Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ í>riðjudagur 26. febr. 1957 GULA herbergið eítú MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 61 binda sig um of. Nú, eins og er, hef ég mömmu til þess að vera hrædda um mig. — Þetta verða víst allar konur að hafa, er það ekki? Ég á við, allir menn eru bundnir einhvers konar böndum. Hann greip hönd hennar. — Sjáðu nú til, elskan. Ég er ást- fanginn af þér, upp fyrir eyru. Ég hef verið að stilla mig undan- farið um að segja þér það, en það er víst eins gott, að þú vitir það. Þótt ekki sé annað, veit ég, að þú manst enn eftir Don Rishardson. Og auk þess. .. Hann fleygði frá sér vindlingnum. — Og hvernig getur nokkur maður vitað, nú á dögum, að hann komi lifandi heim? Eða kannske kemur hann Iimlestur eða blindur. — Myndi það gera svo mikinn mismun, ef konan á annað borð... — Já, víst myndi það gc- all- an muninn, sagði hann með ákafa, og stóð upp. Gott og vel. Við skul- um fara. Hann flaug til Washington um kvöldið. Þegar ekki var neitt upp úr Elinor að hafa, fann hann, að hann var verklaus í bili, en hún bjó áreiðanlega yfir vitneskju, sem ekki var annars staðar fáanleg. Hann var í slæmu skapi. Nú hafði hann gert eina vitleysuna enn, fannst honum, er hann hafði ját- að Carol ást sína, og jafnframt sagt henni, að það væri alls ekki ætlun hans að giftast henni. Slíkt UTVARPIÐ ÞriSjudagur 26. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga bamanna: — „Lilli í sumarleyfi" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur; IV. (Höfund ur les). 18,55 Þjóðlög frá ýmsum löndum. — 19,10 Þingfréttir. — 20.30 Skátakvöld: Dagskrá á hálfr ar aldar afmæli skátahreyfingar- innar og aldarafmæli stofnandans, Baden-Powells lávarðar. a) Dr. Helgi Tómasson skátahöfðingi flyt ur ræðu. b) Samfelld dagskrá með söng, lestri, frásögnum o. fi. 21,30 Islenzk tónlist: Lög eftir Svein- bjöm Sveinbjömsson (plötur). 21,45 íslenzkt mal (Ásgeir Blön- dal Magnússon kand. mag.). 22,10 Passíusálmur (8). 22,20 „Þriðju- dagsþátturinn". — Jónas Jónas- ■on ©g Haukur Morthens hafa stjóm þáttarins með höndum. — 23,20 Dagskrárlok. Miðvikudagur 27. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). — 18,45 Fiskimál: Ámi Vilhjálmsson erind reki flytur þætti úr sögu Fiskifé- lags Islands. 19,00 óperulög. — 19.10 Þingfréttir. — Tónleikar. — 20,30 Daglegt mál (Árnór Sigur- jónsson ritstjóri). 20,35 Lestur fornrita: Grettis saga; XV. (Ein ar Ól. Sveinsson prófessor). 21,00 Upplestur og söngur: Ljóð eftir skozka þjóðskáldið Robert Burns og lög við þau. — Söngvarar: Margaret Fraser, Duncan Robert- son, Constance Mullay og Frede- rick Westcott (plötur). — 21,45 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mund.jon, hæstaréttarritari). — 22.10 Passíusálmur (9). — 22,20 „Lögin okkar". — Högni Torfa- son fréttamaður fer með hljóð- nemann í óskalagaleit. — 23,20 Dagskrárlok. — gerðu ekki aðrir en grasasnar, hugsaði hann á leiðinni suður. Hann fór ekki í neitt gistihús, þar eð hann hafði litla íbúð í borg inni, og þangað fór hann nú, bland aði sér sterkt í glas og fór síðan að hátta. En hann svaf illa. Loks fór hann á fætur, rakaði sig og baðaði, fékk sér morgunverð í mat söluhúsi og gaf sig siðan fram í einni skrifstofu af hundrað, sem tilheyrðu hermálaráðuneytinu. Hann haltraði ekkert er hann gekk þar inn, og maðurinn, sem við honum tók, skoðaði hann í krók og kring, brosandi um leið og hann rétti honum hendina. — Ég ei að koma aftur til vinnu, sagði Dane, — en fyrst þyrfti ég að mega eiga fáeina daga sjálfur. Kannske jafnvel hálfan mánuð. Það er mál þama norður í Maine, sem ég þyrfti að rannsaka. — Er það þetta morð? — Já, svaraði Dane brosandi. — Ég sé, að þú lest blöðin. — Það virðist svo sem Greg Spencer sé á einhvem hátt við þetta riðinn, og það nægir til þess að málið er okkur ekki óviðkom- andi, þó að okkur beri ekki bein skylda til að láta það til okkar taka. En segðu mér nánar frá þessu, Dane. , Dane gaf honum all-ýtarlega skýrslu um málið og