Morgunblaðið - 09.03.1957, Síða 9
Laugardágur 9. marz 1957
MORGUIVBLAÐIÐ
9
— HVÖT 20 ÁRA
Breiðagerðisskólinn. Álman, sem nú þegar er byggð og sýnd er á
nppdrætti. Til hægri sést á miðálmuna, sem er í byggingu.
ðttfó § • mmm
k~i
Hér sést grunnmynd af kennsluálmu með 5 stofum, í Breiðagerðisskólanum. Kins og uppdrátturing
sýnir er hver stofa eining út af fyrir sig. Er gengið beint af leikvcllinum inn í sérgang, sem fylgir
hverri kennslustofu. Hér er um nýmæli að ræða hérlendis, sem hefur reynzt vel þann tíma, sem
skólinn hefur starfað, og er því fyrirhugað að hafa sama fyrirkomulag í Vogaskóla. Auk þess er hægt
að ganga eftir endilöngu húsinu. í hverri stofu er krókur, þar sem tiltekinn hópur nemenda getur
unnið að sérverkefnum. — Tii vinstri á uppdrættinum eru hreinlætisherbergi. Til hægri við þessa
álmu, sem liggnr frá austri til vesturs kemur miðálman, sem liggur frá norðri til suðurs, en til hægri
við hana kemur nokkru lengri álma af sömu gerð og sú álma, sem byggð er.
Nýi skólinn við Breiðagerði í hyggingu
I FYRRA var hafin bygging
Hér sést þverskurður af álmuimi, sem nú er reist af Breiðagerðis- barnaskóla við Breiðagerði. Á sl.
skólanum. Sést að birtan kemur frá tveim hliðum imi í skólastof- sumri var önnur kennsluálman,
una sem gefur jafna og góða birtu og er hentugt vegna loftræsingar. með 5 stofum byggð. Nú er í bygg
ingu miðálma skólahússins en
þar verða 6 kennslustofur, dyra-
varðaríbúð og húsnæði fyrir
stjórn skólans. Ætlunin er að
ljúka þessari álmu í sumar. Síð-
an er eftir að byggja þriðju álm-
una en þar verða 10 kennslustof-
ur og sundlaug. Ennfremur er
eftir að byggja fimleikasal. Skól-
inn fullbyggður mun verða nær
12000 rúmmetrar að stærð og
rúma um 1000 börn.
•
Fyrirhugað er að skól'nn, sem
byggja á í Vogunum verði að
nokkru byggður eftir sömu
teikningu og Breiðagerðisskóli,
þannig að sá hluti Vogaskólans,
sem er fyrir nemendur á barna-
skólastigi verði byggður eins og
sú álma Breiðagerðisskólans, sem
þegar er búið að reisa. í sumar
verða væntanléga byggðar 8
stofur af þeirri gerð í Vogaskóla.
í Vogaskólanum er áætlað að
verði 28 almennar kennslustofur.
Séð inn í hluta af kennslustofu í Breiðagerðisskóla.
Frh. af bls. 8
kosningar í Reykjavík í aðsigi,
þær sem fóru fram 1938. Þar
vann flokkurinn glæsilegan kosn-
ingasigur, fékk 9 menn kjörna
í bæjarstjórn Reykjavíkur
sem hann hefir haldið æ siðí
Ekki skal um það fullyrt hver
þáttur starf Hvatarkvenna var í
þessum kosningasigri flokksins,
en víst má telja að ekki hefir
það starf gert sigurinn minm en
hann reyndist.
Þegar frá upphafi félagsins
voru haldnir félagsfundir mán-
aðarlega, um ýmis stjórnmála-
efni og hefir sú venja haldizt æ
síðan. Hafa fundir félagsins jafn-
an verið prýðilega sóttir og
félagsstarfið með afbrigðum lif-
andi og ötult og konur mjög
áhugasamar. í byrjun var mark-
mið og stefna félagsins mörkuð,
sem fyrr segir, og hljóðaði stefnu
skráin svo:
MARKMIÐ félagsins er að
vinna að eflingu Sjálf-
stæðisflokksins á grundvelli
einstaklingsframtaksins til
hagsbóta öllum landsmönnum.
Einkum vill félagið taka
þetta fram:
1- að unnið sé að samúð og
auknum skilningi á heil-
brigðismálum og öðru er
viðkemur heilsuvernd þjóð
arinnar, með því t. d. að
heilbrigðislöggjöfin verði
endurbætt og heilbrigðis-
ráð verði stofnað, er hafi
eftirlit með heilbrigðismá!
um í landinu.
2. að uppeldismálin verði
tekin til rækilegrar rann-
sóknar og að leitazt verði
við að þroska einstaklings-
eðli og sjálfstæða hugsun
barna og unglinga og glæða
ættjarðarást þeirra á öll-
um sviðum.
