Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 3
Laugard. 30. marz 1957 MORGVNBLAÐ1Ð 3 BANDARÍSKI rithöfundurinn John Steinbeck er löngu heims- kunnur fyrir skáldsögur sínar, sem þýddar hafa verið á fjölda tungumála. Á íslenzku hafa m. a. komið út „Þrúgur reiðinnar", „Mýs og menn“, „Máninn líður“, „Ægisgata“, „Kátir voru karlar“ og „Perlan". Hin nýja framhaldssaga Morgunblaðsins, „Austan Edens“, er eitt nýjasta verk hans og hefur hlotið miklar vinsældir í Bandaríkjunum. Sagan var kvikmynduð fyrir þremur árum, og fóru þar með aðalhlutverk James Dean, hið látna átrúnaðargoð banda- rískrar æsku, og Julie Harris, ein mesta núlifandi leikkona Banda- ríkjanna. Steinbeck á að baki sér við- burðaríkan æviferil. Hann er fæddur árið 1902 og fór snemma á flakk. Vann hann fyrir sér með ýmsu móti og kynntist því lífi af eigin raun, sem síðar varð efniviður skáldverka hans. Um skeið stundaði hann háskólanám, en sneri sér snemma að ritstörf- um. Fyrsta bók hans, „Cun of Gold“, kom út árið 1929. Það var sjóræningjasaga, sem gaf lítil fyrirheit um hið verðandi skáld. Árið 1932 birtist smá- sagnasafnið „Pastures of Heav- John Steinbeck •n“, þar sem hann lýsti heim kynnum sínum í Kaliforníu. En frægð vann hann sér fyrst með skáldsögunni „Tortilla Flat' (1935 — „Kátir voru karlar"), sem er bezta verk hans til þessa. Þar lýsir hann af djúpri mann þðkkingu og skemmtilegri kímni hópi frumstærða sérvitringa hafnarbæ í Kaliforníu. Steinbeck hefur skrifað mikið um þjóðfélagsmál, og margar beztu baekur hans lýsa af mikilli samúð og næmum skilningi kjör- um og örlögum lítilmagnans í mannfélaginu. Má þar nefna „In Dubious Battle“ (1936), „Of Mice and Men“ (1937 — „Mýs og menn“) og „The Grapes of Wrath“ (1939 — „Þrúgur reið- innar“), sem er umfangsmesta og frægasta verk hans. í því fjallar hann um bændurna í Oklahoma, sem flosnuðu upp af jörðum sínum í þurrkunum miklu og kreppunni, sem af þeim leiddi, og fóru til Kaliforníu í leit að nýju og betra lífi. í sög- unni er mikill örlagaþrungi og nöpur þjóðfélagsádeila. HERNÁMSSAGA — KVIKMYNDIR Árið 1942 reit Steinbeck skáld- sögu, sem að nokkru var byggð á þýzka hernáminu í Noregi í síðari heimsstyrjöld, „The Moon is Down“ („Máninn líður“). Hún var þýdd ólöglega á dönsku og norsku á stríðsárunum. Eftir styrjöldina hafa komið út nokkrar skáldsögur eftir Stein- beck, en hann hefur jafnframt samið kvikmyndahandrit. Hann samdi t. d. handritið að hinni frægu kvikmynd „Viva Zapata", sem Elia Kazan gerði. RÍK FRÁSAGNARGÁFA Steinbeck er meðal fremstu rithöfunda Bandaríkjanna, en höfuðverk sín samdi hann á ár- unum 1930—40. Skáldskapur hans einkennist af mannkærleika og djúpri réttlætiskennd. Stíll hans er einfaldur og raunsær, og hann hefur óvenjulega lifandi frásagnargáfu, svo sem auðsætt er af sögunni, sem hefst í Morg- unblaðinu í dag. Þar lýsir hann viðkvæmum og framgjörnum unglingi, draumum hans og von- brigðum á leiðinni til manndóms. Hún er án efa byggð á æskuraun- um höfundarins sjálfs. s-a-m. Ungur þingsveinn bjargar tveim drengjum úr bráðri lífshættu Duttu r vök í Tjörmnni og voru að sökkva í vafn og íeðju OÞetta er hinn veglegi togari NorS firðinga, Gerpir, sem nú heim- sækir höfuðborgina í fyrsta skiptL Er hann nú í slipp til mál- unar. Gerpir var byggður í V- Þýzkalandi, og