Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVUTtlAÐIÐ í>riSjudagur 28. febr. 1957 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. UTAN UR HEIMI Alltaf undir Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Carðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Dómurinn yfir vinstri stjórninni KOSNINGARNAR í Iðju, hafa vakið alþjóðarathygli. Ósigur kommúnista í þessu félagi er skýr staðfesting á því, sem raunar var áður komið fram. Með þessum kosningum er það ljóst, í framhaldi af því, sem áður hafði gerzt, í kosningum í öðrum félögum, að vinstri stjórnin hefir fengið van- traustsyfirlýsingu, sem er svo skýr, að ekki verður um villzt. Það, sem á undan var gengið Undanfarið hafa farið fram kosningar í ýmsum verkalýðsfé- lögum, sem hafa sýnt svo glöggt, sem verða má, hve stórkostlegt fylgishrun kommúnista er.Ef litið er á undanfarandi kosningar, kemur skýrt í Ijós, hvert stefnir. í Sjómannafélagi Reykjavíkur töpuðu kommúnistar um það bil fjórðungi atkvæða sinna. í Sjó- mannafélagi Hafnarfjarðar töp- uðu þeir miklu af atkvæðum og þeim völdum, sem þeir höfðu áð- ur haft í félaginu. f Vörubil-' stjórafélaginu Þrótti í Reykjavík | fóru leikar þannig, að í fyrra fengu kommúnistar 3 menn af 5 en töpuðu nú öllum þessum þrem mönnum og fengu engan stjórn- armann kjörinn. f því félagi töpuðu kommúnistar miklu af at- kvæðum. Einnig töpuðu þeir meirihluta í stjórn „Þróttar" á Siglufirði. í Félagi járniðnaðar- manna í Reykjavík, fóru kosn- ingar þannig, að í fyrra höfðu kommúnistar 80 atkvæða meiri- hluta, en við kosningar, sem eru nýafstaðnar, höfðu þeir aðeins 16 atkvæða meirihluta, en and- stæðingar þeirra unnu mjög á. í Félagi múrara- og rafvirkja og í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur voru listar lýðræðissinna sjálfkjörnir. Öll loforð svikin Hún hefir ekki staðið við neitt af þeim loforðum, sem gefin voru af þeim flokkum, sem að henni standa fyrir kosningar. Þvert á móti hefir ríkisstjórn- in gripið til ýmissa ráðstafana, sem stjórnarflokkarnir höfðu lagt mesta áherzlu á að ekki yrðu gerðar, ef þeir næðu vaida-aðstöðu í ríkisstjórninni eftir kosningar. Almenningur sér fram á stöðnun Skattabyrðin á almenningi er nú orðin þyngri en dæmi eru til áður. Almenningur hefur ekki komið auga á neitt, sem gæti orðið til þeirrar „lækningar", sem lofað var á hinu „helsjúka efnahagslífi", eins og forsætis- ráðherrann kallaði það. Ríkis- stjórnin hefur ekki fundið néin þau ráð og það, sem verra er: Allt, sem hún hefir gert miðar að því að lama fjárhagsgetu bæði einstakra manna og þeirra, sem hafa rekstur með öndum. Al- menningur sér fram á stöðnun og kyrrstöðu og kvíðir komandi tíma. Kosningarnar í Iðju og þeim öðrum verkalýðsfélögum, þar sem gengið hefir verið til at- kvæða að undanförnu er, skýr vantraustsyfirlýsiug á rík isstjórnina og það mætti flokk um ríkisstjórnarinnar vera ljóst, að ef nú færu fram kosn ingar til Alþingis, er enginn vafi á hvernig fara mundi. Þá kæmi andúð aimennings enn víðtækar og skýrar í ljós. Ekki félögin Vantraust á vinstri stjórnina Ef menn velta því fyrir sér, hvað veldur þeirri straumbreyt- ingu, sem orðið hefur, þá kemur fyrst og fremst tvennt til greina. í fyrsta lagi eru kosningarnar vottur um vantraust almenn- ings á þeirri rikisstjórn, sem nú situr að völdum. Almenningur sér hvert stefnir og kosningarnar í Iðju og öðrum félögum eru greinileg spegil- mynd af því, hvern hug lands- fólkið ber til núverandi ríkis- stjórnar. Ráðstafanir hennar í efnahagsmálunum hafa leitt svo skýrt í ljós, sem verða má, að hún hefir brotið öll þau heit, sem hún hafði áður gefið í sambandi við þau mál. heldur flokkurinn í öðru lagi kemur það skýrt í ljós af kosningunum innan verka lýðsfélaganna, að meðlimir þeirra