Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 17
Laugard. 30. marz 1957 MÖRGUWBLAÐIÐ >7 Sígurður Ágúslsson a/jbm. sextugur Ferming í Hainarijarðarkirkju SIGUEÐUR Ágústsson, þingmað- w Snæfellinga, varð sextugur mánudaginn 25. marz. Hann er kominn af traustum og merk- um bændaættum og ber þess raunar ótvíræð merki, að góðir eru að honum nautarnir. Sigurð- ur hefur um langan aldur verið umsvifamikill athafnamaður og mun ekkert fjær honum en að setjast í helgan stein í þeim efn- um. Hann hefur verið þingmaður Snæfellinga síðastliðin sjö ár og á traustu og öruggu fylgi að fagna, sem nær líka langt inn í raðir pólitískra andstæðinga hans. Eins og að líkum lætur og al- kunna er, stendur alltaf nokkur styr um þá menn, sem standa í farabroddi síns flokks og hefur Sigurður engan veginn farið var- hluta þar frá borði. Slíkt hefur þó ekki orðið til þess að rýra vin- sældir Sigurðar, heldur miklu fremur til að auka þær. — Það mun og mála sannast, að sá mað- ur mun vandfundinn hér heima í héraði eðá annars staðar, sem ekki viðurkennir og fer virðing- arorðum um mannkosti og dreng- skap Sigurðar Ágústssonar. Sigurður er alinn upp í þeim ande, sem einkenndi hin „aristo- kratisku" heimili fyrri tíma. Hygg ég, að aldrei uni hann sér betur en þegar hann hefur safn- að að sér, á hinu vistlega heimili sínu í Stykkishólmi, vinum sín- um og kunningjum og veitir af rausn á báðar hendur. Enda þótt hann hafi aldrei gerzt neytandi hinna gullnu veiga, er honum ljúft að láta þær lífga sálaryl annarra, þar sem það á við. Kvæntur er Sigurður mikilli ágætiskonu, Ingibjörgu Helga- dóttur frá Karlsskála við Reyðar- fjörð, en engum er ljósara en mér, að einmitt úr þeim hluta landsins, er margt ágætisfólk komið. Er það og sama, hvort sezt er að veizluborði hjá Ingi- björgu eða komið í eldhús til hennar snemma dags til þess að sníkja sér kaffisopa, allta'f er hún reiðubúin til þess að veita gest- um sínum beina. Hef ég þetta hvort tveggja reynt og þykist því dómbær þar um. Sextugum sendum við vinir Sigurðar Ágústssonar hér í Grund arfirði, honum heillaóskir okkar og þökkum viðkynninguna og samstarfið á liðnum árum og hyggjum gott til samstarfsins í framtíðinni. Emil Magnússon. Aðalfundur Bygging arfélags alþýðu Aðalf. Byggingarfélags alþýðu Reykjavík var haldinn 10. marz sl. Formaðutr fél. gaf skýrslu fyrir hönd stjórnarinnar og end- urskoðaðir reikingar félagsins voru samþykktir. Hagur félags- ins er góður. Úr stjórninni átti að ganga Er- lendur Vilhjálmsson og var hann endurkosinn formaður til þriggja ára, með honum eru í stjórn Guð- geir Jónsson og Gunnlaugur Magnússon. Reynir Eyjólfsson var endurkosinn varaformaður og Hringur Vigfússon endurskoð andi. Sextíu og fimm ára: Þorbjörn Stefánsson verkamaður 65 ÁRA ER í DAG, Þorbjöm Stefánsson, Vesturbraut 19, Hafn arfirði. Hann er fæddur í Grund, Stöðv arfirði, ólst hann þar upp og bjó til 45 ára aldurs að hann fluttist til Hafnarfjarðar, og hefúr verið búsettur þar síðan. Þorbjörn er giftur ágætri konu, Jórunni Jónsdóttur. Hefur þeim hjónum orðið 6 barna auðið og eru þrjú þeirra á lífi, þ. e.: Guðný, húsfreyja, búsett í Rvík. Stefán, sjómaður, kvæntur og búsettur í Hafnarfirði og Pétur, verzlunarmaður, kvæntur og bú- settur í Hafnarfirði. Þorbjörn hefur lagt gjörfa hönd á margt um dagana, stund- að sjó og fl. en lengst af verið verkamaður og lætur sig hag stéttar sinnar miklu varða og er nú einn af trúnaðarmönnum