Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 16
16 MORCUTSBLÁÐIÐ Laugard. 30, marz 1957 FRÁ S.U.S. RITSTJÖRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON Ekki til Moskvu SAMKVÆMT frétt, sem barst frá Stúdentaráði Háskóla íslands í gær, hefir það samþykkt að slíta sambandi við kommúníska stúd- entasambandið I. U. S. í Prag en til þess var stofnað af rauða bræð ingnum, sem réði meirihluta Stúdentaráðs á árunum 1953— 1956. — Ástæðan fyrir þess- um sambandssiitum er fyrst og fremst sú, að stjórn hins kommúníska stúdentasambands í Prag, I.U.S., sá ekki ástæðu til að mótmæla hinu svívirðilega þjóð- armorði Rússa í Ungverjalandi, þar sem stúdentar urðu þó mjög ifyrir böðulsbarðinu. Þvert á móti hefur stjórn I.U.S. haldið að sér höndum og samþykkt þær að- gerðir með þögn sinni. Á því leikur enginn vafi að mikiil meirihluti íslenzku þjóð- arinnar er stúdentunum algerlega sammála um að slíta beri öllu sambandi við hin austrænu stúd- entasamtök. Það er ennfremur vitað, að mikill meirihluti þjóð- arinnar vill ekkert menningar- samband hafa við böðla Ung- verjalands fyrr en þeir liafa gert yfirbót sem mark er takandi á, m.a. með því að veita þeim þjóð- um frelsi og sjálfstæði, sem þeir hafa með ofbeldi innlimað í riki sitt. Þeim mun óskiljanlegra og um leið hörmulegra, er til þess að vita, að íslenzkir listamenn, íþróttamenn og enn fleiri skuli heiðra þá með heimsóknum sín- um. Látum vera þótt einstaka ís- lenzkir aftaníossar Kremlverja leggi þangað leið sína. Af því get- ur þjóðin enga óvirðingu hlotið fram yfir þá sem fyrir er, að hafa slíkt fólk hér í landinu, að ekki sé talað um í æðstu valda- stöðum. Hitt er miklu alvarlegra þegar heilir hópar íþróttamanna hyggjast ganga á vit morðingj- anna. Það er að vísu skiljanlegt að menn langi í ferðalag, að skemmta sér, en þeir verða að hafa gát á að ferðalagið verði þeim og þjóð þeirra ekki til skammar. Samrýmist það t.d. hug -ís- lendinga í garð Rússa eftir at- burðina í Ungverjalandi, að ein i fremstu röð islenzkra söng- kvenna skemmtir þeim nú með •öng sínum? Þessu má svara með annarri spurningu: Hefði það samrýmst hug íslendinga í garð Þjóðverja í síðustu heimsstyrjöld að listamenn vorir styttu þeim stundir? Svarið er í báðum til- fellum algerlega neikvætt. Það hefur að vísu verið bent á það að list væri alþjóðleg, hafin yfir öll stjórnmál. Slík rök eru innan- tómt kjaftæði. Ein þjóð hlýtur þó að sýna annarri sóma með því að senda henni listamenn sína til yndisauka. Það er heldur ekkert einkamál tveggja þjóða þegar Rússi drepur Ungverja fyrir að krefjast þess að fá að lifa frjáls i sínu eigin landi. Það er alþjóð- legur glæpnr, framinn gagnvart öllum heiðarlegum frelsisunnandi mönnum heims cn að vísu í þágu hins alþjóðlega kommúnisma. Á múrum Kremlar blása lúður- þeytarar til manníagnaðar. Til Moskvu skal æskulýð heims boð- ið í sumar að skemmta sér við leik og söng meðan blóð fórnar- larnba ofbeldismannanna er enn eigi storknað á götum Búdapest- borgar. Þess er óskandi að ís- lenzkur æskulýður beri gæfu til að hafna slíku heimboði. Pétur Sæmundsen formaður Heimdallar iýrri starfsemi