Morgunblaðið - 06.03.1957, Page 11

Morgunblaðið - 06.03.1957, Page 11
Miðvikudagur 6. marz 1957 MORCUNBLAÐ1Ð 11 Valur heíur fengið góðan enskan þjdlfara KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ VALUR hefur ráðið til sín enskan knattspyrnuþjálfara. Er það gamalkunnur enskur knattspyrnu- maður úr hópi atvinnumanna og heitir hann Alexander Weir. Mun hann þjálfa alla flokka félagsins og verður það æði umfangsmikið starf, því Weir vill engan „mömmuleik11 í kringum sig. Hann krefst þess af mönnum að þeir leggi sig fram. Hann hefur og hvar vetna náð góðum árangri og víða farið sem þjálfari. ★ GLÆSILEGUR FERILL Nokkrum blaðamönnum gafst færi á því að ræða við hann og stjórn Vals í fyrradag. Kynnti Gunnar Vagnsson, form. Vals, hinn nýja starfsmann félagsins á þessa leið: Weir er fertugur að aldri. — Hann er fæddur og uppalinn í Skotlandi og lék þar ungur knatt- spyrnu og þótti góður leikmað- ur. Þegar hann var 17 ára var hann „keyptur“ af atvinnuliði. Fór hann inn á braut atvinnu- mannsins og náði góðum árangri, lék m. a. lengi með Preston N.E. Var hann síðan með ýmsum öðr- um atvinnumannaliðum jafn- framt því sem hann aflaði sér staðgóðrar menntunar til þjálf- arastarfa. Mikið orð fer af Mr. Weir sem þjálfara. Hann var um þriggja ára skeið þj'álfari í Sviss, þjálf- aði þar m. a. landsliðið, sem stóð sig vel í heimsmeistarakeppninni 1954. Síðan réðist Mr. Weir til Burma. Var hann yfirmaður í- þróttafræðslu þar, en kenndi sjálfur knattspyrnu. Náði hann miklum og skjótum árangri og á Manilaleikunum 1955 tapaði lið Burma engum leik. í haust sem leið tók Weir við áhugamannaliðinu „Hayes“. Það var þá mjög neðarlega í mótum, en Weir hefur rifið það upp og er það komið í undanúrslit bik- arkeppni áhugamannaliða og mætir það Bishop Auckland, en kjarni þess liðs myndaði enska áhugamannalandsliðið sem keppti hér í ágúst sl. Weir er ráðinn hjá Val til 1. okt. en mun ef báðum líkar vel verða lengur. Hann var ráðinn hingað fyrir milligöngu Axels Einarssonar, en hefur beztu með- mæli enska knattspyrnusam- sambandsins, m. a. Sir Stanleys Roushs. Mr. Weir kveðst vilja fá unglinga og aðra með af full- um áhuga. Hann vill aga, en Alexander Weir ekki þvingaðan aga. Hann vill að hver maður finni og skilji, að aðeins með því að leggja sig fram nær maður árangri sem sótzt er eftir. Knattspyrnulið, sem er þrautþjálfað, hefur á- huga á verkefnum sínum og vill ná langt, það á .alltaf sig- urmöguleika, þó við sterkan mótherja sé að etja, segir þessi þaulreyndi knattspyrnumað- ur. — Við spurðum hann að því, hvort hann kenndi ensku knatt- spyrnuna eða meginlandsknatt- spyrnuna með stuttum samleik. Hann kvaðst telja bezt fara á því að sameina kosti þessara leikað- ferða. Stjórn Vals kvað mikinn á- huga ríkja á æfingum og væntir hins bezta af starfi hins enska þjálfara. Ákveðin er hjá Val ut- anferð 2. flokks til Brumunddal- en í Noregi til endurgjalds heim- sóknar norskra pilta þaðan í fyrra. Taka Valsdrengir þátt í móti í Brumunddalen. Félagslíf hefur verið gott hjá Val í vetur, reglulegir fundir, fræðslu- og skemmtunar, með yngri flokkunum og hafa þeir verið fjölsóttir mjög. Þá er fyrirhuguð ferð til Rúss- lands en svar KSÍ og ÍSÍ við beiðni félagsins um ferðaleyfi hefur ekki borizt ennþá. Landsgangan á skíðum: Sextug kona og 2 ungir drengir gengn 4 km fyrsta daginn MikiII óhugi d gengunni LANDSGANGAN á skíðum sem Skíðasamband íslands hefur for- göngu um, hófst á sunnudaginn, og virðist áhugi manna um land allt vera mikill. Mun láta nærri að fast að 1000 manns hafi lokið göngunni fyrsta daginn. Var þar um að ræða fólk á öllum aldri, allt frá 4, 5 og 6 ára drengjum til fólks á sjötugsaldri. Mjög margir hafa hug á að taka þátt í göngu þessari, sem er 4 km án