Morgunblaðið - 12.04.1957, Síða 9
Föstudagur 12. april 1957
MOIRCUIVBT 4ÐTÐ
9
Jttrlillinn4
sýndur á Selfossi
ÞETTA er önnur leiksýningin
hér á Selfossi í vetur, sem haldin
er til ágóða fyrir væntanlegt
sjúkrahús Suðurlands. Hin fyrri
var sýning á Kinnahvolssystrum,
sem Kvenfélag Selfoss gekkst
fyrir, og má því segja, að skammt
sé stórra högga á milli, er það
ágæta félag hefur nú — ásamt
Félagi iðnnema á Selfossi —
komið á sýningu Nirfilsins. —
Framkvæmdastjórn sýningarinn-
ar hefur frú Áslaug Þ. Símonar-
dóttir á hendi. Leikstjórn og svið-
setningu annast Einar Pálsson,
hinn góðkunni leikstjóri og leik-
ari. Á Selfossi er ekkert starf-
andi leikfélag sem stendur, en
það menningarhlutverk, sem
slíku félagi er ætlað að rækja,
hafa hin fyrrnefndu félög tekizt
á hendur af mjög lofsverðum
dugnaði, og fá þeir, sem leikjanna
njóta, seint þakkað þeim — sem
og leikstjóranum og leikendum
— starf þeirra. Með þessu fram-
lagi til listarinnar er ofinn snar
þáttur í menningarlífi byggðar-,
laganna hér sunnanlands, og er
ekki að efa, að fólk muni enn
sem hingað til bera uppi sinn
hluta af þessu llststarfi með því
að sækja vel leiksýningarnar.
Kétt mun að víkja fáum orðum
að leikritinu, Nirflinum, og höf-
undi þess. — Franska skáidið
Moliére (1622—73) var uppi á
dögum Loðvíks konungs XIV.,
þegar einveldið stóð í fulium
blóma og litið var á konunginn
sem óskeikula veru. Hirðlífið í
Frakklandi og afstaða þegnanna
Karl J. Eiríks sem Nirfillinn.
til hins mikla konungs síns ein-
kenndist af brotalausu dekri,
smjaðri, hræsni og skinhelgi og
öðrum ámóta „dygðum" — auk
prjáls og íburðar á öllum svið-
um. Að þessu beinir Moliére
skeytunum í leikritum sínum og
yfirleitt að öllu þvi, sem er ó-
satt, óeðlilegt og hlægilegt í fari
manna. í Nirflinum er það aðal-
lega ágirndin, sem verður fyrir
barðinu á honum, og er enginn
fjöður dregin yfir þá ádeilu. —
Sýnt er á hlægilegan hátt atferli
manns, sem umhyggjan fyrir aur-
unum hefur gert heimskulega tor-
trygginn og afglapalegan í hátt-
erni. Að líkindum ber leikritið
mark tíðarandans sem var, þegar
það var samið, en orkar á menn
nú á dögum fyrst og fremst sem
grin og skemmtilegheit, þótt ekki
sé með öllu loku fyrir það skotið,
að boðskapurinn eigi eitthvert
erindi til okkar. Nokkur leikrit
Moliéres eru íslenzkum leikhús-
gestum kunn. Nægir þar að minna
á ímyndunarveikina. Nirfillinn
hefur áður verið leikinn nokkr-
um sinnum hér á landi, t.d. af
Sýnir litmyndir fró íslnndi
með kennslu í fcrnsögunnm
Samfal við prófessor Bouman frá Leyden4
sem flyfur tvo haskólafyrirlestra hér
STADÐUR er hér á landi í boði Háskóla Islands próf. Ari
Cornelis Bouman og ætlar hann næstu daga að halda tvo
háskólafyrirlestra. Prófessor Bouman er vinsæll kennari í forn-
germönskum fræðum við Leyden-háskóla í Hollandi. í dag verð-
ur fyrri fyrirlestur hans, sem fjallar um Sonatorrek Egils Skalla-
grímssonar. Hinn fyrirlesturinn verður haldinn i næstu viku og
fjallar um Rembrandt. Sýnir harm fjölda skuggamynda af mál-
verkum þessa meistara.
menntaskólanemendum i Reykja-
vík og í Útvarpinu, þá með nafn-
inu Aurasálin.
Frumsýningin á Selfossi var
leikendum, leikstjóra og öðrum,
sem hlut eiga að máli, til sóma.
