Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 12
12 MORCV1VBLAÐ1Ð í>riðjudagur 26. febr. 1957 IsL knattspyrnumenn verðu nð nukn æiingur sínur — og hætto hjakki í sama farinu KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS boðaði á sunnudaginn til íundar með öllum þeim er láta sig skipta málefni knatt- spyrnunnar. Var fundur þessi mjög jákvæður, að öðru leyti en því að helzt til fáir af sjálfum knattspyrnumönnunum voru mætt- U' En fundur þessi var fyrsti liðurinn í undirbúningi landsleik- anna í sumar og má segja að hann marki tímamót í knattspyrn- unni. Yfirstjóm knattspyrnumálanna hefur ekki áður boðað til slíkra funda. Þarna voru menn hvattir til aukins starfs og til að rifa knattspyrnuna upp úr sléni og kyrrstöðu og koma henni til jafns við það, sem meðal annarra þjóða gerist. Samtímis fengu menn fræðslu um þjálfun og fleira. Ragnar Lámsson stjómaði fundinum, og kvað það ætlun KSÍ að efna til slíkra funda víða og meðal mismunandi hópa, ef vel tækist í byrjun. Björgvin Schram form. KSI flutti síðan ávarp og var það mikii og góð eggjunarræða. Björgvin sagði þennan firnd haldinn í þrennum tilgangi: 1. Það væri tilraun til að ná til sem flestra er að knatt- spyrnumálum ynnu og ráðg- ast við þá um hin stóru verit- efni sem framundan eru. 2. Að gefa sem flestum kost á að hlýða á reynda menn fjalla um ákveðin málefni, t. d. æf- . ingamálin. 3. Hér ætti að vera tJfckifæri til að koma ábendíngu til stjóm- arinnar. Málefni knattspym- unnar væru ekkert einkamál stjórnar Í.S.Í. Betur sjá augu en auga. Björgvin kvað ekki laust við að nokkurs glimuskjálfta gætti er til sumarsins væri litið, og hjá ýmsum vaknaði sú spuming hvort of mikil dirfzka hafi ráðið er leikáætlun var gerð fram í tímann, — 6 landsleikir í sumar og 3 á næstu tveim árum. Björg- vin kvaðst fuilviss um að stjóm K.S.Í. hefði gert rétt. Það þýðir ekki að bíða eftir því liði, sem er öruggur sigurvegari. Spurn- ingin er aðeins hve.mig getum við undirbúið okkur sem bezt. Það er ekki hlutverlc landsliðsins eins. Við verðum allir að leggjast á eitt, taka höndum saman um tryggja vel sóttar æfingar og árangursríkar. Undirstaðan verð- ur að vera traust. Björgvin kvað 24 Beykvík- inga hafa verið valda til sér- stakra æfinga. Væri þar um að ræða viðbótaxæfingar 2 í viku en gert væri ráð fyrir að þeir eftir sem áður æfðu með félögum sínum 2—3 i viku. Baunverulega þyrftu menn að æfa dag/ega, og ef knattspyrnumenn vildu, þá gætu þeir gert þetta ár glæsi legasta árið i sögu ísl. knatt- spyrr.u. En til þess þarf að breyta nm vinnnbrögð, Ieggja meira að sér en nokkrn sinni stnnda reglnsemi og ver- Viljafastnr og ástundunarsam ur. Hann skoraði á alla ís’ knattspyrnumenn að taka n upp daglegar æfingar. P: vseri dagskipan frá KSÍ byrja strax. l»að er eina voni til árangurs og til að mínn> það bil sem er á milli ge isl. knattspyrnumauna og e lendra leikbræðra þeirra. Við skulum ekki áfr: hjakka í sama farinu, héi. Björgvin áfram. Við skulum byggja npp sterkari og iljótari lið. Það verður aðeins gert með því að leggja meira að sér en áður. Takmarkio er: jafngóð eða betri ísl. lið en erlendis. Æfingarnar verða að takast alvarlega. Hætta verður að eyða tímanum til einskis. Það er eitt að mæta á æfingum og annað að nota æfiagarnar til hins ýtrasta. Við skulum gera hæfni knattsp.manna að ísl. þjóðar- stolti. Efniviðurinn er til. — Unglingarnir eru sólgnir i knattspyrnu. Möguleikar eru fyrir skjótum árangri, ef rétt er að farið, en það kostar vinnu, vinnu og aftur vinnu. Það á að vera skráð skýru letri í huga hvers og eins, að vinna. Knattspyrnnsambandið