Morgunblaðið - 06.03.1957, Síða 2
2
**MORCVNn T,
Miðvikudagur 6. marz.1957
Fisksölumálin á Alþingi:
Heppilegnst nð iyrirkomukg r
sölu sjúvuruiurðu sé ébreytt
IGÆR fór fram í Neðri deild Alþingis 2. umræða um frumvarp til
laga um sölu og útflutning sjávarafurða. TJm frumvarp þetta
urðu nokkrar umræður, en var frestað og mun nánar skýrt frá þeim
við framhaldsumræður málsins.
Gísli Guðmundsson, framsögu-
maður meirihluta sjávarútvegs-
nefndar talaði fyrir -nefndaráliti
meirihluta nefndarinnar. Ræddi
hann í upphafi máls síns um
vald ríkisstjórnarinnar í sam-
bandi við sölu sjávarafurða og
taldi frumvarpið ekki breyta
því, einnig ræddi hann um fyrir-
komulagið á sölu sjávarafurða
eins og það er nú. Kvaðst hann
ekki vera á móti einkasölu á út-
flutningsvörum sjávarútvegsins,
en hins vegar vera mikið atriði
hvemig á henni væri haldið og
hvernig til tækist um hana, svo
að ekki kæmi fram tortryggni í
garð þeirra, sem með hana færu.
Gísli sagði, að við athugun á
frv., sem hér lægi fyrir hefði
meirihlutinn verið sammála um
að mæla með því til samþykktar.
Pétur Ottesen hafði framsögu
fyrir minnihluta nefndarinnar.
Lagði hann til að frv. væri afgr.
með rökstuddri dagskrá. Kvað
hann rökin fyrir því vera byggð
á tveimur atriðum aðallega.
Kvað hann frv. vera óþarft þar
sem ríkisstjómin hefði í hendi
sér öll þau völd til breytinga er
frumvarpið fæli í sér.
Leitað hefði verið umsagnar
10 aðila um frv. og 7 þeirra verið
á móti því. f því sambandi vildi
hann benda á Sölusamband ísl.
fiskframleiðenda, sem sórstak-
lega hefði verið veitzt gegn með
rökstuðningi fyrir frv. þessu. Nú
væri svo komið að allir þeir, sem
hagsmuna hefðu að gæta í sam-
bandi við sölu saltfisks hefðu fal-
ið S.Í.F. sölu fisks síns og þar
með væri talinn sá aðilinn, sem
með bréfi til sjávarútvegsnefnd-
ar hefði talið rétt að tveir aðilar
færu með sölu saltfisksins. S.Í.S.
hefði falið S.Í.F. að fara með sölu
alls þess saltfisks, sem það hefði
yfir að ráða.
Með frv., sem hér væri um að
ræða hefði rökstuðningurinn að-
allega verið sá að gagnrýna það
sölufyrirkomulag, sem nú væri
á sjávarafurðum og þá einkum
saltfiski. Lýst hefði verið óá-
nægju með það. Nú hefði hins
vegar komið í ljós að framleið-
endur afurðanna vildu enga
breytingu á fyrirkomulagi þess-
ara mála. Þess vegna vildi minni
hlutinn leggja til að frumvarpi
þessu væri vísað frá með rök-
studdri dagskrá.
í lok ræðu sinnar varaði Pét-
ur Ottesen við að ganga inn á
þá braut að gerðar yrðu breyt-
ingar á því fyrirkomulagi, sem
nú væri haft i þessum efnum,
þeim að framleiðendur hefðu
sölu afurða sinna í sínum eigin
höndum.
Sigurður Ágústsson lýsti nánar
umsögnum hinna einstöku aðila,
sem nefndin hefði leitað umsagn-
ar hjá um frv. Nefndi hann nokk
ur dæmi til vamaðar frá þeim
tíma áður en núverandi skipu-
lagi hefði verið komið á um fisk
sölumálin.
Gat Sigurður þess að fullt sam-
komulag væri meðal fiskfram-
leiðenda um fyrirkomulag á sölu
sjávarafurða.
