Morgunblaðið - 05.04.1957, Page 8

Morgunblaðið - 05.04.1957, Page 8
I MOnCTfNTtT 4Ð!Ð Föstudagur 5. april 1957 Leikstarfsemi var í gamla daga ekki minni en nú Rahbað um gamla daga við fru Elinborgu Jónsdóttur á sœluviku Skagfirðinga SÆLXJVIKA SKAGFIRÐINGA, en svo er hún nefnd í dag er orðin um það bil 70 ára gömul hefð þar í héraði. Talið er að hún hafi byrjað sem Sýslufundarvika um tug ára eftir að sýslufundir hófust almennt hér á landi árið 1874. í fyrstu voru sýslufundirnir haldnir frammi á Reynisstað, en þar var sýslumaðurinn þá búsettur, en það mun ekki hafa verið nema sem svaraði einum áratug. Eftir það hafa þeir ávallt verið haldnir á Sauðárkróki. Leikfélag er stofn- að 1888 hér á staðnum og starfar fram yfir aldamót, en þá taka við kvenfélagið og stúkan og síðar bætist Ungmennafélagið Tindastóll í hópinn. Loks er leikfélagið endurvakið 1941 og síðan hefir það aðallega séð um leikstarfsemi í Sæluvikunni. Það er ekki ófróðlegt að bregða sér ofurlitla stund aftur í tímann kynnast sýslufundar- vikunni eins og hún var og hét í gamla daga. Vilji maður kynna sér gang Sæluvikunnar eins og hún er í dag er ráð að hitta bakarameist- ara staðarins, Guðjón Sigurðsson, en hann er potturinn og pann- an í miklum hluta þess skemmt- analífs, sem hér fer nú fram. Hins vegar treystir hann sér ekki til þess að fara svo sem hálfa öld aftur í tímann og segja mér hvernig þá hagaði háttum. Hann kveðst þó geta bætt úr þessu, með því að kynna mig fyrir þeirri konu, sem lengst allra hefir tekið þátt í leikj- starfsemi Sauðkræklinga af þeim er nú lifa og heiðursfélagi Leik- félags Sauðárkróks. Er þetta frú Elinborg Jónsdóttir. Hefir hún nú nokkur síðustu árin verið bú- sett í Reykjavík, en brá sér hing- að norður til þess að vera hér um Sæluvikuna. Við hittum frú Elinborgu á hemiili séra Helga Konráðssonar. — Hvenær munið þér fyrst eftir Sæluvikunni? — Hún hét nú ekki Sæluvika þá, heldur Sýslufundarvika. Það eru nú orðin meira en 60 ár síð- an ég man fyrst eftir þessari hátíð, ég var þá á 9. ári og átti heima í Brennigerði hér fyrir framan Sauðárkrók. Þá var leikið í Popp-pakk- húsinu og voru upphækkaðir bekkir aftur eftir öllu húsi. Oft leikið á tveim stöðum samtímis. Leikstarfsemin var í þá daga áreiðanlega ekki minni en hún er nú. Þá var til dæmis „Skugga- Sveinn“ leikinn annað kvöldið en „Ævintýri á gönguför" hitt. Þetta sýnir að í þá daga létu menn hér á Sauðárkróki sig hafa það að sýna tvö jafn viðamikil stykki í einu. Svo vel man ég eftir hlutverki Skrifta-Hans í „Ævintýrinu" að í rauninni finnst mér ég aldrei hafa séð það al- mennilega leikið síðan. Kristján Blöndal fór með hlutverkið. Þá man ég eftir „Töntunni" eða „Frænku Charles“, en hún var leikin hér fyrir aldamót. Mér fannst hún líka frábærlega vel leikin. — Hverjir voru nú aðalmenn í leikstarfseminni hér? — Það var í fyrstu Popp-fólk- ið. Það gerði mikið fyrir leik- listina, lék sjálft og lánaði svo húsið. Þetta var dönsk kaup- mannafjölskylda og mig minnir að nokkrir smáleikir væru hér leiknir á dönsku. — Hvenær byrjuðu svo dans- leikirnir í sambandi við Sýslu- fundarvikuna? — Þeir munu hafa byrjað til- tölulega snemma. Ég man það nú ekki svo glöggt. Hins vegar var þá yfirleitt dansað sjaldnar en nú, þetta einu sinni tvisvar í mánuði, en þá var líka