Morgunblaðið - 05.04.1957, Síða 9
F5studagur 5. aprfl 1957
MOROVMtr ABIÐ
9
Húsnæðismálunum stefnt í voöa
SLÐAN núverandi ríkisstjórn
tók við völdum, er naum-
ast rætt um nokkurt þjóðmál, án
þess að af hálfu stjómarliðsins
snúist umræðurnar að miklu
leyti um það, sem þeir kalla arf-
inn í viðkomandi máli. Allt þyk-
ir velta á þeim arfi, sem ríkis-
stjórnin hefur tekið við frá fyrr-
verandi ríkisstjórn. Allt, sem af-
laga fer í hverju máli, kenna
síjómarliðamir arfinum. Slík
viðbrögð við vandamálum hinnar
líðandi stundar minna á annað
frekar en venjulegar þjóðmála-
umræður. Við þekkjum slík fyr-
irbrigði í hinu daglega lífi ein-
staklinganna. Þó er það ekki al-
gengt, og heldur þykja það lít-
ilsigldir einstaklingar, sem allt
leggja upp úr arfinum. Slíkir
menn vilja oft verða athafnalitl-
ir og sóa arfinuin og kunna ekki
með hann að fara, hversu mikill
og góður, sem hann kann að
vera. Slíkar landeyður fyrirfinn-
ast því miður alltaf meðal ein-
staklinga þjóðfélagsins, og venju-
legast eiga þær sér þá einu afsök-
un, að arfurinn hafi ekki verið
nógu góður. Og í hverju máli
finnur nú ríkisstjórn fslands þá
afsökun, að arfurinn hafi ekki
verið nógu góður.
>ar sem allt á þannig upphaf
sitt og endi í arfinum, verður
að sjálfsögðu ekki framhjá hon-
um komizt, þegar rætt er um
húsnæðismálin. >að er líka fróð-
legt að athuga , að mál.
ÓMENGUÐ
VINSTRISTEFNA
Við skulum því hverfa aftur
til gullaldar vinstri stefnunnar
á íslandi, til áranna fyrir síð-
ustu heimsstyrjöld. >á var nægi-
legt framboð íbúðarhúsnæðis til
að fullnægja eftirspurninni.
Hver sem var gat þá fengið leigða
íbúð í Reykjavík og var raun-
ar meira framboð en eftirspurn.
Húsnæðisvandamálið í þeirri
mynd, sem það er nú, var þá ekki
til. >ó vildum við ekki hverfa
frá vandamáli dagsins í dag til
þess ástands, sem þá ríkti í hús-
næðismálunum. Á þessum tíma
bjó þjóðin miklu lakar en nú.
Allur almenningur varð að not-
ast við verri húsakost og þrengri
en i nú tíðkast. Mikið af því hús-
næði, sem fólk gerði sér þá að
góðu, væri nú talið lítt hæft.
>ó var framboð skárra húsnæðis
til þess að fullnægja eftirspurn-
inni. En eftirspurnin var ekki
tilsvarandi þeim þörfum, sem
raunverulega voru fyrir hendi.
Fyrir þvi sá kaupgeta almenn-
ings.
>etta voru timar atvinnuleys-
is, lítillar framleiðslu og lágra
þjóðartekna. Fáir voru bjarglána,
en flestir alþýðumenn þökkuðu
sínum sæla fyrir að geta á ein-
hvem hátt framfleytt sér og sín-
tun án þess að gera frekari
kröfur til húsnæðis. >etta ástand
var að miklu leyti bein afleiðing
þeirra stjórnarstefnu, sem þá
ríkti í landinu. Á þessum tíma
reyndi þjóðin ómengaða vinstri
stefnu í framkvæmd.
HIN MIKLU UMSKIPTI
Síðan þetta var hafa mikil um-
skipti orðið. Sótt hefur verið
fram til hagsældar og velsældar.