3. að unnið verði að því að
stofnuð verði sjálfstæðis-
félög kvenna um allt land.
4. að unnið sé að auknum
skilningi og samúð milli
verkafólks og atvinnurek-
enda.
Eins og af þessu sést hafa sum
baráttumál Hvatar þegar verið
farsællega framkvæmd. En höfuð
verkefnið er ávallt hið sama og
tekur aldrei enda: að vinna
'Sjálfstæðisflokknum aukið fylgi.
Stofnun Hvatar er að því leyti
sögulegur viðburður í íslenzkri
félagsmálasögu að það er fyrsta
stjórnmálafélag kvenna. En önn-
ur fylgdu brátt í kjölfarið og
sjálfstæðisfélög kvenna voru
stofnuð að tilhlutan Hvatar-
kvenna sem tókust ferðir á hend-
ur út um land í þeim tilgangi.
Sama árið, 1937, er stofnað Sjálf-
stæðiskvennafélag í Hafnarfirði
en síðan á ísafirði, Bolungarvík,
Siglufirði, Vestmannaeyjum,
Akureyri, Keflavík og nú síðast
í Kópavogi.
Á öllum þessum stöðum hafa
þau verið lyftistöng fyrir starf
flokksins og unnið að sigrum
hans.
Þá ber einnig að geta þess að
fyrir frumkvæði Hvatar var
stofnað landssamband þessara
Sjálfstæðiskvennafélaga hér í
Reykjavík vorið 1956 og var frú
Kristín L. Sigurðardóttir kjörin
formaður þess, en hún sat á þingi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í nær
7 ár.
Félagsstarfið hefir frá upphafi
verið fjölbreytt, fundir og
skemmtanir á vetrum en skemmti
og kynnisfarir um landið á sumr-
um sem hafa jafnan verið mjög
vinsælar og fjölmennar.
Formaður Hvatar varð frú
Guðrún Jónasson og gegndi hún
því starfi með afburða dugnaði
og áhuga samfleytt í 18 ár. Þá
tók við formennskunni María
Maack, og er hún nú formaður.
Afmælisins minnast Hvatarkon-
ur með fagnaði í Sjálfstæðishús-
inu nú á mánudaginn 11. marz.
ÞEGAR ég ræddi við Maríu
Maack um félagsstarfið og
framtið Hvatar, spurði ég hana
að því að lokum, hvað hún teldi
framtíðarverkefni þessa þrótt-
mikla félags Sjálfstæðiskvenna
hér í höfuðborginni.
Mér sýndist á henni að spurn-
ingin hefði verið óþörf, það lægi inga og alþjóðar, svaraði María.
í augum uppi hvert markmið Ég er bjartsýn á framtíðina,
félagsins væri. Við munum halda félaginu vex afl og styrkur með
áfram að berjast fyrir hugsjón- hverju ári, og góðum málum @r
um og stefnu Sjálfstæðisflokks- ávallt gott að vinna.
ins, frelsi og farsæld einstakl- ggs.
Enn sigrar Fordinn
SEX enskir Ford-bílar komu fyrstir að marki í 650 milna erfiðri
keppni, sem fram fór hjá Lagos-klúbbnum í Nígeríu í des. s. L
Það var Zephyr Mark I sem var í fyrsta sæti og Prefect í öðru,
en meðal bifreiðanna sem tóku þátt í keppninni voru Morris,
Vauxhall, MG, Standard, Opel, Fiat, Renault, Simca og Volkswagen.
Þess er skemmst að minnast, d’Honneur" fyrir glæsilegt útlit
að það var einnig Ftrd Zephyr,
sem sigraði í hinni frægu Alpa-
keppni, sem fram fór síðast I
haust sem leið.
Á Gullströndinni fer árlega
fram erfið keppni, sem tekur um
tvo daga og er ekið hæstum við-
stöðulaust. Fyrir skemmstu lauk
þessari keppni með því að Ford-
Consul Mark I sigraði. — í
brezku Naíional Rally varð Ford
Anglia fyrst að marki og er það
þriðja árið í röð, sem hún sigr-
ar í þeirri keppni. •
Á hinni 9. alþjóðlegu bifreiða-
sýningu, sem fram fór í Róma-
borg fyrir áramót, hlaut Ford
Zodiac Mark II „Grand Prix
og er það talinn mikill sigur, því
Italía hefur ætíð verið viður-
kennd sem heimaland bifreiða-
teiknara. Þess má geta að ítalsk-
ur maður hefur á undanförnum
árum gert allar teikningar af bif-
reiðum Ford-verksmiðjanna.
Sendiherra í iran
HINN 6. marz s. 1. afhenti
Magnús V. Magnússon íranskeis-
ara trúnaðarbréf sitt sem sendi-
herra fslands í íran með búsetu
í Stokkhólmi.
(Frá utanríkisráðuneytinu).