Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 14
t *. 'U/ * MORGUNBLAÐIÐ taugard. 30. marz 1957 Veitingasalur LoiUeida á Reykjavíkurílugvelli. Félag löggiltra rafvirkja- meistara 30 ára Um þessar mundir er Félag löggiltra rafvirkjameistara 30 ára. Afmælisins var minnzt með hófi í Þjóðleikhúskjallaranum 2. þ.m. og voru þá þeir stofnendur, sem á lífi eru, gerðir heiðursfélag ar. Aðalræðumaður á hófinu var Siguroddur Magnússon, rafvirkja meistari. Aðrir ræðumenn voru Jakob Gíslason, raforkumálastj., Páll J. Pálsson, varaform. Félags ísl. rafvirkjam., Barði Friðriks- son, skrifstofustj. Vinnuveitenda- samb. ísl. og Hans Þórðarson, Rafvirkjameistarar munu svo fyrst hafa stofnað með sér félag í Reykjavík árið 1922 undir for- ustu Halldórs heitins Guðmunds- sonar, það félag starfaði fremur lítið, þar sem forgöngumaður þess, Halldór, lézt árið 1924, en 29. marz 1927 var Félag lög- giltra rafvirkjameistara, sem nú minnist 30 ára afmælis síns, stofnað. Stofnfundurinn var haldinn I skrifstofu Bræðranna Ormsson og voru stofnendurnir fimm, en þeir voru: \ i Flugvélar ★ ★ ★ Frá annríkri morgunsfund meb Lofileióamönnum í sólskini — og svínakjöl á borðum Einn sólskinsdaginn hér í vik- unni brá ég mér út á flug- 1 völl og ók heim að flugstöð Loft- IJTI á Reykjavíkurflugvelli reka Loftleiðir stórt veitingahús þar sem unnt er að framreiða mat fyrir allt að 100 manns 1 prýðilegum og vistlegum salarkynnum. Það er starfsemi sem fæstum mun vera kunn og ekki munu margir hafa vitað að á flugvellinum starfar svo stórt veitingahús. Það er líka eðlilegt, vegna þess, að það er ekki opið öllum almenningi, heldur fyrst og fremst ætlað til þess að veita far- þegum Loftleiða, sem koma austan og vestan um haf, góðan beina og hressingu nokkra eftir ferðina yfir hafið. lækkaði hún flugið, og bar í fannhvít suðurfjöllin, Lönguhlíð ina, og það stirndi á gljáandi flugvélina í tæru morgunljósinu. f afgreiðslu Loftleiða var allt til reiðu til móttöku flugvélarinnar Bráðfalleg, rauðhærð flugfreyja stóð við flugbrautina við stigann sem farþegarnir gengu skömmu síðar niður. Flugstöðvarstjórinn, Bolli Gunnarsson, og starfsmenn hans, voru önnum kafnir við verk efni sín og dyr veitingahússins dálitlu sunnar á vellinum höfðu verið opnaðar. Innan skamms fóru farþegarnir að tinast út úr vélinni, ungir og gamlir, af mörg- um þjóðernum greinilega, og furðulítið þreyttir að sjá eftir langa ferð. Allir stefndu þeir til veitinga- hússins þar sem ágætur miðdegis verður beið þeirra. — Innan stundar yrði aftur lagt af stað þann spöl leiðarinnar, sem ennþá var ófarinn, heim til átthaganna, j Vikingadrottningin frá bandarísk v*na frænda. nm byggðum er hvergi stúrin og lætur vel yfir strandhöggi á Norðurlöndum. f leiða á vellinum austanverðum. Þetta var skömmu fyrir hádegið og fyrr um morguninn hafði Sig- urður Magnússon, hinn eljumikli blaðafulltrúi Loftleiða, hringt til min og sagt mér, að þá um há- degisbilið væru væntanlegar ■ tvær flugvélar á völlinn, þær Hekla og Edda. Önnur væri að koma frá New York, hin frá meginlandi Evrópu. Þegar við komum út á flugvöll- Inn var vélin frá Bandaríkjunum á sveimi yfir spegilsléttum Skerjafirðinum og innan skamms Nýlega var haldin svonefnd Berlínarvika i Hamborg tii þess að treysta sambandið milli hinnar gömlu höfuðborg- ar Þýzkalands og þeirrar verzlunarborgar þess, er ligg- «r um þvera þá þjóðbraut, sem breiðust er til vesturs. J Loftleiðir efndu til sérstakrar jluggaskreytingar í þessu til- efni, þar sem athygli var vak- in á ferðum félagsins um ís- — land milli Hamborgar og New Vork. Sýning þessi vakti svo ’ mikla athygli, að fulltruar borgarstjómarinnar í Berlin * komu í heimsókn íii þess að - * þakka fyrir hana, og tjá um- - boðsmanni Loftleiða, að þeír ‘ . væru minnugir þeirrar vin- semdar, er félagið hefði sýnt * Berlínarborg með því að bjóða - börnum þaðan til íslandsferð- I " , ar í fyrra. --- -- < ‘ji > i y y v Elías Dagfinnsson fylgist árvakur með því að hvergi skorti vistir. Þegar við litum inn í veitinga- hús Loftleiða voru þar upp- búin borð, og forstjórinn, sem er Elías Dagfinnsson, stóð þar