Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 4
4 MORCVJVrtT. 4 fílÐ Laugard. 30. marz 1957 I dag er 89. dagur ársins. Laugardagur 30. marz, 23. vika vetrar. Árdegisflæði kl. 5,02. Síðdegisflæði kl. 17,19. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á , uma stað frá kl. 18—8. Sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs-apó- teki, sími 1330. — Ennfremur eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Þrjú síðasttal- in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Sími 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—16 nema á laugard. kl. 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 4759. Hafnarfjarðar- og Keflavíkur- apótek eru opin alla virka daga frá kl. 9—19, laugardaga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13— 16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir er Ólafur Einaxsson, sími 9536. Akureyri: — Næturvörður er í Akureyrar-apóteki, sími 1032. — Næturlæknir er Erl. Konráðsson. BHMessur Dómkirkjah: — Messa kl. 11 árdegis. Séra Jón Auðuns. — Kl. 5 -íðdegis, messa. Séra Óskar J. Þorláksson. Kaþólska kirkjan: Lágmessa kl. 8,30 árdegis. Hámessa og pré- dikun kl. 10 árd. Bústaðaprestakall: — Messað í Fossvogskirkju kl. 2. Barnasam- koman fellur niður. Séra Gunnar Árnason. Óháði jöfnuðurinn: — Messa kl. 2 í Aðvéntkirkjúnni. Séra Emil Bj örnsson. Laugarneskirkja: — Messa kl. 2 e.h. Barnaguðsþjónusta kl. 10,15 f.h Séra Garðar Svavarsson. Langholtsprestakall: — Messað í Laugarneskirkju kl. 5. — Séra Árelíus Nxelsson. tjtskálaprestakall: — Messa að Útskálurn kl. 2. Séra Jón Árni Si rurðsson prédikar. — Sóknar- prestur. Háteigsprestakall: Messa í há- tíðasal Sjómannaskólar.s kl. 2. — Barnamessa kl. 10.30. Jón Þor- varðsson. Hallgrtmskirkja: Messa kl. 11 f.h. séra Sigurjór. Árnason. Baxma guðsþjónusta kl. 1,30 e.h. Séra Sigurjón Ámason. Messað kl. 5 e. h. Herluf Jensen erindreki frá Bandaríkjunum predikar. Séra Jakob Jónsson þjónar fyrir altari. Hafnir: Bamaguðsþjónusta kl. 11 Sóknarprestur. Hafnarf jarðarkirkja : Messa kl. 2. Fei-ming. Séra Garðar Þorsteins son. Fríkirkjan: Messað kl. 5 séra Þorsteinn Björnssoon. Nesprestakall: Böm sem ferm- ast eiga í vor komi til viðtals í Neskirkju á morgxvn kl. 1. Séra Jón Thorarensen. Brúókaup 1 dag verðp gefin saman í hjónaband: Ungfrú Anna Skaptadóttir og L ERDINAND Pálmi Sigurðsson flugmaður. Þau verða búsett fyrst um sinn í Nor egi. Ungfrú Bergþðra Sigurbjöms- dóttir og Óskar Jóhannesson, bankaritari. Heimili þeirra verður á Ásvallagotu 3. Ungfrú Þyri Þorláksdóttir (Helgasonar verkfræðings) og Lt. James R. Myers. Brúðhjónin dvelj ast í dag á Grenimel 32. Ungfrú Guðrún Jónína Einars- dóttir og Þórður Arnar Marteins son. Heimili þeirra er að Austur- götu 27, Hafnarfirði. IHjónaefni Ungfrú Sigríður S. Jakobsdótt- ir, Gufunesi og Hrólfur Lúðvík Ólafsson, gullsmíðanemi, Vallar- gerði 34, Kópavogi. Ungfrú Sjöfn Georgsd., Vörðu- stíg 5, Hafnarfirði og Grétar Hinriksson, sjómaður, Hraun- prýði, Garðahreppi. Flugvélar Flugfélag Isíands h.f.: Milli- landaflug: Gullfaxi fer til Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 08,30 í dag. Flugvélin er væntan- leg aftur til Rvíkur kl. 16,45 á morgun. — Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Blönduóss, Egilsstaða, Isafjarðar, Sauðárkróks, Vestm.