Morgunblaðið - 09.03.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.1957, Blaðsíða 19
Laugardagur 9. marz 1957 MORGUNBLAÐIÐ 19 ingjareyfara ,heldur þegið ljós- f ið frá hinum óvenjulega. Þið getið víst skilið, að ég á við: Þið skuluð lesa hana .... * VIÐLEITNI, SEM ER GÓÐRA GJALDA VERÐ Þriðja athyglisverða danska skáldsagan er „í dögun“ (Ved Daggry), eftir Hans Jörgen Lem- bourne. Bókin ber vott um mik- inn metnað, hún á að vera upphaf að höfuðskáldverki þessarar kyn- slóðar og skapa þáttaskil, en bók- menntaleg hefð i Danmörku krefst þess sem sé, að slíkt verk sé skrifað við og við. Þessi hefð hefst á „Adam Homo“, heldur áfram í „Niels Lyhne“, „Lykke Peer“, „Pelle Erobreren“ allt fram að ,Jörgen Stein" eftir Jacob Paludan. Og nú ætlar sem sé hinn angi, duglegi og atorku- sami Hans Jörgen Lembourne sér að rita mikla skáldsögu, sem á að verða fulltrúi fyrir hans tíma. Viðleitnin er góðra gjalda verð, og segja verður höfund- inum til málsbóta, að bókin, sem þegar er komin út, er aðeins fyrsti hluti af þremur bindum — eða jafnvel fleirum. Lokaúrskurð inum verður að slá á frest, þar til ljóst er, hvað verður úr þessu. En fyrsti hluti þessa heildar- verks sýnir þegar, hvaða hæfi- leika þessi höfimdur hefir — og hvaða hættur ógna honum. Fyrst má geta þess, að hann er mjög lagtækur við að skapa atburða- rás, og innan ramma hennar rúmast ekki aðeins einstaklingar heldur einnig manntegundir, sem tákna hugsjónir tímanna. Sjón- deildarhringur hans nær yfir hugsjónir og stjórnmál. Hann hefir ekki áhuga á Frederiks Holms skurðinum, eða réttara sagt: Frederiks Holms skurður- inn er tengdur heimshafinu. Það skiptir ekki máli, hvar háar öld- ur rísa á hnettinum — þær koma einnig róti á andatjörnina heima fyrir. Þetta nýja sjónarmið er hressandi. Og Hans Jörgen Lem- bourne vill skrifa um kynslóð- ina, sem þetta sjónarmið opnað- ist fyrir 9. apríl 1940 og mótaði líf sitt og örlög sín í ljósi þess. Enn þá er hann aðeins að undir- búa, segja frá árunum í lok þriðja tugs þessarar aldar, her- náminu, bardögunum við landa- mærin, unga fólkinu, sem reyn- ir að flýja til Noregs til að halda áfram baráttunni þar. Sífellt not- ar hann eins og Dos Passos á sínum tíma úrklippur úr blöð- um, frásögnum af fundum og til- kynningum er skotið inn í skáld- söguna. Þetta er að vísu áhrifa- lítið, tilbreytingarlaust. En við skoðum þetta atriði sem mikils- vert tæknilegt meðal til að bera uppi stórhuga frásögn og víð- feðma aldarfarslýsingu. Veikleiki bókarinnar eru ein- strengingslegar mannlýsingar. Það þarf ekki yfirnáttúrlegar gáfur til að átta sig á öllum sögu- hetjunum, sem síðan verða ým- ist frelsishetjur, föðurlandssvik- arar eða hlutlausir. Ekkert er dulið í þessum bókmenntalegu sköpunarverkum. Persónumar eru lesandanum opin bók, en ekki gáta. Og þrátt fyrir áform og ásetning höfundar villist frásögn- in út í öfgafulla ástarfýsn, sem á einstrengingslegan hátt boðar í senn óskadraum þolgæðis og holdlegra nautna. Það munar því minnstu, að i hugsjónaskáldsög- unni sé hugsjónin veðsett gegn eins konar ástarfýsnarstefnu, sem hefir engin áhrif á lesend- urna. En sem sé, skáldsagan er byrjun og ásetningur, og það má gera sér vonir um, að ókomnir