dansað fram á ljósan dag. — Hvað var svo fleira til skemmtunar. — Síðar komu til málfundir. Þeir munu vera sprottnir upp úr sýslufundinum, en í upphafi mun sýslufundurinn sjálfur hafa ver- ið næg dægradvöl fyrir menn. Miklar kappræður fóru fram um Til sölu Nýr Perkins-dieselmótor — 108 hestöfl, með nýjum skátentum 5 gíra gírkassa. Passar fyrir Fordgrind 1952 og 1953. Upplýsingar gefur Sig. E. Steindórs Bifreiðastöð Steindórs Blöndunartæki fyrir böð og eldhús, margar gerðir fyrirliggjandi. Kaupið þar sem úrvalið er mikið. A. Jóhannsson & Smith HF. Brautarholti 4 — Sími 4616. héraðsmál á fundinum og hlýddi fjöldi fólks á málsnillinga Skag- firðinga í þá daga. Málfundirnir voru oft svo fjörugir að það mátti vera gott stykki í leikhús- inu svo það vægi upp á móti málfundinum. — Hverjir voru mestir ræðu- skörungar þeirra málfundar- manna, þeir er þér munið eftir? — Ég hafði nú því miður sjald- an tækifæri til þess að hlíða á málfundina, því ég var jafnan á sama tíma upptekin við leikina. Ég man hins vegar eftir að mik- ið orð fór af séra Arnóri Árna- syni í Hvammi. Hann lét mjög að sér kveða og fóru fundir þeir, er hann tók þátt í ekki alltaf fram með friði og spekt, það er að segja, hann hafði lag á að koma mönnum til að rífast. — Var það einhver ákveðin nefnd eða félagsskapur, sem ann- aðist undirbúning og fram- kvæmd þeirra skemmtana, sem hafðar voru um hönd í Sýslu- fundarvikunni? — Nei, ekki var það. Hins veg- ar komst sú hefð á að þau félög, sem starfandi voru hérna í bæn- um notuðu tækifærið til að halda skemmtanir til eflingar starfsemi sinni. Má í því efni nefna bæði stúkuna, kvenfélagið og síðar Ungmennafélagið Tinda- stól og svo leikfélagið þegar það kom til. — Var nokkur sérstök athöfn, er talist gæti setningarathöfn Sýslufundavikunnar? — Nei ekki var það. Hins veg- ar var alltaf hér áður fyrr geng- ið með stóra klukku um götur bæjarins og henni hringt hálfri stundu fyrir skemmtanii: Sá sem lengst mun hafa haft hringjara- starfið á hendi hét Sigurður Helgason, en þetta var eftirsótt starf, því menn fengu að launum frían aðgang að skemmtununum. Einnig mun hafa verið hringt fyrir tombólur og axjónir. Þegar hætt var að hringja voru það margir, sem vöruðu sig ekki á því og komu of seint á skemmt- anirnar. Síðar varð siður að hringja aðeins fyrsta dag vik- unnar. — Oft hefir nú verið margt um manninn hér á Sauðárkróki um Sýslufundarvikuna og viða þröngt á heimilum þegar gamla Hótel Tindastóll gat ekki tekið við öllum gestum? — Já, það var annað þá en nú. Þá var fullskipað á hverju heimili og víða legið á flatsæng- um á öllum gólfum, enda höfðu þeir, sem úr sveitinni komu, oft með sér rúmföt. Oft var sá hátt- ur hafður á að helmingur heimilisfólksins á sveitabæjun- um fór að skemmta sér fyrri hluta vikunnar, en hinn helm- ingurinn aftur seinni hlutann. Þá var líka fleira fólk á bæjun- um og þægjlegra að bregða sér bæjarleið. Ekki var heldur um annað að ræða en gista hér á Króknum, því þá var farið á hestum og sumir áttu langt heim. Nú er þessu allt öðru vísi var- ið. Fólkið kemur nú síðari hluta dags hingað í bæinn og fer að loknum böllunum heim að nótt- unni í jeppum sínum. Er því all- ur átroðningur á heimilum nær- fellt horfinn. — En svo við snúum okkur enn að leiklistinni. Hvernig var nú aðstaða