Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 15
Laugard. 30. marz 1957 MORGUNBLAÐIÐ 15 íþrottamyndir ur ymsum áttum Næstu Olympiuleikar fara sem kunnugt er fram í Rómaborg 1960. Þegar er hafinn mikill untlir- búningur undir leikina, sem sennilega verða hmir fjölmcnnustu er fram hafa farið og búizt er við meiri áhorfendaskara en áður hefur þekkzt. — Hér er mynd af byggingu stórs íþrótta- svæðis við Tiziano götuna — Colosseum nútímans. Ef til vill á þessi bygging eftir að verða fornleifar og verða fræg sem rúst gamallar byggingar þar scm fólk fyrir 1—2000 árum kom saman til keppni í íþróttum. Góður sund- úrungur Keilvíkingu Unnu glæsilegan sigur á skólamótinu KEFLAVÍK, 27. marz. — Áhugi á sundíþróttinni hefur jafnan ▼erið mikill hér í Keflavík, enda hefur árangurinn verið eftir því. Gagnfræðaskóli Keflavíkur tók þátt í sundmóti Framhaldsskól- anna sem haldið var í Sundhöll Reykjavíkur 21. marz sl. 1 móti þessu tóku þátt allir framhalds- skólar Keykjavíkur auk Mennta- skólans á Laugarvatni, Iðnskólans i Akranesi og Gagnfræðaskólans hér. Meðal keppnisgreina var akriðsund kvenna og vann Gagn- fræðaskóii Keflavíkur sundið. Var tími sveitarinnar 2:35,5 mín. Önn i»r var sveit Gagnfræðaskóla Laugarness á 2:40,7 mín. og þriðja B-sveit Gagnfræðaskóla Keflavíkur. I»á var keppt í fjðrum einstakl Ingsgreinum: Björgunarsundi, bringusundi, baksundi og skrið- sundi. Heildarstigatala úr öllu sundinu var sú að Gagnfræðaskóli Keflavíkur hlaut 55 stig, Gagn- fræðaskóli Laugarness 29 stig, Verzlunarskólinn 15 stig, Gagn- fræðaskóii Austurbæjar 11 stig og aðrir minna. Var því Gagnfræða- skóli Kefluvikur nærri því eins stigahár og hinir allir skólarnir til samans er fengu 65 stig. Á þessu sundmóti færðu stúlkurnar hér skóia sinum til eignar bikar, sem keppt hefur verið um sl. þrjú ár. Þess má og geta að 4 fyrra framhaldsskólasund- mðti sem var í des. s-1. unnu þær einnig bikar til eignar, höfðu unn ið hann þrjú skipti í röð. Þjálfari stúlknanna fyrir skólamótin hefur verið Hafsteinn Guðmundsson, sundhallarstjóri. — Ingvar. Svigkeppni Reykja- víkurmófsins í Jósefs dál í dag 1 dag fer fram í Jósefsdal svig keppni Skíðamóts Reykjavíkur. Verður keppt í öllum flokkum. Keppnin hefst M. 10 árdegis' í kvennaflokki og drengja flokki. Kl. 2 e.h. hefst svo keppni í karlaflokkum. Ferðir eru upp eftir frá BSR Dr. Roger Bannister, sá er fyrst- ur liljóp míluna undir 4 mín., er hér fagnandi með konu sinni er Moyra heitir og er af sænsk- um ættum. Heldur hún á ný- fæddri dóttur þeirra. Innan skamms mun Bannister klæðast einkennisbúningi brezks her- manns og mun ljúka herskyldu svo sem lög krefjast. Skíðaunnendum í Evrópu þótti snjórinn í vetur lítill, en mörgum’ þótti það gott ekki sízt vegna Súez-deilunnar og olíuvandræð- anna. En margir leituðu tU hátt liggjandi staða, þar sem unnt var að iðka vetraríþróttir. Mynd þessi