Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 9
fLaugard. 30. marz 195” M ORG VIV BL A Ð IÐ 9 þess. Þá var dregið í efa, að hægt væri að sjá úr flugvél hvort tog- ari væri að veiðum eða ekki. Það var hægt að sýna fram á, að sjá mætti trollvírana, og þessu til sönnunar voru lagðar fram ljós- myndir, sem teknar höfðu verið af skipum sem voru að veiðum í landhelgi. Og enn er deilt um eitt atriði varðandi töku skipa úr lofti, en það er stöðvunarmerkið. Eftir alþjóðareglum ber að skjóta lausu stöðvunarskoti að landhelg- isbrjótnum eða gefa merki með flöggum. Úr flugbátnum er ekki enn farið að skjóta lausum eða föstum skotum og við munum bíða þar til dómstólarnir hafa kveðið upp úrskurð sinn um það. En því er ekki að leyna, að við getum á svipstundu vopnað flug- bátinn — byssur og annað er fyrir hendi. Á NÓTTU SEM DEGI Þá ræddi Pétur Sigurðsson um fyrikomulag gæzluflugsins og samstarf þess og varðskipanna — kvaðst nú vilja leggja áherzlu á að gera það enn víðtækara og áhrifameira. Við erum raunveru- lega enn á byrjunarstigi, en nærri því daglega koma fram nýir möguleikar á þessari miklu tækni öld. Við þurfum að geta þjálfað svo liðsmenn okkar, að þéir séu jafnfærir að vinna sín verk í flugbátnum hvort heldur er í náttmyrkri eða björtu veðri, á öllum tímum sólarhringsins. En það sem mestu máli skiptir, að því er mér virðist, sagði Pétur, er að án flugbátsins við land- helgisgæzluna stæðum við nú mjög höllum fæti við verndun hinna friðlýstu veiðisvæða. Menn tóku nú upp léttara rabb og sögðu þeir Eiríkur skipherra og Pétur Sigurðsson frá ýmsum atvikum er komið hefðu fyrir í samskiptum við landhelgisbrjóta. Einn blaðamannanna lagði fram þá spurningu, hvort ekki gætti afbrýðisemi meðal skips- mannanna á varðskipunum í garð hins fljúgandi varðskips. Nei það er síður en svo. Flugbáturinn auðveldar okkur aðeins sigling- una. Flugbáturinn er fljótur að finna, hvar skipin eru og eftir því högum við okkur. Hugsið ykkur bara, sagði Eiríkur: Um daginn voru fjölmargir togarar vestur við Jökul. Þrem dögum seinna voru allir horfnir nema 10—15 skip. Hvert höfðu þeir farið? Við hefðum orðið að elta þá á röndum til þess að fá úr því skorið. En nú var Rán (flugbát- urinn) send af stað og það tók ekki nema nokkrar klukkustund- ir að finna skipin. Nei, hjá okkur á skipunum gætir ekki afbrýðis- semi í garð strákanna í flugbátn- um. Okkur er það ljóst, að þeir geta ekki án okkar stuðnings ver- ið. Við rekum nefnilega oftast endahnútinn á þeirra starf, sagði Eiríkur og hló — og það er orð að sönnu. Ekkert tæki, hvorki á sjó, landi eða í lofti, getur eitt saman leyst allan vanda land- helgisgæzlunnar, — þar þarf náið samstarf margra manna og ým- issa tækja, sem hvert henta sínu verki, að koma til. Það er á þessu sem gæzlan í dag byggir starf sitt, — og miklu meir en allan almenning grunar. Okkur blaða- mönnunum hafði nefnilega ekki verið sýnt allt, — gæzlan mun eiga hitt og þetta i pokahorninu sem fáir vita um. T.d. hefur hú» sérstaka varðstöð i landi, þaðan sem hún með eigin loftskeyta- stöð samræmir aðgerðir varð- skipa og flugvélar, — allt með dulmálsskeytum, sem streyma þaðan út og inn. Uandhelgin er eln dýr- mætasta eign okkar, — og hennar verðum við sjálfir að gæta, því það gera ekkl aðrir fyrir okkur. En án stöðugrar árvekni verður það ekki gert, — og nýir tímar krefjast nýrra