studdist þar við minnisgreinar sínar. En frá- sögnin varð ekki óslitin, því að alltaf voru símar að hringja, og fólk að koma og fara og mörgu þurfti að sinna. En loks lauk hann þó frásögninni og maðurinn við skrifborðið krotaði niður sér til minnis. — Ég var búinn að síma til þin áður, sagði hann. — Eftir því, sem við bezt getum vitað, kom Terry Ward ekki heim í síðasta leyfi sínu. Hann hlýtur að vera ein- hvers staðar á vesturströndinni enn, en fer þá bráðum að fara aft- ur. En vitanlega er þetta ekki al- veg víst. Þegar maður getur kom- izt yfir þvert meginlandið á sjö til átta tímum, er ekki gott að segja hvar bver er á hverjum tíma. — Er nokkur Ieið að rekja fer- il hans, segjum í síðustu tvö ár eða svo? — Að hvaða leyti? — Aðallega hvað snertir kven- fólk. Hvort hann hefur verið í tygi við nokkra eins og þessa Barbour-stelpu eða einhverja henni líka. Dane var nokkra daga í Was- hington, en varð einskis vísari, sem hann þurfti að vita og á fimmtudag flaug hann aftur til Maine. Alex mætti honum á flug- vellinum. Hann var kvíðinn og í slæmu skapi. — Það er gott, að þér eruð kom- inn aftur, herra, sagði hann. — Floyd tók Spencer höfuðsmann fastan fyrir morð í dag. Carol átti bágt meðan Dane var fjarverandi. Greg var þögull og áhyggjufullur. Tim — Maðurinn, sem átti að hjálpa Maggie — hafði þann ávana að birtast snögglega á óvæntustu stöðum, einkum að næturlagi. Og loks hafði Richard- son ofursti tekizt á hendur að sjá um, að henni leiddist ekki. Það var erfitt að hugsa sér, að þessi virðulegi gamli maður, sem færði henni daglega blóm úr garð inum sínum væri sami maðurinn, er Maggie hafði séð á hlaupum í rigningunni. Á þriðjudag tók hann eftir því, að hún var ekki lengur með hringinn frá Don. Hann greip hönd hennar og horfði á hana. — Hefurðu enga tryggð eða hollustu til að bera, góða mín? spurði hann lágt- — Það er orðið svo langt um liðið — meira en ár. Ég hef reynt að .. en .... Menn hafa fundizt eftir lengri tíma en því nemur, sagði hann, og næst þegar hann kom, hafði hann með sér blaðúrklippu um eitt slíkt tilfelli og landabréf. — Sjáðu nú til, væna mín, sagði hann. — Sérðu hvað ég á við. Ég hef dregið á kortið nýju skipa- og flugleiðimar. Héma var það, sem hann sást seinast. En það þarf ekki að þýða, að þar hafi flugvél- in hrapað. Hún getur hafa komizt langan veg þaðan og héma er eyja. Hann benti á eyjuna, augun full vonar og varimar ofurlítið bláleitar, en gamla æðabera hönd- in ofurlítið skjálfandi. Hana tók sárt til hans, en hvers vegna gat hann ekki gert sér að góðu það, sem komið var, eins og flestir gerðu, möglunarlaust? Þama var hvarvetna, og einnig á næstu grös um, fólk, sem hafði orðið fyrir sams konar missi, og nefndi það aldrei á nafn. Og ekki bætti afbrýðissemi gamla mannsins gagnvart Jerry Dane úr skák. Ekki svo að skilja, að hann nefndi hann á nafn. En hún lá í loftinu, í daufu, bláu augunum, þegar hann horfði á hana. Þetta var líkast einhverjum þöglum bardaga milli þeirra, þar sem meira var undir herkænsk- unni en skothríðinni komið. En hún dró nú samt ekki hringinn upp aftur. Greg horfði á þau, sér til leið- inda. — Hvers vegna losarðu þig ekki við karlhólkinn, sagði hann. Auðvitað vorkenni ég honum, en ég vorkenni bara svo mörgum öðr um. Hvers vegna getur hann ekki grafið sína dauðu eins og aðrir? Mekla Austurstræti 14 — sími 1687 Fyrír fermingarstúlkur KAPUR, KJÓLAR HANZKAR SLÆÐUR BLÚNDUVASAKLÚTAR UNDIRFATNAÐUR SOKKAR Smekklegar fermingargjafir í miklu úrvali. BEZT VESTURVERI SILICOTE (með undraefninu Silicone) Húsgagnagljdinn hreinsar og gljáfægir án erfiðis. Heildsölubirgðir: Ólafur Císlason & Co hf Sími 81370 MARKÚS Eftir Ed Dodd ÁW, é<5“ÖN TO SLEEf> JOHNNV POR PETE'S SAKE ! 1) — Nú fór illa. Þetta hefði ég ekki átt að gera. Því að ég á ekki Anda. 2) — Markús, ég þarf að segja þér svolítið. — Nei, ekki núna. Við skulum fara að sofa. 3) En Nonni á bágt með svefn. 4) Hann sefur ekki, heldur röltir um gólf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.