Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. febr. 1957 MORCUNBLAÐIÐ t Stjórn Múrarafélagsins sjálfkjörin í annað sinn Á AÐALFUNDI Múrarafélags Beylcjavíkur, sem haldinn var sunnudaginn 24. febrúar, var m. a. lýst stjórnarkjöri. Aðeins einn listi hafði komið fram, borinn fram af meirihluta uppstilling- arnefndar félagsins, og var hann þvi sjálfkjörinn. Stjórn og trúnaðarmannaráð félagsins skipa því þessir menn: Eggert G. Þorsteinsson form., Jón G. S. Jónsson varaformaður, Ásmundur J. Jóhannsson, ritari, Einar Jónsson gjaldkeri félags- sj., Hreinn Þorvaldsson gjaldkeri styrktarsjóðs og varastjórn: Bald vin Haraldsson, Stefán B. Einars son og Þorsteinn Ársælsson. Trúnaðarmannaráð: Þorfinnur Guðbrandsson, Hilmar Guðlaugs son, Þorsteinn Einarsson, Árni Grímsson, Erlendur Stefánsson og Ingi E. Árnason. Varanienn: Guðni Halldórsson, “igurður Lár usson og Jón V. Tryggvason. Farmgjöld Eimskip eru miklu lægri en ú erlendum skipum FYRIR skömmu voru erlend skip leigð til flutninga á fiskimjöli til meginlandshafna og var leiga þeirra 105—125 shillingar f.i.o.s. Er það helmingi hærra farmgjald, en það sem Eimskipa- félagið tekur. Hafa fulltrúar Eimskipafélagsins skýrt Mbl. svo frá, að farmgjöld með skipum þeirra séu miklu lægri en tíðkist erlendis. Hafa farmgjöld hjá Eimskip staðið í stað í mörg ár, þótt allur kostn- aður hafi mjög vaxið. Eimskip greindi svo frá: Farmgjöld á erlendum markaði hafa stöðugt hækkað undanfarin ár. Farmgjöld Eimskipafélagsins á stykkjavörum, sekkjavörum og útflutningsafurðum hafa á síð- ustu 6—7 árum staðið í stað. Til fróðleiks má geta þess að síðan árið 1939 hafa farmgjöld félagsins, sem eru verðlagsákvæð um háð, hækkað að meðaltali um 270%. Á sama tíma hefir útgerð- arkostnaður hækkað yfir 900%. Fyrst framan af var hægt að vega upp á móti hækkuninni með betri skipum, hraðskreiðari og afkasta- meiri, en hin gömlu skip félagsins voru, en nú er svo komið að und- anfarin ár hefir félagið verið rek- ið með stórtapi. Sökum aukins flutnings á mat- vörum og stykkjavörum hefir félagið ekki getað sent skipin 1 þungavöruflutninga, sem ekki eru verðlagsákvæðurh háðir, t. d. cement, timbur o. fl., en ef miðað er við árið 1939, háfa fragtir á cementi hækkað um 640%. Til samanburðar á farmgjöld- um, má geta þess að Eimskipa- félagið hefir flutt undanfarið fiskimjöl til reglubundinna við- komuhafna á meginlandinu fyrir 70 sh., lestarvinna innifalin. Þeg- ar lestarvinna er dregin frá hefir flutningsgjaldið verið um 55 sh. f.i.o.s. Nýlega voru erlend skip leigð fyrir fiskimjöl til meginlands- hafna fyrir 105 sh. til 125 sh. f.i.o.s., og er þess vegna fragtin hjá erlendum skipum meira en 100% hærri en hjá Eéimskipafé- laginu. Samkvæmt amerískum siglinga fréttum var nýlega athugað hvað erlend skip mundu taka fyr- ir að flytja um 3000 tonn af fóð- urvörum frá Ameríku til íslands, og kom þá í ljós, að þegar tillit er tekið til flutnings á matvör- um og fóðurvörum út á land, þá reyndist flutningsgjald með er- lendum skipum verða meira en 150% hærra en Eimskipafélagið hefur reiknað. Farmgjöld erlendra frystiskipa á frystum fiski til hafna í Evrópu munu vera um 80—100% hærri en íslenzk skip fá. Hvað innfluttri stykkjavöru viðkemur þá eru farmgjöld hærri en á sekkjavör- um, þó má geta þess, að erlend skipafélög, sem hófu siglingar eft- ir stríð gáfust upp á þeim flutn- ingum, sökum þess hvað þeir gáfu lítið í aðra hönd. Skila verður vörum skráðum til ýmissa hafna fyrir sama flutningsgjald út á land og til Reykjavíkur. Miklar byggingaframkvæmdir á Akranesi síðasfliðið ár Akranesi, 22. febrúar. SAMKVÆMT skýrslu frá Guðmundi Gunnarssyni byggingafull- trúa um byggingaframkvæmdir á Akranesi 1956 voru í byggingu hér á Akranesi 74 íbúðarhús á árinu. Voru þau öll úr steinsteypu nema