Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.02.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. febr. 1957 MORGVWBIAÐIÐ 3 Þriðja umræða fjárlaga: Fjórlög munu nemu uð minnstu kosti 811,6 millj. krónu Sjálfstœðismenn leggja til 7 millj. kr. hœkkun tekjuáœtlunar en 3 millj. kr. hœkkun útgjalda ÞRIÐJA umræða um fjárlög fór fram í gær. Var þar upplýst að fjárlög yrðu að þessu sinni að minnsta kosti 811.602.000 kr. Við þessa umræðu stóð fjárveitinganefnd öll að 92 breytingatiilög- um, en þar að auki fiytur minni hluti fjárveitingan. 19 brtill. til viðbótar. Form. fjárveitinganefndar, Karl Guðjónsson, skýrði tillögur þær, sem nefndin stendur sam- eiginlega að. Sagði hann að ef þær næðu fram að ganga myndi niðurstöðutala fjárlaga nema 811.602.000 kr. og 'hagstæður greiðslujöfnuður nema 1.463.177 kr. — TEKJUÁÆTLUN HÆKKI Magnús Jónsson talaði fyrir sér tillögum minnihlutans sem legg- ur til að tekjuáætlun fjárlaganna verði hækkuð um 7 millj. kr., þ. e. áætlun um tekju- og eigna- skatt verði hækkuð úr 111.000. 000 í 113.000.000 kr. og áætlun um söluskatt úr 110.000.000 í 115.000.000 kr. Hins vegar nema útgj.till. minnihl. tæpum 3 millj. kr. Ef þær till. verða samþykkt- ar verður greiðsluafgangur 5V2 millj. í stað 1% millj. eftir till. meirihlutans, en hann skilar sér- till. um tekjuáætlun. Magnús Jónsson hóf mál sitt á því að harma að ekki skyldu hafa Iegið fyrir fjárveitinga- nefnd meiri upplýsingar um tekjuhlið rikissjóðs fyrir síð- asta ár en raun ber vitni þrátt fyrir ítrekaðar eftirgrennslan- ir. Lét hann i ljós undrun sína yfir því að nú skyldi ekki liggja fyrir sams konar tekju- áætlun fyrir desembermánuð og lá fyrir um miðjan janúar í fyrra. Hefði nefndinni með þessu verið gert erfiðara fyr- ir um samningu tekjuáætlun- ar en venja væri til. KOMNIR LANGT FRAM ÚR VAGNINUM Útgjaldaáætlun fyrir árið 1956 var 662 millj. og er hækk- unin nú því um 150 millj. kr. í fyrra nam hækkunin frá árinu áður aftur á móti 157 millj. kr., en þá varð að taka tillit til 15 stiga hækkunar á kaupgjaldsvísi- tölu, en nú er aftur á móti mið- að við sömu vísitölu og var 1956. Miðað við þessar aðstæður er hækkunin nú því raunverulega mun meiri en þá, þannig að það er ekki aðeins að meiri hluti fjár- veitinganefndar „hlaupi í sömu átt og vagninn stefndi, til þess að forða sér frá að missa fót- anna“, eins og komizt er að orði í nefndaráliti meirihlutans, held- ur hefir hann nú farið langt fram úr vagninum, sagði Magnús í lok ræðu sinnar. HÆKKUN TIL SJÚKRA- OG HEILBRIGÐISSTOFNANA Magnús Jónsson lýsti tillögum minnihlutans til hækkunar all ýtarlega. Gat hann fyrst hækk- ana til sjúkrahúsa. Rekstrar- styrkur St. Jósefsspítalans 375 þús. verði 750 þús., læknisbústað- ir, sjúkrahús o. fl., 3 miilj. verði 3,5 millj., Fjórðungssjúkrahús á Akureyri, 575 þús. verði 675 þús. kr., heilbrigðisstofnanir í Reykja vik, 1,5 millj. verði 2 millj., Skála tún, 60 þús. verði 200 þús. kr. SÉRLEYFISSJÓÐUR VERÐI LÁTINN ÓSKERTUR í sambandi við greiðslu á rekstr arhalla Ferðaskrifstofu ríkisins verði fellt niður að hann verði greiddur úr sérleyfissjóði, en verði hins vegar greiddur beint úr ríkissjóði. Sjóður þessi á nú 1,2 millj. kr., en verði halli skrif- stofunnar greiddur úr honum verður hann að mestu leyti tæmdur. — Er önnur til- laga