Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.1957, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Laugard. 30. marz 1957 i. Romains ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI skýrði frá því á fundi með blaðamönnum í gær, að næsta viðfangsefni Þjóðleikhússins yrði Dr. Knock eftir Jules Romains, sem er einn helzti rithöfundur Frakka. Hann skrifaði þetta leikrit 1923. Það er ádeila í léttum stíl. Leikritið hefir verið leikið í Ríkisútvarpið, en verður frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu á miðvikudag. Ólikt hafasf þeir oð Dáðar þessar myndir eru tefcnar sanxa daginn, 7. nóv. 1956. Sú efri í veizlu í sendiráði Rússa í Washington í dýrlegum fagnaði. ★ ★ ★ Sú neöri er frá Budapest. Hún SÝNINGIN TEKUR 3 KLST Dr. Knock er í þremur þáttum. Leikstjóri er Indriði Waage, en aðalhlutverkið leikur Rúrik Har- aldsson. Aðrir leikendur eru: Arndís Björnsdóttir, Regína Þórðardóttir, Þóra Borg, Baldvin Halldórsson, Bessi Bjarnason, Flosi Ólafsson, Helgi Skúlason, Indriði Waage, Klemenz Jónsson, Lárus Pálsson og Ólafur Jónsson. Þýðinguna gerði Eiríkur Sigur- bergsson, Lárus Ingólfsson mál- aði leiktjöld, en búningar eru saumaðir á saumastofu Þjóðleik- hússins, sem er undir stjóm Nönrni Magnússon. sýnir lík Ungvcrja sem féll þewt- an dag fyrir byssukúlum Rússa. — EOKA-menn Framh. af bls. 1. blaðamenn í dag, að nú hefði Kýpurbúum verið gefinn kostur á því að stilla algerlega til frið- ar á eyjunni. Bað hann eyjar- skeggja að láta ekki aftur fara í sama horfið svo að ógnaröld- in hæfist á ný. Bauð hann öll- um uppreisnarmönnum að gefa sig fram — og lofaði, að þeir skyldu ekki beittir neinum órétti. Gríska stjórnin hefur fagnað því mjög, .að Makarios skuli nú Bílaverkstæði og bíll brenna BÍLAVERKSTÆÐI Byggingafé- lagsins Brú inn i „Defensorsstöð', eins og það hét í gamla daga, eyðilagðist að mestu af eldi í gærmorgun. Lítill bíll var þar inni og eyðilagðist hann sömu- Jéiðis. Þá bernddist einn maður /nokkuð á hendi. Tveir menn sem á verkstæðinu vinna voru við að taka benzín- geymi undan litla bílnum. Mun benzín hafa farið úr geymnum og lekið ofan á ljósaperu í vinnu- ljósi, sem lá á gólfinu. Við þetta virðist mönnum sem peran hafi sprungið í lampanum, en um leið varð af bál mikið. Mennirnir voru báðir undir bílnum, en eld- urinn blossaði upp. Annar þeirra, Stefán Jóhannsson, berndist all- mikið á hendi, en hinn maður- inn slapp ómeiddur. Eldurinn breiddist óðfluga út um verkstæðið og brann það allt að innan. laus úr haldi — og segir í frétt- um frá Aþenu, að griska stjórn- in muni nú fús til þess að ræða við stjórnir Bretlands og Tyrk- lands um farmtíð Kýpur. Leiðtogi tyrkneska minnihlut- ans á Kýpur er ekkí jafnhrifinn. í kvöld átti hann tal við John Harding — og á eftir skýrði leið- toginn frá þvi, að Harding hefði gefið honmn fullnægjandi trygg- ingu fyrir því, að réttur tyrk- neskra manna á Kýpur yrði ekki fyrir borð borinn þrátt fyrir stefnubreytingu Breta gagnvart grískumælandi eyjarskeggjum. í útvarpsræðu í kvöld skoraði Harding á Grivas, foringja EOKA og menn hans að gefa sig fram og óttast eigi hefndir af hálfu Breta. í dag hefir mikil gleði ríkt með- al grískra manna á Kýpur. Fólk hefur flykkzt til kirkna og kap- ellna til þc.kkargj örðar fyrir feng ið frelsi