Morgunblaðið - 12.04.1957, Page 6

Morgunblaðið - 12.04.1957, Page 6
6 Monnvititr 4mð Fostudagur 12. apríl 1957 Hið nýja húsnæðismálafrumvarp: Nýtt 1% dlag d skatta og tolla Unglingar greiði 6% oi lounum sínum í skyldusparnað FRUMVARP þaff, sem ríkis- stjórnin lagði fyrir Al- þingi í gær um húsnæðismál er aff verulegu leyti uppsuffa úr löggjöf þeirri, sem fyrrver- andi ríkisstjóra lét lögfesía árið 1955 um húsnæffismála- stjórn, veðlán tii íbúffabygg- inga og útrýmingu heilsuspill- andi húsnæðis. Þau nýmæli, sem í því felast, eru fyrst og fremst þessi: L Húsnæðismálastjórn skal nú skipuð 5 mönnum, fjórum kosnum hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi til 3ja ára í senn og einum skipuðum af félagsmálaráðherra samkv. tilnefningu Landsbanka ís- lands. Skal hann ekki hafa atkvæðisrétt um lánveitingar. 2. Stofnaður skal byggingarsjóð- ur ríkisins og er hlutverk hans að annast lánveitingar til í- búðabygginga og standa straum af framkvæmdum er húsp,æðismálastjórn kann að ráðast í til lausnar á húsnæð- isvandamálum. Veðlánakerfi til íbúðabygginga skal þó starfrækt áfram undir stjórn húsnæðismálastj órnar. >. Lagður er á nýr skattur, 1%, sem innheimtur skal sem álag á tekju- og eignarskatt, stríðs- gróðaskatt og aðflutningsgjöld samkvæmt tollskrá með gild- andi viðaukum. Rennur hann í byggingarsjóð ríkisins, sem vera skal í vörzlu veðdeildar Landsbanka íslands og veitast lán úr honum, hvort heldur eru A- eða B-lán, á sama háít og önnur lán samkvæmt lög- unum. ' . Sett skulu ákvæði um skyldu- sparnað til íbúðabygginga. — Fara þær. greinar frv., sem um það fjalla hér á eftir. 1ÉRSTÖK INNLÁNSDEILD Sérstök innlánsdeild skal starfa i vegum byggingarsjóðs ríkisins. Þeir, sem leggja fé inn í deild- ina, skulu að minnst 5 árum liðnum frá því inrilög hófusf" eiga kröfu a að fá það útborgað, að viðbættum venjulegum innláns- vöxtum, enda nemi hin innlagða upphæð minnst 5 þús. krónum á ári. Skylt er að láta þá, er taka þátt í innlögum þessum, sitja fyr- ir um lán til íbúðabygginga frá húsnæðismálastjórn, að öðru jöfnu, og mega þau lán vera allt að 25% hærri en almennt gerist þá, þó aldrei yfir % hluta af matsverði viðkomandi íbúðar. Nánari ákvæði um réttindi og skyldur samkvæmt þessari grein skulu sett í reglugerð. Tilsvarandi ákvæði gilda um þá menn utan kaupstaða og kaup túna, sem leggja á þennan hátt fé í veðdeild Búnaðarbankans. ’>% AF LAUNUM Öllum einstaklingum á aldrin- im 16—25 ára skpl skylt að leggja til hliðar 6% af launum sínum, sem greidd eru í pening- um eða sambærilegum atvinnu- tekjum, í því skyni að mynda sér sjóð til íbúðarbygginga eða til bústofnunar í sveit. Fé það, sem á þennan hátt safnast, skal á- vaxtað í innlánsdeild byggingar- sjóðs ríkisins fyrir alla þá, sem búsettir eru í kaupstöðum og kauptúnum, en í veðdeild Bún- aðarbanka íslands fyrir þá, sem búsettir eru í sveitum. Fé það, sem skylt er að spara á þennan hátt, er undanþegið ::ekjuskatti og útsvari. Þegar sá, er safnað hefur fé í sjóð samkv. 1. mgr., hefur náð 25 ára aldri, eða gengur í hjóna- band og stofnar heirnili skal hann eiga þess kost að fá spari- Veðlánakerfið starfi áfram og byggingar sjóður ríkisins verði stofnaður fé sitt endurgreitt að viðbætt- um þeim vöxtum og uppbót vegna vísitöluhækkunar, sem greidd er af vísitölubundnum verðbréfum á innlánstímanum. Enn fremur skulu og þeir, að öðru jöfnu, sitja fyrir lun lán til íbúðabygginga frá húsnæðismóla- stjórn, og mega þau lán vera allt að 25% hærri en almennt ger ist þá, þó eigi yfir % hluta af matsverði viðkomandi íbúðar. Þessi forgangsréttur, til lána, er þú bundinn því skilyrði, að spari fjársöfnun þeirra, sem að bygg- ingu hlutaðeigandi íbúðar standa, nemi samanlagt að minnsta kosti kr. 25.000.00. Sérhverjum skal heimilt