Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 20
Veöriö Austan og noröaustan gola. — Léttskýjað. — 47. tbl. — Þriðjudagur 26. febrúar 1957 Kaupmannahafnarbréf bls. 11. X>etta er færeyski togarinn Skálaberg. Myndin er tekin af honum í gær hér I Reykjavíkurhöfn. Eigendur togarans keyptu í stríðs- lokin af íslendingum togarann Gylfa. Gekk útgerð hans vel hjá Fær- eyingum. Hann gerði þeim kleift að eignast þetta glæsilega skip, sem er systurskip brezka togarans Roderigo, sem fórst fyrir norðan Horn vegna ísingar í stórviðri. — Skálaberg veiðir nú í salt, hér við land. 25 norskum selveiðimönnum bjargað af sfrönduðu skipi Skip þeirra strandaði á Meðallandssandi. AÐFARANÓTT sunnudagsins björguðu bændur úr Meðal- landi og menn frá Kirkjubæjarklaustri 25 norskum sjómönn- um af selveiðiskipi frá Tromsö, sem strandaði á Slýjafjöru. Svo vel tókst björgunin að heita má að enginn skipsbrotsmanna hafi vökn- að í fæturna. Skipið er nú nokkuð tekið að brotna. Flugvél fórst í lendingu í gær vestur á Grundarfirði Varasjúkraflugvélin lenti í sjónum. IGÆRMORGUN urðu svo miklar skemmdir á varasjúkraflugvél Björns Pálssonar flugmanns, er henni hvolfdi í lendingu að ósennilegt er talið að hún muni tekin til viðgerðar. — Ásamt flugmanni voru tveir farþegar og sluppu mennirnir allir ómeiddir. Fyrirliði björgunarsveitar Slysa- varnafélagsins í Meðallandi, Sig- urgeir Jóhannsson í Bakkakoti, sagði blaðinu frá þessari björgun í símtali í gær. NEYÐARLJÓS Það var um klukkan 10,30, sem fregnin barst út um Meðalland, að skip væri strandað. Neyðar- Ijós frá því sáust og um líkt leyti var hringt frá Kirkjubæjar- klaustri. Um klukkan 11,30 voru Meðallandsbændur ferðbúnir á strandstað 23 saman. Ferðin gekk allsæmilega út á sandinn og á strandstaðinn. Var björgunarsveit in um eina klst. á leiðinni. Frá Kirkjubæjarklaustri komu 4 menn og var héraðslæknirinn meðal þeirra. 100 M FRÁ LANDI Hið norska selveiðiskip sem heitir Polar Quest frá Tromsö, er rúmlega 300 tonna skip.. Það strandaði allnærri landi og voru þá um 100 metrar út í það. Var það þá komið yfir allar grynn- ingar og boða. Brim var ekki mikið þessa nótt en nokkur kvika. BJÖRGUNIN Skipverjar strengdu björgunar- línuna, sem þeir náðu þegar í fyrsta skoti hátt upp í „vantinn" og í landi var strengt á línunni með bíl. Hófst svo björgun skip- brotsmanna sem gekk vel og greið lega, því stólinn var hátt yfir sjó. Lauk björgunarstarfinu um kl. 4 er skipstjóri selveiðiskipsins, aldraður maður, var dreginn í land. Var síðan haldið til bæja. Var strandmönnum skipt niður á bæina. í Bakkakoti, sem er tví- býli, voru teknir tíu — fimm á hvert f>ýli — sex fóru að Lang- holti, fjórir að Strönd og sex að Melhóli. Skipsbrotsmenn hafa síðan ver- ið fluttir til Víkur í Mýrdal. Hef- ur snjóbíll selflutt þá þangað og var búist við að hann færi til Víkur með þá síðustu I kvöld, þar á meðal skipstjórann. Skipstjórinn komst á sunnu- daginn út í skip sitt. Segir hann þilfar þess brotið, en skipið er tré skip, og einnig sé kjölur þess mjög laskaður. Telur hann sjálf- ur skipið ónýtt, þar sem það stendur nærri kjölrétt á hinum kvika sandi. Slýjafjöru. Skipið er allt fullt af sjó. í því er mjög mikið af olíu og öðrum vistum, því það var á leið til selveiða við Nýfundnaland, þar sem það ætlaði að vera 4 mánuði að veið- um. Polar Quest er