hafa gert sér það ljóst, að kommúnistar láta hagsmuni flokksins sitja í fyrirrúmi á öll- um sviðum. Það sem fyrst og fremst er um að ræða hjá þeim eru hagsmunir flokksins, ekki hagsmunir félaganna eða laun- þeganna. Þær kosningar, sem farið hafa fram, eru því tvennt í senn: Vantraust á núverandi ríkis- stjórn og vantraust á stefnu kommúnista, eins og hún hefir komið fram í verkalýðsfélög- unum. A Idrei höfðu íbúarnir á litlu eyjunni í Penobscot-flóan- um, undan Maine við austur- strönd Bandaríkjanna, haft slík- an kennara. Þessi indælismaður, hann Martin Godart, hafði komið þangað í septamber og fengið stöðu við gagnfræðaskólann — og kenndi nú ensku, latínu og frönsku. Þessi hái og ýturvaxni maður með Harvard-framburðinn eign- aðist fljótt marga vini — og sér- staka athygli vakti áhugi hans á öllum málefnum byggðarlagsins — og félagslyndi hans. Hann stofnaði þegar skátafélag í þorp- inu og tók að sér að veita sunnu- dagaskóla Babtista-kirkjunnar forstöðu. Það var sama að hverju hann gekk. Alls staðar sýndi hann jafnótvíræða hæfileika og gáfur. ★ S kömmu fyrir jól leigði hann sér pósthólf undir nafni jólasveinsins — og tók við öllum bréfum, sem börnin skrifuðu hon- um, og svaraði þeim vingjarnlega, eins og allir verulega góðir jóla- sveinar hefðu gert. Og Godart lét ekki staðar numið. Hann varði miklu fé til kaupa á jólagjöfum, sem hann sendi fátækum — í nafni jólasveinsins. Þannig gekk þetta allt eins og í sögu þar til fyrir nokkrum dög- um, að leynilögreglan birtist skyndilega í íbúð hins ástsæla kennara — og hafði hann á brott með sér. Eyjarskeggjar urðu furðu lostnir yfir framferði lög- reglunnar — og ekki varð undrun þeirra minni, er það barst út, að hann Martin Godart hefði verið svikari. Já, á dauða sínum áttu þeir von, en ekki þessu. Hið rétta nafn hans var Ferdinand W. Demara, og hann var enginn venjulegur svikari. Demara fæddist í bænum Lawrence í Massachusetts fyrir 35 árum. Er hann var 16 ára að aldri, strauk hann að heiman og gekk í klaustur á Rhode Island. Ekki líkaði honum klausturlifn- aðurinn alls kostar vel, enda strauk hann þaðan eftir nokkur ár. Árið 1941 lét hann skrá sig í landherinn, en tolldi þar ekki nema skamma stund — fékk sig fluttan yfir í sjóherinn og innritaðist í hjúkrunarliðið. Einhverja nasajón fékk Demara af hjúkrun og lífeðlisfræði — bæði í klaustrinu og í hernum. Er herþjónustutími hans var á enda hélt hann því til Kentucky, nú undir fölsku flaggi — og kvaðst hann vera læknir, Robert L. French að nafni. Hafði hann tek- ið nafnið af handahófi upp úr skrá um brautskráða lækna úr háskóla einum — og tókst Dem- ara að falsa öll skilríki sín svo haglega, að enginn gat rengt hann. í Kentucky gekk hann í klaustur enn á ný, en hvarf þaðan hljóðlaust einn góðan veðurdag — án þess að segja nokkrum um fyrirætlanir sínar. D emara gekk nú um all langt skeið undir ýmsum nöfnum — og hlóð jafnt og þétt á sig metorðum, sem hann alla jafnan útvegaði sér sönnunargögn um. Hafnaði hann nú í menntaskóla í Skarpgáfaður og mikill hæfileika maður, sem sættir sig samt ekki við að vera — hann sjálfur. Pennsylvania og gerðist þar kennari í sálarfræði. Ekki leið á löngu þar til hann hvarf þaðan — og nú skaut hon- um upp vestur í Los Angeles þar sem hann varð aðstoðarlæknir á sjúkrahúsi. Og enn lag'ði Demara land undir fót og fór austur yfir Bandaríkin á ný. Gerðist hann þá kennari við St. Martins menntaskólans í Washington. Allt frá því að hann hafði farið úr hernum hafði hann verið að skipta um nafn — stundum oft á ári — og aldrei hafði hann gegnt neinum tveim embættum undir sama nafninu. En einhvern veg- inn hafði leynilögreglan runnið á slóð hans — og það var í Washington, sem hún loksins náði að handsama Demara. Var hann þá dreginn fyrir