að leggja til hliðar í þessu skyni hærri hluta launa sinna en 6%, byrja sparnaðinn fyrr en tilskilið er og halda honum áfram lengur. Þeir, sem lagt hafa fé í veðdeild Búnaðarbankans og vilja stofna bú í sveit, skulu njóta hlið- stæðrar fyrirgreiðslu um lón til bústofnunar úr deildum Búnað- arbankans. Heimilt er Búnaðar- banka íslands og húsnæðismála- stjórn að semja um, að réttindi þessi verði gagnkvæm. UNDANÞEGNIR SPARNAÐARSKYLDU Undanþegnir sparnaðarskyldu eru: a. gift fólk, sem hefur stofnað heimili. b. skólafólk, sem stundar nám í skóla 6 mánuði eða meira á ári, og iðnnemar meðan þeir stunda iðnnám, c. þeir, sem hafa börn eða aðra skylduómaga á framfæri sínu, þó ekki þeir, er hafa yfir 30 þúsund kr. skattskyldar tekj- ur, enda hafi þeir ekki fyrir heimili að sjá. Heimilt er sveitarstjórnum að veita tímabundna undanþágu frá sparnaðarskyldu þeim, sem verða fyrir veikindum, slysum eða eiga af öðrum ástæðum erfitt með framfærslu. Ákvörðun sveitar- stjórnar má áfrýja til félagsmála- ráðherra. ÚTGÁFA SPARIMERKJA Vegna framkvæmda á ákvæð- um þessa kafla skulu gefin út sparimerki, og skulu allir atvinnu rekendur og aðrir kaupgreiðend ur skyldir til að greiða tilskilinn hluta launa með slíkum merkj- um, hverju sinni, er kaup kemur til útborgunar. Um framkvæmd- ina fer að öðru leyti eftir lögum nr. 16/1943, um orlof, eftir því sem við getur átt og eftir því, sem nánar verður álcveðið í reglugerð. STOFNFÉ BYGGINGAR- SJÓÐS í greinargerð frv. er talið að stofnfé byggingarsjóðs ríkisins muni nema 118,2 millj. kr. Skipt- ist það þannig: millj. kr. 1. Varasjóður hins alm. veðlánakerfis......... 20,9 2. Lán ríkisins til lána- deildar smáíbúða .... 32,8 3. A-flokksbréf ríkisins, er keypt voru fyrir tekju- afgang ríkissjóðs 1955 .. 11,3 4. % hlutar af væntanlegum stóreignaskatti ...... 53,2 Þá er frá því skýrt að tekjur af skylduspamaði sé áætlaður Þetta er fyrsti „fljúgandi dráttarbáturinn“, sem sögur fara af. Er þaff tveggja hreyfla þyrilvængja, eins og þiff sjáiff, sem dregur 3000 lesta landgöngupramma. Hefir þetta reynzt vel. Hraðinn er fimm hnútar á klst. um 15 millj. kr. á ári og megi gera ráð fyrir að meginhluti þess fjár geti verið í útlánum á hverj- um tíma. Samtals er gert ráð fyrir að árlegt eigíð fé sjóðsins til útlána verði á næstu árum um 40 millj. kr. — Nœsfa ráðsfefna Norrœna byggingar- dagsins" í Ósló ISLANDSDEILD N.B.D. hélt nýlega aðalfund sinn. Félagssamtök þessi eru starfandi á Norðurlöndum öllum undir sameiginleg'ri aðalstjórn, en í sjálfstæðum deildum innan hvers ríkis. Samtökin draga nafn sitt, „Norrænn byggingardagur", af ráðstefnu, sem hald- in er að jafnaði þriðja hvert ár, til skiptis í höfuðborgum Norður- landanna. Er þar fjallar um byggingamál þessara þjóða, og þróun þeirra mála milli ráðstefna. N.B.D. eru fjölmennustu heild- arsamtök hinna fimm Norður- shrifar úr daqleqa lífinu ASÍÐASTA fundi Útvarpsráðs var tekin sú ákvörðun að banna að leika hljómplötuna Vagg og velta, sem Erla Þor- steinsdóttir syngur, og þeir sem tónlistinni í Útvarpinu stjórna og hinum einstöku óskalagaþáttum hafa fengið bréf upp á að leika ekki þessa margumtöluðu plötu. Góff framkvæmd VELVAKANDA er þetta mikið ánægjuefni að vonum, þar sem hann hefur síðustu dagana oftar en einu sinni ritað gegn þessari makalausu plötu og átalið þá sér- kennilegu útrás skáldgáfunnar, sem afskræmir og bjagar gaml- ar stökur og ferskeytlur svo sem Yfir kaldan eyðisand og Afi minn fór á honum Rauð, er íslenzk börn hafa lært um langan aldur við móðurkné. Slíkt framferði er í rauninni miklu saknæmara heldur en margt af því útlenda ómeti, sem íslenzkir menn þýða og gefa út sér til fjáröflunar, vegna þess, að hér er verið að afbaka það, sem við eigum fegurst af alþýðlegum skáldskap og hjartkærast