Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. febr. 1957 MORGUNBLATnn 11 Stlfni Breta gerir friverzlunar svædid óaðgengilegt Kaupmannahafnarbréf: Eftir Pál Eru Dcmir lilneyddir að gerasl aðilar að lollabaradalctgi Evrópn ? Kaupmhöfn í febr. 1957. í DANMÖRKU er mikið um það rætt, hvaða afstöðu Danir skuli taka til áformanna um sameig- inlegan markað í Vestur-Evrópu. Allir lýðræðisflokkarnir eru hlynntir sjálfri hugmyndinni um sameiginlegan Vestur-Evrópu- markað. Þegar málið var rætt fyrir skömmu í Þjóðþinginu voru aðeins „fulltrúar rússneska flokksins“, eins og „Information" komst að orði, á öðru máli. Aksel Larsen vildi heldur auká við- skiptin við Rússland. Ef Danir hefðu keypt 300.000 smálestir af olíu í Rússlandi eins og gert er ráð fyrir í dansk-rússneska við- skiptasamningnum, þá hefði ekki verið nauðsynlegt að skammta olíu í Danmörku eftir lokun Súez skurðarins, sagði formaöur komm únistaflokksins. H. C. Hansen forsætis- og ut- anríkisráðherra svaraði: „Rússar gátu ekki selt okkur olíuna, þeg- ar við þurftum á henni að halda“. Umræðurnar um þátttöku Dana í aukinni viðskiptasam- vinnu í Vestur-Evrópu snúast fyrst og fremst um það, hvort þeir eigi að ganga í tollabanda- lag „Litlu Evrópu“-landanna, nefnilega Frakklands, Ítalíu, Vestur-Þýzkalands og Benelúx- landanna þriggja, eða gerast að- ilar að fríverzlunarsvæðinu, sem Bretar reyna að skapa. Hugmynd Breta er sem kunnugt er sú, að „Litlu Evrópu“-löndin 6 og hin 11 löndin, sem standa aS OEEC (Efnahagssamvinnustofnun Evrópu) gerist aðilar að frí- verzlunarsvæðinu. Búizt er við, að 5 af þessum löndum, nefnilega íslandi, Grikklandi, írlandi, Portúgal og Tyrk- landi, veitist erfitt vegna efnahagslegra örðugleika að standast samkeppni af hálfu hinna landanna á fríverzlun- arsvæðinu. Á því sérstök nefnd að athuga möguleikana fyrir þátttpku þess:ira 5 landa. Tollabandalag „Litlu Evrópu“ er lengst á veg komið. Gert er ráð fyrir, að samningurinn um það verði undirskrifaður um miðjan næsta mánuð og að hann gangi í gildi á næsta ári. TOLLAR LANDBÚNAÐAR- AFURÐA „Litlu Evrópu"-ríkin sex ætla sem kunnugt er að afnema smám saman á 15 árum alla tolla og önnur viðskiptahöft sín á milli. Hugmyndin er sú, að toll- og haftafrelsið innan tollabandalags ins nái einnig til landbúnaðar- afurða, þó með vissum takmörk- unum. Út á við ætla þessi lönd að hafa sameiginlega tolla. Er ekki að ná til landbúnaðar- og sjávarafurða. Og aðilar fríverzl- unarsvæðisins eiga ekki að hafa sameiginlega tolla út á við. Hin fyrirhuguðu ákvæði um landbúnaðarvörur gera að verk- um, að margir talsmenn danskra bænda þ. á. m. formaður Land- búnaðarráðsins telja nauðsynlegt. að Danir gerist aðilar að tolla- bandalagi „Liltu Evrópu". Thor- kil Kristensen, fyrv. fjármálaráð- herra lét nýlega sömu skoðun í ljós. „Litlu Evrópu“-löndin keyptu í fyrra danskar landbúnaðarvör- ur fyrir 1.400 milljónir kr. eða þriðjung allra útfluttra danskra landbúnaðarafurða miðað við verðmæti. DYRNAR OPNAR FYRIR DANl Gangi Danir ekki í tollabanda lagið, má búast við, að þeir missi hinn þýðingarmikla markað, sem þeir hafa fyrir landbúnaðaraf- urðir í „Litlu Evrópu“-löndunum. Þær rekast þá á háa tillmúra. Við það bætist, að Holland, hætíuleg- asti keppinautur Dana á þessum markaði, er aðili bandalagsins og nýtur því þar langtum betri kjara en