Morgunblaðið - 09.03.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.03.1957, Blaðsíða 13
Laugardagur 9. marz 1957 MORGVNBLAfíin 13 Dr. Sigurður Sigurðsson um Heilsuverndarstöðina: Heilsuverndarstö&m er mikill og virkur þáft- nr I lifi hæjarbúa Úr ræ&u vib vigsluathöfnina 2. jb.m. STJÓRN Heilsuverndarstöðvar j Relkjavíkur hefur þótt til- hlýðilegt, að gefa yður, sem hér eruð saman komin, kost á því, að koma hingað í dag, til að kynn- ast hinum nýju húsakynnum stofnunarinnar. Það kann að hljóma undarlega í eyrum, að talað sé hér um vígsluathöfn, þar sem sumar deildir heilsuverndar- stöðvarinnar hafa þegar starfað hér um árabil. Þannig tók fyrsta deildin (barnadeildin) til starfa í þessari byggingu fyrir rúmum þremur árum. Síðan hafa hinar ýmsu deildir stöðvarinnar flutt hingað smám saman eftir því sem byggingunni miðaði áfram og er eigi langt síðan hin síðasta þeirra berklavarnadeildin bættist í hóp- inn. Nú eru allir aðalþættir heilsu- verndarstarfsemi bæjarins flutt- ir hingað í hin nýju húsakynni. Með því er mikilsverðu marki náð, sem ástæða þykir að fagna. Þess vegna er efnt til þessa kaffi- boðs hér og býð ég alla gesti vel- komna til þess. Skal nú stuttlega greint frá til- drögum byggingarinnar og henni lýst í aðaldráttum: TILDRÖG BYGGINGARINNAR: Þann 7. febrúar 1946 sam- þykkti þá nýkjörin bæjarstjórn Reykjavíkur að kjósa fimm manna nefnd til að gera tillögur um stærð og fyrirkomulag full- kominnar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík. Var nefndin kosin á næsta fundi bæjarstjórnarinnar, þann 21. febrúar og skipuð eftir- töldum mönnum: Jóhanni Haf- stein, bæjarráðsmanni, Jóhanni Sæmundssyni, prófessor, Katrínu Thoroddsen, lækni, Sigríði Eiríks- dóttur, hjúkrunarkonu og Sig- urði Sigurðssyni, yfirlækni og bæjarfulltrúa, og var hann for- maður nefndarinnar. 12. sept. 1947 samþykkti bæjarráð að fela húsa- meistara bæjárins, að gera upp- drætti að húsinu í samráði við nefndina, og samkvæmt tillögu hennar var því ákveðinn staðúr á svæðinu sunnan Sundhallar en norðan Egilsgötu, milli Baróns- stígs og Snorrabrautar. Húsameistari bæjarins Einar Sveinsson gerði síðan uppdrætt- ina að húsinu ásamt Gunnari Ólafssyni húsameistara og luku þeir við þá sumarið 1949. Voru þeir samþykktir af bæjarráði 8. júlí það ár og af bygginganefnd í febrúar 1950. Seint á árinu 1949 var lítils háttar byrjað að grafa fyrir grunni hússins, en byggingar- vinna hófst eigi fyrr en í maí 1950. Var síðan unnið að bygg- ingunni eftir því sem fjárfesting- arleyfi voru veitt og byggingar- efni var fyrir hendi. LÝSING OG BYGGINGARMÁTI: Grunnflötur byggingarinnar er 1516 fermetrar. En að rúmmáli er hún 16.500 rúmmetrar. Aðal- húsið, eða miðhluti byggingarinn- ar er grunnhæð, 3 hæðir og ris- hæð. Út frá því liggja 2 lægri álmur, Barónsstígsálman, sem er 2 hæðir og Egilsgötuálman, sem er að mestu leyti ein hæð. Þetta fyrirkomulag byggingarinnar var valið með sérstöku tilliti til þess, að hér koma saman margar ó- skyldar greinar heilsuverndar- starfseminnar. Var talið nauð- synlegt, að