Verkamannafélagsins Hlífar. Vinir og samherjar Þorbjöms senda honum og fjölskyldu hans beztu árnaðaróskir í tilefni af- mælisdagsins. H. G. Drengir: Árni Guðbjartsson Hólabraut 10 Benedikt Ernest Rutherford Gunnarssundi 7 Björgvin Ragnar Þorgeirsson Skúlaskeiði 6 Eiríkur Ólafsson Suðurgötu 38 Erlendur Guðmundsson Strand- götu 21 Erling Rafn Ormsson Hring- braut 34 Erling Reynir Sigurðsson Vífils- stöðum Gísli Heiðar Líndal Finnbogason Holti, Garðahreppi Gottskálk Guðjón Guðjónsson Skúlaskeiði 36 Guðlaugur Jóhannsson Reykja- víkurvegi 30 Guðmundur Hafþór Guðmunds- son Lækjargötu 14 Guðmundur Ingólfur Guðmunds- son Brekkugötu 13 Ingvar Gunnarsson Brekku, Garðahreppi Jóhannes Hafberg Jónsson Strandgötu 69 Jón Kristinn Sigurðsson Vestur- braut 1 Jón Lewis Parrish Gunnars- sundi 7 'Sigmar Hjörtur Sigurvinsson Grænukinn 19 Sigurður Bjarnþór Þorsteinsson Hraunstíg 7 Sigþór Jóhannesson Hverfis- götu 58 Skúli Þórsson Hraunstíg 5 Sveinbjörn Pálmi Gunnarsson Brekku, Garðahreppi Sveinn Sigurðsson Hverfisgötu 34 Tómas Gísli Guðnason Lækjar- götu 16 Þórarinn Guðnason Tunguvegi 2 Örlygur Benediktsson Ljósaklifi Örlygur Rúdolf Þorkelsson Lyngholti, Garðahreppi. Stúlkur: Bára Schiöth Óskarsdóttir Ásgarði 6, Garðahreppi Dagný Kristín Gunnarsdóttir Öldugötu 22 Elísabet Kolbrún Hansdóttir Sólbergi, Garðahreppi Guðbjörg Fanney Guðlaugsd.óttir Strandgötu 50 Guðlaug Eygló Valdimarsdóttir Lækjargötu 9 { Guðrún Halla Friðjónsdóttir Mánastíg 4 Inga Þyri Kjartansdóttir Sunnu- vegi 3 Ingibjörg Nancy Kudrech Norðurbraut 33 Ingveldur Sæmunda Alberts- dóttir Selvogsgötu 10 Kristín Árný Albertsdóttir Selvogsgötu 10 Kristjana Ingileif Marteinsdóttlr Álfaskeiði 37 Kristín Símonía Ottósdóttir Hraundal, Garðahreppi Lilja Dýrfjörð Sölvadóttir Garðavegi 9 Margrét Pálsdóttir Öldugötu 2 Matthildur Kristensdóttir Ölduslóð 5 Nína Sigurlaug Mathiesen Gu8- mundsdóttir Austurgötu 30 Sigríður Bergþóra Guðmunds- dóttir Görðum, Garðahreppi Valgerður Gíslrún Erla Guðjóns- dóttir Reykjavíkurvegi 4B Þorgerður Sigurvinsdóttir Grænukinn 19. Góður steinbífsafli Undanfarna þrjá til fjóra daga hafa bátar frá Grundarfirði eink um sótt sjó vestur undir Látra- bjarg, til þess að veiða steinbít. Afli hefir verið misjafn, en stund um ágætur. Hafa bátarnir fengið allt að 20 lestir í róðri. Þeir bát- ar, sem róa á venjuleg þorskmið fá lítinn afla, þar sem loðna er gengin í allan Breiðafjörð. ■—Emil. 1 LESBÓK BARNANNA Strúturinn R \ S M IJ S Einu sinni fór Rasmus í langt ferðalag. Gamall vinur hans, herra Pelík- ani, var með honum í för- inni. Þeir komu heim með flugvél. „Nú verðum við að reyna að sleppa við tollskoðunina“, sagði Rasmus, „við megum ekki láta tollþjóninn sjá í tösk- una okkar, þar sem all<ur brjóstsykurinn er“. „Ekkert er auðveldara“, sagði herra Pelikani, og greip töskuna upp í stóra nefið sitt. Svo gengu þeir hnar- reistir leiðar sinnar og tollþjónninn grunaði ekki neitt. En þegar þeir tóku töskuna úr felustaðnum gægðist vinur þeirra, negrinn, yfir girðinguna til límborin merki og límd á bréfin sem kvitt- un fyrir því, að burðar- gjald hefði verið greitt. Enska þingið samþykkti hinn 10. janúar 1840, að Dennyfrímerki skyldi set< á öll bréf, sem voru allt að % únsu á þyngd (14 gr.). Burðargjald einnar únsu bréfa (28 gr.) skyldi vera tvö penny og síðan tvö penny fyrir hverja únsu í viðbót. Skotasögur Skoti nokkur hafði dval- ið í Ameríku í mörg ár. Þá fór hann í heimsókn til Glasgow, að hitta þrjá bræður sína, sem þar bjuggu. En hann gat hvergi séð þá á járnbraut- arstöðinni. Loks komu til hans þrir alskeggjaðir karlar og spurðu hann, hvort hann þekkti þá ekki þeir væru-bræður hans. „Eruð þið bræður mín- ir“, sagði Skotinn undr- andi, „af hverju hafið þið allir safnað alskeggi?" „Þú tókst með þér rak- vélina, þegar þú fórst“, svöruðu þeir. Skoti hringdi til vinar síns og spurði: „Ætlarðu að gera nokk- uð sérstakt annað kvöld?