Með bættum efnahag hefur þjóð-
in gert meiri kröfur til hvers
konar lífsþæginda. >etta hefur
eltki sízt komið fram í mikilli
eftirspum eftir húsnæði. >essu
hefur verið svarað með svo mikl-
um byggingarframkvæmdum, að
þær hafa gjörbreytt húsnæðis-
ástandi þjóðarinnar. >jóðin býr
nú við svo góðan og aukinn húsa-
kost, að ekki er sambærilegt við
það, sem áður var. En þrátt fyr-
ir þessar framfarir, hefur samt
ekki verið hægt að fullnægja eft-
irspuminni eftir húsnæði. >að
er húsnæðisvandamálið, sem við
hefur verið að stríða. Vegna
þessa vandamáls sést mönnum
oft yfir þann mikla árangur, sem
fengizt hefur í auknum og bætt-
um húsakosti þjóðarinnar. En
Ríkisstjórnin tók við góðum arfi,
en hefir brugðizt hlutverki sínu
Ræba Þorvaldar Garbars
Kristjánssonar lögfræðings
á Varðarfundi í fyrrakvöld
Þorvaldur GarSar Kristjánsson.
þann árangur má sýna glögg-
lega með tölum um þær breyt-
ingar sem urðu á húsnæðisá-
standinu á áratugnum frá 1940
—1950.
1940 1950
íbúðir á 1000 íbúa 190 215
Meðaltal herb. á íbúð 4,17 4,42
Meðalmannfj. á herb. 1,24 1,03
Mannfjöldi í ofsetnum
íbúðum á 100 íbúa 14,4 6,2
>etta sýnir, að það var gert
meira en að byggja, sem svaraði
fólksfjölgun þjóðarinnar. íbúð-
um fjclgaði hlutfallslega mun
meira en íbúunum. >etta var
samt ekki gert á kostnað þess,
að íbúðirnar, sem byggðar voru,
hafi verið minni, en áður tíðk-
aðist, þar sem meðaltal herbergj a
á íbúð hækkaði allverulega. Af-
leiðing þess varð sú, að þjóð-
in bjó mun rýmra í lok tíma-
bilsins en í upphafi þess, svo
sem frám kemur í því, að m<*d-
almannfjöldi á herbergi lækkaði
verulega. >essar breytingar urðu
svo óhjákvæmilega til þess, að
þvi fólki fækkaði stórkostlega,
sem bjó við of þröng húsakynni,
þannig að tveir eða fleiri menn
voru á hvert herbergi. í ofsetn-
um íbúðum bjó árið 1950 aðeins
6,2% þjóðarinnar á móti 14,4%
árið 1940.
Ekki liggja fyrir jafnnákvæm-
ar upplýsingar um ástand þess-
ara mála eftir 1950. En á tíma-
bilinu 1950—1956 voru fullgerð-
ar 5886 íbúðir. Með tilliti til
þessa er vafalaust, að húsnæð-
isástandið hefur enn batnað mik-
ið, frá því sem var 1950, án þess
að tekið sé tillit til hins óvenju-
lega fjölda íbúða, sem nú er í
smíðum, og er eitthvað um
3000.
ÚTRÝMING
HÚ SN ÆÐIS SKORTSIN S
Með þessari þróun hlýtur að
hafa drjúgum munað í þá átt,
að eftirspurninni eftir húsnæði
væri fullnægt. Til þess að það
megi verða augljóst, þarf að at-
huga um framboð og eftirspurn
á húsamarkaðinum. Margt kem-
ur þá til greina, en góða hug-
mynd um þetta atriði gefur sam-
anburður á tölu íbúða í land-
inu og fjölda heimila. Árið 1950
var fjöldi íbúða 31058, en heim-
ili 35869 að tölu. Af heimilunum
voru 4955 einstaklingsheimili eða
enhleypt fólk, sem hefur íbúð
til umráða eða leigir einstök her-
bergi. Meginhlutinn er samt fólk,
sem hvorki þarf né óskar eftir
séríbúðum. Ekki liggja fyrir hlið-
stæðar upplýsingar um tölu
heimilá' nú. En augljóst er, að
byggingaframkvæmdir síðan
1950 hafa numið mun meiru en
svarar til nýrra fjölskylduheim-
ila, þegar tekið er tillit til hjóna-
vígslna og hjúskaparslita á þessu
tímabili. Af þessu má nokkuð
marka, að útrýming húsnæðis-
skortsins var á næsta leiti, þegar
núverandi ríkisstjórn tók við
völdum. >etta er sá arfur, sem
ríkisstjórnin tók við þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn lét af stjórnar-
forustu á s. 1. sumri.