nýlegt skip, byggt 1948. Sagði Sigurgeir að lokum, að væntanlegir væru aust- ur sérfræðingar í björgunarmál- um til þess að kanna möguleika á björgun skipsins og annað því viðkomandi. Skipstjórinn á skipinu telur á- stæðuna til þess aff skip hans strandaði vera straumþunga sem borið hafi skipið af leið, einnig áttavitaskekkja. olíustöðvanna. Fjárupphæð sú er olíufélögin skyldu greiða í flutningsgjald á olíunni er olíuskipið kom með var kringum 6 milljónir króna. — Til þess að ekki skyldi í of- análag bætast biðdagagjöld á olíuskipið sem eru um 150.00 kr. á dag, gengu bankarnir í að ann- Þetta gerðist vestur í Grundar- firði um kl. 11 í gærmorgun. — Hafði flugvélin verið tekin á leigu til þess að flytja þangað vestur tvo járniðnaðarmenn frá Landssmiðjunni. Björn Pálsson var ekki með flugvélina, þar eð hann var sjálfur í leiðangri á sjúkraflugvélinni. Var flugmað- ur Ragnar Kvaran, alvanur flug- maður og nú flugstjóri hjá Loft- leiðum. SJÓR — EKKI AUÐ FJARA Flugmaðurinn ætlaði að lenda í fjöruborðinu hjá Kirkjufelli. Orsök slyssins var missýning flugmannsins, er hann bjóst til lendingar. Það, sem hann hélt að væri autt fjöruborð reyndist vera undir sjó, er flugvélin settist. Var krap á sjónum. Flugvélin stakkst yfir sig og kom niður á bakið. Menn- irnir voru allir spenntir í stólum og sakaði þá ekki. Hengu þeir í öryggisólunum og vissu höfuð þeirra niður er flugvélin hafði staðnæmzt. FLAKIÐ FLÆDDI Sjórinn var þarna um 20 sm djúpur. Byrjað var að falla að Samningafunilir hefjast á ný Á LAUGARDAGXNN var, komu samninganefndir deiluaðila í sjó- mannaverkfallinu saman til fund ar með sáttasemjara. Á þeim fundi gerðist ekkert markvert. — Var svo fundarhlé þar til síðdegis í gær, að fundur hófst að nýju kl. 5. Kvöldmatarhlé var gert, en kl. 8,30 hófst sáttafundur að nýju og stóð hann enn yfir nokkru áður en blaðið fór í prent un. Er þetta lengsti samninga- fundurinn, sem fram hefur farið og fyrsti fyrirsjáanlegi nætur- fundurinn, frá því verkfallið hófst 19. þ. m. ast fyrirgreiðslu á farmgjalda- greiðslunni. Hóst afskipun farmsins á miðvikudaginn var. Var hér um að ræða benzín og húskyndingaolía, en hana nota bátar einnig sem eldsneyti. Fór olían í stöð Olíufélagsins í Örfir- og flæddi allhátt upp á flak flug- vélarinnar og m. a. fór hreyf- illinn á kaf í sjó. Þó nokkrar skemmdir urðu á flugvélinni, er henni hvolfdi, þó eru þær skemmdir, sem af sjóbaðinu hlut ust miklu alvarlegri og vegna þess er hæpið talið að gert verði við flugvélina. Skrokkur hennar er allur alúminium, sem sjór tær. ir mjög fljótt. Björn Pálsson kom sjálfur á flugvél sinni vestur þangað til að skoða flakið. Flutti hann með sér vélvirkja, sem athuga munu flugvélina, en henna var síð- degis í gær bjargað á land. Flugvél þessi er lítið eitt stærri en sjúkraflugvél Björns Páls- sonar, af sömu gerð og til hennar hefir hann gripið, þegar sjúkra- flugvélin hefir verið til viðgerð- ar. Er því þessi missir flugvél- arinnar mjög alvarlegt áfall fyrir öryggi sjúkraflugsins. Slík vél mun nú kosta kringUm 350.000 krónur. Hún var vátryggð. HÁTÍÐLEG ATHÖFN Gengu skátar frá skátaheim- ilinu og báru 60 blys fyrir fylk- ingunni, til kirkjunnar. Séra Guðmundur Guðmundsson, þjón- aði fyrir altari en predikun flutti Helgi S. Jónsson, skátaforingi Heiðabúa. STOFNUÐ HJÁLPARSVEIT Inga Árnadóttir, las