og útbúnaður til leik- starfsemi hér í gamla daga? — Hún var alls ekki slæm, en útbúnaður var næsta lítill. Það þekktist t. d. ekki að mála sig með öðru en exportsbréfi og brenndum korktappa og strikin voru gerð á ennið með brunninni eldspýtu. Það var svo púðrað yfir með kartöfluméli. Þetta var nú allur útbúnaðurinn til and- litsförðunar. — Hvaða leiki hafið þið nú sýnt hér stærsta? — „Gullna hliðið", „Lénharð fógeta“ og „Alt Heidelberg“. Það hefir meira að segja verið farið með allmörg stykki til annarra staða eins og til Siglufjarðar og Blönduóss. Já, ég vil segja það, að leikstarfsemin hefir ekki ver- ið minni hér á Sauðárkróki í gamla daga heldur en hún er nú. vig. K-moil messcfi Bachs flutt í Háskólanum Dr. Páll ísólfsson skýrir verkið SÍÐUSTU háskólatónleikar í vetur verða í hátíðasalnum sunnudagana 7. og 14. apríl (á morgun og pálmasunnudag) kl. 5 e.h. báða dagana. Verður þá flutt af hljómplötutækjum skól- ans, tvískipt vegna lengdar. MESSAN í H-MOLL EFTIR JÓHANN SEBASTIAN BACH Hún er eitthvert heilsteyptasta og stórfenglegasta verk Bachs, en þó tiltölulega auðskilin. Hún er rr Yonsvikna” jómfrúin" á EgilsstöÓum EGILSSTÖÐUM, 3. apríl: — Sl. laugardagskvöld var haldin sam koma hér á Egilsstöðum. Sýndur var leikþátturinn .,, Vonsvikna jómfrúin". Einnig var til skemmt unar uppiestur og söngur. Að- sókn að skemmtuninni var góð, þótt færð væri slæm á vegum vegna íeysinga. — AB. ekki aðeins eitt mest háttar kór- verk og kirkjulega tónverk, sem til er, heldur einnig eitt af önd- vegisverkum í tónbókmenntum allra tíma. Þó var hún ekki flutt öll fyrr en öld eftir dauða Bachs. Og hérlendis hefur hún til þessa aldrei verið flutt opinberlega í heild sinni. En hér gefst nú kostur á að heyra hana alla og óskerta, flutta af Sinfóníusveit Vínar- borgar og Hintum akademíska samkór sömu borgar undir stjórn Hermanns Scherchens. Einsöngv arar eru: Emmy Loose (1. sópr- an), Hilde Ceska (2. sópran), Gertrud Burgsthaler-Schulster (kontra-alt), Anton Dermota (tenór) og dr. Alfred Poell (bassi). Organisti er Anton Heiller. Af flestum tónlistarsér- fræðingum, sem um hafa fjallað, er þetta talinn bezti flutningur og bezta hljóðritun H-moll mess- unnar, ér til 'sé á hljómplötum, og nýtur hún sín furðulega vel af þeim ágætu hljómlistartækjum, Mynd þessi var tekin fyrir nokkru við afhendingu Oscar- verðlaunanna, æðstu kvik- myndaverðlauna Bandaríkj- anna. Þau sem verðlaun hlutu eru talin frá vinstri: Anthony Guinn fyrir kvikmyndina „Lust for Life“ ævisaga Van Goghs, Dorathy Malone (Written on the Wine), Yul Brynner (The King and I) og fjórði maðurinn er Gary Grant, sem tók við verðlaun- unum fyrir hönd Ingríðar Bergmann fyrir leik hennar i „Anastasia". sem bandaríská fiðlusnillingur- inn Isaac Stern gaf háskólanum. Þar sem hljómplötur þessar eru gefnar út af félagi, sem hefur enga umboðsmenn hérlendis, eru þær fengnar fyrir tilstuðlan menntamálaráðuneytisins. Dr. Páll ísólfsson mun skýra verkið og einnig segja nokkuð frá stjórnandanum, Hermanni Scherchen, sem hann þekkir persónulega frá náms- og starfs- árum sínum í Þýzkalandi. Fyrir þá, sem koma tímanlega, verða leiknir (af Zino Frances- catti) þættir úr 2. fiðlukonsert Bachs, meðan þeir bíða aðal-tón- leikanna. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.