Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. febr. 1957 Böðvor Marteinsson, Rntsstöðum - minning BÖÐVAR Marteinsson, bóndi frá Rútsstöðum, Laxárdal, andaðist 1. nóvember s.l. hér í Reykjavík að heimili dóttur sinnar og tengda sonar. Það þykir venjulega ekki stór- tíðindum sæta þótt maður á ní- ræðisaldri, farinn að heilsu, sem alla ævi varð að búa við erf- iðan fjárhag og lítt hefur fengizt við opinber mál, flytjist yfir um lúka smíðinni og lán ekki falt til nýjunga sem vafasamt var talið að notagildi yrði að slíkt er smið- urinn gjörði ráð fyrir. Virtist samt nokkrum er athuguðu frum smíði þetta að endurbæta mætti það svo, að til nytja yrði. Enda- lok vélarinnar urðu þau að ryðga niður. Næsta ár eftir giftinguna flutt- ust þau hjón vestur í Saurbæ og leiðir í búnaðarmálum en varð stundum hált á því. Aldrei þvarr kjarkur hans; ef eitt brást, var venjulega byrjað á öðru. Gefinn var hann fyrir kaupskap, einkum hestaskipti, enda hestamaður góður. Lítt sótti Böðvar eftir því að komast í sveitanefndir og ekki var hann ávallt samþykkur gjörð um slikra nefnda og gagnrýndi þær harðlega og lét í síðustu lög sinn hlut. Enginn var hann veifi- skati og hélt fast fram sinni skoð-, un og ekki sízt í stjórnmálum. — Hann var maður einarður og höfðingjadjarfur, berorður og hreinskilinn, vildi ógjarnan vægja hver sem í hlut átti. Þrátt fyrir það var hann vinsæll, enda til feðra sinna. En Böðvar heit- inn var sá maður sem ekki sæmir annað en minnast með nokkrum kveðjuorðum, þótt seint sé og fari mér verr úr hendi en vilji er til. Skal hér getið helztu æviatburða hans. Böðvar var fæddur að Hamra- endum í Stafholtstungum 28. maí 1875. Foreldrar hans voru þau hjónin Marteinn Magnússon frá Smiðjuhólsveggjum, af bænda- ættum þaðan af Mýrum vestan og Hallfríður Þórðardóttir frá Ytra- Hólmi, systir Bjarna bónda á Reykhólum, þess nafnkunna manns, og þeirra systkina. Fjöl- menn borgfirzk ætt og víðkunn. Margir þeir frændur voru hag- leiksmenn og hamhleypur til allr- ar vinnu. Foreldrar Böðvars bjuggu jafnan við knöpp kjör. Börnin voru átta. Fjögur þeirra dóu í æsku. Böðvar var yngstur barnanna. Hann fylgdi foreldrum sínum, er bjuggu á ýmsum stöð- um í Borgarfirði og síðast í Hvassafellshúsum í Bjarnadal inn frá Dalsmynni, en vestan árinnar. Var kot það í eyði annað veifið. Böðvar dvaldi þá á vetrum hjá foreldrum sínum en á sumrum var hann smali hjá Gísla, móður- bróður sínum, er bjó stórbúi á Hrafnabjörgum í Hörðudal. Þeg- ar eftir fermingu réðst hann vinnupiltur inn í Dalasýslu og var nokkur ár þar í héraði vinnumað- ur, lengst í Hvammssveit. Eitt ár var hann á Óspakseyri í Bitru hjá Guðmundi bónda Einarssyni. Þá var þar bamakennari og naut Böðvar hjá honum leiðbeiningar í reikningi. Varð það honum að drjúgum notum, þótt stopul væri kennsla og tími skammur til náms. Þá var hann kafla úr vetri við járnsmíðar á Fögrubrekku í Hrútafirði hjá Finnboga bónda Jakobssyni. Stundaði hann síðan iðn þessa meira eða minna. Sér- staklega varð hann kunnur beizla stangasmiður, og voru þær mjög eftirspurðar og hlutu