hefur verið þjóðinni. Það er svipað því að krotað væri með kústskafti í málverk eftir Kjarval eða Þjóðleikhúsið tekið undir geymslu fyrir úr- gangsfisk. Mikið alvörumál ÞVÍ fer vel á að Útvarpsráð skuli að minnsta kosti hafa lagt bann við þar til öðru vísi verður ákveðið að útvarpa þess- um ósóma á öldum ljósvakans inn á nær því hvert íslenzkt heimili. Þar sitjá menningar- menn, sem skilja að hér er reynd- ar um meira alvörumál að ræða en mörgum kann í fyrstu að virð- ast. Ein hljómplata sem misþyrmir íslenzkri tungu, afskræmir ljóð- perlur þjóðarinnar og brenglar brageyra hennar er nefnilega alvörumál sem ekki verður vikið til hliðar með góðlátlegu brosi. Allt er einhvern tímann fyrst, og ef slík list á að fá að viðgang- ast óátalin, slík skáld að rísa upp með þjóðinni sem telja sér nokk- urn sóma í að umyrkja stökur, svo sem höfundur Vaggs og veltu þá er illa farið fyrir þeirri þjóð sem eitt sinn átti sinn Snorra og í dag á Kiljan. Úlpurnar kveffja GÓÐA veðrið er komið með súra mjólk og hlýja daga. — Menn hafa varpað af sér loðfeld- unum. Úlpurnar sem Hillary sagði á sínum tíma að væru ágæt ar í jökulfrostum Himalaya en íslendingar bregða yfir sig í vetrarhörkunum, eru sem óðast að hverfa af herðum manna, og léttir poplínfrakkar taka við og margir ganga meira að segja frakkalausir eins og inni í stofu heima hjá sér. Og þá skapast tækifæri til þess að njóta lífsins á margan þann hátt sem kuldar, snjór og vetrar- frost útiloka. í dag hitti ég tvo kunningja mína í Aðalstræti. Annar var að koma frá því að leika golf og lét hið bezta yfir langri göngu og góðum leik í blíðskaparveðri. Hinn var nýkom inn á litlum bíl norðan af Akur- eyri og sýnir það hve mjög hefur hlánað og landið er þegar orðið auðvelt yfirferðar. , Notum góffa veðrið BÁÐIR voru þeir með vorið í huganum og dásömuðu góða veðrið og hlýindin. Og það er ástæða til þess að undirstrika að nú er þegar ágætustu tækifæri til þess að hefja ýmsar þær í- þróttir sem bundnar eru við sumartímann. Sundlaugarnar eru hinn mæt- asti staður fyrir þá sem kunna vel við sig í vatniriu, golfvöllur- inn er kominn í ágætt lag og þeg- ar eru komin ágæt skilyrði til þess að iðka frjálsar íþróttir und- ir berum himni. Og síðast en ekki sízt þá hefur góða veðrið gert þeim mörgu sem gönguferðun- um unna auðvelt fyrir um að iðka'þær að hjartans lyst. landaþjóða á þessu sviði. Þeir aðilar, sem að samtökunum standa í hverju landi, og starfa að byggingamálum að einhverju eða öllu leyti, eru ráðuneytis- deildir, sem byggingamál heyra undir, opinberar stofnanir, sveita stjórnir, vísinda- og rannsókn- arstofnanir, fagfélög, stéttarfélög, byggingarsamvinnufélög, fjár- málastofnanir, tæknifélög á sviði byggingariðnaðar og samtök framleiðenda. í hinni íslenzku deild N.B.D. eru nú 14 slíkir aðilar.Næsta ráð- stefna „Norræna byggingadags- ins“ verður haldin í Osló haust- ið 1958. Aðalverkefnið þar verð- ur um samræmingu á frágangi uppdrátta að byggingum (Total- projektering), eða nánar til tek- ið, — samstarf milli húsameist- ’árá; verkfræðinga og bygginga- meistara í öllum undirbúningi, áður en byggingarframkvæmdir hefjast. Ennfremur verður annað aðalverkefni ráðstefnunnar um smáíbúðabyggingar, og gefið út sérstakt rit með samanburði slíkra húsa, frá hverju landinu um sig. Undirbúningur af hálfu íslands deildar til þátttöku í þessari næstu ráðstefnu, og verkefnum hennar, er þegar hafinn. STJÓRN ÍSLANDSDEILDAR- INNAR í stjórn hinnar íslenzku deild- ar N.B.D. eiga sæti: Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, formaður, Gunnlaugur Pálsson arkitekt, ritari, Axel Kristjáns- son framkv.stj., gjaldgeri og húsa smíðameistararnir Tómas Vigfús- son og Guðmundur Halldórsson meðstjórendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.