Morgunblaðið - 09.03.1957, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 9. marz 1957
GULA
herbergið
eftir MARY ROBERTS RINEHART
Framhaldssagan 71
Þetta hefur verið mér erfitt, en ég
vil ekki láta saklausan mann líða
fyrir sekan.
— En hver var þetta þá? Vitið
þér það ekki?
— Ég vil ekkert fullyrða, en ég
er hræddur um, að það hafi verið
Terry Ward. En ég tek það fram,
að ég er engan að ákæra. Og ég
held ekki, að þessi skotárás hafi
verið viljaverk. Ég var að elta
hann og frú Hilliard lenti þama
i veg fyrir hann. Og eftir langa
flugherþjónustu gæti hann verið
bilaður á taugum. Ég veit ekki.
Nú greip Dane fyrst fram í. —
Veit frú Hilliard, að það voruð
þér, sem fluttuð hana til?
— Það hugsa ég ekki. Hún var
meðvitundarlaus. Hefur væntan-
lega fengið taugaáfall ura leið.
— Hafið þér nokkra hugmynd
um, hvers vegna hún var úti á þess
um tíma nætur?
Ofurstinn ókyrrðist. — Hún
hlýtur að hafa verið á ieið til
Wards, sagði hann. — Það virðist
greinilegt. Hún hafði gengið eftir
stígnum út að götunni og var að
fara yfir hana. Líklega hefur
hann hvorki ætlað að skjóta á
hana né myrða, heldur aðeins
hræða hana.
— Og hafið þér sagt Ward
þessa sögu? spurði Floyd, ösku-
vondur.
— Nei. Og ég hefði ekki komið
hingað heldur, nema til þess að
hindra, að bróðir Carol Spencer
væri stimplaður morðingi. Því get
ég ekki íátið ómótmælt.
Hann sneri sér hægt við og gekk
til dyra, án þess að kveðja.
25.
Dane varð eftir inni. Floyd sat
og starði á dyrnar, með hálfopinn
munninn og Mason skellti niður
stól sínum með dynk. Augu Floyds
snerust hægt að Dane.
— Hvaða erindi eigið þér hing-
að? spurði hann. — Voruð þér
kannske líka viðstaddur, þegar
skotið var á þessa Hilliard-
kvensu? Það er eins og allir sum-
argestirnir hér séu á ferð á nótt-
unni. Kannske þér hafið líka skot-
ið hana. Eruð þér ekki fyrirtaks
skytta?
— Hvað sem um það kann að
vera, hef ég að minnsta kosti ekki
hafzt við úti í Grenihlíð, síðasta
hálfan mánuðinn, eða þar um bil.
— Og hver hefur það? Við höf-
um leitað vandlega í húsinu, og
ekki fundið neitt nema þessi
teppi.
— Ef þér leitið betur munuð
þér finna þar vænan slatta af ný-
legum niðursuðudósum, rétt hjá,
bflskúmum.
— Og hvaða þýðingu hefði það?
öskraði Floyd. — Hver er eigin-
lega meiningin? Eruð þið öll í
UTVARPIÐ
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Öskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). 16,30 Endurtek-
ið efni. 18,00 Tómstundaþáttur
bama og unglinga (Jón Pálsson).
18,30 Dtvarpssaga barnanna:
„Steini í Ásdal“ eftir Jón Bjöms-
son; II. (Kristján Gunnarsson
yfirkennári). 18,55 Tónleikar
(plötur). 20,20 Leikrit: „Höfuðs-
maðurinn frá Köpenick" eftir Carl
Zuckmeyer, í þýðingu Bjama
Benediktssonar frá Hofteigi. —
Leikstjóri: Indriði Waage. 22,10
Passíusálmur (18). 22,20 Danslög
(plötur). 24,00 Dagskrárlok.
bandalagi til bess að bjarga Greg
Spencer? Einhver flakkari sezt að
í tómu húsi, og samstundis er hann
búinn að myrða stúlku, skjóta á
konu og hræða Lucy Norton til
ólífis. Ofurstinn segist hafa séð
hann, þér segizt hafa fundið, hvar
hann hafðist við og svo tilkynnið
þið, að þið hafið fundið morðingj-
ann!