upp í kirkjunni síðustu kveðjuorð Ba- den-Powells til stúlkna og Hösk- uldur Goði Karlsson, las upp síð- I ustu kveðjuorð hans til drengja. isey og stöð Skeljungs í Skerja- firði. Er lokið var við að losa skipið, var enn ógreiddur tollur í ríkissjóð af farmi þessum tæplega 3 milljónir króna. Tollstjóraembættið lét þá þegar setja farminn úr skipinu undir innsigli þar sem hann var í geym- um olíustöðvanna. í gær- kvöldi höfðu olíufélögin ekki enn getað innt toll- greiðslurnar af hendi og var olían því enn undir em- bættisinnsigli tollstjóra. Á fimmtudaginn kemur er olíu- skipið Hamrafell væntanlegt með fullfermi af olíu frá Rússlandi. Fundui boðuð- ur í hreiðri kommúnistu HIN fráfarandi kommvin- istastjórn Iðju hefur til- kynnt að aðalfundur félags- ins verði haldinn á mið- vikudagskvöld. Á þeim fundi á hún að skila félag- inu í hendur hinnar ný- kjörnu stjórnar lýðræðis- sinna. Það sem vekur þó mesta furðu í þessu sam- bandi er, að fundinn á að halda í Tjarnargötu 20, að- alhreiðri kommúnista- flokksins, en að öðru jöfnu hefur aðalfundur Iðju verið haldinn í Alþýðuhúsinu eða Iðnó. Skilja menn ekki hvað fyrir kommúnistum vakir með þessu, hvort þeir hafa í hyggju að streit- ast á móti vilja fólksins, eða hvort hér er aðeins um að ræða enn eitt velsæmis- brot þeirra, að þeir ætli að kveðja félagsmennina með grófustu móðgunum. í kirkjunni söng kór skátastúlkna. Að messu lokinni komu skátarn- ir saman á varðeldi skammt frá kirkjunni og var þar stofnuð blóð gjafa- og hjálparsveit Heiðabúa — Ingvar. Friðrik vonn FRIÐRIK ÓLAFSSON vann glæsilegan sigur s.l. sunnudag, er hann keppti í úrslitum á hrað- skákmóti Reykjavíkur. Höfðu 16 menn unnið sér rétt til keppni í úrslitum og í úrslitakeppnina bættist stórmeistarinn Hermann Pilnik. Friðrik vann alla sína keppinauta og þar með titilinn hraðskákmeistari Reykjavíkur. Úrslitin urðu sem hér segir: 1. Friðrik Ólafsson 16 vinninga; 2. Ingi R. Jóhannsson 13 %; 3. Gunnar Ólafsson 13; 4. Pilnik 12; 5. Lárus Johnsen 11%; 6. Sveinn Kristinsson 10%; 7. Benóný Benónýsson 9%; 8.—9. Ásgeir Þór Ásgeirsson og Jón Þorsteins- son 9; 10. Guðm. Ágústsson 8% vinning. Þeir sem unnu Pilnik voru auk Friðriks þeir Ingi R., Gunn- ar og Sveinn. Voðaskot BREIÐDALSVÍK, 23. febrúar. —• Það slys vildi til í fyrradag, að bóndinn í Streiti í Breiðdal, slas- aðist. Slysið varð með þeim hætti að skot úr haglabyssu hljóp í hægri hendi bóndans. Héraðslæknirinn gerði fyrst að sárinu, en sendi síðan hinn slas- aða mann í sjúkrahús Neskaup- staðar. í gær var óttazt að hann myndi missa tvo fingur af völd- um áverkans. —Fréttar. 12000 tonna benzín- og olíu- farmur undir tollinnsigli Olíufélögín geta ekki greitt 3 millj. í tolla JjEGAR NORSKA olíuskipið Julian, sem er 12000 tonna skip, kom hingað til lands í byrjun fyrri viku, gat ekk- ert olíufélaganna hér í landinu borgað flutningsgjaldið fyrir olíuna né heldur tolla. I gær voru tollar enn ógreiddir, en farmur skipsins er nú undir innsigli tollstjóra í geymum Skátar í Keflavík stofna blóðgjafa- og hjálparsveit Keflavík, 25. febr.: QÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld, minntust skátar hér í Keflavík ^ 50 ára afmælis skátahreyfingarinnar og aldarafmælis skáta- írömuðarins, Roberts Baden-Powells, með guðsþjónustu í kirkjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.