mikið lof hestamanna. Ófrjáls þótti Böðvari vinnu- mennskustaðan og tekjurýr. — Hann keypti sér því lausa- mennskubréf undir eins og hann hafði aldur til þess. Jókst hon- um þá aflafé, því að mjög var sótzt eftir honum til starfa. Var hann bæði hugvitssamur, mikil- virkur og kappsamur. Kom hann sér upp sauðfjárstofni er hann heyjaði fyrir um hásumarið og hirti á vetrum en leitaði sér at- vinnu í fjarlæg héruð þegar frá páskum. Fimm vor var hann á Laugarbóli við Djúp vestur hjá Þórði bónda Jónssyni. Þar var orð lagt gerðarheimili en hjúum haldið mjög til starfa. Þótti Böðv- ari þar bezt að vera. Vitnaði oft til þeirra húsbænda sinna. Spar- aði hann sig ekki til vinnu. Héldu Laugbælingar við hann órofa tryggð til æviloka. Árið 1907 kvæntist Böðvar Guðbjörgu Jónsdóttur frá Glerár- skógum, hinni ágætustu konu. Er hún enn á lífi, en hefur um mörg ár átt að búa við vanheilsu allmikla. Böðvar hafði þá um nokkur ár átt heimili í Ásgarði og heyjað þar fyrir fénaði sínum. — Stundaði hann á vetrum járn- smíðar með fjárhirðingu. Meðal annarra smíða vann hann á þeim árum að smíði sláttuvélar, en hann sjálfur hafði fundið upp gerð hennar. Aldrei varð hún fullsmíðuð, og því ekki hægt að dæma um gagnsemi hennar. Vant aði Böðvar fjármagn til þess að bjuggu þar á þriðja ár. Árið 1911 fóru þau til Búðardals. Smíðaði Böðvar þar íbúðarhús handa fjöl- skyldunni. Árið 1919 keypti Böðv ar Rútsstaði, sem þá voru í eyði og húsalausir. Reisti hann þar íbúðarhús og nauðsynleg fénaðar- hús, og fluttist þangað búferlum á næsta ári og bjó þar á þriðja tug ára, en seldi þá jörðina í hendur syni sínum og tengdason- um. Hafði hann þá gjört þar mikl. ar jarðabætur. Þau hjónin dvöldu þar áfram til vorsins 1954 en fluttust þá með dóttur og tengda- syni til Reykjavíkur. Lítt festi Böðvar þar yndi og sótti á sumr- um vestur til stöðva sinna og síð- astl. sumar dvaldi hann lengst- um á Rútsstöðum hjá Magnúsi syni sínum, er þar hafði reist stórt íbúðarhús af steini. Þau hjón voru farin að heilsu. Þjáðist Böðv ar heitinn mjög af brjóstveiki síð- ari ár ævi sinnar. Það var hans heit ósk að hvílast látinn í sveit- inni sinni. Hann var fluttur og jarðsettur að Hjarðarholti. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, er þroska náðu. Árna, á- gætt mannsefni, er drukknaði 21 árs í Sælingsdalslaug. Magnús, bónda á Rútsstöðum. Sólveigu, átti Stefán Hjartarson frá Hjarð arholti og Hallfríði gifta Svavari Jóhannessyni. Kristinn Sigurjóns son, nú húsasmið í Reykjavík, fóstruðu þau frá þvi hann var á fyrsta ári. Böðvar sál. var meðalmaður á hæð og þrekvaxinn. Bjartur á hár og skegg, hafði yfirskegg, röskur á fæti og snar í snúningum. — Ferðamaður ágætur, kappsamur en ratvís, varð ekki ráðafátt í ferðalögum, en oft bar honum þá vanda að höndum, því að ekki var hann færðar- eða veðurvand- ur ef hraða skyldi ferðinni. — komst hann oft í hann krappann á vetrarferðum og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Var skemmtilegt að hlusta á frásagnir hans af ýmsum svaðilförum. — Sagði hann vel frá og frásagnar- gleði hans