Danir. Dönum hefur ekki verið ljóst, hvort þeim stæði aðild að tollabandalaginu til boða. En þegar Jens Otto Krag, efna hagsmálaráðherra Dana, hitti Spaak, forsætisráðherra Belg- íu, á nýafstöðnum ráðherra- fundi OEEC-landanna í París, sagði Spaak, að dyrnar stæðu Dönum opnar. Þegar Krag kom heim og sagði frá þcssu, bar vinstri- flokkurinn fram kröfu þess efnis, að Danir tilkynni þegar í stað þátttöku sína í undir- búningi undir tollabandalagið, tii þess að geta haft áhrif á stofnákvæði þess. íhaldsmenn vilja kynnast öll- um málavöxtum nánar áður en þeir taka afstöðu til málsins.Ýmis atriði í tollabandalagssamningn- um eru ennþá ókunn. Og að svo stöddu veit enginn, hvernig frí- verzlunarsvæðið verður úr garði gert, ef það kemst á laggirnar. AFSTAÐA H. C. HANSENS Skömmu fyrir ráðherrafund OEEC-landanna í París fóru um- ræður fram í Þjóðþinginu um af stöðu Dana til sameiginlegs Vestur-Evrópumarkaðar. H. C Hansen tók þar til máls og lét Bækistöð efnahags-samvinnustofnunarinnar OEEC er í þessari gömul höll í Parísarborg. Þar hafa staðið yfir miklar ráðstefn- ur að undanförnu um tollabandalag Evrópu. á sér skilja, að honum þyki mjög varhugavert, að Danir ger- ist aðilar að collabandalagi Litlu Evrópu“. Danmörk gæti þá ekki verið áfram lágtollaland, sagði forsætisráðherrann, og gæti ekki tekið þátt í hinu fyrirhugaða tollabandalagi Norðurlanda. H. C. Hansen benti á, að tolla- bandalag „Litlu Evrópu“ miði að því að skapa meira en sameigin- legan vörumarkað. Þarna sé líka um sameiginlegan vinnumarkað að ræða. Það eigi einnig að sam- ræma félagsmálalöggjöf aðildar- landanna og skapa nána sam- vinnu þeirra á milli á fjármála- sviðinu. Thorkil Kristensen sagði seinna, að H. C. Hansen sé auð- sjáanlega hræddur við sameigin- legan vinnumarkað. Hann óttist, að t.d. láglaunaðir suður-ítalskir verkamenn kynnu að leita at- vinnu í Danmörku, og að það mundi hafa óheppileg áhrif á kaupgjald danskra verkamanna. H. C. Hansen virtist frekar hallast að því, að Danir gerist aðilar að fríverzlunarsvæðinu, ef það verði hægt með viðunandi kjörum. Stjómarblaðið „Socialdemo- kraten" bendir á, að OEEC-lönd- in kaupa nálega 80% af útflutn- ingsvörum Dana og að 75% af vöruinnflutningi Dana kemur frá þessum löndum. Það er því mjög varhugavert fyrir Dani . segir blaðið, að standa utan við frí- verzlunarsvæði, sem OEEC-lönd- in kunna að stofna sín á milli. En það er sá hængur á áform- unum um fríverzlunarsvæðið, að toll- og haftafrelsið innan svæð- isins nær ekki til landbúnaðar- og sjávarafurða, ef tillögur Breta verða samþykktar. Þetta getur önnur eins landbúnaðar- þjóð og Danir ekki sætt sig við. Ef við gerðumst aðilar að þessum samtökum með þeirn skilyrðum, sem Bretar vilja Framh á bls. 19 Anker Kirkehy ritstjóri Jens Otto Krag efnahagsmála- ráðherra Dana hefur rætt um aðild Dana að tollabandalaginu. búizt við, að þau leggi 15—20% toll á landbúnaðarvörur. Innan hins fyrirhugaða friverzl unarsvæðis OEEC-landanna á líka að afnema tolla og önnur viðskiptahöft, en toll- og hafta- frelsið á samlcvæmt tillögu Breta Þá er fallinn í valinn einhver sérstæðasti og glæsilegasti per- sónuleiki aldarinnar í norænni blaðamannastétt, Anker Kirke- by, ritstjóri. Hann lézt á 73. ald- ursári í Fredriksenspítala, úr heilablæðingu, 27. f.m. Útför hans var gerð frá Fred- riksborgarkirkju 