er tekin við Kreuzeek- biet sem er nokkra km frá Framisch í Bayern. Það er staður fyrir þá er bæði vilja vera á skíðum og njóta fagurrar náttúru. Alþ/óðaskákmót stúdenta: 10 þjóðir hoia þegar tilhynnt þdtttöhn Mótið hefst í Reykjavik 11. júlí EINS OG KUNNUGT ER fer alþjóðaskákmót stúdenta fram í Reykjavík í sumar. Mótstíminn hefur verið ákveðinn 11. til 26. júlí. Þátttökutilkynningar eru nú óðum að berast og hafa eftir- taldar þjóðir þegar tilkynnt þátttöku sína: Rússar, Tékkar, Pól- verjar, Rúmenar, Ytri-Mongólar, Finnar, frar, Englendingar, Aust- ur-Þjóðverjar, fslendingar. Verið getur að fleiri tilkynningar berist s.s. frá Norðurlöndum og Bandaríkjunum. * í KR-HÚSINU Sennilegt er að teflt verði í KR-húsinu, en það er sem kunn- ugt er stærsta íþróttahús lands- ins, en stórt húsnæði þarf, þvi keppt er á fjórum borðum og verður því, séu þátttökuþjóðirn- ar 10 (eins og þegar er vitað), teflt á 20 borðum í senn. Verði þátttökuþjóðirnar fleiri en 16 talsins, verður keppt í riðlum og síðan til úrslita í tveimur flokkum. Annars verður ekki um riðlaskiptingu að ræða. i Árni Snævar, Friðrik Ólafsson, Jón Böðvarsson. Einnig á sæti í nefndinni Kurt Vogel, form. fræðslu- og íþróttadeildar al- þjóða stúdentasambandsins (IUS). *-* 4. MÓTIÐ Þetta er 4. alþjóðamót stúd- j enta. Hin fyrri hafa verið í Osló, i Lyon og Uppsölum, en þar fór j mótið fram 1956. Þar kepptu ís- lendingar meðal 16 þátttökuþjóða og urðu efstir í B.-riðli eða í 9. sæti. ic UNDIRBÚNINGSNEFND Það er Skáksamband íslands sem hefur skipulag mótsins und- ir höndum ásamt stúdentaráði Háskólans. Sérstök undirbúnings nefnd hefur starfað að undirbún- ingi og í henni sitja: Pétur Sig- urðsson háskólaritari form., Þór- ir Ólafsson ritari, Bjarni Felix- son, gjaldkeri, Baldur Möller, Númsbeíð fyiir kBOttspynm- dómora Knattspyrnudómarafélag Rvík- ur hefur ákveðið að efna til dóm- aranámskeiðs. Innritun þátttak- enda fer fram í Valsheimili á fundi félagsins n.k. mánudagskv. kl. 8,30. Þar verða allir sem ætla sér að taka þátt í námskeið- inu að mæta. ★ BÆKLINGUR MEB ÚRVALSSKÁKUM Alþjóðastúdentasamtökin i Prag IUS, hafa nú gefið út bækling með úrvali skáka er tefldar voru á Uppsalamótinu. Skýringar við skákirnar hefur J. Sajtar ritað, en hann er einn kunnasti skákmaður Tékka. í formála er gerð stutt grein fyrir sögu stúdentamótsins og ýmsu er máli skiptir í sambandi við það. Þá prýðir fjöldi mynda bæklinginn. Af þessum úrvals- skákum Uppsalamótsins eru tvær leiknar af íslendingum. Er það skák Friðriks Ólafssonar gegn Szabo Rúmeníu en 'Friðrik vann þá skák. Þá er og vinningsskák Guðmundar Pálmasonar gegn Rolland frá Frakklandi. Bæklingur þessi er nú kominn hingað til lands og er til sölu í Sjómannaskólanum þegar ein- vígisskákir Friðriks og Pilniks eru tefldar þar og mun síðar koma í bókaverzlanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.