S.U.S. vel tekið Frá samkomunni i Valhöll á fimmtudagskvöldið IFYRRAKVÖLD var haldið í Valhöll, félagsheimili Sjálfstæðis- manna, samkoma fyrir unga Sjálfstæðismenn utan af landi. Þátttaka var góð og þótti samkoman takast vel í alla staði. UPPHAF AÐ NYRRI STARFSEMI Stjóm S.U.S. hefir, eins og frá .var skýrt hér í blaðinu á mið- vikudaginn, haft í athugun að undanförnu, að hefja nýja starf- semi á vegum samtakanna, þ.e. að koma á fót föstum samkomum með ungu Sjálfstæðisfólki utan af landi. Hefur stjórnin litið svo á, að ekki væri unnt að slá því föstu í hvaða og hvað föstu Aðalfundur Heimdallar Skýrsla formanns bar með sér að ötullega hefir verið unnið að málefnum félagsins s.l. ár. — Félagatala er nú nálega 3 þús. 'SUNNUDAGINN 24. marz sl. var haldinn aðalfundur Heimdall ar, f.u.s. Formaður, Pétur Sæ- mundsen, setti fundinn. Fundar- stjóri var kjörinn Sverrir Her- mannsson, viðskiptafræðingur, en fundarritari Birgir Isl. Gunnars- son, stud. jur. Formaður flutti skýrslu um störf félagsins sl. ár og bar hún með sér að unnið hefur verið ötullega að málefnum þess. Almennir umræðufundir voru tveir haldnir: Séra Sigurður Ein- arsson, Holti, hafði framsögu á fyrri fundinum um „Játningar í austurvegi", en Pétur Benedikts- son, bankastjóri, á hinum síðari um „Frelsisbaráttuna austan járn tjalds“. Báðir þessir fundir voru mjög fjölmennir. Félagið gekkst fyrir stjórn- málanámskeiði, sem stendur raunar enn yfir. Hefur það tekizt mjög vel. Leshringir hafa starfað innan félagsins og aðallega fjallað um bókmenntir. Ennfremur þjóðfé- lagsmál og önnur áhugamál þátt- takenda. Skákkennsla hefur farið fram á vegum félagsins og hafa fær- ustu menn annazt kennsluna, þeir Friðrik Ólafsson, Baldur Möller og Ingi R. Jóhannsson. Hafa kennslustundir þessar verið mjög vel sóttar. Þá hefur Heimdallur haldið kvöldvökur og kynningarkvöld, svo sem venja hefur verið til. Ennfremur fullveldisfagnað 1. desember og jólafagnað. Félagið hefur staðið fyrir fjöl- mennum ferðalögum til hinna ýmsu staða á landinu, svo sem Framh. á bls. 23 formi starfsemi þessi skuli vera fyrr en séð verður hver áhugi unga utanbæjarfólksins er á þessari starfseml. Eftir fyrstu samkomunni að dæma má vænta mikils af þessari starfsemi og bárust óskir um það frá mörg- um samkomugestum að stofnsett yrðu í Reykjavík varanleg sam- tök fyrir unga Sjálfctæðismenn utan af landi. DAGSKRÁ SAMKOMUNNAR Samkoman í Valhöll í fyrra- kvöld hófst á því að Ásgeir Pétursson, formaður S.U.S., mælti inngangsorð. Ræddi hann um félagslíf unga fólksins í Reykjavík og um framtíð þeirr- ar starfsemi, sem nú væri að hefjast. Lýsti hann yfir því, af hálfu stjórnar S.U.S., að hún væri reiðubúin til þess að efla þessa starfsemi og greiða fyrir henni á allan hátt, en taldi að það unga fólk, sem hlut ætti að máli yrði sjálft að ráða miklu um framtíð starfseminnar. Taldi hann það góðs vita, hvað mörg ný andlit sæjust í fundarsalnum. HEKLUMYND — BÓKMENNTAERINDI Næst flutti Kristmann Guð- mundsson skáld, erindi um ís- lenzkar bókmenntir. Fjallaði það um þátt bókmenntanna í lífsbar- áttu þjóðarinnar á erfiðum tím- um. Að því búnu flutti