- eyja óg Þórshafnar. Á morgun er áætlað að fljúg:. til Akureyrar og V estmannaeyj a. Loftleiðir h.f.: Edda er væntan- leg kl. 06,00—08,00 árdegis frá New York. Tlugvélin heldur áfram kl. 19,00 áleiðis til Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborg- ar. Saga er væntanleg í kvöld kl. 19,15 frá Osló, Stafangri og Glas- gow. Flugvélin heldur áfram eftir skamma viðdvöl áleiðis til New York. Hekla er væntanleg kl. 06,00 -—08,00 árdegis á morgun frá New York, flugvélin heldur áfram kl. 09,00 áleiðis til Glasgow, Staf- angurs og Osló. Skipin Eimskipafélag Islands h.f.: — Brúarfoss kom til Newcastle 28. þ.m., fór þaðan væntanlega síðdeg is í gærdag til Grimsby, London, Boulogne, Rotterdam og Rvíkur. Dettifoss fór frá Keflavík 22. þ. m. til Lettlands. Fjallfoss er í Hafnarfirði. Goðafoss fór frá Rvík í gæ rkveldi til New York. Gullfoss fór frá Hamborg i gærkveldi til Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Isafirði í fyrrinótt til Siglu- fjarðar, Norðfjarðar, Eskifjarðar og Vestmannaeyja. Reykjafoss er í Reykjavík. Tröllafoss fór frá New York 20. þ.m. til Rvíkur. — Tungufoss kom til Ghent 26. þ.m. Um þessar mundir sýnir Eggert Guðmundsson málverk sín og mynd- ir í bogasal Þjóðminjasafnsins. Hefur aðsókn verið góð á sýning- ui-ni og nokkrar myndir selzc. Þessi mynd er á sýningu Eggerts og heitir „Á kviktrjám". Sýningin er opin frá kl. 2—10 daglega. Eimskipafélag Rvíkur h.f.: Katla fór frá Reykjavík 27. þ.m. áleiðis til Hull, Bremen og Sví- þjóðar. Skipadeild S. í. S.: Hvassafell fór 26. þ.m. frá Ant- werpen áleiðis til Reykjavíkur. Arnarfeli fór 26. þ.m. frá Rostock áleiðis til Reyðarfjarðar Jökulfell átti að fara 28. þ.m. frá Rostock til Rotterdam. Dísarfell fór 28. þ. m. frá Rotterdam áleiðis til Is- lands. Litlafell er í olíuflutningum í Faxaflóa Helgafell fór 28. þ.m. irá Riga áleiðis til Reyðarf jaroar. Hamrafell fer um Bospórus í dag á leið til Batum. Ríkisskip: Hekla fer frá Rvík á hádegi í dag vestur um land í hringferð. Herðubreið fer frá Rvík á mánudag austur um land í hring ferð. Skjaldbreið er á Skagafirði ; leið til Akureyrar. Þyrill er á leið frá Rotterdam til íslands. Félagsstörf Kvenfélag Háteigssókner held- ur fund þi'iðjudaginn 2. apríl kl. 8,30 í Sjómannaskólanum. Kvenfélag Laugarnessóknar: — Bazar 6 apríl. Konur beðnar að skila munum á næsta fundi. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur hlutaveltu n.k. sunnudag, 31. marz í Listamannaskálanum. Félagskonur ot aðrir velunnarar sem ætla að gefa muni á hlutavelt una komi þeim til Gróu Pétursdótt ur, Öldugötu 24, Helgu Marteins- dóttur, Marargötu 2, Maríu Maack, Þingholtsstræti 23, Gróu Pétursdóttur, Grtindargerði 14, Aðalheiðar Höskuldsdóttur, Soga- vegi 122 og Ólafur Benediktsdótt- ur, Sporðagrunni 12. Þær konur, sem ætla að gefa muni á hluta- veltuna, en eiga það eftir, komi þeim í Listamannaskálann í dag, en þar verður munum veitt við- taka allan daginn. Barðstrendingafélagið í Rvík. heldur afmælisfagnað í Skátaheim ilinu í kvöld kl. 8. Ámesingafélagið í Reykjavík heldur spilakvöld í Tjanxarkaffi í kvöld kl. 8,30. Glímunámskeið: Ungmennafé- lag Reykjavíkur gengst fyrir glín.unámskeiði. Æfingar eru á föstudögum og þriðjudögum kL 8 e.h. í leikfimisal Miðbæjarskólans. Þeir, sem vilja taka þátt í nám- skeiðinu, mæti á æfingum, því öll- um er heimil þátttaka. Ymislegt Daghókinni að vera komnar fyrir kl. 4 e.h. tii þess að verou hirlar daginu Leikdómurinn í gær. — Leiðrétt- ing.