um að fella niður kröfu á sérleyfissjóð um greiðslu á halla á Ferðaskrifstofu ríkisins árin 1952—1956, enda verði fé þvi, sem sjóðnum þannig spar- ast, varið til byggingar af- greiðslustöðvar í Reykjavík fyrir sérleyfisbifreiðir. HÆKKANIR TIL ELLIHEIMILA Lagt er til að Elliheimilið Grund hljóti 50 þús. kr. í stað 40 þús. og gamalmennahæli ut- an Reykjavíkur 40 þús. hvert og Elliheimilið í Skjaldarvík 30 þús. í stað 20 þús. kr. og að til kven- félagsins á Akranesi verði varið 30 þús. til byggingar dagheimilis, gegn að minnsta kosti jafnháu framlagi annars staðar frá. TIL FÉLAGSHEIMILASJÓÐS Þá er lagt til að inn verði tek- inn nýr liður, þar sem veitt sé til Félagsheimilasjóðs 1 millj. kr. Sjóðurinn hefir að undanförnu verið í mjög mikilli fjárþröng og staðið í miklum vanskilum. Er þetta einn liður í eflingu jafn- vægis í byggð landsins. Er ekki mikið þótt þetta fé sé veitt til Félagsheimilasjóðs, þar sem þeg- ar hefir verið samþykkt að veita jafnháa upphæð til aðeins eins félagsheimilis, sem ekki hefir einu sinni verið gerð kostnaðar- áætlun um. HÆKKUÐ RÍKISÁBYRGÐ LÁNA TIL FRYSTIHÚSA O. FL. Minnihlutinn leggur til að rík- isábyrgð á lánum til frystihúsa, mjólkurbúa og fiskimjölsverk- smiðja verði hækkuð úr 60% í 80%. Hefir komið í ljós, að aðilj- um þeim, sem hafa staðið í bygg- ingum slíkra fyrirtækja, hefir reynzt algerlega um megn að áfla sér 40% þeirra, er þeim hef- ir sjálfum verið gert að útvega óg er því hækkun þessi nauð- synleg. Þá er lagt til að selja Fiskiðju- ver ríkisins með þeim skilyrðum og gegn þeim trygingum, sem ríkisstjórnin ákveður, enda verði útvegsmönnum veittur forkaups- réttur að fyrirtækinu. FRAMLAG TIL VEÐDEILDAR BÚNAÐARBANKANS Þá er lagt til að leggja fram MJÖG STYGG Var hryssan stygg að vanda og fór á harðahlaupum norður með Víðidalsá, að heiðargirðingunni. Fór hún yfir Víðidalsá í djúpu gili og lenti í aðhaldi við girð- inguna og kletta. STÖKK YFIR GIRÐINGUNA Ætluðu þeir félagar að spekja hana með því aö láta lausan hest fara til hennar. Við þessa tilraun trylltist hryssan alveg og stökk úr ríkissjóði allt að 5 miUj. kr. til veðdeildar Búnaðar- bankans, og heimilast rikis- stjórninni lántaka í þessu skyni, ef ríkissjóður getur ekki lagt fé fram með öðru móti. Tillaga þessi er að sjálf- sögðu miðuð við það að ríkis- stjórnin gefi ekki upplýsing- ar, að úr fjárskorti veðdeild- arinnar verði bætt á annan hátt. Nefnd var á sínum tima skipuð til þess að semja frum- varp um úrbætur á lánsfjár- skorti landbúnaðarins. í dag var lagt fram annað þessara frumvarpa, en frumvarpið um veðdeildina hefur ekki enn séð dagsins Ijós, þótt nefndin skil- aði báðum frumvörpunum til ríkisstjórnarinnar í byrjun þingsins. Samkv. þessum frumvörpum hefur verið gert ráð fyrir að verja þyrfti til aukinna stofnlána landbúnað- arins 17 millj. kr. á þessu ári. t sameiginlegum tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að hækka framlög til nýbýla- stofnunar og framkvæmda á jörðum, sem dregizt hafa aft- ur úr, alls 8 millj. kr. