Morgunblaðið - 05.04.1957, Side 2
2
Fðstudagur 5. aprfl 1957
M
/\ n r r v n r i n in
Flaggskip færeyska fiski-
flotans í Reykjavík í gær
Stærsti togari norðan Frakklands
HINN MIKLI TOGARI Færey-
inga, Skálaberg frá Klakksvík
kom hingað til Reykjavíkur í
fyrsta skipti í gær, en togarann
lét hinn kunni stórútgerðarmaður
Kjörhro smíða í Þýzkalandi. Hef-
ur togarinn verið á veiðum hér
við land frá því um síðustu ára-
mót. — 1 gærdag heimsóttu nokkr-
ir kunnir togaraútgerðarmenn skip
stjórann á Skálabergi og fengu að
skoða skipið. Luku þeir hinu
mesta lofi á togarann og fyrir-
komulagi öllu þar um borð. Er
Skálaberg stærsti togarinn sem
gerður er út fyrir norðan Frakk-
land.
Skálaberg kom hingað inn til að
taka vatn og olíu, en hann er að
veiða í salt, hér við land. Hefur
honum eins og reyndar öðrum
skipum gengið seint að fiska, en
Lítið hús stór-
skemmist
í GÆRDAG stórskemmdist af
eldi og vatni lítið timburhús,
Sólvellir á Seltjarnamesi,
skammt frá Nesi. Talsverður eld-
ur var í húsinu og varð að rífa
þak þess töluvert til að komast
aðeldinum. Þarna bjó með fjöl-
skyldu sinni maður að nafni
Magnús Stefánsson og mun vera
rakari. Varð hann fyrir mjög til-
finnanlegu tjóni.
Dagheimili lokað
nokkra claga
DAGHEIMILINU Vesturbcrg
hefur verið lokað um vikutíma
vegna þess að þrjú böm þar á
heimilinu veiktust yfir helgina
og kom í ljós að um heilahimnu-
bólgu var að ræða hjá þeim öll-
um.
Borgarlæknisembættið lét því
loka heimilinu til þess að hindra
frekari útbreiðslu meðal barn-
anna, en skrifstofan tók fram í
gærdag, í samtali við Mbl., að
engin ástæða væri fyrir fólk að
óttast frekari útbreiðslu sjúk-
dómsins. Lokunin væri aðeins
gerð í öryggisskyni.
Dagskrá Alþingis
Dagskrá efri deildar Alþingis
föstud. 5 apríl: Iðnfræðsla, 2.
umræða.
Dagskrá neðri deildar. 1. Dýra-
vernd; 2. Heilsuverndarlög; 3.
íþróttalög.
skipstjórinn, sem er meðal kunn-
ari skipstjómarmanna í flota Fær
eyinga, Kaj Jóhannssen, siglir
með afla skipsins heim hinn 25.
þessa mánaðar.
MARGIR KOMU AÐ SKOÐA
1 gær brá fréttamaður Mbl. sér
um borð í Skálaberg. Skipstjórinn
var þá að sýna þeim Tryggva
Ófeigssyni, Hafsteini Bergþórs-
syni, Kolbeini Sigurðssyni, Krist-
jáni Kristjánssyni og fleirum skip
sitt. Dáðust þeir allir mjög að
skipinu. Ibúðir skipsverja eru
hinar vistlegustu. — Þegar tog-
arinn veiðir í ís búa allir aftur í,
en þar eru íbúðir fyrir rúmlega
38 menn, en þegar veitt er í salt,
eins og nú eru 46 menn á togar-
anum og búa nokkrir framm í
lúkar. Undir hvalbaknum er stórt
víra- og netaverkstæði. Þar er öll
netavinna unnin í góðum vinnu-
sal þar sem allt er til alls. Við
vinnum alla netavinnu sem vinna
þarf fyrir skipið hér. Hægt er
að komast gegnum frammastrið
niður í fiskilestimar. — Ef við
fengjum fullfermi nú í þessari
ferð, þá myndi aflinn trúlega vera
kringum 550 tonn.
Kolbeinn Sigurðsson spurði
hvort þetta væri ekki úrvals sjó-
skip. — Jú svaraði skipstjórinn,
alveg sérstakt. Hér á þilfarinu
hefur enginn fengið full stígvél-
in í allan vetur, sem við höfum
verið hér við land. T.d. er togar-
inn svo hár að framan að það
Þetta er hin mikla brú Skálabergs og merki útgerðarfélagsins sést
á reykháf. Stærðina má marka af lögreglumönnunum tveim, sem
sjást á myndinni. !— (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
kemur ekki fyrir að sjór komi af á veggnum eru myndir af Kjöl-
hvalbak yfir mennina, þegar við
erum að veiðum.