Þegar Dane hafði gert skyldu
sína, ók hann heimleiðis, hægt og
bítandi. Eitt atriði í sögu ofurst-
ans fannst honum mjög einkenni-
legt, og hann var enn að hugsa
um það, er hann sá gamla mann-
inn á götunni fram undan sér, þar
sem hann gekk, seinfær og niður-
dreginn, áleiðis heim til sín.
— Viljið þér sitja í? spurði
hann.
Ofurstinn rétti úr sér. — Já,
þakka yðu fyrir. Ég er ekki eins
ungur og ég er að reyna að halda,
að ég sé, majór.
Þegar þeir voru komnir af stað,
sneri Dane sér strax að sögu of-
urstans um það, þegar skotið var
á Elinor.
— Ég skil að þér eruð í nokkr-
um vanda staddur, sagði hann. —
Þér eruð ekki viss um, að þetta
hafi verið Terry Ward, er það?
— Ja, hvað á maður að halda.
Þetta var áreiðanlega staðkunnug-
ur maður og þér vitið sjálfur,
hvernig ófriðurinn getur leikið
menn.
— Myndi gamli Ward vopna
sig til þess að hitta sonarson
sinn?
Ofurstinn roðnaði og varð vand
ræðalegur á svipinn.
— Ég er hræddur um, að hann
sé að vopna sig gegn mér. Hann
hefur ekki verið eins og hann á
að sér, í seinni tíð. Hann getur
hafa séð mig vera að færa Elinor
til, skiljið þér. Kann að hafa heyrt
skotið og því komið út. Hann hef-
ur verið breyttur maður síðan. Við
tefldum alltaf skák saman, lengi
vel, en höfum ekki gert það síðan.
Dane fannst það átakanlegt að
hugsa sér þessa tvo öldunga vera
farna að tortryggja hvor annan.
Þetta var gamla sagan, hugsaði
hann: enginn gat verið fullkom-
lega hreinskilinn. Svona var það
alltaf kringum glæpi.
— Hvað þekkið þér eiginlega
Terry Ward mikið, ofursti. Hafið
þér þekkt hann lengi?
— Síðan hann fæddist. Og ég
þekkti föður hans á undan honum.
Góð fjölskylda frá Boston. Ég
veit, að drengurinn tekur sér lát
ömmu sinnar nærri. Ofurstinn
ræskti sig. — Það veit ég, að hann
hefur aldrei skotið viljandi á Elin
or. Það getur hafa verið einhver
ástæða til hins. Guð skal vita, að
ég vil engan dæma. En hvers
vegna Elinor?
— Það var húðarrigning. Hann
kann að hafa haldið, að þetta væri
einhver annar. Þér sjálfur sögð-
uð eitthvað svipað.
Ofurstinn var eins og í óvissu
og jafnvel utan við sig. — Ég
get ekki að því gert. Nat vill ekki
tala við mig. Hann talar ekki við
neinn í dag. Hann er alveg niður-
brotinn maður.
— Hafið þér nokkra hugmynd
um, hvar Terry er nú?
— Farinn, býst ég við. Menn
eru fljótir á rörum nú á dögum.
Stökkva upp í flugvél og geta ver-
ið komnir til einhverrar nafn-
lausrar eyjar áður en maður get-
ur litið við. En ég ætti ekki að
vera að tala um eyjar. Hver veit
nema sonur minn sé einmitt á
einni þeirra. Þér vitið kannske,
að fólk telur mig hálf-geggjaðan
hérna. Hann brosti veiklulega.
— Er það? Hvers vegna?
— Vegna sonar míns. Við vor-
um mjög samrýndir. Eftir að kon-
an mín dó, átti ég ekkert nema
drenginn og .... jæja, sleppum
því. Ég held aðeins, að ég myndi
vita það — finna það á mér — ef
eitthvað hefði komið fyrir hann.
Kannske þykir yður það heimsku-
legt.
— Alls ekki, svaraði Dane al-
varlega.