— I leikdóminn í gærdag hafa slæðzt þessar leiðu prentvillur: 1 umsögninni um leikritun Saroy- an’s segir: „ — oft ofþrungnum** á að vera: „ofsafullum". — 1 um- sögninni um leikritin „Meðan sól- in skín“ og „Djúpið blátt“, eftir Rattigan segir „ — en hlutu ekki miklar vinsældir", á að vera: „enda hlutu þau miklar vinsæld- Ir“. Síðar segir um Andrew Crocker-Harris: „hefur ekki gæfu“, — á að vera: „hefur ekki borið gæfu til“. í umsögninni um Helgu Valtýsdóttur segir: „Túlk- ar hún á mjög raunsæan og sann- færandi hátt.... bitru hatri til eiginmannsins“, — á að vera: „biturt hatur. .“ Eru lesendur leikdómsins beðnir afsökunar á þessum mistökum. Leiðrétting. í „Staksteinum" 1 gær féllu niður gæsalappir, sem áttu að lokast á undan síðustu málsgrein í fyria kaflanum, Harð ur dómur Tímans yfir Eysteini. Uthlutun skömmtunarseðla fyr- ir næstu 3 mánuði fer fram í Góð- templarahúsinu, uppi, n.k. mánu- dag, þriðjudag og miðvikudag kl. 10—5 alla dagana. Seðlar verða afhentir gegn stofnum af núgild- andi seðlum, greinilega árituðum. Herluf Jensen, erindreki kristi- legs stúdentaráðs í Bandaríkjun- um, prédikar við síðdegisguðsþjón ustu í Hallgrímskirkju á morgun kl. 5 e.h. Ræðuna flytur hann á dönsku. Stúder.tum og öðrum ung- um menntamönnum skal sérstak- lega á það bent, að þessi maður er starfandi í alþjóðlegum stúd- entamálum og á þv£ erindi við all- an æskulýð. — Jakob Jónsson. Málverkasýning Eggerts Guð- mundssonar í Bogasal Þjóðminja- sufnsins er opinn daglega kl. 2—10 Orð lífsins: — Og á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn, ég mun bænheyra himinmn og hann mun bxnheyra jörðina. (Hós. 2, 21). I.O.G.T.: — Áfengið er hættu- legt, einkum konum og ungling- um. — Uvidæmisstúkan. TILKYNNINGAR í Dagbók. Frá og með deginum í dag, þurfa til- kynningar þær sem birtast eiga í Söfn Náttúrgripasafnið: Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14-- 15. Listasafn ríkisins er til húsa f Þjóðminjasafninu. Þjóðminjasafn ið: Opið á sun-iudögum kl. 13—16 og á þriðjudögum, fimmtndögum óg laugardögum kl. 13—15. Edward George Bulwer-Lytton, enskur skáldsagnarithöfundur, — uppi 1803—1873, skrifaði vini sín- um og kollega Horace Walpole, einu sinni eftirfarandi bréf: Kæri Walpole minní Bókavinurinn Ég kann ekki sem bezt vlð m!» hér í Bath. Ég verð næstum a8 þröngva mér til að skrifa. Ég hef hugsað mér að skrifa eitthvað um hinn mikla ættföður þinn, Robert Walpole. Átti hann ekki systur sem hét Luey og var hún ekki gift einhverjum Jakobínanum? Nokkrum dögum seinna fókk hann eftirfarandi svar: Kæri Lytton! Ég er ekki mjög ættfróður mil- ur eins og þú veizt og þekking mín í þeim efnum er kannske hvað minnst, hvað frænda mínum Ro- bert Walpole viðkemur. En eitt veit ég með vissu og það er, a8 hann átti inga systur sem hét Lucy, svo það er erfitt að hugsn sér að hún hafi verið gift ein- hverjum Jakobínanum. Lytton svaraði: Kæi'i Walpole minn! Bréfið kom of seint. Robert Walpole hefur nú eignazt systur sem heitir Lucy og hún var gift Jakobína. Ég er nefnilega búin að skrifa bókina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.