tímatakmarks, og öðlast rétt til að bera hið fallega skíði, sem er merki göngunnar. Á REYKJAVIK 137 Reykvíkingar gengu þenn- an fyrsta dag. Voru þó mun fleiri á skíðum en lítill sem enginn undirbúningur hafði farið fram fyrir gönguna en því mun von- andi kippt í lag fyrir næstu helgi. Menn voru mjög misjafnlega lengi á göngunni enda skipti tím- inn engu máli, en sá sem lengsí var, var 5 ára snáði, um 1M> klst. ★ AKUREYRI Á Akureyri mun mest við- höfn hafa verið við opnun göng- unnar. Hermann Stefénsson, for- maður KSÍ, flutti ávarp, lúðra- sveit þeytti lúðra og síðan hófst gangan. Göngubrautin þar hefst við íþróttahúsið og síðan er geng- ið spölRorn út fyrir bæinn og til baka. Á Akureyri gengu fyrsta daginn 160 manns, en þar er geng ið á hverjum degi eftir kl. 5. í dag gengur þar kunnur þingeysk- ur fræðimaður og sýnir hvernig Þingeyingar gengu í snjó forð- um. Meðal þeirra sem gengið hafa á Akureyri er Jón Einarsson sem keppti á skíðum fyrstur Akureyr- inga 1916. ★ AKRANES OG AÐRIR STAÐIR Á Akranesi hófst gangan með því að bæjarstjórinn flutti rseðu. Fyrsta daginn gengu 66, en nær 200 Akurnesingar höfðu gengið fyrstu þrjá dagana. Elzt þeirra er gengu fyrsta daginn var 60 ára kona, Þóra Hjartar. Yngstur var 6 ára drengur, Oddur Pétur Jakobsson. Á ísafirði gengu fyrsta daginn 257 og 225 á Siglufirði. Víðar mun hafa verið gengið í þessari ,,landsgöngu“ en á öðr- um stöðum er unnið að undir- búningi. Um hann sjá sérráð og héraðssambönd, en þeim ber að panta merki hjá íþróttafúll- trúa ríkisins. ■Á UNDIRBÚNINGUR í REYKJAVfK Það var leitt til þess að vita að undirbúningi skyldi ekki lok- ið hér í Reykjavík. En það mun stafa af því að skjöl frá Skíða- sambandinu lágu í pósti um 5 daga. Allt ætti því að verða til- búið um næstu helgi og hægt að ganga við hvern skíðaskála. Einnig þyrfti Iþróttabanda- lag Reykjavíkur að hafa for- göngu um, að skólabörn — heilu bekkirnir — færu sam- an til göngunnar. Á meðan öll tún í nágrenninu — t. d. golfvöllurinn við Öskjuhlíð, eru full af snjó, er það auðvelt í framkvæmd. Nú ætti þegar að stofna til skíðaviku í skól- unum. Það er verkefni sem börnin hafa gaman af, og þau eru ekki latari vi ðnámið á eftir, þó þau fái dagsfrí til þess að vera þátttakendur í fyrstu skíðalandsgöngu sem fram fer á Islandi. Svíor heimsmeisiarar í ískBottleik MOSKVU, 5. marz. — Svíar unnu heimsmeistara- og Evrópumeist- aratign í ísknattleik í dag með því að gera jafntefli við Rússa 4:4. Heimsmeistarakeppnin og Evrópukeppni þessi hefur staðið undanfarna daga. Var þetta síð- i asti leikur mótsins og úrslit. f kvöld hefjast afmælishátíðahöld ÍR með fimleikasýningu og körfuknattleikskeppni að Hálogalandi. — Kvennaflokkur félagsins sýnir undir stjórn frú Sigríðar Valgeirsdóttur, en ráðgert er að þessi flokkur taki þátt í alþjóðlegu fimleikamóti í Lundúnum í sumar. — Þá keppa ÍR-ingar í meistarafl. karla í körfuknattleik við fslandsmeistarana IKF og ÍR-stúlkur keppa við stúlkur úr KR. Myndin sýnir nokkrar fimleikastúlkur ÍR á íþróttavellinum s. L sumar. sjöffa hundraö bóka á markaði í Listamannaskálanum t D A G 11 opnum við útsölu á bókum, sem innkallaðar hafa verið undanfarið og eru margar seldar með stórlækkuðu verði. Um 100 bókategundir frá Bókaforlagi Guðmundar Gamalielssonar seljast á 6.00 til 10.00 kr. hver. — Einnig eldri bækur M.F.A. Spennandi happdrætti: Hver sá’ sem kauPir fyrfr kr- ÍOO.OO fær happdrættismiða, sem dregið verður um í hverjum degi kl. 5, þannig að þriðji hver miði fær vinning kr. 100.00, svarar það til þess að afsláttur verði gefinn, sem nemur einumþriðja verðs. Auk þess fá 30 þeir heppnustu Brekkukots »nnál, er hann kemur út. Allir í Listamannaskálann — Opinn kl. 11—6 alla daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.