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir neinu fé til veðdeildarinnar. Minnihlutinn telur þetta al- veg óviðunandi vegna hinna miklu þarfa, sem veðdeildin hefur fyrir starfsfé og leggur því til að 5 millj. kr. verði veitt til hennar. FÉ TIL HAFNARGERÐA Þá er lagt til að taka lán til hafnargerða sem hér segir: Allt að 10 millj. kr. til greiðslu á framlögum ríkissjóðs samkv.' hafnarlögum, sem vangoldin voru 31. des. 1956. Og í öðru lagi allt að 15 millj. kr. til að endur- lána sveitafélögum til hafnar- gerða á þeim stöðum, þar sem þörfin er brýnust. EFTIRGJÖF BJARGRÁBA- LÁNA LÁTIN GANGA JAFNT YFIR ALLA Minnihlutinn leggur til að eng- inn greinarmunur verði geiður á því hvort í hlut eiga bændur á Suður- og Vesturlandi eða á Norður- og Austurlandi með eft- irgjöf lána vegna óþurrka og svo- kölluð hallærislán. Meirihlutinn hefur hins vegar lagt til að sum lánin yrðu afhent Bjargráðasjóði íslands til innheimtu, en önnur gefin eftir. Tillaga minnihluta nefndarinn- ar hljóðar svo: a. Að afhenda Bjargráðasjóði íslands til eignar 10% millj. kr. skuldabréf, dags. 31. ágúst 1956, vegna óþurrkalána á Suður- og ' Suðvesturlandi árið 1955 og enn- fremur skuldabréf í vörzlu Bún- aðarbanka íslands, upphaflega 3 millj. kr., útgefin 1950 og 1951, vegna harðinda og óþurrka 1949 norður yfir girðinguna. Komu þeir henni síðan til stóðhrossa úr Víðidal. í GÓÐUM HOLDUM Var hryssan í góðum holdum, en snjóþungt er og haglítið orð- ið á heiðum og fjöllum, en sæmi- legir hrosshagar eru í byggð. Hryssa þessi er litförótt, á þriðja vetri. Eigandi hennar er Gestur bóndi í Sunnuhlíð. — Ágúst. Tryllta hryssam fundin Hofi, Vatnsdal, 25. febr. NÚ er loks búið að finna styggu hryssuna, sem tapaðist í leitum á Grímstunguheiði í haust og leitað var eftir í vetur án ár- angurs. Þeir Lárus í Grímstungu og Þorsteinn á Ásbrekku fundu hana í gær norðarlega á Víðidalstunguheiði. og 1950 á Austur- og Norðaustur- landi, enda verði bændum geíin eftir umrædd lán. b. Að gefa eftir svokölluð hall- ærislán, veitt úr ríkissjóði til bænda 1952, að upphæð 5 millj. 320 þús. kr. c. Að taka að sér eftir því sem rannsókn leiðir í ljós að þurfa þyki, greiðslu á allt að 3% millj. kr. lánum, sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir vegna þurrafúa í fiskiskipunum. KVÖLDFUNDUR í GÆR Að lokinni ræðu Magnúsar Jónssonar var umræðu frestað til kl. 8,30 í gærkvöldi og var gert ráð fyrir að 3. umræðu mundi ljúka í gærkvöldi, en at- kvæðagreiðslu yrði frestað þar til í dag. Ný Ijóðabók eftir Vilhjálm frá Skáholti BLÓÐ OG VÍN — með 35 kvæðum NÝ LJÓÐABÓK eftir Vilhjálm frá Skáholti er komin út. Bókin nefnist BlóS og vín. Hún er 78 blaðsíður að stærð, gefin út af Bókaverzlun Kr. Kristjánssonar og prentuð í Hólum h.f. Kápu- teikningu gerði Gylfi Snær. — Þetta er fjórða bók skáldsins, en hinar eru: Næturljóð 1931, Vort daglega brauð 1935 (2. útg. 1936 og þriðja útgáfa, aukin og myndskreytt 1950), Sól og menn 1948. í hinni nýju bók eru 35 ljóð og kennir þar ýmissa grasa. Heiti ljóðanna geta gefið nokkra hug- mynd um yrkisefnin. Svo að dæmi séu tekin af handahófi: Ótti, Næturórar, Þorsti, Már Rík- harðsson, Hugleiðingar um lífið, Ást og draumur, Grímulaus, Hús- ið mitt, Bros, Vín og myndlist, í leit að drottni, Sorg o. fl. Vilhjálmur frá Skáholti er löngu kunnur fyrir ljóð sín og hafa þau hlotið góðar vinsældir. Hefir bóka hans verið lofsamlega getið af ritdómurum, eins og sjá má af nokkrum blaðaumsögnum á kápu. Um tvö kvæða Vilhjálms sagði gagnrýnandi Mbl. Krist- mann Guðmundsson, skáld, 1951: „Herbergið mitt“ og „Jesús Kristur og ég“ munu sjá um að framtíðin geymi nafn hans . . .