eitt, sem var úr timbri. í þessum húsum eru samtals 138 íbúðir og er framkvæmdum komið sem hér segir: Snjó kyntjdi niður Um 50 sm djúpur snjór í Helgafellssveit Stykkishólmi, 22. febrúar. SÍÐASTA sólarhring snjóaði hér mikið. Má segja að kyngt hafi niður 40—50 cm. djúpum snjó, á skömmum tíma. Eru allar leiðir hér nú ófærar bílum og ýtum, en hér eru tvær ýtur og eru báðar þeirra bilaðar eins og er. Er önnur brotin uppi á fjalli. UMBROTAFÆRÐ Undanafrna þrjá daga hafa bfl- ar i fylgd með snjóýtum reynt að koma varningi og nauðsynjum frá Stykkishólmi yfir að Vega- mótum. Hefur það gengið mis- jafnlega. í fyrradag fóru þrlr bfl- ar ásamt ýtu þessa leið og voru þeir sólarhring fram og til baka. í gær fóru þeir aftur og voru 12 klst. Var færðin þá mjög erfið. Nú má telja að þessi leið sé al- gjörlega ófær, og þar sem ýtanna nýtur ekki við, verður varla reynt að fara hana eins og er. Brotnaði önnur ýtan í ófærðinni í gær á fjallinu en hin er biluð. FARIÐ AÐ ÞRENGJA AÐ Mjög er nú farið að þrengja að í sveitunum víða og fer bráðum að skorta ýmsar nauðsynjavörur, sem ekki er hægt að flytja vegna ófærðarinnar. Lítur illa út með flutninga eins og er. Póstur hef- ur ekki borizt frá Reykjavík í rúma viku, fyrr en í dag, að flóabáturinn Baldur kom hingað. —Árni. 55 ÍBÚÐUM I/OKIÐ 55 íbúðum var lokið á árinu eða í það minnsta að svo miklu leyti að þær voru teknar í notkun. 70 íbúðir eru fokheldar eða þaðan af meira. 12 íbúðir voru skemmra komnar á veg. Eitt verzlxxnarhús er í byggingu, ennfremur var lok- ið fiskverkunarhúsum, frysti- geymslu og í byggingu er önnur frystigeymsla. Þá voru byggðar 11 bifreiðageymslur. Loks voru einnig miklar bygg- ingaframkvæmdir við sements- verksmiðjxma og Akraneshöfn. FJÖLBÝLISHÚS Skal nú skýrt frá eina fjölbýlis- húsinu sem hér hefur verið reist. Er það 12 íbúðir og stendur við Jaðarsbraut, rétt utan við íþrótta- völlinn. Húsið er reist af bygg- ingafélaginu Björk h.f. og var yfirsmiður Ólafur M. Vilhjálms- son. í húsinu eru tvær fjögurra herbergja íbúðir, sex þriggja herbergja og fjórar tveggja her- bergja íbúðir. íbúðirnar voru Utgáfu Alþinigssögunnar lokið Þar með er merkilegu eg fróðlegu verki komið í köfn effir 35 ár Á FUNDI með fréttam. um dag- ** inn skýrði dr. Björn Þórðar- son frá útgáfu Alþingissögunnar, sem er orðið geysimikið verk. Það er samtals um 220 arkir að stærð og kostar óbundið 490 kr. Ríkisprentsmiðjan Gútenberg hef ur annazt útgáfu þess. í stuttri ræðu sem dr. Björn flutti á fundinum með blaða- mönnum gerði hann grein fyrir þessu mikla verki. Eru nú liðin 35 ár frá því að til þess var stofn- að í öndverðu. í ráði var að Al- þingissögunefndin frá 1922 lyki verkinu fyrir 1930, en af því gat ekki orðið. 1943 var skipuð ný nefnd og var þá ráðgert að ljúka verkinu 1945. En það tókst ekki. Síðasti hluti verksins kom út á sl. ári. — Björn Þórðarson og Gísli Sveinsson sögðu, að Alþingis sagan ætti að vera kunn sem víð- ast og kváðust þeir vona, að svo gæti orðið, enda væri hér um merkilegt og fróðlegt ritsafn að ræða. ★ ★ NÚ verða rakin nokkur atriði úr útgáfusögu ritsins og er stuðzt við greinargerð Alþingis- sögunefndar: Árið 1922 báru þeir Þorsteinn M. Jónsson og Sveinn Ólafsson fram á Alþingi þings- ályktunartillögu um ritun Al- þingissögunnar. Tillagan var samþykkt á þingi og nefnd skipuð til þess að sjá um útgáfuna. í henni áttu sæti Benedikt Sveins- son, sem kjörinn var ritstjóri, Sigurður Nordal, Páll Eggert Óla- son og Matthías Þórðarson. Sig- urður Nordal var skipaður for- maður nefndarinnar. — Af grein- argerðinni má sjá, að nefndin hafði lagt drög að því að ýmsir þættir Alþingissögunnar yrðu skrifaðir, þegar hún hætti störf- um. T.d. hafði Einari Arnórrssyni verið falið að skrifa „réttarsögu alþingis hins forna frá upphafi seldar fokheldar og flestir eig- endanna hafa síðan unnið við þær sjálfir að mestu leyti. VERÐ ÍBÚÐANNA Hverri íbúð fylgir geymsla í kjallara og ein miðstöð hitar allt húsið. 