dómstóla — og dæmdur til 18 mánaða fangelsis- setu fyrir fölsun á nafni og skjöl- um. E kki var Demara fyrr sloppinn út úr fangelsinu en hann hóf sama leikinn á ný — og nú kallaði hann sig Dr. Cecil Ham- ann, hélt til Boston, vann þar sem hver annar almúgamaður í heilt ár, en stundaði á kvöldin nám í lögfræði við háskóla í borginni. í þriðja sinn gekkst Demara undir klausturreglu kaþólskra — og þótti klausturbræðrunum mikill fengur í „Dr. Hamann" — og var hann skýrður „bróðir Jón“. f klaustrinu kynntist bróðir Jón lækni einum, Joseph C. Cyr — og fengu þeir sameiginlega til lækningar sjúkling einn, sem var mjög þjáður. Bróðir Jón skoðaði sjúklinginn með augum hins „þaulvana læknis“ — og kvað upp sinn dóm: Býflugnaeytrun. Cyr læknir var ekki á sama máli, því að í ljós kom, að hér var um liðagigt að ræða. En bróður Jóni fannst óbæri- legt að liggja undir þessari röngu sjúkdómsgreiningu, og þar eð honum líkaði vel við Cyr — tók hann nafn hans „að láni“ og hélt norður til Kanada. ir á var Kóreustyrjöldin skollin á — og Kanadamenn styrktu lið S. Þ. bæði með her- mönnum og hjúkrunarliði. Dr. Cyr, áður bróðir Jón, lét skrá sig í hjúkrunarlið kanadiska sjóhers- ins — og var gerður að yfirlækni á stóru herskipi. Hann fékk nóg að gera, þegar til víglínunnar kom — og allt fórst honum vel úr hendi. Einhverju sinni var það, að komið var með mjög særðan hermann til hans — og reyndist nauðsynlegt að framkvæma mikla og hættulega aðgerð í nánd við hjartað. Heppnaðist hún svo sérstaklega vel, að nafn „Dr. Cyr“ varð á svipstundu þekkt, ekki eingöngu á vígstöðvunum, heldur og í Kanada og Banda- ríkjunum. En þessu mátti Demara ekki við — því að nú komst upp um kappann. Þrátt fyrir góða þjónustu var hann rekinn úr hern um, en ekki gátu yfirvöldin fund- ið neina ástæðu til þess að hegna honum, þ-ví að allt það, sem hann hafði gert, hafði orðið hernum til hagsbóta —• og stríddi í engu móti hagsmunum ríkisins. -N ú áliti sennilega ein- hver, að Demara hefði gefizt upp á þessum leik. En svo var þó ekki, því að árið 1955 skaut honum upp sem Dr. Benjamin Jones (sem í rauninni var rektor við mennta- skóla í Suðurrikjunum). Fékk hann stöðu sem flokksforingi í fangelsisvarðliði í Texas. Orðrómurinn um afrek Demara í Kóreu-styrjöldinni hafði flogið víða — og myndir birzt af hon- um í blöðum hvarvetna í Banda- ríkjunum. Varð Demara dag einn var við það, að einn fanganna í fangelsi þessu kannaðist við hann — og beið því ekki boðanna og forðaði sér. Enn fór hann víða — þar til hann kom í lok fyrra árs til eyjarinnar, sem við greind um frá í upphafi. ★ N X" ú var Demara enn dreginn fyrir dómstólana, en hvað var hægt að gera við hann? Ekk- ert annað en að sleppa honum, sagði dómarinn. Hann hafði ekki gert annað en að stela nöfnum manna, en það góða, sem hann lét af sér leiða, var miklu þyngra á metaskálum dómsvaldsins en stelsýki hans — á nöfn annarra. Hann var haldinn þeim sjúkleika að vilja alltaf vera einhver ann- ar en hann í rauninni var, en aldrei gerði hann samt tilraun til þesS að svíkja svo mikið sem eyris virði út úr náunganum. ★ a orpsbúarnir, sem hann hafði síðast haft samskipti við, dáðu hann hálft í hvoru — og þótti mjög vænt um hann. Allir hefðu þeir viljað verja hann, ef til þess hefði komið — og vel- kominn var hann að hverfa aftur þangað. En það vildi hann ekki. „Það er gagnslaust“ — sagði hann. Þegar Demara skildi við lög- regluna á dögunum kvaðst hann ætla að heimsækja móður sína í Lawrence — og síðan að athuga atvinnutilboð frá kanadisku dag- blaði. En Demara kom aldrei til móður sinnar. Hann hvarf eins og alltaf áður, eins og jörðin hefði gleypt hann. Enginn veit hvar hann er niður kominn, eða hver hann er nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.