1. þ.m., — ó- venju fjölmenn og virðuleg at- höfn, framkvæmd án aðstoðar prestvígðra manna. Var þó Kirke by manna bezt kristinn, en það var bjargföst sannfæring hans, að enginn gæti, með skólagöngu og prófum, öðlast einkarétt á með- algöngu guðs og manna, — þann möguleika yrðu menn að ávinna sér með breytni sinni, annað væri móðgun við hlið eilífa. Hann vildi að hver og einn sýndi trú sína í verki, og að þeir væru guði þóknanlegastir, sem væru Ijúfir og fórnfúsir í samskiptum sínum við munaðarleysingja, dýr og utangarðsfólk þjóðfélagsins. Og þessum grundvallarsjónar- miðum trúar sinnar brást hann aldrei. Auk samstarfsfólks, ættingja, vina og fulltrúa ýmissa menn- ingarstofnana og stéttarfélaga í Skandinavíu fylgdu honum líka hinzta spölinn sjúkir, lamaðir og hælislausir samborgarar hans, sem hann hafði á margan hátt verið málsvari fyrir í hálfa öld. Ankar Kirkeby var jótskur kaupmannssonur, alinn upp við mikið ástríki og ungur settur til mennta. Hann var hamingjubarn borgaralegra lífskjara, og fram- tíðin brosti við honum með birtu og yl til allra átta. Að loknu stúdentsprófi í Árósum 1902 inn- ritaðist hann í læknadeild Hafn- arháskóla með þeim ásetningi að verða trúboðslæknir, — en hon- um féllu ekki þau vísindi, og það var margt, sem glapti. Vorið 1904 fær hann inngöngu í leiklistar- skóla Konungl. leikhússins og gat sér þar skjótt fremdarorð kennara sinna, sem efnilegur nemandi, verðandi mikálhæfur leikari. En það átti þó ekki fyrir honum að liggja. í honum voru sífeld umbrot og vonadraumar um það, að geta lagt hönd á plóg- inn við að „ryðja menningunni braut inn í hjarta mannsins", eins og hann komst síðar að orði. Og leikhúsið var ekki rétti vett- vangurinn. Loftið þar fannst hon- um lævi blandið og viðfangsefn- in úrelt og utangátta við hlið lit- ríka, blæbrigðaríka og róstu- sama mannslíf, sem leiksviðinu var ætlað að túlka. Um viðhorf sín til þessara mála ritaði hann nokkrar hressilegar blaðagrein- ar, er ýttu ögn við aldarhættin- um. — Síðan hvarf hann úr landi og settist um tíma að í Noregi. Kynntist hann þar Björnstjerne Björnsson og Friðþjóf Nansen og varðveitti áhrif þeirra viðkynna til æviloka. Hér hóf hann og sinn langa blaðamennskuferil sem starfsmað ur við „Orebladet", og taldi, að Norðmönnum væri ekki vandara að notast við danskan blaða- mann en danskan prins fyrir kóng! Frá Noregi hélt hann svo til Parísar, varð lífið og sálin í norrænu listamannanýlendunni þar, heimsótti oft Björnsson og hafði ofanaf fyrir sér með því að skrifa greinar um óskildustu efni fyrir ýms blöð á Norður- löndum. Henrik Cavling var þá orðinn aðalritstjóri Politiken. Hann var um marga hluti á undan sinni samtíð, og er af ýmsum talinn upphafsmaður og leiðarljós skandinavískrar nútímapressu. Á gamals aldri taldi hann gæfu sína því að þakka, að hann hefði allt- af verið heppinn í vali ungra samstarfsmanna. (Það var sagt, að hann þefaði af mönnum og finndi það á lyktinni, hvort um blaðamannaefni væri að ræða). En hann þurfti ekki að þefa af Anker Kirkeby, — greinar hans báru hæfileikum hans svo aug- Ijóst vitni, að Cavling skrifaði honum línu og bauð honum stöðu við blað sitt. Tók hann boðinu fegins hendi og upp frá því naut Politiken óskiptra krafta hans meðan dagar entust, — að þrem vikum undanskildum, — og nafn hans var ævinlega trygging