allmikil. Hefði verið gaman og gagn að eiga þær nú með hans eigin orðum. Böðvar var maður allvel greindur og námgjam en naut lítt menntun- ar í uppvextinum. Hann var hug- kvæmur og vildi brjótast í ýmsu. Fór hann sinar eigin götur þegar honum þótti svo við horfa, en ekki troðnar brautir alþjóðar. — Var hann óragur að kanna nýjar höfðingi heim að sækja og vildi hverjum manni greiða gjöra þótt oft hefði hann þröngt um hend- ur. Mjög var Böðvar falaður til húsasmíða í héraði og þóttu betri, við þau störf, handtök hans heldur en flestra tveggja. Það var alltaf eitthvað hressi- legt við Böðvar hvar sem hann fór, röskur og hispurslaus í fasi og máli, vissi ráð við mörgu, fór aldrei í felur með skoðanir sín- ar og jafnan tilbúinn í orðaskak ef ekki var látið undan síga, en þó allt í friðsemi. Böðvar var drengur góður, hreinskiptinn og reglumaður, notaði enga tegund tóbaks og vín ekki svo heitið gæti. Böðvar var ósvikinn íslend- ingur, þjóðhollur og þjóðlegur, tryggðatröll vinum sínum og veitti þeim jafnan slíkt er hann mátti, ef honum þótti á þá hall- að. Talaði fátt óvinsamlegt um andstæðinga sína á bak, en deildi fast á þá þegar viðstaddir voru. Hann var sveitamaður í húð og hár, féll það þungt að þurfa að flytjast úr sveit sinni, er hann hafði lifað í marga glaða og góða stund, þótt oft væri við and- streymi og kröpp kjör að búa, en hin jafnlynda og hógværa kona hans eyddi amasemi hans. Nú ert þú horfinn aftur heim í sveit þína að hlið Árna, þíns kæra sonar, en okkur gömlu nágrönn- um þínum og kunningjum finnst nú allt lognmollulegra síðan þú ert allur; nú er enginn þér líkur stundastyttir, er komst hreyfingu á skýjafarið, því að oft fylgdi þar gustur nokkur er þú fórst. Þökk- um við þér góða kynningu og gleðilegar stundir. Góða ferð yfir á lönd lifenda, þar sem þú „starf- ar meira guðs um geim.“ Þorst. Þorsteinsson. Misslu allan farangur sinn NESKAUPSTAÐ, 22. febrúar. — Norðfirðingar urðu fyrir miklu tjóni er fiskhúsið og íbúðir ver- tíðarfólks brann í Keflavík. — Áhafnir þriggja báta frá Nes- kaupstað bjuggu í húsinu og missti fólkið allt sitt, sem þar var, í brunanum. Voru þetta áhafnir bátanna Bjargar, Langa- ness og Þráins. — Fréttar. Afgreiðslustúlku vantar í vefnaðarvöruverzlun í miðbænum. Aðeins á- byggileg stúlka kemur til greina. — Umsóknir sendist fyrir 23. þ.m. til afgreiðslu Morgunblaðsins merktar; „H H — 2113“. Fullkomin varnarhúð VERJIÐ BÍLINN GEGN VETRARVEORUN- UM MEÐ JOHNSON’S BÍLABÓNI Tvær einfaldar leiðir til að halda bílnum gljáandi og nýjum í vetur: IBónið bílinn með Johnson’s Car- plate. Það er auð- velt — ekkert nudd. Það er fljótvirkt — gljáir á nokkrum mínútum. Munið að hreinsa öll óhrein- indi ryk og olíu burt, áður en bónað er með Car-Plate Cleaner. 2Fægið það, sem krómað er neð Johnsons’s Crome Cleaner, sem er bú- inn til sérstaklega til til þess að halda króminu spegilgljá- andi. J O H N S O N’S er bezt fyrir bílinn. Dreyfingu annast Hálfdán Helgason, Pósthólf 1414, Reykjavík, simi 81493. — „Þýzka Alþýðulýðveldið”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.