hlutar verksins leiði góðan ásetn ing höfundar heilan í höfn og dragi fjöður yfir misheppnaðan inngang. öll byrjun ér erfið — einnig byrjun á skáldsögu, sem á að jafnast á við miklar, sí- gildar aldarfarslýsingar í þjóð- legum bókmenntum Dana. í skáldsögu Hans Jörgens Lembom-nes gætir lífsreynslu hernámskynslóðar, fráhvarf frá gömlum hugmyndum, tilraunar 1 sambandi við stækkun sjálf- virku símstöðvarinnar hér í Reykjavík, verður að bæta við miklum og sverum jarðsima- strengjum við símakerfi bæj- arins, sem nú er mestallt neð- anjarðar. Starfsmcnn símans hafa orðið að draga sveran jarðsímastreng i stokkana hér í Miðb, sem liggja á alla leið inn í nýju símastöðina við Suðurlandsbrautina. Er þetta mjög vandasamt verk og erfitt. Strengurinn má ekki verða fyrir neinu hnjaski, þvi þá er hætt við að þau hundruð sima lina sem í honum eru skemm- ist. Til þess að auðvelda ídrátt- inn verður að bera á sima- strenginn, en við það verður hann sleipari, er hann er dreg- inn eftir stokkum þeim sem símakerfið í bænum liggur í. Er strengurinn látinn fara nið- ur um brunn, eins og þann, sem þessi maður er ofan í, en siðan dregur togvinda strenginn eftir stokknum að næsta brunni og þannig koll af kolli. Strengurinn er undinn af stóru kefli. Ljósm. Mbl. Ól. K. M. til að finna nýjan sjónarhól. Og á sömu strengi slá þeir Leif E. Christensen og Erik Álbæk Jen- sen í litlum skáldsögum, sem eru þó listfágaðri og djúpskyggn- ari á mannlegt eðli. ★ SÖGULEG SKÁLDSAGA — TÁKNRÆN SKÁLDSAGA Leif E. Christensen er mjög vandlátur og fágaður rithöfund- ur, lætur aðeins sjaldan til sín heyra. Hann hóf rithöfundarfer- il sinn fyrir nokkrum árum með smásagnasafni, sem hlaut mikið lof. Nú heldur hann áfram með lítilli skáldsögu „Frelsun frú Ullu“ (Fru Ullas forlösning). Þetta er söguleg skáldsaga, þ. e. a. s.i — anzakornið, að hún sé það . . . Þetta er táknræn skáld- saga, sem geymir mjög fagrar landslagslýsingar ásamt skart- búnum sögulegum persónum, en að baki þeim grillum við ákveðn- ar lífsskoðanir. Skáldsagan heyr- ir undir táknræna skólann í dönskum nútímabókmenntum og jafnvel skóla nýsálhyggjunnar. Söguna þarf að lesa mörgum sinnum, af því að hún er hugsuð frá mörgum sjónarmiðum, hún er einföld í sniðum, en að baki birtast -alvöruþrungin vandamál, sem hvorki eru gerð of flókin né of einföld. Þetta er ein af þeim bókum, sem hefir bein áhrif á lesandann og er því erfitt að skýra, eins konar existentíalísk list, sem krefst annaðhvort lofs eða lasts. Það er tæplega rangt að minnast á Lagerkvist sem fyrirmynd. ★ NÍHÍLISMI OG ÓTTI Erik Albæk Jensen er ekki eins fágaður eða vandlátur í list sinni, en í litlu skáldsögunni hans kem- ur fram sama lífsskoðunin. í ár lýsir hann í skáldsögunni „Geir- þrúður" (Gertrud), konu, sem er dóttir eins af föðurlandssvikur- um hernámsáranna, og hún hefir aldrei getað flúið örlög sín. Hún reynir það, reynir að dyljast í héraði á Norður-Jótlandi, en henni tekst það ekki. Hún hefir í eitt skipti fyrir öll drukkið í sig níhílismann og óttann, hún getur aðeins sakað þá, sem vilja hjálpa henni, en geta það ekki. Sagan er sögð nokkuð hikandi, fremur fíngerð en hrífandi, en náttúrulýsingarnar eru fagrar og innileg alvara í