þær væru vel að- greindar hver frá annari, t.d. með sérstökum inngangi, enda þótt allar þessar deildir starfi að sjálf sögðu sem ein heild. Það er óvenjulegt við þessa byggingu, að allir aðalþættir heilsuverndarstarfseminnar eru þar sameinaðir undir einu þaki. Er þetta mikill kostur vegna sam- starfs hinna ýmsu deilda og sér- lega æskilegt í bæjarfélagi, sem ekki er stærra en Reykjavík. Byggingin er úr járnbentri steinsteypu, gróf- og fínhúðuð, og olíumáluð hið innra, en húðuð að utan með rauðum marmara. Slétt aluminium er á þaki. Út- veggir eru einangraðir með 10 cm þykkum vikurplötum og tvö- Fyrri hluti falt gler (thertnopane) í glugg- um. — Á nokkrum gólfum er terrazzo og flísar, en annars 4,5 til 6,5 mm þykkur gólfdúkur (línoleum), sem lagður er á korkþynnur, vegna hljóðeinangr- unar og slits. Til hljóðeinangr- unar í herbergjum og göngum eru 2 cm þykkar Acousti-Celo tex-plötur á loftum. Venjuleg miðstöðvarhitun er í byggingunni og auk þess loft- ræsingarkerfi. Auk venjulegra rafmagns- og símalagna, er tal- eða kall-kerfi í byggingunni ásamt ljósamerkja kerfi í sjúkradeildum. Sérstök vara-rafmagnsstöð er fyrir bygg- inguna. Stofnkostnaður hefir orðið sem hér segir: Byggingarkostnaður nemur um 18,6 millj. krónum. Ýmis útbúnaður svo sem vara- rafstöð, lækningatæki, eldhúsá- höld, innanstokksmunir og hvers konar húsbúnaður samtals 3,4 millj. kr. Greiðir Reykjavíkur- bær % hluta kostnaðarins en ríkissjóður % hluta. HLUTVERK STOFNUNARINNAR: Skal nú starfsemi stofnunar- innar rakin í aðalatriðum: Stjórn stöðvarinnar skipa þrír menn. Formaður hennar er dr. med. Sigurður Sigurðsson, skip- aður af ríkisstjórninni, dr. med. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, skipaður af bæjarstjórn Reykja- víkur og Gunnar Möller, fram- kvæmdastjóri, skipaður af sjúkra samlaginu. Undir stjórn stöðvar- innar fellur einnig rekstur bæjar- spítalans og slysavarðstofunnar, sem hvort tveggja er til húsa í byggingunni. Framkvæmdastjóri stjórnarinnar er Hjálmar Blön- dal, en forstöðukona Heilsuvernd- arstöðvarinnar Sigrún Magnús- dóttir. Ríkissjóður, Reykjavíkurbær og Sjúkrasamlag Reykjavíkur greiða hvert sem næst % hluta af rekstrarkostnaði stöðvarinnar. Deildir Heilsuverndarstöðvar- innar eru sem hér segir: Berklavarnadeild. Hún hóf starf sitt í þessari byggingu þ. 7. júlí sl. eða seinast allra deilda stofnunarinnar. Gengið er í hana frá Egilsgötu. Hlutverk þessarar deildar er að hafa upp á virkum berklasjúklingum og hafa eftir- lit með heilsu þess fólks sem ver- ið hefur berklaveikt. Yfirlæknir deildarinnar er dr. med. Óli P. Hjaltested. Á síðastliðnu ári var fjöldi læknisskoöana í þessari deild 19583 á 14735 einstaklingum. Barnadeild. Gengið er í þessa deild frá Barónsstíg, um nyrðri dyr. Hóf þessi deild starfsemi sína hér í húsinu þ. 4. des. 1953 eða langt á undan öllum öðrum deild- um. Hefur hún með höndum eftirlit með heilsufari barna fram að skólaskyldualdri. Þar fara fram allar bólusetningar þessa aldursskeiðs. Þar er einnig ljós- lækningastofa fyrir börn, er