við afgreiðsluborðið og stjórnaði liði sínu af skörungsskap. Elías er enginn nýgræðingur í veitinga hússrekstri. Ungur að árum byrj- aði hann starfsferil sinn á Hótel Sumir farþegar Loftleiða hafa ekki enn lært að halda á skeið og gaffli. ísland, sem þá stóð með makt og miklu veldi í miðri Reykjavík, en síðan réðst hann sem bryti á skip Skipaútgerðarinnar og starfaði þar lengi við góðan orðstír. Nú ræður hann yfir tveimur mat- reiðslumönnum og allmörgum framreiðslustúlkum í hinu vist- lega veitingahúsi, þar sem þykk teppi hylja öll gólf og málverk af íslenzkum merkis- og sögustöðum þekja veggi. Starfslið veitinga- hússins þarf líka að vera árvak- urt, því í heimi flugsins þekkist engin nótt og enginn dagur, sem slíkur; þar eru bara flugtímar, komur og brottför, og slíkir við- burðir fara ekki eftir sumartíma eða vetrartíma sérstaklega, held- ur eru jafneðlilegir og sjálfsagðir á afhallandi óttu og undir nátt- mál. Og því verða Elias og menn hans að geta framreitt lostæta rnáltíð með furðustuv.tum fyrir- Frh. á bls. 23. Núverandi stjórn rafvirkjameistara: Talið frá vinstri: Gisli Jóh. Sigrurðsson rit., Árni Brynjólfsson form., og Júlíus Björnsson gjaldk. form. Félags raftækjaheildsala. Afhending sveinsbréfa fór og fram í hófinu, sem stjórnað_ var af formanni félagsins, Árna Brynjólfssyni. Forsaga að stofnun félagsins er í stuttu máli þessi: Þegar á árinu 1894 er farið að ræða um virkj- unarframkvæmdir hér á landi, þá kemur hingað heim frá Ame- ríku, Frímann B. Arngrímsson og hafði hann í höndum tilboð um virkjun Elliðaánna en því miður var því tilboði ekki tekið. Fyrsta vatnsaflsstöðin er síðan reist í Hafnarfirði af Jóhannesi Reykdal árið 1904, en um raf- lagnir sá Halldór Guðmundsson. Segja má að þessir þrir menn hafi verið forgöngumenn og brautryðjendur í sambandi við rafvæðingu landsins, sem síðar varð. Árið 1911 var síðan sett upp vatnsaflsstöð á Eskifirði, 1912 á Siglufirði og síðan hver af ann- arri, í Grímsnesi, Seyðisfirði, Vík í Mýrdal, auk fjölda af litl- um mótorknúnum rafstöðvum, sem settar voru upp í Reykjavík og á Akureyri, svo að þegar kem ur fram um 1915 eru allvíða komnar rafstöðvar og menn þá þegar búnir að kynnast þægind- um rafmagnsins og sjá hvílíka möguleika það hefur upp á að bjóða. Við framkvæmdir þessar þurfti allmikinn vinnukraft og ungir menn fóru að starfa að rafmagns iðn, og þegar Elliðaárstöðin var tekin í notkun árið 1922 var orð- inn allstór hópur manna, sem stundaði rafvirkjastörf og skipt- ist sá hópur að sjálfsögðu i meistara, sveina og nema. Jón Sigurðsson, Eiríkur Hjart- arson, Jón Ormsson, Július Björnsson og Eðvard Jensen. Fyrstu stjórnina skipuðu: Jón Ormsson, formaður, Júlíus Björnsson ritari og Jón Sigurðs- son, gjaldkeri. Félagið setti sér þá þegar lög og eru þau að veru- legu leyti enn í gildi. Jón Ormsson fyrsti formaður félagsins. Eitt af meginverkefnum félags ins hefur alla tíð verið, samninga gerðin við sveinanna og má segja, að það hafi gengið fyrir sig snurðulítið. Engin stórkostleg eða langvinn verkföll hafa orðið í stéttinni og samsklpti félag- anna, sveina og meistara veriS góð, alla tíð. Á þessum 30 árum hefur félag- ið unnið mikið að margs konar hagsmunamálum rafvirkjastétt- arinnar. Það hefur haldið 179 al- menna félagsfundi og eru félagar nú um 50 að tölu svo meðlima- talan hefur tífaldazt á tímabil- inu. í stjórn hafa ýmsir setið, en lengstan starfstíma þar hefur Júlíus Björnsson, 18 ár, Jón Ormsson í 16 ár, og aðrir skemmri tima. Núverandi stjórn skipa: Árni Brynjólfsson, formaður; Halldór ólafsson, ritari; Júlíus Björnsson, gjaldkeri og Gísli J. Sigurðsson, vararitari. Og allir hafa þeir starfað mikið að mál- efnum félagsins nú á seinustu ár- um. Félagið hefur nú opnað skrií stofu og hefir þar framkvæmda- stjóra, Indriða Pálsson, lögfræð- ing og starfar hann þar að mál- efnum félagsins og stéttarinnar og búast félagsmenn við góðum árangri af starfi hans. Blaðið vill nota tækifærið til að óska félaginu til hamingju með afmælið og rafvirkjastétt- inni góðs gengis í framtíðinni. •• < v }í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.