Makariosar. Börnum var gefið frí úr skólum og fjölda- fundir hafa verið haldnir — og hinn fjarverandi erkibiskup óspart hylltur. Á einum stað veittust eyjar- skeggjar í kvöld að Bretum og kröfðust þess, að Makarios fengi að hverfa heim. Annars hefur ekki komið til neinna átaka og brezkar húsmæður streymdu í dag í verzlanir án öryggisvarða. Fréttaritarar telja, að svo geti farið, að gleðin ríki ekki lengi á Kýpur — og grískumælandi eyj arskeggjar muni nú krefjast þess, að Makarios fái að hverfa til eyj- arinnar. Kvikmyndasýning ÍSLEN ZK-AMERÍ SKA félagið efnir til kvikmyndasýningar í Gamla-Bíói kl. 2 í dag, laugardag. Fyrst verður sýnd ný frétta- mynd um frímerki og frímerkja- söfnun. Ennfremur er þáttur um Venezúela og hinar stórstígu fram farir, sem þar hafa átt sér stað hin síðari ár. Þá er fögur litkvikmynd frá hinum stórfenglegu Grand Cany- on gljúfrum í Bandaríkjunum, sem talin eru með merkilegustu náttúrufyrirbærum í heimi. Að lokum verður sýnd stór- fróðleg mynd, sem tekin hefur verið af Hafrannsóknarstofnun Flóridafylkis. Gefur kvikmynd þessi gott yfirlit um sjávarlíf og sjávargróður svo og fiskirann- sóknir, sem eiga sér stað á þess- um slóðum. Aðgangur að kvikmyndasýning um Íslenzk-ameríska félagsins er ókeypis og öllum frjáls meðan húsrúm leyfir. t þessum kösoum er fyrsti íslenzki regnbogasilungurinn, sem sendur er á markaðiim frá íslandi. Er hér um að ræða árangur af löngu og þroílausu starfi Skúla Pálssonar í Faxalóni, sem á undanfömum árum hefur verið að koma sér upp regnbogasilungsbúi. Þessi sil- ungur fer nú til Bandaríkjanna og var verið að setja hann um borð, er ljósmyndara Mbl. bar þar að. í þessari fyrstu sendingu héðan fóru lúmlcga eitt tonn af silungi. Dáin augnalok Unga skáldkonan heimsfræga þó hefur ritstjóri tímaritsins Francoise Sagan hefur lagt ekki lesið hana. Ragnar í síðustu hönd á nýja skáld- Smára las ekki heldur Brekku sögu. Voru ljósmyndarar við- kotsannál áður en hann gaf staddir, þegar hún skrifaði hanu út. lokaorð sögunnar. Eitt átti hún þó eftir. Það var að taka ákvörðun um • hvað sagan ætti að heita. Líklega skíri ég hana „Dáin augnalok“, sagði hún. Skáldkonunni hafa verið boðnar 2 milljónir króna í rit- laun. Svo hátt býður banda- rískt tímarit, sem vill fá verk- ið sem framhaldssögu. Og Væri blaðamaður Irúiofaður.... í GÆRKVÖLDI vora braut- skráðar frá Hjúkrunarkvenna- skóla íslands nokkrar ungar hjúkrunarkonur. Hér er um að ræða annan hóp nemenda frá skóla þessum eftir að hann fluttt í hin nýju húsakynni. Einn af tíðindamönnum blaðsins hafði hug á því, að vera þar viðstadd- ur. Því hringdi hann í skólastjór. ann í gærdag og spurðist fyrir um möguleika á nærveru. Skólastýran var þess ekki fý*. andi að hafa fréttahauka við þessa athöfn, að því er hún sjálf sagði. Hún kvaðst einfær um að senda frá skólanunt tilkynn- ingu um lokapróf hjúkrunar- nemenda. En skólastýran bætti við að væri blaðamaður trúlof. aður einhverjum nemanum, myndi hún ekki amazt við þó hann mætti. En nú varð blaða. maðurinn, sem jafnan, að svara réttu til, að (því miður) væri ekki um slíkt að ræða, svo vitað væri. — Svo fór um sjóferð þá. Leikrifið er effir eiff kunnasfa skáld Frakka, ‘wée* Dr. Knock næsta viðfangs- efni Þjóðleikhússins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.