MIKIÐ VILL MEIRA
Stjórnarliðið forðast að minn-
ast á þennan arf, en í stað þess
fjargviðrast blöð ríkisstjórnar-
innar nú dag hvern yfir þvi, að
ekki hafi einnig fengizt í arf
gildir sjóðir í reiðu fé til íbúð-
arlána, svo að alveg væri hægt
að komast hjá öllu amstri í hús-
næðismálunum. Er farið hinum
hörðustu orðum um fyrrverandi
ríkisstjóm fyrir að hafa ekki
skilið neitt eftir í handraðanum
í þessu skyni. Að sjálfsögðu er
þessum ámælum aðeins beint
gegn öðrum aðilanum í fyrrver-
andi ríkisstjórn, Sjálfstæðis-
mönnum, því að það er vist ekki
hægt að ætlazt til þess, að Fram-
sóknarmenn geti sýnt af sér slíka
ráðdeild og fyrirhyggju. En þótt
mikils megi vænta af Sjálfstæð-
ismönnum, er hér til of mikils
mælzt. Á undanförnum árum
hafa verið meiri húsbyggingar og
framfarir í húsakosti þjóðarinn-
ar en nokkurn tíma hefur þekkzt.
Verður að telja, að það hafi ver-
ið ærið verkefni að afla láns-
fjár til þeirra framkvæmda, þótt
ekki jafnframt væri aflað láns-
fjár til þeirra framkvæmda, sem
siðar eiga að verða. Ber þá og
að hafa það í huga, að lánsfé
hefur ekki legið laust fyrir á
undanförnum árum.
LÁNSFJÁRSKORTURINN
Allt frá því árið 1947 hefir verið
mikill lánsfjárskortur, sem leitt
hefur af sér erfiðleika við að fá
lán til íbúðarbygginga. Veðdeild
Landsbankans varð þá að mestu
óvirk. Að sjálfsögðu voru þó allt-
af veitt fasteignalán af ýmsum
lánastofnunum og sjóðum. Auk
bankanna var þar um að rseða
sparisjóði, ýmsa tryggingarsjóði
og lífeyrissjóði, Byggingarsjóð
sveitanna og Byggingarsjóð
verkamanna. En lán þessara að-
ila hrukku skammt til að full-
nægja eftirspurninni. Afleiðing-
in varð sú, að svartur lánamark-
aður skapaðist og margir hús-
byggjendur urðu tilneyddir að
sæta afarkostum með því að taka
okurlán. Augljóst var að stöðva
varð þessa óheillaþróun. Árið
1952 var fyrir forgöngu Sjálf-
stæðismanna, svo sem kunnugt
er, stofnuð Lánadeild smáíbúða.
>etta var bráðabirgðaráðstöfun,
sem bætti þó mikið úr.
HIÐ ALMENNA
VEBLÁNAKERFI
>egar fyrrverandi ríkisstjórn
var mynduð undir forustu' Sjálf-
stæðisflokksins var ákveðið að
ráðast til atlögu við þetta vanda-
mál. >að var síðan gert með
setningu laga nr. 55/1955 um
húsnæðismálastjórn, veðlán til
íbúðabygginga og útrýmingu
heilsuspillandi íbúða. Samkvæmt
þessum lögum var sett á fót hið
almenna veðlánakerfi undir yf-
irstjórn Húsnæðismálastjómar
og Veðdeildar Landsbanka ís-
lands.
>egar þessi húsnæðislöggjöf
var sett var áætlað að á árunum
1955 og 1956 yrðu samtals um
200 millj. kr. fjármagn, sem hægt
væri að verja til íbúðarlána og
sú upphæð myndi fullnægja eft-
irspurninni eftir lánum. Reynsl-
an hefur orðið sú, að á þess-
um tíma hefur meira fjármagn
gengið til íbúðarlána en áætlað
var, en hins vegar hefur eftir-
spuminni ekki verið fullnægt.