skáldið allmörg kvæði eftir ýmsa höf- unda. Þá var sýnd kvikmynd af Heklugosinu. Guðmundur jarð- fræðingur Kjartanssoá hafði komið á samkomuna og skýrði hann myndina og flutti auk þess nokkur formálsorð. Var skemmtikröftunum þakk- að fyrir fræðsluna og skemmtun- ina með öflugu lófataki. Loks var svo kaffidrykkja fyr- ir samkomugesti og ræddu menn þá sín í milli um þessa nýju starfsemi og voru sammála um að henni bæri að halda áfram. Samkomunni lauk kl. 11,15 um kvöldið. Fréttir frá S.U.S. Á SÍÐASTA fundi stjórnar Sam- bandg, ungra Sjálfstæðismanna var ákveðið að efna til fulltrúa- ráðsfundar sambandsins nú í vor. Er ráðgert að halda fundinn um mánaðamót maí-júní, hér í Reykjavík. Er nauðsynlegt að stjórnir Sjálfstæðisfélaganna, inn an vébanda SUS, hefji sem fyrst undirbúning að þátttöku í fund- inum, einkum að ákveða um val fulltrúa á fundinn. Verður öllum stjórnum innan samtakanna sent sérstakt bréf um þetta, þar sem verður gerð grein fyrir ýmsu því, sern varðar fulltrúaráðsfundinn, svo sem reglunum um fulltrúaval. Þá verður einnig nánar tiltekinn fundartíminn. Þá eru stjómirnar einnig Myndin sýnir tvö börn að leika sér á þríhjólum sínurn. Þau eru vel búin enda hefir sízt verið þörf á því eins og veðráttan hefir verið hér sunnanlands í vetur. „Bráðum kemur bctri tíð með blóm í haga". Ekki er nema tæpur mánuður þar til sum ardagurinn fyrsti rennur upp. Hann er fyrst og fremst dagur barnanna, dagur hins unga lífs á landi voru. minntar á að svara fljótt bréfi sambandsstjórnarinnar viðvíkj- andi trúnaðarmannakerfi SUS, en nauðsynlegt er að öll svör við því hafi borizt fyrir miðjan næsta mánuð. Þá er í ráði að taka upp nýjan fastan þátt hér á sambandssíð- unni í Morgunblaðinu, þ.e. frétta- þætti frá hinum ýmsu félögum ungra Sjálfstæðismanna. Verður þar greint frá því, sem mark- verðast gerist í starfi félaganna. Væri gott að fá sem fyrst allar þær upplýsingar, sem í þessu sambandi var beðið um í bréfi sambandsstjórnarinnar frá 24. þ. m. Er sérstaklega minnt á að æskilegt væri að fá Ijósmyndir af stjórnunum, annað hvort hóp- myndir eða ef þær eru ekki til, þá myndir af einstökum stjórnar- mönnum. Ráðgert er að vormót sambandg ins hefjist síðari hluta aprílmán- aðar. Er nú verið að undirbúa tvö mót, á Akranesi og í Kjósinni. En þau verða að sjálfsögðu fleiri. í fyrrakvöld hófst starfsemi 6 vegum SUS, sem miklar vonir eru bundnar við. En það er að stofna til kynna og nánara sam- bands með því unga Sjálfstæðis- fólki, sem dvelst hér í bænum vetrarlangt, við nám eða önnur störf — en á heimkynni sín úti á landi. Hefur verið ákveðið að ganga svo frá dagskrám þessara kynningarkvölda, eins og móts- ins í Valhöll í gærkvöldi, að þau hafi bæði fræðslugildi og séu auk þess hollar og góðar skemmtistundir. Er sagt frá þessari samkomu nánar á öðrum stað í blaðinu. Stjórn SUS hefur nú ákveðið að næsta sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna verði haldið næsta haust hér á Suð-Vestur. landi. Verður nánar tilkynnt um fundarstað og tíma þegar stjórn- in hefur ákveðið um það. (Frétt frá stjórn S.U.S.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.