slíkr j ar meðferðar þarfnast. Yfirlækn- ir deildarinnar er Katrín Thor- oddsen. Á síðastliðnu ári var fjöldi læknisskoðana í þessari deild 10247 á alls 4084 börnum. Geta má þess sérstaklega að af 1770 nýfæddum börnum, sem tilkynnt voru til stöðvarinnar á þessu ári hér í bænum, voru 1719 undir eftirliti hennar. Hjúkrunarkonur heilsuvernd- arstöðvarinnar fóru alls í 15947 vitjanir til eftirlits á börnum í bænum á árinu. Auk þessa fór fram á þessari deild ónæmisaðgerðir vegna ým- issa næmra sjúkdóma, svo sem bólusóttar, barnaveiki, kíghósta, ginklofa og mænusóttar. Voru þessar ónæmisaðgerðir alls fram- kvæmdar í 31785 skipti. Þá má ennfremur geta þess hér, að á sl. ári voru auk þessa framkvæmdar alls 24582 ónæmis- aðgerðir aðallega vegna mænu- sóttar í ýmsum skólum bæjarins. Annaðist heilsuverndarstöðin framkvæmd þessa verks. Er því heildartala ónæmisaðgerða á veg- um stöðvarinnar á sl. ári 56.367. Mæðradeild. Gengið er í þessa deild frá Barónsstíg. Fluttist hún STAKSTEINAR Ljót aðkoma Siglfirðingur segir 27. febr. Dr. Sigurður Sigurðsson hingað í húsið 29. des. 1954. Deild- in hefur eftirlit með heilsu bárns- hafandi kvenna. Yfirlæknir deild arinnar er Pétur H. J. Jakobsson. Á árinu 1956 komu alls 2769 konur til rannsóknar í deildina, en fjöldi læknisskoðana var þar alls 8952. Áfengisvarnadeildin. Deild þessi er í austurenda aðalbygg- ingarinnar. Hefir hún með hönd- um læknisfræðilegar og sálfræði legar leiðbeiningar og hjálpar- störf fyrir fólk vegna ofnautn- ar áfengis. Læknar deildarinnar eru Alfreð Gíslason og Kristján Þorvarðsson. Einnig starfar þar Kristinn Björnsson, sálfræðingur. Þessi deild hóf starf sitt hér 11. júlí 1955. Á sl. ári var fjöldi læknisskoðana hér 4922 á 298 einstaklingum. Húð- og kynsjúkdómadeild. Deild þessi er í Barónstígsálmu og er gengið í hana Sundhallar megin. Hún fluttist í þetta hús þ. 15. des. 1954. Deildin annast lækningar kynsjúkdóma og smit- andi ' húðsjúkdóma. Jafnframt reynir hún að hefta útbreiðslu þessara sjúkdóma með því að rekja feril þeirra og fá sjúkling- ana til meðferðar. Yfirlæknir deildarinnar er Hannes Guð- mundsson, lælcnir. Á s.l. ári voru framkvæmdar í þessari deild 1485 læknisskoðanir á 483 ein- staklingum. Þá sér Heilsuverndarstöðin um sjúkra-hjúkrun í heimahúsum. Voru 3 hjúkrunarkonur starfandi í þessari grein á sl. ári. Fóru þær alls í 7051 sjúkravitjun. Er hér um að ræða mjög mikils- vert starf einkum í bæjarfélagi þar sem fjöldi sjúkrarúma er af skornum skammti. Auk sjálfrar Heilsuverndar- stöðvarinnar hafa eftirtaldar stofnanir aðsetur í húsinu: Skrifstofa borgarlæknis. Hún er í Barónsstígsálmunni og gengið inn um nyrðri dyr. Eins og kunn- ugt er hefur borgarlæknir með höndum, auk embættislæknis- starfanna, framkvæmd heilbrigð- ismála bæjarins. Fluttist starf- semi hans í húsið þ. 7. júlx 1955. Bæjarspítalinn tók til starfa þ. 12. okt. 1955, í byrjun mænusótt- arfaraldursins er þá gekk hér. Hefur hann til umráða tvær efstu hæðir aðalbyggingarinnar, svo Fx-amh. á bls. 10 „Öll sín svik, úrræðaleysi og öngþveiti, sér í lagi á sviði efna- hagsmála og fjármála, afsakar stjórnarliðið með einni sctningu: „Árfux-inn frá íhaldinu“. í því sambandi er sögð sú saga, að Eysteinn Jónsson, fyrr- verandi og ennverandi fjármála- ráðherra á þjóðarskútunni, hafi við stjórnskiptin gengið snúðugt út úr ráðuneyti sínu (fjáx-mála- ráðuneytinu) — snúið við á gangi frammi, bankað á sínar eig- in dyr, inn gengið á ný og mælt: Hér er Ijót aðkoma.