“ „Nei“, svaraði vinurinn. „En á miðvikudags- kvöldið?" „Nei“. „Og ekki heldur á f immtudagsk völdið? “ „Ekki heldur". „En föstudagskvöldið? “ „Því miður, þá verð ég að vera heima“. „Það var leiðinlegt, sagði Skotinn, „ég ætlaði þá einmitt að bjóða þér í leikhúsið“. Skrítlur Frændi: Jæja, Gréta litla, hvað langar þig nú mest að fá í afmælisgjöf? Gréta: Brúðu! Frændi: Hvernig á brúðan að vera? Gréta (hvíslar): Mig langar mest í þríbura! ------------o--- Mamma: Hvað ertu að gera, Elsa? Elsa: Skrifa bréf. Mamma: En þú kannt ekki að skrifa. Elsa: Það gerir ekkert til, því að Inga, sem á að fá bréfið, kann ekki að lesa. Sagan um Ferdinand EINU SINNI var lítill kálfur, sem hét Ferdin and og átti heima á Spáni. Þegar allir hinir kálfarnir hlupu og hopp- uðu með halann upp í loftið, lá Ferinand hinn rólegasti í skugganum og svaf. Og þegar hinir kálf- arnir þóttust vera stór naut og stönguðu og skölluðu hvern annan, undi Ferdinand sér við að anda að sér ilmi blóm- anna. Svona var Ferdin- and. Mamma hans, sem var gömul og ráðsett kú, vissi ekki hvað úr honum ætl- aði að verða. „Að hverju leikur þú þér ekki eins og aðrir kálfar?“, spurði hún. En Ferdinand hristi bara höfuðið. „Mér líð- ur svo vel, þegar ég get legið einnvers staðar í ró og makindum og fundið blómin anga“, sagði hann. Árin liðu og Ferdinand varð stærri og stærri og sterkari og sterkari með hverjum deginum sem leið. Öll hin nautin, jafn- aldrar hans, æfðu sig að! stangast allan daginn, þvíj þau langaði svo mikið að taka þátt í nautaatinu mikla í Madrid. En Ferd- inand lét ekkert hrekja sig af uppáhaldsstaðnum sínum, sem var í skugg- anum undir korkeikinni. Dag nokkurn komu svo fimm menn með afar stóra hatta til að velja, stærsta, skæðasta og mannýgasta nautið fyrir nliutaatið mikla í Madrid. Allir bolarnir hlupu um, rótuðu upp jörðinni, og öskruðu hræðilega, svo að mennirnir skyldu halda, að hver þeirra um sig, væri hættulegri en allir hinir. Nema Ferdin- and. Hann vissi, að aldrei yrði hann valinn og gekk hinn rólegasti af stað til þess að finna sér skugga- j sælan stað að liggja á. En {hann leit ekki nógu vel í kringum sig og settist beint ofan í þyrnirunn, sem var alsettur hvöss- um, beittum þyrnum. Ef að þú værir þyrnirunnur, myndir þú ekki vilja láta setjast ofan á þig, allra síza stóran, þungan bola eins og Ferdinand. Þú myndir stinga. Og það var einmitt það sem gerð- ist, — þyrnarnir stungu Ferdinand. Uh, — hvað hann kenndi tiL Hann hljóp upp í loftið, öskraði af reiði og reif upp jörðina með löngu hornunum sínum. Hann var alveg óður. Þegar mennirnir fimm með stóru hattana sáu hann, kom þeim saman um, að þettá væri yilt- asta og óðasta nautið, sem þeir hefðu nokkru sinni séð. Hann vildu þeir fá. Svo óku þeir með hann í opnum vagni eins og þjóðhöfðingja beina leið til Madrid. Hvílíkur dagur, þegar nautaatið átti að fara fram. Fánarnir blöktu, hljómsveitin spilaði og senoriturnar gengu með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.