aðferða, nýrrar lif li ni Sv. ». Flugvél kemur að togara að veiðum í landhelgi út af suðurströndinni. OrBsending trá sóknar- nefnd Nessóknar BYGGING nýrrar sóknarkirkju fyrir Nessókn í Reykjavík, sem var stofnuð 21. október árið 1940, var hafin vorið 1952 og er nú svo langt komin, að áformað er, að hin nýja kirkja, Neskirkja, verði vígð á pálmasunnudag 14. apríl næstkomandi. Nessöfnuður, sem hefur starfað Áframhaldandi innlánaaukn- ing undirstaða lánamöguleika bankanna til húsbygginga Sameiginleg afsta&a allra bankánna UNDANFARIÐ hafa staðið yfir viðræður milli ríkisstjórnarinnar annars vegar og bankanna hins vegar um fjárútveganir bank- anna til kaupa á skuidabréfum vegna íbúðalána. Hafa verið haldn- ir tveir fundir með bönkunum og ríkisstjórninni. Á fundi með for- sætisráðherra og félagsmálaráðherra þann 19. f. m. var mættur, af hálfu Landsbankans, Pétur Benediktsson, fyrir Útvegsbankann, Valtýr Blöndal og fyrir Búnaðarbankann, Hilmar Stefánsson. Þann 18. þ. m. var haldinn fundur með allri rikisstjórninni um málið og mættu þá hinir sömu af hálfu bankanna auk Guðmundar Ólafs ftá Iðnaðarbankanum. Eftir þessar viðræður fólu all- ir bankarnir Landsbanka íslands að gera ríkisstjórninni grein fyr- ir afstöðu bankanna og svörum þeirra og hefur Landsbanki ís- lands sent ríkisstjórninni bréf dags. 27. þ. m. ásamt greinargerð og er þar um sameiginlegt svar allra bankanna að ræða, en þeir telja sér ekki fært að verða við tilmælum ríkisstjórnarinnar. Er Svarið, að meginefni, hyggt á þvi að aðstaða bank- anna sé nú erfið og óvissa um hvort sparifjáraukning heldur áfram, en hún sé undirstaðan að getu bankanna til útlána. Rekstrarfjárþörf atvinnuveg- anna fari einnig vaxandi. Er lagt til að ný athugun á mál- inu fari fram í júlímánuði n.k., þegar betur er séð hvernig þróunin í efnahags- og pen- ingamálunum veröur á fyrri- hluta ásins. RANGFÆRSLUR ÞJÓDVILJANS í „Þjóðviljanum“ í gær er birt árásargrein í garð bankanna, vegna afstöðu þeirra og er þar reynt að gera málið að rógsefni á hendur einstökum bankastjór- um og þar m. a. talað um að Jó- hann Hafstein hafi tekið þátt í viðræðunum á tiltekinn hátt en hann sat alls ekki umræðufund- ina fyrir hönd Útvegsbankans, heldur annar maður! Um hitt er þagað í „Þjóðvilj- anum“ að hér er um að ræða sameiginlega afstöðu allra bank- anna, en ekki viljayfirlýsingu ein staks bankastjóra eða einhverra fárra manna. FÉ FENGIÐ ÚR TVEIM STÓRSJÓDUM í „Þjóðviljanum“ er ennfrem- ur birt viðtal við Hannibal Valdi- marsson félagsmálaráðherra, þar sem hann upplýsir að fé handa veðlánakerfinu hafi verið tekið að láni hjá Atvinnuleysistrygg- ingasjóði og Almannatryggingun- um. í pessa staði hefur safnazt fé, sem nemur tugum milljóna og er þar handbært. Skv. þessu við- tali verður 14 millj. kr. úthlutað til húsnæðismála á næstunni. SVAR BANKANNA Hér fer á eftir hið sameigin- lega svar bankanna til ríkis- stjórnarinnar, dags. 26. þ. m. Á FUNDI, sem hæstv. forsætis- ráðherra og félagsmálaráðherra héldu með bankastjórum Lands- banka íslands, Útvegsbanka ís- lands h.f. og Búnaðarbanka ís- lands hinn 19. f. m., var þess farið á leit, að bankarnir útveg- uðu á 1. ársfjórðungi þessa árs 10 millj. kr. til A-bréfakaupa vegna íbúðalána. Málaleitan þessi var síðan endurtekin með bréfum félagsmálaráðherra, dags. 21. f. m. og 6. þ. m., og bréfi forsætisráðherra, dags. 16. þ.m., og