Hxe6 Dxe6, gefið. Skákin er allvel tefld hjá báð- um. Peðvinningur svarts í 12. leik er tvíeggjaður og skiptamunsfórn in í 15.—17. leik eðlilegt fram- hald af honum. Staðan er þá nokkurn veginn í jafnvægi. Helzt það jafnvægi fram yfir 30. leik, þannig að hvítur hefir nokkra íbúðarhúsið brann — arbeiðni HINN 24. jan. sl. brann íbúðar- húsið að Hellu á Árskógsströnd til kaldra kola. Einnig brann þak af nýlegu fjósi og innviðir úr því ásamt nýjum mjaltavélum. Þak brann að hlöðu og hey, sem í henni var ónýttist að mestu. íbúðarhúsið var byggt árið 1931, en ný-standsett. Innan- stokksmunir skemmdust svo, þeir sem út var bjargað, að ónýtir mega teljast. Að Hellu býr Jóhannes Krist- jánsson ásamt fjölskyldu sinni og tók hann við búi af föður sinum fyrir um það bil fimm árum. Allir vita hvílíkt áfall það er þegar eldur grandar öllu i einni svipan, ekki sízt þegar svo stend- ur á sem hér, að stórt átak hefur verið gert til að bæta húsakost og búa í haginn fyrir íramtíðina og svo virðist sem örðugasti hjall- inn hafi verið klifinn, en verða síðan að horfa á öll sín verk ó- nýtast á svipstundu og standa eftir með tvær hendur tómar. Nokkrir skólabræður Jóhann- esar, frá Laugarvatni, veturna 1943—1946, og úr Samvinnuskól- anum, veturinn 1946—1947, hafa ákveðið að gangast fyrir almennri fjársöfnun til styrktar honum og fjölskyldu hans og heita á alla, sem leggja vilja lið, að láta eitt- hvað af hendi rakna hið fyrsta. Minnumst þess, að margt smátt gerir eitt stórt. Framlögum má koma til Erlings Hanssonar, ríkisbókhald- inu, Arnarhvoli, eða Jóns Sig- urðssonar, Búnaðarbankanum, 2. hæð, Hafnarstrætismegin. Framh. af bls. 6 Hafði hún siglt til Hafnar og lagt þar stund á fæðingarhjálp. — Þótti afi yðar skara fram úr á nokkru sérstöku sviði læknis- fræðinnar? — Ójá. Jónas þótti sérstaklega duglegur að lækna lungnabólgu. Það var mikið orð á því gert. — Og hver haldið þér, að á- stæðan hafi aðallega verið? — Ég geri ráð fyrir, að það hafi aðallega stafað af því, að hann hlustaði sjúklingana, en það var heldur fátítt á þessum árum. Gamli maðurinn gekk alltaf með hlustpípu á sér. Einnig notaði hann alltaf sóttvarnarlyf sem ekki var algengt í þá daga. Ann- ars var hann mjög fjölfróður maður og hið mesta karlmenni. Ég á þó nokkuð af bókum sem hann batt inn sjálfur. Og svo var hann líka syndur, bætir Jónas við. Og það var heldur sjaldgæft í hans tíð. Jónas Rafnar heldur áfram: — Ástæðan til þess að ég fór að fást við berkla var sú, að mér ofbauð, hve mikið var um þá. Fjögur systkini mín dóu úr þeim, og það var sama, hvert á land var litið: fólkið hrundi alls stað- ar niður framan af öldinni. Ég sneri mér því að dönsku berkla- hælunum, þegar ég kom út. og réðist að Kristnesi 1927, þegar hælið var stofnað. — Var nú ekki hryggilegt að horfa upp á þetta fyrst í stað og geta lítið gert fyrir sjúklingana? — Æjú, það var það náttúr- lega. Það kom fyrir, að sjúkling- arnir lifðu ekki sólarhringinn eftir að þeir komu á hælin. Þetta var ósköp erfitt, bætir Jónas læknir við og andvarpar. En svo ljómar andlitið aftur. Hann segir: — En tvö seinustu árin sem ég var á Kristnesi dó þar enginn úr berklum. Og fólk er að hætta að deyja úr berklum núna. Það eru berklarnir sem drepast í fólkinu. Það er allt sem hjálpast að — eftirlitið, lyfin og skurðað- gerðirnar. Það hafa orðið stór- kostlegar framfarir, einkum á síðustu 12 árum. ★ ★ Bifreiðir til solu Áhaldahús bæjarins hefur til sölu: Fordson ’45 Vz tonn, Renault ’45 1 tonn. Bifreiðarnar eru til sýnis í Áhaldahúsinu, Skúlatúni 1. Tilb. sé skilað fyrir kl. 12, mánudaginn 4. marz nk. Þilplötur 4”x9” PLAST EINANGRUN HF. AKUR Bergst. 