“ — Sigfús Halldórsson hefir sam- ið lög við mörg kvæði Vilhjálms og Skúli Halldórsson einnig. Vilhjálmur Guðmundsson frá Skáholti. Annar fundur Búnaðarþings; Framtíðarvandamál Búnaðarfélagsíns AN N A R fundur Búnaðarþings var haldinn í Tjarnarkaffl f g»r. Búnaðarmálastjóri Steingrímur Steinþórsson, flutti á fundi þessum langa ræðu, er fjallaði aðallega um framtíðarverkefni Bún- rðarfélags íslands. Ræðumaður rakti í fáum drátt- um sögu þessara elztu at- vinnusamtaka landsmanna, sem stofnuð hefðu verið fyrir 120 árum af 11 mönnum hér í Reykjavík þar af einum bónda utan af landi. Steingrímur sagði að þessi frjálsu samtök bændanna sjálfra ynnu með hinu eina rétta starfsformi. Um þetta vitnaði hann til ummæía Þórðar Þórðarsonar vesturís- lenzka hagfræðingsins er var á ferð hér í sumar, en hann hafði ekki talið neinna úrbóta þörf á sviði stjórnar Búnaðarfél. Hins vegar hafði hann talið stjóm til- raunamála landbúnaðarins gall- aða. NÝTT LANDNÁM >á ræddi búnaðarmálastjóri hið mjög svo auma húsnæði Bún- aðarfélagsins og framtiðarskipun þeirra mála. Hann ræddi og nýtt landnám er hefja þyrfti með stuðningi við ungt fólk er hefja vildi búskap í sveit. Taldi hann okkur ekki eiga að vera að ræða um það með klökkva þótt ein- hverjir vildu flytja úr sveitunum, það væri ekki hægt að binda fólkið þar, sem það vildi ekki vera. Hins vegar yrði að hefja nýtt landnám meðal kaupstaðar- fólksins. Þar væru margir sem hefja vildu búskap ef þeim væri veitt aðstaða til. Þá taldi búnaðarmálastjóri bú- fræðinga hafa orðið fyrir ómak- legu aðkasti, en þeir væru mikillar viðurkenningar verðir og búnaðarskólana taldi hann hafa unnið ómetanlegt gagn und- anfarna þrjá aldarfjórðunga. — Hann ræddi ýtarlega um ráðu- nauta og gildi þeirra. Taldi hann þá hafa verið til mikillar far- sældar fyrir landbúnaðinn. Steingrímur sagði að nú hefðu íslenzkir bændur sigrazt á gras- leysissumrum. Vélvæðingin væri nú orðin svo víðtæk að t. d. Ameríkumenn sem hér væru á ferð hefðu sagt, að á því sviði væru íslenzkir bændur komnir eins langt og ameriskir bændur a. m. k. mjög víða. Þá væru ís- lenzkir bændur einnig langt komnir á sviði bú^járræktar. FLEIRI RÁÐUNAUTAR Búnaðarmálastjóri r.aldi þurfa að ráða fleiri ráðunauta til starfa. Nefndi hann í því sambandi einn jarðræktarráðunaut, einn til tvo búfjárræktarráðunauta, einn hey verkunarráðunaut, einn garð- yrkjuráðuanut og einn bygginga- ráðunaut. Skýrði hann þörfina fyrir þessa ráðunauta í alllöngu máli. Að síðustu ræddi búnaðar- málastjóri fjárhagsvandræði fé- lagsins og þær leiðir er færar kynnu að vera til þess að afla aukins fjár. Næsti fundur Búnaðarþings hefst kl. 9.30 f.h. í dag i Tjarn- arkaffi. Er þá ráðgert að Sæ- mundur Friðriksson segi frá hinni nýju landbúnaðarhöll., Gísli Kristjánsson tali um bún- aðarfræðslu, og tvær kvikmynd- ir verði sýndar. STYKKISHÓLMUR, 22. febr. — Ekkert hefur verið róið héðan þar til á miðvikudaginn. Réru bátarnir þá um kvöldið. Þangað til hafði verið stöðug ótíð. í gær komu bátamir að landi og var aflinn frekar rýr frá 4— 5,5 lest á bát. í dag eru allir bát- ar á sjó, en enginn er kominn að landi ennþá. Veður er nú stillt og gott. — Árni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.