loks á fundi ríkisstjórnarinn- ar með bankastjórum allra bank- anna 18. þ. m. Hér hefur fyrst og fremst ver- ið um að ræða bráðabirgðaúr- lausn, unz komizt hefði verið að niðurstöðu um endurskoðun á fjáröflunarleiðum fyrir íbúða- lánakerfið í framtíðinni og fram- lög bankanna til þess. Þó segir í niðurlagi bréfs félagsmálaráð- herra, dags. 21. f. m., á þessa leið: „Með tilliti til þeirrar brýnu þarfar, sem lýst hefur verið, er augljóst, að byrðar þær, sem leggja verður á bankana á þessu ári, geta eigi orðið minni en 10 millj. á hverjum ársfjórðungi.“ Þarna er því farið fram á tvö- földun á framlögum bankanna frá því, sem hefur verið undan- farin ár. Bankastjórar Landsbankans, Útvegsbankans, Búnaðarbankans og Iðnaðarbankans hafa á þeim fundum, sem þegar hafa verið haldnir um þetta mál, gert grein fyrir afkomu bankanna, en ekki gefið hæstvirtri ríkisstjórn end- anleg svör í málinu. Landsbank- inn hefur nú til þess umboð stjórna allra bankanna að taka fram eftirfarandi: 1) Samningar þeir, sem gerðir voru milli bankans og ríkis- stjórnarinnar um framlög til íbúðalána, voru aðeins gerðir fyrir árin 1955 og 1956, og hefur verið fyllilega staðið við þá af bankanna hálfu. — Ákvörðun bankanna um fjár- framlög var þá tekin með hlið- sjón af óvenjulega hagstæðri þróun sparifjársöínunar á ár- unum 1953 og 1954, og voru engar skuldbindingar gefnar - um ferkari samninga, enda var það þá eins og nú skoð- un bankanna, að slíkir samn- ingar yrðu að byggjast á spari- fjáraukningu og öðrum að- stæðum í peningamálum. Engu að síður er bönkunum ljós þörfin fyrir óframhald- andi lánveitingar veðlánakerf- isins og eru þeir fúsir aðleggja því lið, eftir því sem aðstæð- ur leyfa. 2) Afkoma bankanna er hins veg ar mjög erfið sem stendur. Kemur þar margt til greina: óvissa um áframhaldandi inn- lónaaukningu, aukning lána til útgerðar og vaxandi rekstr- arfjárþörf atvinnuveganna vegna hækkandi kostnaðar og að lokum hinir miklu erfið- leikar útvegsins vegna afla- tregðu á vertíðinni. Hagur viðskiptabankanna er nú þann ig, að nettóskuldir þeirra við seðlabankann hafa aukizt úr 74,9 millj. kr. í 119.5 millj. kr. frá 21. marz í fyrra til jafnlengdar í ár (að endur-. keyptum víxlum, sem hæ.kk- uðu um 30,8 millj. kr., og inn- stæðum vegna innheimtu og ábyrgða frátöldum). Hér stefnir í óefni, og er ókleift fyrir bankana að taka að sér frekari skuldbindingar, fyrr en séð verður, hvernig úr rætist. Af þessum sökum telja bankarnir sér alls ekki fært sem stfendur að veita þá 10 millj. kr. bráðabirgðaúrlausn, sem farið hefur verið fram á. 3) Þar eð þessi afstaða bankanna stafar af erfiðleikum, sem úr kann að rætast, er það tillaga þeirra, að mál þetta verði til endurskoðunar í júlímánuði n. k. í ljósi þróunarinnar í efnahags- og peningamálum á fyrra helmingi ársins. Þá ætti að vera orðið ljóst, hvort um verður að ræða teljandi inn- lánaaukningu á þessu ári. Einnig verður þá vertíð lok- ið og séð, hver afkoma útvegs- ins verður og hverjar kröfur hann gerir til lánsfjár bank anna. Loks verður þá nokk- uð dregið úr þeirri óvissu, sem nú ríkir um gjaldeyrisöflun- ina, svo að hægt verður að gera sér betri grein fyrir því, undir hve miklum fram- kvæmdum þjóðarbúið getur staðið. 