Ástæðan fyrir þessu er sú, að
húsbyggingar hafa verið miklum
mun meiri en reiknað var
með, þegar lögin voru sett.
BYGGINGARÞÖRFIN
Við áætlanir um þessi efni
voru lagðir til grundvallar út-
reikningar um hina árlegu bygg-
ingarþörf, sem gerðir voru af
húsnæðismálanefnd þeirri, s em
undirbjó húsnæðislöggjöfina. >ar
var reiknað með að hin árlega
byggingarþörf í kaupstöðum og
kauptúnum næmi 900 íbúðum.
Hér var áreiðanlega of lágt á-
ætlað, sem nemur sennilega 2—3
hundruð íbúðum á ári. Við setn-
ingu laganna var ekki af nein-
um gerð athugasemd við þessa
áætlun á hinni árlegu byggingar-
þörf, og ekki heldur af þáver-
andi stjómarandstöðu. Raunar
er það svo, að í þessum efnum
sem fleirum er hægara að sjá
hlutina eftir á en fyrirfram.
En það er annað, sem meiru
veldur um, að eftirspurninni eft-
ir íbúðarlánum hefur ekki ver-
ið fullnægt. Byggingarfram-
kvæmdirnar urðu miklu meiri en
svaraði hinni árlegu byggingar-
þörf vegna fólksfjölgunar og
fleira. >etta kom til af því, að
um langt árabil höfðu verið víð
tæk höft og hömlur á byggingu
íbúðarhúsa, svo sem kunnugt er.
Fyrrverandi ríkisstjórn afnam
þessi höft og gerði íbúðarbygg-
ingar frjálsar að mestu. Höftin
höfðu að sjálfsögðu ekki leyst
húsnæðisþörfina heldur aukið
húsnæðisskortinn. >egar höftun-
um var svo létt af, kom þetta
fram í meiri byggingarfram-
kvæmdum en nokkurn hafði ór-
að fyrir.
REYNSLUTÍMI
>að var að vísu alltaf gert ráð
fyrir, að nokkur óvissa væri um
það, hve lánsfjárþörfin til íbúð-
arbygginga væri mikil. >egar
húsnæðismálalöggjöfin var sett,
var þess vegna aðeins gerð áætl-
un til tveggja ára, og ráðstafan-
ir til fjáröflunar fyrir hið al-
menna veðlánakerfi miðaðar við
tvö ár'. >ví var yfirlýst af stuðn-
ingsmönnum fyrrverandi ríkis-
stjórnar á Alþingi, að þessi tími
yrði nokkurs konar reynslutími,
og gert væri ráð fyrir, að til
nýrra ákvarðana kæmi, þegar
reynsla væri fyrir hendi. Á
árinu 1955 var engin reynsla kom
in á starfsemi hins almenna veð-
lánakerfis, enda hófst starfræksla
þess ekki fyrr en í nóvember
það ár. Hins vegar var ekki
langt liðið á árið 1956, þegar aug-
ljóst var, hvemig málin stæðu.
Var þá eðlilegt, að lánamálin
væru strax tekin til endurskoð-
unar og byggt þá á þeirri reynslu,
sem fengin var. En þegar hér
var komið, var enginn vinnu-
friður á stjórnarheimilinu til
þess að sinna slíkum verkefn-
um, þar sem Framsókn var önn-
um kafin að koma sér út úr
ábyrgu stjórnarsamstarfi, og
kosningabaráttan h&fin á sl. vori.
>annig stóðu því málin, þegar
núverandi ríkisstjóm tók við
völdum.
Sú reynsla, sem fengin var,
sýndi ótvírætt, að með stofnun
hins almenna veðlánakerfis
hafði verið lagður grundvöllur
að lausn lánamálanna. Hins veg-
ar þurfti að sjá veðlánakerfinu
fyrir fjármagni framvegis og
styrkja það svo að fullnægt yrði
lánaeftirspuminni. >etta hlaut
að verða verkefni hverrar þeirr-
ar ríkisstjórnar, er að völdum
sæti.