TÚRBÍNA SPARAR
En það sem þessum gömlu togara
skipstjórum, sem þarna voru um
borð að skoða, þótti einna mest
til koma, var útbúnaður í vél skips
ins. Við vélina er túrbína, en tog-
arinn er olíukynntur með gufu-
katli. Þegar gufan hefur gefið að-
aðalvél fullan kraft, fer hún inn
á turbínuna, sem hefur það í för
með sér að afköst vélarinnar auk-
ast um 25—30%. — En þetta þýð-
ir aftur að mikill sparnaður fæst
á olíu og fer þessi stóri togari
með rúmlega 6 tonn af olíu á sól-
arhring, sem er mjög lítið.
Er við höfðum gengið um skip-
ið bauð Kaj Jóhannessen okkur í
hina glæsilegu skipstjóraíbúð. Þar
Aðalfundur
Njarðvíkings
Kaj Johannessen skipstjóri í brúnni á Skálabergi. Hann mun miklu
hafa ráðið um fyrirkomulag allt í skipinu. í brúnni eru tvö stýri
út frá aðalstýrinu, sem hann stendur við á myndinni, en það er raf-
magnsstýri. Eru þessi stýri við hliðargluggana á brúnni, sem staðið
er við þegar kastað er. Þannig getur hann stýrt skipinu um ieið og
hann fylgist með því hvernig kastað er og „stíma á vírana út“. —
Þetta er fyrsti togarinn með slík stýri, en vafalaust þykja þau
ómissandi upp frá þessu.
Stúdentakvöldvaka
IKVÖLD kl. 8.30 efnir Stúdentafélag Reykjavíkur til kvöldvöku
í Sjálfstæðishúsinu. Verður þar margt til skemmtunar, en það
sem helzt mun þó vekja athygli manna er að danski landkönnuður-
inn Peter Freuchen flytur þar stutt ávarp til samkomugesta. Margt
annað verður til skemmtunar á kvöldvökunni.
imm m*...
ÍH
Freuchen
Efnt verður þar til spurninga-
þáttar, en ekki er vitað hvort
Freuchen tekur þátt í honum,
en hann er manna snjallastur í
spurningaþáttum eins og Banda-
ríkjamenn bezt vita, en hann
vann þar á aðra milljón króna
í spuringaþætti.
m
A kvöldvökunni mun Jon Sig-
urbjörnsson syngja einsöng og
fleiri skemmtiatriði verða.
Peter Freuchen flytur fyrir-
í lestur í Háskólanum á laugar-
daginn kl. 3,30 fyrir stúdenta um
Grænland fyrr og nú og á sunnu-
daginn flytur hann annan fyrir-
lestur £ Gamla Bíói kl. 2 og segir
þar frá ferðum sínum á Græn-
landi. Þar mun hann og sýna
Grænlandskvikmynd.
bro, sem er mestur atvinnuveit-
andi í Færeyjum og á nú 25 stór
og smá fiskiskip. Þar er mynd af
Klakksvik, þar sem skipstjórinn
býr með fjölskyldu sinni, konu og
fimm börnum. Elzti sonur hans
ætlar líka að leggja fyrir sig sjó-
mennskuna og er hann með föður
sínum sem háseti. Hann fer í
Stýrimannaskólann næsta vetur.
DUGANDI SJÓSÓKNARAR
Við sátum þarna góða stund og
röbbuðum saman. Skipstjórinn er
af mjög kunnri sjósóknaraætt.
Eru bræður hans f jórir skipstjór-
ar eða stýrimenn á togurum i
Færeyjum t.d. er yngsti bróðirinn
30 ára og skipstjóri á Jóhannesi
Paturssyni. Faðir þessar:. dug-
legu bræðra var skipstjóri á Rán,
sem héðan var seld til Færeyja cg
dó hann á skipinu af hjartaslagi.
Jóhannessen skipstjóri hefur ver-
ið skipstjóri á togurum hjá Kjö-
bro í 20 ár, en hann er nú 46
ára. Okkur vantar ný fiskiskip í
Færeyjum. Endurnýjun flotans
hófst alltof seint hjá okkur. Það
er nú orðið erfitt að manna suma
kútterana því menn fást ekki til
starfa á þeim. En nú vonar mað-
ur að áframhald verði á því að
endurnýja flotann og nú verða
byggðir 3 togarar í Portugal
nokkru minni skip en þessi.
fiskveiðiAætlun
Jóhannessen skipstjóri sagði og
frá því að útgerðarfyrirtækið
gerði alltaf nákvæma fiskveiðiá-
ætlun fyrir skip sín. Þannig væri
búið að ákveða alla veiðidaga
þesssa árs. 1 vor verður farið til
Grænlands þegar þessari veiðiför
líkur, skroppið í júlí til Bjarnar-
eyjar, síðan til Grænlands. Komið
verður hingað til lands aftur með
haustinu og komið heim rétt fyrir
jólin og komið hingað aftur um
jólin. Undanfarin 11 ár hef ég
verið hér við land á jólunum sagði
skipstjórinn þar til í fyrra að ég
kom heim ne* togarann frá Þýzka
landi rétt fyrir jólin og varr þá
heima um hátíðarnar.