þykir cinstaklega glæsilegt skip, eins og myndin i-eyndar ber með sér. Ljósm. Mbl. Flaut vatnið fljótlega um háls hans. Stóð hann nú þarna ráða- laus með vin sinn á bakinu og hrópaði á hjálp. i FYRRADAG vildi það til, að tveir drengir, báðir 7 ára, vorú hætt komnir, er þeir duttu niður um vök á Tjörn- inni fram undan Búnaðarfélagshúsinu. Hefðu drengirnir senni- lega farizt þarna í vökinni ef ungur þingsveinn, Magnús Jóns- son, hefði ekki bjargað þeim á síðustu stundu er þeir voru að sökkva í kaf í vatn og leðju. VORU MEÐ SKIP Á VÖKINNI Drengirnir sem í vökina duttu voru Sigurður Kjartansson, Von- arstræti 2 og Ólafur Kvaran til heimilis í Landsímahúsinu. Voru þeir að sigla skipi á vökinni, um hláfellefu leytið um morgun- inn, en misstu það og strandaði það hinum megin við vökina, fjær landi. Fóru drengirnir eftir ísröndinni til þess að bjarga leik fanginu en er þeir voru nærri komnir að því, brast ísinn undan þeim og féllu þeir báðir í vatn- ið. Voru þeir þá staddir um það bil miðja vegu milli Hólmans og lands. SUKKU í LEÐJUNA Til að byrja með náði vatnið drengjunum upp undir hendurj en þeir sukku fljótlega í leðj- una með fæturna. Ólafur litli sem er lægri vexti en Sigurður, tók það til bragðs að klifra upp á bakið á Sigurði, og gat hann þannig haldið höfðinu upp úr Fjölmenn úlför Þur- íðar Bjarnadóttur í GÆR fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför frú Þuríð- ar Bjarnadóttur, en hún var ekkja hins þjóðkunna manns, ís- ólfs Pálssonar tónskálds. Þau hjón voru bæði fædd og uppalin á Stokkseyri.'og bjuggu þar lengi. Þaðan fluttust þau til Reykjavík- ur, þar sem þau áttu heima síðan. Séra Árelíus Nfelsson talaði í kirkjunni og jarðsöng. Dóm- kirkjukórinn söng. Þórarinn Guðmundsson lék einleik á fiðlu og Kristinn Ingvarsson lék á orgelið. Leikin voru og sungin lög eftir mann hinnar látnu, ísólf Pálsson og son þeirra, dr. Pál ísólfsson, tónskáld. Stokkseyringar búsettir í Reykjavík báru kistuna úr kirkju en nokkrir ættingjar hinnar látnu síðasta spölinn í kirkju- garði, en hún var jarðsett við hlið manns síns í gamla kirkju- garðinum. Frú Þuríður Bjarna- dóttir var fædd 2. júlí 1872. Var hún því 84 ára að aldri er hún lézt. Mann sinn missti hún fyrir 16 árum. Mikið fjölmenni fylgdi hinni látnu merkis- og heiðurs- konu til grafar, enda áttu þau hjón fjölmennan hóp ættingja og vina. vatninu. En þá tók Sigurður litli að sökkva enn dýpra í leðjuna. Gunnar Gunnarsson Þorvaldur Skúlason Tvær bækur í smábókaflokkmim TVÆR nýjar bækur koma út í dag í smábókaflokki ísafoldar og Helgafellsforlaganna, Aðventa Gunnars Gunanrssonar í nýrri út- gáfu og með myndum eftir Gunn- ar, son skáldsins og bók um Þor- vald Skúlason, listmálara, eftir Valtý Pétursson. Skrifar Valtýr langa ritgerð um málarann og er útdráítur úr henni á ensku. Þá eru í bókinni sextán eftirmyndir af abstraktmálverkum og eitt málverk í litum. Framan á kápu er mynd af Þorvaldi þar sem hann er að vinna við eitt af mál- verkum sínum. Báðar þessar bæk ur eru prentaðar í Víkingspernti og kosta aðeins kr. 20,00 í bóka- búðum. Námskeið í skreyl- ingum verzlunar- glugga EINS og fyrr hefur verið frá skýrt, ákvað stjórn SÖLUTÆKNI að efna hér í bænum til þriggja vikna námskeiðs í skreytingu verzlunarglugga og réði hún norskan kunnáttumann