“ Frásögn Áka Frá vígslu Heilsuvcrndarstööva rinnar. Áki Jakobsson rifjaði upp í Alþýðublaðinu 2. marz atvik er gerðist þegar h'ann sagði sig úr Sósíalistafélagi Reykjavíkur, en Alþýðublaðið birti á sínum tíma fyrst þá fregn. Áki segir svo: „Daginn sem Alþýðublaðið birti fréttina kom Einar Olgeirs- sen til mín upp á skriístofu mína á Laugavegi 27 og bað mig um, ja hvað haldið þið aú, ekki að taka aftur úrsögn mína, það vissi hann að var tilgangslaust, heldur að gefa sér til birtingar yfirlýsingu um að frétt Alþýðu- blaðsins væri lygi. Hann sat yfir mér í marga klukkutíma, sló á alla strengi tilfinninga og í víð- bót fór hann út í beinar hótanir við mig til þess að .'á mig til þess að gefa yfirlýsingu að frétt Alþýðublaðsins væri ósönn-----. Daginn eftir kom Einar OI- geirsson enn til min á skrifstofu mína og sárbað mig og særði í marga klukkutíma að gefa þessa yfirlýsingu um að frétt Alþýðu- blaðsins væri lygi. En þegar ég neitaði og honum var orðið ljóst að hann fengi enga yfirlýsingu frá mér gafst hann upp og dag- inn eftir eða 2 dögum eftir nt Alþýðublaðið birti fréttina kom viðurkenning í ÞjóðviJjanum á því að ég hefði sagt mig úr Sósíalistaflokknum. Ég veit um nokkur dæmi þess að forystu- menn Sósíalistaflokksins hafa þvingað menn til þess að gefa rangar yfirlýsingar jafnvel vís- vitandi ósannindi, sem þeir hafa svo látið birta í blaði flokksins honum til framdráttar. Tilgang- urinn helgaði meðalið, þess vegna var sjálfsagi að fá ósann- ar yfirlýsingar ef þær voru tald- ar honum að einhverju gag..i“. Hugleiðing Þjóðviljinn segir aftur á mótl í grein, sem hefur undir yii/- sögn: „Örlítil hugleiðing um AI- þýðublaðið og sannleikann“: „Alþýðublaðið hefur aðci~/3 þann hátt óforbetranlegra sykkó- patískra lygara að hefja ný hróp þegar þau fyrri hafa verið Icveð- in niður, og skiptir þá minnstu hvað hrópað er“. Von er að vel takist, eða hitt þó heldur, um lausn vandasamra mála, þegar samlyndíð er slíkt á stjórnarheimilinu. Viðurstyggileg tilraun Gunnar Egilsson, sem Alþýðu- blaðið hafði ásakað fyrir komxn- únisma o.fl. svaraði ásökununium í blaðinu svo: „Þetta tal heimildarmanns blaðsins um hina „kommúnist- isku síjórn félagsins“ er svo við- urstyggileg tilraun til þess að kasta rýrð á mig og meðstjórn- endur mína að ég auðvirði mig ekkj með því að svara því-----“. Þjóðviljinn taldi það sérstakan, eftirminnilegan sigur fyrir sig, að sá maður, sem með þessum orð- um ber af sér ásakanir um komm únisma, skyldi vera kosinn for- maður í stéttarfélagi sínu. Má þar um segja, að flest er hey i harðindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.