YFIRSTJÓRN KOMMÚNISTA
>að hefur fallið í hlut komm-
únista að fara með yfirstjóm hús-
næðismálanna, síðan núverandi
ríkisstjórn tók við völdum Með-
an þeir voru í stjórnarandstöðu,
sáu þeir ekki mikil vandkvæði á
að leysa annað eins mál. >eir
gáfu líka strax ótvírætt í skyn,
að þeim yrði ekki skotaskuld úr
þessu, og stór fyrirheit voru gef-
in. Fyrst af öllu sögðust þeir þó
þurfa að útiloka áhrif Sjálfstæð-
ismanna í Húsnæðismálastjórn og
var í þeim tilgangi fjölgað þar
mönnum. Og með tilliti til hinna
miklu fyrirhuguðu framkvæmda
sögðust þeir þurfa að hafa sér-
síaka framkvæmdastjóm í Hús-
næðismálastjórninni, og fram-
kvæmdastjórn var sett á laggim-
ar. Eftir allt þetta áttu rr.enn
nú von á, að nú hlytu fram-
kvæmdirnar brátt að koma í ljós,
en raunin varð önnur. Su.narið
1956 leið án þess að ríkisstjórn-
in aðhefðist nokkuð raunhæft 1
málinu, og þegar komið var fram
í nóvember s.l. án þess að nokk-
uð skeði, lögðum við Ragnar
Lárusson fram í Húsnæðismála-
stjórn tillögur til aðgerða í mál-
um þessum.
TILLÖGUR
SJÁLFSTÆÐISMANNA
Við lögðum til, að tryggt yrði,
að á árinu 1957 værl ráðstafrf
af sparifé landsmanna til útlása
til íbúðabygginga í kaupstöðum
og kauptúnum ekki minni upp-
hæð en svaraði til þess, sem var-
ið var 1956, eða að minnsta kosti
150 millj. kr. Við töldum ekki,
að mögulegt væri að spenna bog-
ann hærra í þessum efnum. Að
vísu höfðu stjórnarflokkarn-
ir fullyrt, að þeir myndu stjórna
málum þjóðarinnar á þann veg,
að framleiðslan myndi mikið
aukast frá þvi, sem var í tíð
fyrrveranci ríkisstjórnar. >að
þýddi auðvitað auknar þjóðar-
tekjur og möguleika til aukinnar
sparifjármyndunar og fjárfest-
ingar. Ekki þótti þó ráðlegt að
taka mark á þessu raupi stjórn-
arflokkanna, en hins vegar var
ráð fyrir gert, að efnahagsástand-
ið versnaði ekki frá því sem ver-
ið hafði. Var þá farið mjög hóf-
lega í sakirnar miðað við öll
loforð og fyrirheit, er stjórnar-
( flokkarnir höfðu gefið. Við þetta
voru tillögur okkar í Húsnæðis-
málastjórn miðaðar. Hér var ekki
um að ræða meira átak en áð-
ur hafði verið gert, en reiknað
með, að ekki yrði slakað á og
haldið í horfinu. >að fjármagn,
sem þannig var reiknað með að
taka með sparifjármyndun í
landinu á fullkomlega að nægja
til þess að mæta lánveitingum
til hinnar árlegu bygginga-
þarfa.
En hér er meira, sem gera
þurfti. >að þurfti lika fjármagn
til að mæta byggingarþörfum
fyrri ára er komu fram í fram-
kvæmdum þeim, sem fylgja ó-
hjákvæmilega í kjölfar þess, að
fjárfestingarhöftunum V£ir létt
af. Til þess að mæta þessum
þörfum, lögðum við til að leitað
væri eftir erlendum lánum að
minnsta kosti 100 millj. kr. Með
þessu móti átti að vera leyst úr
lánsfjárskortinum og eftirspurn-
inni eftir íbúðarlánum fullnægt
fyrr en ella. Húsnæðisskortur er
svo alvarlegt félagslegt vanda-
mál, að fullkomlega eðlilegt er
að freista allra úrræða til að
leysa það, þar á meðal með er-
lendri lántöku.
Eins og ég sagði áðan var í
upphafi ekki ákveðið um fjár-
öflun til hins almenna veðlána-
kerfis nema tvö fyrstu árin eða
Framh. á bls. 12