hef- ur með talsverðri vinnu skap- að góð verkefni. Nú er það ykkar að sýna hvort þið eruð hæfir til að risa undir verk- efnunum? Þið standið og fall- ið með þessari prófraun, þið sem nú eruð á keppnisaldri. Ef illa fer verður að hopa um stund og ala upp nýja menn. Það yrði hlé um skeið en upp tekin þjálfun ung/inga-lands- liða, og það er reyndar merki- legt mál, sem þegar er í rann- sókn og undirbúningi. Síðan talaði Karl Guðmunds- son um þjálfun knattspyrnu- manna og Benedikt Jakobsson um gildi þjálfunar. Var það merkilegt erindi og verður í heild birt hér á síðunni síðar. Of gáfaðir til þess að faka tilsogn ? AFUNDI þeim sem Knattspyrnusambandið boðaði til á sunnu- dag, ræddi Albert Guðmundsson nokkuð um belgiska og franska knattspyrnu, en liðum þeirra landa á ísl. landsliðið að mæta í júní. Það var fróðlegt að heyra hinn reynda atvinnumann segja frá ýmsu um knattspyrnu í þessum löndum. Albert sagði að belgiska liðið horfa á leiki skóladrengja, og þeir í Hamrahlíðinni voru á sunnudaginn, er Stefánsmótið fór fram mörg hundruð manns. Hún er hressandi útivistin í góðri skíða- brekku og ættu menn að noífæra sér hana meðan aðstæður leyfa. Steiónsmótið sl snnnodag væri þekkt fyrir það að vera lið, sem vildi vinna, og berðist af hörku til síðustu mínútu ef því væri að skipta. Belgíumenn eru góðir knattspyrnumenn, fljótir og harðir í horn að taka, fara eins langt og þeir mega, en ekki lengra. Þegar íslenzka liðið mætir franska landsliðinu, verða fs- lendingar að hafa það í huga, að þeir eru að mæta mönnum, sem aldir hafa verið upp frá bernzku í knattspyrnu. Það eru menn, sem haldið hafa velli í harðri bar- áttu fjölda manna um að komast á góð laun fyrir knattspyrnu. Knattspyrnan í Frakklandi er þannig, að Knattspyrnusamband- ið hefir sérstaka útsendara, sem efnilegustu eru gripnir. Síðan eru þeir látnir í ýms félög, sem starfa eingöngu fyrir sérstaka aldurs- flokka. 14 ára erú þeir í einu félaginu og fara 15 ára til annars og svo koll af kolli. Þegar dreng- irnir eru 17 til 18 ára, reyna at- vinnufélögin að „binda þá“. Þeir komast á samning, en fá kannske ekki að leika í kappleik í mörg ár. Félögin „eiga þá“ eins og fé í sparisjóðsbók. Piltarnir eru undir ströngu eftirliti og í strangri þjálfun. Sumir þeirra komast svo í B-lið, þá er enn hert á eftir- litinu og þjálfuninni. Þeir vita aldrei hvenær kallið kemur um að mæta til leiks. Alltaf í topp- þjálfun, en fá sjaldan eða aldrei Framh. á bls. 13. I DÁSAMLEGU vetrarveðri, sól- skini og dálitlu frosti, veðri sem sjaldgæft er að fá á þessum árs- tima, fór fyrsta opinbera skíða- mót ársins fram í Hamrahlíðinni á suimudaginn. Var keppt í svigi í öllum flokkum. Brautin var mjög skemmtileg, 56 hlið og þótti keppendum ánægjulegt að hægt var að fá svo góða brekltu í Hamrahlíð- inni fyrst ófært var í skíðaskál- ana. Áhorfendur vonx 7—8000. Úrslit urðu: 55.3 A-flokkur karla: 1. Stefán Kristjánsson Á 55.5 = 110.8 sek. 2. Ólafur Nílsson KR 56.0 — 55.7 = 111.7 sek. 3. Ásgeir Eyjólfsson 56.5 — 55.6 = 112.1 sek. Sigurvegarinn frá í fyrra og hitteðfyrra. Úlfar Skæringsson, varð í 4. sæti. B-flokkur karla: Elías Hergeirsson Á 29.6 — 29.8 = 59.4 sek. Halldór Sigfússon Á 33.5 — 35.4 = 68.9 sek. Jóhann Magnússon Á 43.5 — 34.4 = 77.9 sek. 2. 