— Til dæmis vissi ég, þegar
hann fékk lungnabólguna í skól-
anum. Ég vaknaði um miðja nótt
og var svo sannfærður um þetta,
að ég símaði tafarlaust. Og það
reyndist rétt vera. Þetta er sjálf
sagt einhver dulrænn hæfileiki,
þó að mér reyndar leiðist alltaf
það orð.
Hann tók úrklippumar upp úr
veskinu sínu. Þar var sagt frá
flugmanni, sem hafði fundizt, eft-
ir að hans hafði verið saknað mán-
uðum saman, og hafði þá verið á
eyju í Kyrrahafinu, þar sem inn-
fæddir menn höfðu haldið í honum
lífinu. Hann hafði særzt illilega,
en var nú aftur kominn í herþjón
ustuna. Dane las þetta með alvöru
svip.
— Er þetta svo að skilja, að þér
haldið, að þetta hafi verið sonur
yðar? spurði hann.
Hryggðarsvipurinn kom aftur
á andlit ofurstans. — Það væri
vitanlega of mikið að vona, sagði
hann, — en það sýnir aðeins, að
svona getur komið fyrir. Það er
svo mikið til af þessum eyjum,
að ég hef aldrei getað trúað því,
að Don væri týndur fyrir fullt og
allt.
— Það getur alltaf verið ein-
hver von, sagði Dane, — og það er
það, sem heldur okkur öllum tór-
andi.
Ofurstinn steig út úr bílnum
við hliðið heima hjá sér. Hann
hafði elzt á fáum dögum, og það
Fundur
Knattspyrnusamband íslands boðar til fundar á Akra-
nesi laugardag 9. marz kl. 5,30, í félagsheimili templara,
fyrir stjórnir knattspyrnuráðs íþróttabandalags, knatt-
spyrnufélaga, knattspyrnumenn, nefndir og aðra, sem að
knattspyrnumálum starfa á Akranesi.
D a g s k r á :
Ávarp, erindi, kvikmynd.
Frjálsar umræður.
Þess er vænst að ofangreindir aðilar fjölmenni
stundvíslega.
KNATTSPYRNUSAMBAND ÍSLANDS.
Símastúlka óskast
Stúlka óskast nú þegar til símaafgreiðslu á opinberri
skrifstofu. Uppl. óskast um aldur, nám og fyrri störf um-
sækjenda. Umsóknir sendist blaðinu fyrir 12. þ. m.
merkt „Símavarzla“ —2253.
JARÐTÆTARAR
Jarðtætarar frá Rotary Hoes Ltd. eru einu tætararnir,
sem reyndir hafa verið hér á landi og hlotið meðmæli
Verkfæranefndar ríkisins. Þeir eru nú notaðir á öllum
stærstu búum landsins s.s. Bændaskólunum að Hólum og
Hvanneyri, Gunnarsholti, Landnámi ríkisins og mörgum
búnaðarfélögum. Ef leyfi og gjaldeyrir verður fáanlegur
getum við nú útvegað tætara fyrir flestar stærri gerðir
traktora, sem eru með vökvalyftu.
Nauðsynlegt er að þeir bændur, sem ætla að kaupa hjá
okkur tætara fyrir vorið hafi samband við okkur sem
allra fyrst.
Hverfisgötu 50 — Sími 7148.
apni gestsson
SKODA VÉLSKÓFLUR
Mjög góð reynsla hérlendis, —
hentugir greiðsluskilmálar.
Hafið samband við skrifstofuna sem fyrst.
HÉÐINN
MARKÚS Eftir Ed Dodd
1) Jonni Malotte hefur dregizt
aftur úr keppninni vegna dular-
fulls óhapps. Nú knýr hann
hundana áfram.
2) Seinna: — Það var eitt-
hvað undarlegt í sambandi við
það að ísinn brotnaði. ísinn á
ánni er svo þykkur, að það ætti
að vera útilokað að hann geti
brotnað.
3) — Vitleysa, það er ekkert
undarlegt. Það hefur verið loft-
rúm undir ísnum. Jonni var mjög
óheppinn.