4) Um þá samninga, sem þá kynnu að takast um lánveit- ingar til íbúðabygginga, geta bankarnir á þessu stigi engin fyrirheit gefið. Jafnframt vilja þeir benda á, að þeir telja sjálfsagt, að þeir samningar, sem þá kynnu að verða gerðir, verði látnir ná til fleiri aðila, m. a. verði gerðir fastir samn- ingar við helztu sparisjóði og innlánsdeildir kaupfélaga. Bréfi þessu fylgir greinargerð, sem túlkar nánar skoðanir bank- anna í þessu máli og þar sem gerð er grein fyrir aðstöðunni í peningamálum, svo og öðrum fjáröflunarleiðum, sem bankarn- ir leggja til að verði teknar til athugunar. Virðingarfyllst. LANDSBANKI ÍSLANDS Pétur Benediktsson Jón G. Maríasson Svanbjörn Frímannsson. kirkjulaus um 16 ára bil, en þó haldið uppi þróttmiklu safnað- arstarfi undir forystu hins vin- sæla og ötula sóknarprests séra Jóns Thorarensen, mun þá fagna þeim mikla árangri, sem náðst hefur með ágætu samstarfi safn-< aðarins og bæjarfélagsins. MeS hinni nýju og glæsilegu kirkju gefst tækifæri til að efla safnað- arstarfið til heilla og blessunar fyrir alla, sem hlut eiga að máli. Öllum þeim, sem styrkt hafa söfnuðinn til þess að koma kirkju unni upp, bæði þeim, sem unnið hafa að fjársöfnun og lagt henni til fé og gjafir, færum við kær- ar þakkir. Þó að hin nýja kirkja verSi vígð og tekin í notkun nú á næstunni, er byggingarsÖgu hennar hvergi nærri lokið. Margt er enn ógert. Nokkur hluti bygg- ingarinnar er enn ófullgerður og enn vantar flesta nauðsynlega kirkjugripi. Til þess að lúka kirkjubygg- ingunni með nauðsynlegum bún- aði skortir söfnuðinn mikið fé. Þess vegna hefur sóknarnefndin ókveðið að reyna nú, um það leyti sem kirkjan verður vígð og tekin í notkun, að afla nokkurs fjár til kirkjunnar með þvi að efna til happdrættis til ágóða fyr- ir hana, og hefur nefndin fengið leyfi stjórnarráðsins til þess. Bæjarbúum verður nú næstu daga gefinn kostur á að kaupa miða í happdrætti kirkjunnar, og er það von okkar, að þeir, sem bjóða þá til sölu, fái góðar mót- tökur. Vinningarnir verða 18 tals- ins, yfirleitt mjög góðir vinning- ar og' margir þeirra mjög verð- mætir. Þeirra á meðal eru ágæt listaverk, t. d. glæsilegt málverk frá Þingvöllum eftir stórmeistar- ann Kjarval, úrvals bækúr, ferðalag til útlanda og heimilis- 4eeki. Vinningarnir eru valdir með tilliti til þess, að kaupendur miðanna fái tækifæri til þess að eignast góða gripi til gagns og heimilisprýði, fróðleiks og skemmtunar jafnframt því, að þeir styðja gott málefni. Verð miðanna verður aðeins 10 krónur, og dráttur fer fram 2. maí næstkomandi. Sóknarnefndin væntir þess, að happdrætti þetta fái góðar mót- tökur bæjarbúa almennt og að sem allra flestir kaupi miðana, þegar þeir verða boðnir til sölu. Verðmæti vinninganna er talið um kr. 34.000,00, en þeir eru: 1. Málverk frá Þingvöllum eft- ir Jóhannes S. Kjarval. yp 2. Vídalínspostilla. 3. Málverk eftir Þorvald Skúla- son. 4. Ritverk Halldórs K. Laxness, 10 bindi. 5. Þvottavél. 6. Ritverk Gunnars Gunnars- sonar, 15 bindi. 7. Málverk eftir Gunnlaug Scheving, vatnsl. 8. Far með Gullfossi til Kaup- mannahafnar og heim aftur. 9. Jónas Hallgrímsson, 2 bindi. 10. Málverk eftir Eggert Guð- mundsson. 11. Heimskringla Snorra Sturlu- sonar. 12. Eftirprentun af málverki eftir G. Scheving. 13. íslands þúsund ár, 3 bindi. 14. Málverk eftir Katharina Wallner, vatnsl. 15. Landnámabók íslands. 16. Standlampi. 17. Jón Hreggviðsson eftir H. K. Laxness, 3 bindi. 18. Brennu-Njáls saga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.