3. C-flokkur karla 2. Kristján Jónsson SSH 31.5 — 31.0 = 62.5 sek. 3. Björn Steffensen KR 31.6 — 31.8 = 63.4 sek. Kvennaflokkur 1. Amheiður Ámadóttir Á 27.8 — 28.7 = 56.5 sek. 2. Karólína Guðmundsdóttir KR 29.6 — 29.1 = 58.7 sek. 3. Ásthildur Eyjólfsdóttir Á 29.5 — 29.7 = 59.2 sek. Þetta er í fyrsta sinn sem Stefán sigrar á þessu móti. Sig- urvegarinn frá tveim síðustu Stefánsmótum, Úlfar Skærings- son var í 4. sæti Mikla athygli vakti hinn 19 ára Ólafur Nilsson. f kvöld: Menntaskóla- nemar keppa við vornarliðsmenn í KVÖLD kl. 8,30 efnir íþrótta- félag Menntaskólans í Reykjavík til tveggja leikja í körfuknattleik að Hálogalandi. Hefur það boðið 1. Þorbergur Eysteinsson ÍR 30.0 tveimur bandarískum liðum af 30.1 = 60.1 sek. Skíðaganga í sama formi og norrœna sundkeppnin Canga á 4 km. leið því orðið til að glæða áhuga á íþróttinni og gera hana almenn- ari en hún er nú. — Job. Keflavíkurflugvelli til leiks. Munu þau leika við lið Mennta- skólanema og lið íþróttafélags stúdenta. Menntaskólanemar vilja með þessu heiðra leikfimikennara sinn, Valdimar Sveinbjörnsson, en hann kynnti fyrstur manna íþrótt þessa hérlendis. Hún var þá að vísu í annarri mynd, en nú tíðkast, og að nokkru leyti kæfð í fæðingu sökum eríiðra að- stæðna. Má óefað búast við góðum og fjörugum leikum. Akureyri, 25. febrúar. Á. BLADAMANNAFUNDI hér í ;ær skýrði formaður skíðasam- ands íslands, Hermann Stefáns- :n, frá því, að stjóm sambands- is hefði ákveðið að koma á fót ndsgöngu á skíðum er hefjast undi samtímis um allt land mnudaginn þriðja marz og anda yfir til aprílloka. Er fyrirkomulag landsgöngunn sniðið eftir norrænu sund- ppninni, þannig að sá bær eða rað á landinu sem hæsta hlut- allstölu fær af þátttakendum vinnur keppnina og hlýtur verð- launabikar. íþróttafulltrúi ákveð ur íbúatölu hvers héraðs og verð- ur reynt að komast sem næst því, hve margir dveljast í héraðinu meðan á keppninni stendur. Verð ur skólafólk og vermenn t.d. tald- ir til dvalarhéraðs, en ekki heima héraðs í keppninni. Gangan er 4 km. og skiptir engu hve lengi menn eru að kom ast þá vegalengd, en heimilt er fólki á hvaða aldri sem er, að taka þátt í henni jafnt körlum sem konum. Gert er ráð fyrir að landsgang an verði opnuð á hverjum stað með nokkurri viðhöfn og ein- hver fyrirmaður í íþróttahreyf- ingunni eða öðrum félagsmálum opni gönguna með þátttöku sinni. Skíðaráð eða stjóm héraðssam- banda annast framkvæmdina á hverjum stað. Gefin verða út 10 króna merki er seld verða til að bera uppi kostnaðinn við fram- kvæmd landsgöngunnar og ber stjórnendum á hverjum stað að panta þau frá íþróttafulltrúa rík- isins. Stjórn Skíðasambands ís- lands gerir sér vonir um að þátt- taka verði mikil í göngunni, að margir sem lagt hafa skíði sín af- síðis taki þau nú fram, dusti af þeim rykið og taki þátt í göng- unni til að halda uppi skíða- heiðri héraðs síns. Geti gangan ÍR vann Val með 18:16 — og Víkingur vann sinn fyrsta sigur 10. UEIKKVÖLD íslandsmóts- ins í handknattleik var á sunnudaginn, og var það hið skemmtilegasta til þessa, Þrír hörkuleikir tvisýnir til síðustn minútu. í 3. fl. karla vann ÍR Þrótt með 12:9 eftir vel leikinn leik af beggja hálfu, að undanskildu nokkru fumi hjá báðum vegna hinna tvísýnu úrslita. Víkingur vann Þrótt í meistara- flokki eftir mjög jafnan og tví- sýnan leik með 18 gegn 17. Er þetta fyrsti sigur Víkinga í nær tvö ár. Mestan þátt í þeim sigri átti Sigurður Jónsson. Þá mættust Valur og ÍR, sem telja verður tvö af sigurstrang- legustu félögum mótsins. Urðu þar mikil átök, og mátti ekki á milli sjá lengst af. f hálfleik stóðu leikar 9:8 fyrir ÍR. Undir Iok síðari hálfleiks náði Valur forystu 15:14 og ætlaði þá allt um koll að keyra á Hálogalandi. ÍR-ingar tóku góðan endasprett, skoruðu 4 mörk í röð, 18:15, en Valur hafði síðasta orðið í leiknum, sem end- aði 18:16 fyrir ÍR. Beztur ÍR-inga í þessum leik var Gimnlaugur Hjálmarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.