—o-O-o—
Um kl. 7 í gærkvöldi lét Skála-
berg úr höfn og hélt út á miðin.
Þessari stuttu heimsókn flagg-
skipsins í fiskiskipaflota Færey-
inga til Reykjavíkur var lokið. í
brúnni stóð hinn trausti skipstjóri
þess, radarinn var farinn að snú-
ast á þakinu yfir brúnni og í
sk-itnum blakti fáni Færeyja i
norðan kulinu.
Sv. Þ.
AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé-
lagsins Njarðvíkings var hald-
inn í Samkomuhúsinu í Ytri
Njarðvík sl. sunnudag. Fundur-
inn var vel sóttur og gengu 28
nýir meðlimir í félagið á fund-
inum.
Formaður félagsins, Ólafur
Egilsson setti fundinn, en f'ond-
arstjóri var Stefán Sigurfinns-
son og fundarritari Þormar Guð-
jónsson.
Fráfarandi formaður flutti
skýrslu um starfsemi félagsins á
árinu, sem var mikil og fjölþætt.
Þá voru lesnir upp reikningar fé-
lagsins og samþykktir samhljóða.
I stjórn félagsins voru kjörnir:
Ólafur Egilsson, form.; Karvel
Ögmundsson, varaform., og með-
stjórnendur: Áki Granz, Páll
Kristinsson og Þormar Guðjóns-
son. Varastjórn: Magnús Krist-
insson, Ögmundur Guðmundsson
og Karl Oddgeirsson.
Að lokinni stjórnarkosningu
voru almennar almr. um félags-
mál og tóku margir til máls og
var mikill áhugi ríkjandi hjá
fundarmönnum á eflingu fé-
lagsins og framgangi Sjálfstæðis-
stefnunnar.
Sæluvikan
í fullum gangi
SAUÐÁRKRÓKI, 4. apríl. —
Sæluvikan heldur hér áfram af
fullum krafti. í kvöld er hér
fjórða sýningin á fleiknum Gas-
ljós og hefur verið góð aðsókn.
í dag voru tvær kvikmyndasýn-
ingar. f gær var fyrsti dansleikur
sæluvikunnar og voru gömlu
dansarnir stignir af fullum
krafti undir stjórn Hálfdáns
Sveinssonar. Skemmti fólk sér
prýðilega og voru menn sýnilega
í sæluvikuskapi. Veðrið í dag var
ekki eins gott og að undanförnu,
norðaustan slydduhríð og komst
hingað ekki flugvél í dag. Búist
var við allmörgum gestum hingað
flugleiðis, enda er þessi skemmt-
un eftirsótt af fleirum en héraðs-
búum einum. Kom hingað all-
margt fólk innan úr sveitinni, til
þess að skemmta sér. Einnig kom
fólk vestan frá Blönduósi.
Á morgun verður enn bætt
verulega við skemmtiskrána, en
þá verða gömlu dansarnir í
„Ternpló", málfundur í barna-
skólanum og kvikmyndasýningar,
tvær leiksýningar: Gasljós og
Förin til Brazilíu, samsöngur
Karlakórsins Heimir og að lokum
dansað fram á nótt. — Vignir.
Stjórnmálanámskeiðið
NÆSTI fundur á stjórnmálanám-
skeiðinu um atvinnu- og verka-
lýðsmál verður í Valhöll í kvöld
kl. 8,30. — Áríðandi að allir
mæti.
Alþjóðlegir sjálfboðaliðar
reisa Langholtskirkju
DAGANA 28. júní til 28. júlí n.k. verður hér ílokkur erlendra
sjálfboðaliða, sem munu vinna að því að reisa Langholtskirkju
ásamt nokkrum íslenzkum sjálfboðaliðum. Er hér um að ræða
alþjóðlegan vinnuflokk, sem Alkirkjuráðið í Genf stendur fyrir,
en slíkir vinnuflokkar eru nú starfræktir í 27 löndum. Verður
nánar sagt frá þessu merkilega fyrirtæki siðar.
Heppnir kjallara-
íbúar
ÞAÐ er einkennilegt með fólkið
í kjallaranum að Skipasundi 71,
sagði Auðunn Hermannsson, for-
stjóri fyrir DAS-happdrættið, er
hann hitti einn tíðindamann Mbl.
á förunm vegi í gær. Þar bjuggu
í fyrra ung hjón, sem hrepptu
íbúð í happdrættinu hjá okkur,
nokkru eftir að þeim hafði verið
sagt upp húsnæðinu. Fluttu þá
önnur ung hjón í þetta kjallara-
húsnæð. Og svo skeð það i fyrra-
dag er dregð var hjá okkur, að
þessi ungu hjón fengu nýjan
Chevrolet sendiferðabíl, verð-
mæti kringum 100.000,00 kr.