12B, sími 3122. Jónas Rafnar staldraði ekki lengi við embættisstörf sin, enda er af mörgu að taka, þegar rætt er við hann. Áhugi hans á þjóð- legum fræðum er ódrepandi, enda stendur hann djúpum rótum í þeim jarðvegi. Hann sagði mér t.d. frá því, að sér hefði dottið það í hug fyrir 20 árum, að nauð- synlegt væri að teikna grunn- teikningar af öllum bæjum á landinu, eins og þeir voru, áður en þeim var breytt í timbur — eða steinbæi upp úr síðustu alda- mótum. Jónas segir, að þetta verði að gera, á meðan þeir menn eru á lífi sem muna eftir gömlu bæjunum. Það er því nauðsynlegt að bregða skjótt við, 1 tí að gamla fólkið er óðum að týna töl- unni. Og nú skulum við láta Jónas fá orðið. Hann segir: — Ég hef teiknað alla bæi framan Akureyrar. Aðallega hef ég stuðzt við úttektarbækur og nákvæma leiðbeiningu þeirra sem kunnir eru húsaskipan. Það er auðvitað orðið erfitt að ná til þeirra sumra, ég hef meira að segja orðið að leita til Ameríku. Þar býr eini núlifandi maðurinn sem man eftir Hvammi í Eyja- firði um 1880. Hann var 9 ára gamall, en man hvert smáatriði. Menn muna allt frá æskuárunum. — Þetta getur orðið merkileg menningarsöguleg heimild, þegar tímar líða. Unga fólkið þekkir ekki torfbæina lengur. — Ójá. En það er nauðsynlegt að hefjast handa sem fyrst. — En draugasögurnar og ... * — Ég hef alltaf haft mjög gam- an af þeim. Þetta er í blóðinu. Það er sérstaklega gaman að bera þjóðtrúna á okkar dögum saman við þjóðtrú fyrri alda. Hún er allt af að breytast. Hún breytist jafn- vel á örfáum áratugum. Þess vegna hef ég reynt að tímasetja sögurnar, eins rækilega og mér hefur verið unnt. Gamlar útþynnt ar sögur sem hafa breytzt í með- förum kynslóðanna eru yfirleitt lítils virði. Það er bezt að fá sögurnar frá sjónarvottum. — En sannleiksgildi sagnanna, hvað munduð þér segja um það? — Ja, það er ómögulegt að segja, menn eru svo misjafnlega upplagðir í sálinni. Ég efast ekki um, að það séu einhverjar skynj- unargáfur sem vakna undir viss- um kringumstæðum. En hitt er annað mál, hvað þarf til að vekja þær. — Þér eigið mikið safn orðið? — Ójá. Ég á orðið mikið safn sem verður ekki birt fyrr en eftir mörg ár. Ja, ég held ég eigi allar sögur um drauga og afturgöngur í Eyjafirði frá miðri 19. öld og til okkar tíma. Ég vona, að þær séu spegilmynd af þjóðtrúnni, eins og hún ’hefur verið á þess- um tíma. Já, sýni, hverju fólkið raunverulega trúði. Þessar sögur verða vafalaust allar orðnar breyttar eftir 20—30 ár. Og þá verður gaman að eiga frumsög- urnar. — Og hvernig hafið þér nú náð í þessar sögur, Jónas? — O, ég hef bara tekið sjónar- vottana og spurt þá. Ojájá. — M. Skrifstofuhusnæðí Óskað er eftir skrifstofuhúsnæði 70—80 ferm. að stærð í miðbænum eða nálægt honum. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Skrifstofa — 2107“ fyrir 1. marz. Bókhald og gjaldkerastarf Ungur maður vel menntaður getur fengið ábyrgðarstarf hjá góðu fyrirtæki. Enska og bókhaldsþekking nauðsyn- leg. Umsækjandi sendi blaðinu umsókn í lokuðu bréfi merkt: „Skrifstofustarf — 2108“ fyrir mánaðamót. Stúlka óskast strax Kjöfverzlunin Hrísateig 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.