Benti Sigurður á að Lúðvík
Jósefsson, sjávarútvegsmálaráð-
herra hefði, sem meðlimur í hin-
um ýmsu samtökum sjávarút
vegsins, ekki hreyft neinum mót
mælum gegn núverandi skipu-
lagi og ekki.óskað eftir neinum
breytingum sem fulltrúi og
stjórnarmeðlimur í þeim, enda
hefði ekki verið urn að ræða nein
ar óánægjuraddir út af því fyr-
irkomulagi, sem nú væri ríkjandi
I þessum efnum.
Ólafur Thors kvaddi sér hljóðs
og vísaði til ummæla sinna við
fyrstu umræðu málsins, þar sem
hann leiddi rök að því, að mikil
hætta gæti stafað af samþykkt
þessa frv., ef það væri skoðað
sem heimild til ráðherra fyrir
breyttri tilhögun á útflutnings-
málunum, sem boðuð væri í
greinargerð fyrir frumvarpinu.
Ólafur taldi að ef samþykkja
ætti frumvarpið, væri dráttur á
afgreiðslu þess ekki til bóta. —
Sjávarútvegurinn og allt fjár-
málaástand þjóðarinnar væri
með þeim hætti, að full þörf
væri fyrir skjóta sölu sjávaraf-
urða. Því væri æskilegt að svo
skjótt sem auðið er, yrði gengið
úr skugga um það hvort hin
breytta tilhögun spillti verðlagi
og tefði sölu eða ekki.
Kvaðst Ólafur að öðru leyti
vísa til raka Péturs Ottesens og
Sigurðar Ágústssonar, sem skýrt
hefðu komið fram bæði í ýtar-
legu nefndaráliti og ræðum
þeim, sem þeir hefðu flutt við
þessa umræðu.
Sjálfur kvaðst hann aðeins
vilja bera fram tvær fyrirspurn-
ir, aðr« til Lúðvíks Jósefssonar
og hina til framsögumanns sjáv-
arútvegsnefndar, Gísla Guð-
mundssonar.
1. Hvernig rökstyður Lúðvík
Jósefsson nú, eftir að allir salt-
fiskframleiðendur á landinu hafa
á ný falið Sölusambandi ísl.
fiskframleiðenda að selja fram-
leiðslu ársins 1957, að megn ó-
ánægja ríki með saltfisksöluna?
Er það líklegt, eða jafnvel hugs
anlegt, sem stendur í greinargerð
með frumv. að megn óánægja
ríki um fisksölumálin og þá
mest hjá þeim, sem mestra hags-
muna hafa að gæta um þessi mál?
Hvemig má það þá vera að
ekki skuli einn einasti framleið-
andi óska eftir að fela öðrum en
S.f.F. sölu á sinni framleiðslu?
2. Getur Gisli Guðmundsson
skýrt það fyrir þingdeildinni, að
eftir að Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga hefur bréflega til-
kynnt sjávarútvegsnefnd, að bezt
sé að minnst tveir aðilar fari með
fisksölumálin, þá skuli S.Í.S.
sjálft fela S.Í.F. að fara með söl-
una á þeim fiski, sem þeir hafa
yfirráðarétt yfir af framleiðslu
ársins 1957.
Og þetta gerir S.Í.S. hinn 28.
febr., eftir að ljóst er orðið að
frumv. er hér er um að ræða á
að ná fram að ganga og þegar
öllum er ljóst að 'S.Í.S. á þess
kost að fá að ráða útflutningi á
sínum fiski. Menn athugi að hér
eiga þaulvanir og ágætlega hæfir
verzlunarmenn hlut að mái.
Getur nokkrum blandazt hugur
um að það er ábyrgðartilfinn-
ingin, sem segir þessum æfðu við-
skiptamönnum að hagsmunum
fiskframleiðenda sé bezt borgið
með því að hafa aðeins einn út-
flytjanda, þó að pólitík kunni að
valda því að þeir kunni að telja
tvo heppilegri, þá hafa þeir geng-
ið svo frá málunum að þeir sjálfir
geta ekki orðið annar þeirra.
Ólafur Thors lauk máli sínu
með því að vara enn við
breytingu á því fyrirkomulagi
sem ríkjandi hefði verið í þess-
um efnum.