málflutningnum. Erik Álbæk Jensen hefir skrifað betri bækur á undan þessari. Og það mun eiga fyrir honum að liggja að skrifa betri bækur. Hann er einn af ungum dönskum skáldsagnahöfundum, sem menn vænta góðs af, þó að ekki hafi rætzt úr honum til fulls í þetta skipti. ★ DRAUMÓRAMADURINN Enn má nefna annan ungan skáldsagnahöfund, Poul Örum. Nýja bókin hans, sem skipar hon- um á rithöfundabekk, heitir „Af- máðu spor þín“ (Slet dine spor). Hún fjallar um manntegund, sem er algeng meðal Dana og því einnig í dönskum bókmenntum, draumóramanninn, sem við sjá- um sífellt í nýjum myndum, er ný skáld, sem hafa fundið hann í sjálfum sér, koma fram á sjón- arsviðið. Hjá Örum er hann menntamaður og blaðamaður, en óþolandi tilgerðarlegur. Einn af þessum gófuðu karlmönnum, sem alltaf verða að gera sig til, lát- ast vera miklir menn til að geta horfzt í augu við sjálfa sig. Og er þeir síðar, eins og Marius forðum, sitja á rústum Karþagó- borgar, nær sjálfsmeðaumkunin tökum á þeim, og þeir leita hugg- unar hjá flöskunni. örum segir frá slíkum manni og beitir hann karlmannlegri hæðni, niðurlægir hann til fulls, gerir hann að verka manni í mógröf, þar sem hann á að láta til sin taka með sínum hvítu ritvélarhöndum meðal veðurbitinna durga. En honum tekst þetta, af því að skynsöm og góð stúlka tekur tryggð við hann og lætur sig engu skipta tilgerð hans. Það, sem kemur mest á óvart í bók Örums, er, að hann hefir ekki aðeins gefið miskunnarlausa lýsingu á draum óramanninum, heldur einnig sannfærandi lýsingu, áhrifamikla og heilbrigða mynd af hinum jákvæða persónuleika, konunni, sem er góð og skynsöm og getur bjargað okkyr frá öllum sjálf- skaparvítum hlægilegra asna- strika, sem karlmenn gera sig seka um. Því er mjög skemmti- lega lýst, er hún leiðir hann í allan sannleika. Og hún ber sig- ur úr býtum með sennilegum hætti fær hann til að átta sig, hann er ofurlítið ringlaður en stendur föstum fótum í raunveru leikanum. Jafnframt er lýst í skáldsögunni öðru pari, sem fer illa fyrir, og áhrif þessarar and- stæðu eru sterk. Jú, Poul örum er kominn í tölu fullþroska rit- höfunda. * RAUNVERULEGAR BÓKMENNTIR — EKKI AÐEINS UNDIRBÚNINGS- VERK Það er vafamál, hvort hægt er að kalla Ralph Oppenheim skáld eða ekki. Hann er gáfaður penni, sem hefir skrifað mikils metnar ferðabækur bókmenntalega séð. Og á þessu ári hefir hann svo skrifað skáldverk, sem gerist í fangabúðunum Theresienstadt, þar sem hann var sjálfur í haldi ásamt öðrum dönskum Gyðing- um. Hann lætur unga konu segja söguna, og á frásögnin að vera dagbók hennar. Styrkur bókar- innar er annars vegar fólginn í heimildargildi hennar, hins veg- ar í viturlegri, listrænni hóf- stillingu. Hún gerir Ijósa grein fyrir skelfingunum, einmitt vegna þess að hún ofskammtar ekki lesendunum. Bókin er þrótt- mikil, nákvæm, Ijós og hrífandi á stundum, ekki aðeins vegna efnisins ,sem lætur okkur fara frá Kaupmannahöfn hersetinni í árangurslausa flóttatilraun til Svíþjóðar og til þessa skelfilega staðar til að binda endi á frels- unina, heldur vegna rithæfni sinnar. Ef hún er ekki fullburða skáldsaga, þá er hún þó skerfur til fangabúðabókmennta og hefir listrænt gildi. Raunverulegar bók menntir og ekki aðeins