fyrir skilmerkilegri frétt,eða læsilegri grein, því að hann kunni manna bezt að tala samtímis til tilfinn- inga og skynsemi lesenda sinna. Fyrstu tvo áratugina í þjón- ustu Cavling dvaldi hann oft langdvölum erlendis við frétta- öflun. Hann var hinn „fljúgandi sendifulltrúi" blaðsins, áður en raunhæfar flugsamgöngur hóf- ust, alltaf fyrstur þangað, sem eitthvað gerðist, og innstur við eldana, er skírastir brunnu. Hann var m.a. fréttaritari í Balkan- styrjöldinni 1912, inni á vígvöll- um heimsstyrjaldarinnar fyrri, fylgdist með aðgerðum í rússn- esku byltingunni 1917, viðstadd- ur friðarsamningana í Versölum, stofnun Þjóðabandalagsins og skaut svo upp á meðal kúreka vestur við Klettafjöll, hjá Negr- um á bómullarekrum Suðurríkj- anna, viðlátinn þjóðdansasýn- ingu í Færeyjum, gisti samyrkju- bændur í Kákasus, las blóm í Getsemanegarðinum og tók. virk- an þátt í mannúðarmálastarf- semi Friðþjófs Nansens á árun- um eftir gamla stríðið — og við hvaða málefni, sem hann hreyfði var hann alltaf „þinn sami ein- lægur" Anker Kirkeby með vona bjarmann skæra, og lífstregans þunga undirtón í hverjum penna- drætti. Er á æivina leið skrifaði Ank- er Kirkeby mikið um dönsk menningarmál, fór þar ótroðnar slóðir. Gerðist hann frumkvöðull margra nýmæla, gekkst t.d. fyr- ir stofnun danska Talplötusafns- ins, og átti hugmyndina að því, ruddi Farfuglahreýfingunni braut í Danmörku, friðaði staði, er geymdu sögulegar minjar, safnaði heimildarritum og skrif- aði um líf og starf rithöfunda, stofnaði til útgáfu á mannbætandi lestrarefni fyrir börn, — og allt- af jafn hugkvæmur og laginn að vinna hugmyndum sínum fylgi, Sem dæmi um það, hvað hana gat færst í fang, þá taldi hann sig hafa fundið legstað Hamlets og lét reisa þar mikinn bauta- stein, sem þúsundir útlendinga komu árlega til að sjá, og sann- færast um tilveru og leiðarlok þessa sögufræga prins! Réttlátari heimur, samábyrgS hinna sterku og hamingjuheppnu til hjápar veikum og lánlitlum, voru honum hugstæðast allra mála, og þess vegna fjölmenntu fulltrúar þeirrar stéttar við jarð- arför hans. Einn þáttur í líknar- málabaráttu Ankers Kirkeby var „jólafögnuður hinna jóla- snauðu", sem Politiken hefur gengist fyrir um áratugi, — en þá er öllum einstæðingum Kaup- mannahafnar smalað til dýrð- legrar veizlu, gefnar gjafir og þeiílktasta listafólk þjóðarinnar skemmtir gestum. Hefur það lengi þótt hin mesta viðurkenn- ing á hæfileikum listafólks að fá að koma ókeypis fram við þessi árlegu hátíðarhöld. Síðasta stórmálið, sem Kirke- by fylgdi fram til sigurs var stofn un blaðaminjasafns — Dansk Pressemuseum. Óx það að virð- ing og góðum gripum undir hans forsjá, meðan kraftar hans ent- ust. Hliðstæð söfn hafa nú verið stofnuð í Svíþjóð og Noregi, og nutu bæði aðstoðar hans á marga lund. (Ættum við ekki að koma okkur líka upp svona safni?) Og sannarlega er það skemmtileg til- viljun — ef það er tilviljun — að nú hefur verið stofnuð kennsludeild í blaðamennsku við Árósaháskóla — í fæðingarbæ Ankers Kirkeby.------- Með honum er genginn góður maður og athafnasamur, maður, sem ávallt var reiðubúinn að vinna góðum málstað brautar- gengi, maður, sem trúði því, að riki friðar og réttlætis væri í nánd, og senn mundi upprísa einn farsæll og hamingjuríkur mann- heimur. — S. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.