Lúðvik Jósefsson svaraði
nokkru þeirri fyrirspurn, sem
fyrir hann hafði verið lögð. —
Sagði hann að óánægja væri ríkj-
andi meðal saltfiskframleiðnda,
þótt þeir hefðu ekki viljað 'segja
sig úr S.Í.F., enda hefði hann
fyrir hönd þeirra fyrirtækja, sem
hann hefði yfir að ráða ekki vilj-
að segja sig úr þeim. Væri því
skoðun sín hin sama í þessu efni.
Hins vegar taldi hann að beitt
væri áróðri af hálfu Sjálfstæðis-
manna gegn því að sölusamtökin
lytu opinberu eftirliti.
Að lokinni ræðu Lúðvíks var
umræðu frestað og verður nánar
skýrt frá þessum málum við
framhald umræðunnar.
Ungverjar i boði Zonta-systra
Zontaklúbburinn í Reykjavík hélt ungverskum flóttamönnum sem
hér hafa setzt að, samkomu í fyrrakvöld í Tjarnarkaffi. Milli 20
og 30 Ungverjar sóttu samkomu þessa, sem var hin ánægjulegasta.
Þarna voru sýndar kvikmyndir, síðan var sezt að kaffidrykkju og
að lokum dansað til miðnættis. Kom í ljós í samtali við hið ung-
verska fólk að það var þegar farið að geta bjargað sér dálítið í
islenzku. „Þetta gengur allt í áttina", sagði það. — Á myndinni,
sem Ól. K. M„ ljósm. Mbl. tók, sjást nokkrir Ungverjar ásamt
Arndísi Björnsdóttur, leikkonu, sem er formaður Zonta-klúbbsins
og Nönnu Snæland, sem hefur reynzt flóttafólkinu mikil hjálpar-
hella.
Stórhríð eg norðanátt
viða á NorðurlandÉ
Mjólk flutf fil kaupsfaóanna á sleðum
SÍÐAN um helgi hefur verið mikil fannkoma og ófærð á norðan-
verðum Vestfjörðum og á Norðurlandi. Víða hefur verið stór-
hríð þessa daga. Vegir hafa teppzt og mjólkurflutningar hafa geng-
ið treglega, jafnvel orðið að flytja mjólkina á sleðum. Reynt hefur
verið að halda vegum opnum með ýtum, en það hefur gengið
misjafnlega og sums staðar alls ekki verið hægt, t. d. í Höfða-
kaupstað og á Siglufirði.
Arnarfell stöðvað
BORGARNESI, 5. marz: í kvöld
sigldi SÍS-skipið Arnarfell héð-
an áleiðis til Reykjavíkur, þar
sem því verður nú lagt vegna
verkfallsir-s. Héðan átti skipið að
sigla beint til Rostock og sækja
þangað fullfermi af áburði.
Sjómannafélagið í Reykjavik
óskaði eftir því að skipið færi
héðan ekki út vegna verkfalls-
ins. Varð skipstjóri við því og
hætti við utansiglinguna og hélt
til Reykjavíkur sem fyrr segir.
, ★
Hér í Reykjavík hefur nú olíu
skipinu Hamrafelli verið lagt við
festar fyrir utan eyjar. Eru þvi
tvö SÍS-skip nú stöðvuð vegna
verkfallsins.
HÖRKU-NORÐANHRÍÐ
Fréttaritari Mbl. á Skagaströnd
símar eftirfarandi: Ótíðin er
mikil hér og fannfergi geysilegt.
í gær var sæmilegt veður en í
dag er hörku-norðanhríð og mikil
fannkoma. Hvergi sér nú orðið
í auða jörð og allir vegir eru
tepptir. Hægt er samt að ná í
mjólk á næstu bæjum með því
að draga hana á sleðum. Allir
vegir í kauptúninu eru tepptir.
Var byrjað að ryðja þá með snjó-
ýtu í gær, en strax hætt við það
þar sem jafnóðum skefldi í þar
sem mokað var.
Frá Sauðárkróki símar frétta-
ritari blaðsins: Hér hefur verið
snjókoma af og til í tvær vikur,
en þá gekk til norðanáttar. Snjó-
koman helzt ennþá. Vegir eru
ákaflega erfiðir yfirferðar og
hafa verið það síðustu dagana.