10 íbúðanna hafa eitt sam- eiginlegt þvottahús en íbúðirnar tvær sem eru í risinu hafa sér þvottahús. Tveggja herbergja íbúðin, þar er tvö herbergi, eld- hús og bað um það bil 60 ferm. að stærð, kostaði fokheld kr. 68.500, en fullgerð kostar hún 150 til 160 þús. kr. Hitakostnaður einnar slíkrar íbúðar var í s. 1. desembermánuði kr. 285,00. — Þriggja herbergja íbúðin kostaði 88,500 kr. með hitalögn en full- gerð um það bil 170 þús. kr. Hálft annað ár er liðið síðan byrjað var á þessu fjölbýlishúsi. —Oddur. Fjölgar skipum, er stöðvast af verkfallinu FYRSTA skiþið sem stöðvaðist af völdum sj ómannaverkfallsins var Dettifoss. sem nú liggur í Rvík. Skipið kom með fullfermi af vörum frá Hamborg. Affermingu lauk í gær. Getur skipið ekki siglt fyrr en verkfalli er lokið. í byrjun þessarar viku koma til Rvíkur Tungufoss og Reykja- foss og stöðvast þeir af verkfall- inu þegar að losun lokinni. til 1800“. Var það rit síðan gefið út af Alþingissögunefnd 1937. Málið lá niðri um nokkurra ára skeið. En 1935 er Þorkatli Jóhann essyni falið „að gera athugun á því, hversu langt sé komið útgáfu sögu Alþingis sem áformað var, að kæmi út í sambandi við 1000 ára afmæli Alþingis....“. Rann- sókn hans leiddi í ljós, að 1) Réttarsaga Alþingis eftir Ein- ar Arnórsson lá fullprentuð í vörzlu Gútenbergs, 2) Matthías Þórðarson hafði sam. ið um 7 arkir af ritgerð um Þingvöll, 3) Guðmundur Finnbogason hafði lokið ritgerð um mennta málin, 4) Magnús Jónsson hafði sömu- leiðis lokið ritgerð um kirkju- málin og 5) Þorkell Jóhannesson hafði lokið við 12 arkir af ritgerð um atvinnumál, landbúnað og sjávarútgerð. Árið 1943 var málið tekið fyrir aftur á Alþingi og tillaga sam- þykkt um að skipa nýja 5-manna Alþingissögunefnd. Var þar gert ráð fyrir því, að útgáfu Alþingis. sögunnar væri lokið á 100 ára af- mæli endurreisnar Alþingis 1945. Þegar hin nýja Alþingis- sögunefnd tók til starfa, var Ein- ar Arnórsson skipaður ritstjóri verksins, en nefndarmenn voru: Barði Guðmundsson, Gísli Sveins son, Kristinn E. Andrésson og Þorkell Jóhannesson. Frá 1944 hefur Björn Þórðarson verið rit- stjóri Alþingissögunnar og for- maður nefndarinnar. — Fyrsta verk nefndarinnar var að láta prenta Þingvallarit Matthíasar Þórðarssonar og viðauka við rétt- arsöguna frá 1937. Síðan rak hvert heftið annað, en Alþingis- sagan er ekki samfellt verk, held- ur skrifað í þáttum. Ritin eru þessi (í svigum höfundar þeir sem getið er um í greinargerð- inni): 1. Réttarsaga Alþingis (Einar Arnórsson). 2. a. Þingvöllur — Alþingisstað- urinn forni (Matthías Þórðar- son). b. Alþingi og frelsisbaráttan 1845—1874 (Einar Arnórs- son). c. Alþjngismannatal 1845— 1945 (Brynleifur Tobías- son). 3. Alþingi og frelsisbaráttan 1874—1944 (Björn Þórðarson). 4. a. Alþingi og atvinnumálin (Þorkell Jóhannesson.). b. Alþingi og félagsmálin. c. Félagsmál á íslandL 5. a. Alþingi og menntamálin (Guðm. Finnbogason). a. Alþingi og heilbrigðismálin (Sigurjón Jónsson). c. Alþingi og kirkjumálin (Magnús Jónsson). d. Alþingi og héraðsstjórn. e. Alþingi og f járhagsmálin. f. Alþingi og iðnaðarmálin. Geta má þess að lokum, að sér- stakar ritgerðir áttu einnig að vera um verzlunina og samgöng- urnar, en það hefur farizt fyrir af óviðráðanlegum orsökum. ★ ★ BER að fagna því, að þessu mikla verki er nú lokið og eiga þeir þökk skilið sem að því hafa unnið. Er þess að vænta, að sem flestir, stofnanir og einstakl. ingar, vilji eignast þetta rit, sem fyrir fróðleikssakir er ómissandi öllum þeim sem áhuga hafa á þjóðarsögunni, og ekki sízt á sögu löggjafarþings íslendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.