Per Skjön berg að nafni, til þess að veita því forstöðu. Samkomulag varð um að námskeiðið yrði samræmt markmiðum Handíða. og mynd- listaskólans og haldið í húsakynn um hans. Eftir að birtar höfðu verið auglýsingar um námskeið- ið, kom í ljós, að fleiri vildu sækja um það en fengu, en tak- marka varð þátttakendafjölda við tölu þeirra 40, sem fyrstir stað- festu umsóknir sínar. Námskeiðið var sett í gærkvöldi kl. 20:30 af Sigurði Magnússyni formanni Sölutækni, sem bauð kennara og nemendur velkomna og gerði grein fyrir þeirri tlhög- un, sem ákveðin er, en kennslan verður bæði fræðileg og verkleg. Skjönberg mun flytja fyrirlestra og sýna skuggamyndir daglega og koma upp nokkrum sýningar- gluggum í kennslustofunni, en auk þess mun hann heimsækja þátttakendur á vinnustöðum þeirra og leiðbeina þeim þar. Lúðvík Guðmundsson skóla- stjóri bauð kennara og nemend- ur velkomna í híbýli skólans, en að því loknu hóf Per Skjönberg kennslu sína. HJALPIN KEMUR Um sama leyti og óvænlegast horfði fyrir þeim félögum í vök- inni var þingsveinninn Magnús Jónsson, sem er mn 14 ára, send- ur úr Alþingishúsinu út í Bún- aðarbankahús. Varð honum litið út á Tjörnina og sá þá á höfuðið á Ólafi upp yfir skörina. Brá hann fljótt við. Skreið eftir ísn- um út til drengjanna og kippti þeim upp úr vökinni. Sýndi Magnús með þessu mikið snar- ræði og áræði. Bjargaði hann drengjunum báðum til lands, en á leiðinni brast ísinn hvað eftir annað undan þeim og var Magn- ús holdvotur og forugur upp und- ir hendur að björgunarstarfinu loknu. Báðum drengjunum kom hann samt heim til sín og varð engum þeirra meint af volkinu. SÝNDI MIKIÐ SNARRÆÐI Má telja víst, að sorglegur at- burður hefði gerzt þarna í vök- inni, ef Magnús hefði ekki borið að á þessari stundu. Enginn tók eftir börnunum sem voru um það bil að fara í kaf í vatn og leðju. Má því vissulega þakka kjarki og snarræði Magnúsar að bet- ur tókst til en á horfðist. irennur Bíll L í bílskúr KEFLAVIK, 29. marz. — Um kl. 1 í nótt varð þess vart að eldur var kominn upp í bílskúr við húsið Sunnubraut 13 hér í bænum. Var eldurinn mjög bráð- ur, og má heita að skúrinn hafi staðið í björtu báli þá er slökkvi- liðsmenn komu á vettvang. Um skeið var næsta hús í nokkurri hættu og sprungu rúður í þeírri hlið þess er að skúrnum veit. Baldur Júlíusson, 'Sunnubraut 13, átti þennan skúr og bíl sem í honum var, Studebaker ’47 gerð og eyðilagðist bíllinn einnig. AKRANESI, 30. marz. — í gær var hrein ördeyða hjá bátunum — alls höfðu þeir 50 lestir. Sá hæsti var með 8 lestir en sá lægsti með 900 kg. Sem vonlegt eru að- eins fáir bátar á sjó í dag, þótt blíðskaparveður sé. Akurey kom hingað í morgun eftir tveggja vikna veiðiför. Var hún með 280 lestir. Er aflinn þorskur, ýsa og karfi. Þorskur- inn fer til herzlu, hitt til vinnslu 1 frystihúsunum. Oddur. HAFNARFIRÐI — Dágóður afli hefir verið hjá netabátunum sið- ustu daga, og hefir aflanum ým- ist verið skipað hér á land eða fyrir sunnan. — Ágúst og Bjarni riddari voru hér inni í vikunni og munu hafa verið með um og yfir 200 tonn af fiski, sem fór í herzlu og frystihús. Surprise kom af veiðum í gær og var með fullfermi eða á fjórða hundrað tonn. — G. E. John Steinbeck, höfundur nýju framhaldssögunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.