Um helgina var reynt að ryðja
vegina með ýtu og var þá hægt
að komast fram í hreppana. En
nótt snjóaði enn á ný og þá
tepptist allt aftur. Ekki hefur
orðið mjólkurlaust hér enn því
bílar hafa getað brotizt eftir
henni en komið hefur fyrir að
þeir hafa verið hálfan sólarhring
á leiðinni, þótt annars taki það
aðeins nokkrar klukkustundir.
Frá Siglufirði berast þessar
fréttir: Mikill snjór er nú hér.
Götur í kaupstaðnum eru tepptar
en mikið hefur snjóað undan-
farna sólarhringa. Mest er þetta
ofanhríð, en ekki hvassviðri. í
dag hefur snjóað af og til, en
veður er kyrrt. Reynt hefur ver-
ið að moka götur bæjarins, en
þær fyllir jafnóðum aftur. Er
þetta óvenjumikil fannkoma um
þetta leyti vetrar liér.
HRÍÐARVEÐUR Á AKUREYRI
Fréttaritari blaðsins á Akur-
eyri, símar, að snjóað hafi þar
talsvert á laugardagsnóttina og
stórhríð hafi verið fyrrihluta
laugardagsins. Fylltust þá allar
traðir í bænum og nágrenninu.
Engin mjólk barst allan laugar-
daginn, nema það sem hægt var
að flytja á sleðum frá næstu bæj-
um. í gær var stárhríð á Akur-
eyri, en hægt var að brjótast eftir
mjólkinni á bílum, þar sem veg-
ir höfðu verið ruddir nokkuð í
sjálfum bænum og dálítið út frá
honum. Fönn hafði samt aukizt
að mun í gær.
FluffierSir einu sum-
ffönffurnur viö MMéruö
M'
Egilsstöðum, 5. marz.
IKILL snjór er hér núna en ágætisveður. Er aðeins hægt að
komast leiðar sinnar á snjóbílum innan sveitarinnar, en sam-
göngur við firðina eru tepptar, nema hvað Þorbjörn Arnoddsson
hefur borizt yfir Fjarðarheiði á snjóbíl sínum til að sækja mjólk
handa Seyðfirðingum og hefur hann verið um 12 tíma á leiðinni.
Raunar er snjóbíllinn, sem
notaður hefur verið innan sveit-
arinnar bilaður nú og snjóbill
Reyðfirðingá er einnig bilaður,
brotnaði í ófærðinni fyrir nokkr-
um dögum. Einu samgöngurnar
við Egilsstaði eru því flugferð-
irnar frá Reykjavík, eins og
stendur. Hefur flugvellinum hér
verið haldið opnum með snjóýt-
um og hefur það tekizt sæmi-
lega vel. Engin stórviðri hafa
SAMKVÆMT tillögu orðunefnd-
ar sæmdi forseti íslands hinn 4.
marz Pál Zóphóníasson, alþingis-
mann, stórriddarakrossi hinnar
íslenzku fálkaorðu fyrir störf að
búnaðarmálum.
Netjavertíð hafin
Vestmannaeyjum, 5. marz. —
Afli línubátanna var mun tregari
í dag heldur en í gær; þó komst
einstaka bátur upp í 10 tonn, en
flestir voru með 6—8 tonn. —
Loðnan er nú komin um allan
sjó og einnig á mið línubátanna
Flestallir bátarnir hættu við lín-
una í dag og munu eftir morg-
undaginn (miðvikudag) um 50
bátar verða byrjaðir með net.
í kvöld um klukkan 8 voru
aðeins 2 bátar komnir að af netj-
um og voru þeir báðir með sæmi-
legan afla. Afli handfærabátanna
hefur verið mjög sæmilegur að
undanfömu. Ekkert hefur frétzt
af veiði í þorskanótina í dag.
verið, en mikil snjódrífa.
í byggð er einnig haglaust.
Bændur eru samt vel heybirgir,
enda var tíð með afbrigðum góð
til jóla og var hægt að beita
sauðfé allt fram að þeim tíma.
Þá var sumarið sérstaklega hag-
stætt til heyskapar og eru menn
hér því vel undir harðindi bún-
ir. — Ari.
2. BOR0
Svart: Reykjavík
(Björn Jóhanness.- Sv. Kristinss.),
abcdefgh
ABCDEFGH
Hvitt: Akureyri
(Ingimar Jónss. - Kristinn Jónss.)
39..... I>5xa4
C