undir- búningsverk. ■k ATHUGANIR Á VETT- VANGI LÍFSINS Á sama hátt má lýsa tveimur 11 öðrum sannsögulegum skáldsög- um danskra bókmennta frá þessu ári. önnur er „Æskuleikur" (Ung leg), eftir kvikmyndahöfundinn Johatmes AUen, en hin „Þinir eigin synir“ (Dine egne sönner), eftir danska Ameríkumanninn Thomas Anderson. Þær eru báð- ar athuganir, gerðar á vettvangi lífsins, önnur meðal æskufólks 1 Hellerup, hinnar gullnu Kaup- mannahafnaræsku (jeunesse dorée) vorra tíma, hin meðal her- mannanna í Kóreustríðinu. Allen hefir tekið sér fyrir hendur að brjóta til mergjar hina svörtu j ■ sauði þessara síðustu og verstu | tíma. Og það er eftirtektarvert, | að hann lætur sér ekki aðeins s nægja að leggja fram þjóðfélags- 1 fræðilegan vitnisburð, heldur i höndlar hann í baráttu, hrösun og endurreisn unglinga, sem svo hart eru dæmdir af almennings- álitinu. Bók hans hefir bók- menntalegt gildi, en ekki aðeins heimildarlegt. Hið sama má segja um Þína eigin syni, eftir Thomas Anderson. Þessi ungi Dani gerðist þátttakandi í Kóreu stríðinu nær því undir eins eftir stúdentspróf frá menntaskóla í Kaupmannahöfn. Bók hans náði fyrr vinsældum í Bandaríkjunum en Danmörku, og það er skiljan- legt, því að hún dregur nokkra menn út úr heildinni og greinir þá sem einstaklinga og viðbrögð þeirra við hættunum eftir að- stæðum. Hún er ekki aðeins bók um styrjöld, heldur bók Um mann eskjur, sem maður græðir á að kynnast, því að allt hversdags- legt bliknar við hið óskaplega erfiði þeirra. Þar að auki er það bókinni til gildis, að hún er nor- ræn skáldsaga með minnum úr styrjöldum vorra daga, og svo er hún skrifuð hispurslaust af persónulega takmörkuðum mætti, laus við alla tilfinningasemi, ger- sneydd þeim upphrópunarkeim, sem setur svo mjög svip sinn á hinar áróðursfullu alþjóðlegu stríðsbókmenntir. Á sinn fróma og þóttalausa hátt hefir þessi nýja danska styrjaldarskáldsaga eitt- hvað af þeim sama þögla styrk og göfuga einfaldleik sem Ó- þekkti hermaðurinn eftir Vaino Linnas. Danskar skáldsögur þessa árs hafa verið i meðallagi — og þó. Þær fara víða með lesendur sína og sýna þeim mannlífið í raun- sönnum svipmyndum, en oft und- ir háum himni. Þrátt fyrir meðal- mennskukeim verðar aflestrar. Manso flugloringi hverfur héðan BLAÐ varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli „Hviti fálkinn“, skýr- ir nýlega frá því, að yfirmaður flughersdeildanna í Keflavík, S. E. Manso, herforingi, sé að láta af því starfi. Hefur hann verið skipaður foringi 95. sprengjuflug véladeildar Bandaríkjanna, sem hefur aðsetur í Texas. Manso herforingi hefur dvalizt hér á landi síðan í júlí 1955 og hefur verið yfirmaður allra sveita og deilda flughersins, sem bæki- stöð hafa haft á Keflavíkurflug- velli. Hann hefur og átt. sæti í varnarmáladeildinni. Síðastliðið sumar vann hann áræðisverk á flugvellinum, er hann bjargaði flugmanni út úr brennandi þrýstiloftsflugvél. — mátti ekki miklu muna að illa færi þar, en fyrir áræði Mansos bjargaðist flugmaðurinn. Manso herforingi brautskráðist frá West Point herskólanum 1939. S. A. Manso. Á styrjaldarárunum gegndi hann hersjónustu, sem stjórnandi sprengjuflugvéla á Ítalíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.