Heildarsvipur leiksins var ágæt-
ur, og flestir leikaranna fóru
prýðilega með hlutverk sín, þótt
sumir þeirra séu nýliðar í list-
inni.
Langstærsta og mikilvægasta
hlutverkið, nirfillinn sjálfur, er í
höndum Karls J. Eiríks. Hann er
Selfossbúum að góðu kunnur sem
leikari. Er leikur Karls með mikl-
um ágætum, sannfærandi og
hnyttin túlkun á manni, sem orð-
inn er af aurum api. Hámarki
nær Ieikur hans í lok 4. þáttar,
þegar nirfiHinn hvarflar á barmi
vitfirringar yfir missi peninga-
kistunnar. Cléante, son nirfils-
ins, leikur Steindór Hjörleifsson.
Framsögn hans ber nokkurn
keim af upplestri, og er túlkunin
á persónunni ekki nógu sannfær-
andi. Leikur Svövu Kjartans-
dóttur í hlutverki Elísu, dóttur
nirfilsins, er ágætur, og bendir
til þess, að hún geti valdið stærri
hlutverkum með prýði. ÓU Þ.
Guðbjartsson fer vel með hlut-
verk Valeers, unnusta Elísu.
Framsögn hans er mjög skýr og
leikurinn góður, en ef til vill
nokkuð yfirdrifinn á köflum.
Skotmark og þrætuepli feðganna,
Harpagons og Cléantes, Ieikur
Elín Arnoldsdóttlr. Er flest gott
um leik hennar að segja, og kven-
Gretar Fells:
Þ E T T A er úrval úr ljóðum
skáldsins. Bókin er 104 bls., gef-
in út 1956. Öll eru kvæðin mjög
fáguð og mörg hin prýðilegustu
að formi og hugsun. Sjálfsagt eru
hér flest hin beztu kvæði, er
Gretar Fells hefur gert, þó hygg
ég mikið fleiri kvæði hans ættu
að birtast í úrvali, kannske mætti
líka sleppa fáeinum þeirra kvæða
er hér birtast og taka önnur í
staðinn. Slíkt mun alltaf orka
tvímælis og vil ég ekki um dæma.
Gretar Fells er fjölhæfur mað-
ur mjög. Hann er lögfræðingur,
en hefur mest lesið heimspeki og
mikið brotið heilann um torráðin
rök lífsins og þess dularfuliu og
óráðnu tilveru á þessari plánetu.
Hann er guðspekingur, hefur
skrifað margar bækur um þau
efni og flutt fjölda fyrirlestra,
sem margir hafa hlustað á með
athygli, því maðurinn er afarvel
máli farinn og gengur vandlega
frá því er hann skrifar og segir.
En óvitrir menn láta sér fátt um
finnast.
Svo er og með kvæði þessi.
Þau eru vönduð að formi og flytja
leiki hennar hæfir hlutverkinu
vel. Þó mætti leikur hennar vera
fjörlegri. Erla Kaldalóns er eftir-
minnileg sem hjúskaparmiðlar-
inn, Frosine. Eru svipbrigði henn
ar og hreyfingar ágætar. Hina
skemmtilegu persónu, Meistara
Jaques, ekilinn og brytann, leik-
ur Axel Magnússon. Það má
mikið vera, ef því hlutverki
verða gerð öllu betri skil. Leikur
Axels er frá upphafi til enda
jafngóður, og vakti hann óbland-
inn fögnuð áhorfenda. Þjónn
Cléantes, La Fléche, er mjög
skemmtilegur í höndum Vals
Haraldssonar. Eru svipbreytingar
hans harla kómískar. Með hlut-
verk Anselms, hins óvænta föður
Valeers og Marianne, fer Hergelr
Kristgeirsson, og er leikur hans
fremur tilþrifalítill. Að vísu eru
honum ekki gefnir miklir mögu-
leikar þá stuttu stund, sem hann
er á sviðinu. Önnur hlutverk, en
hér hafa verið talin, eru minni
háttar, en öll eru þau vel leikin.
Meistari Simon er leikinn af
Kristjáni Guðmundssyni, lög-
reglufulltrúinn af Halldóri
Magnússyni, og þjónustufólkið
Brindavoine, La Merluche og
Claudiu leika þau Eyvindur Er-
lendsson, Kristján Ólafsson og
Inga Bjarnadóttir. — Leiktjöld
málaði Benedikt Guðmundsson.
Salurinn var fullskipaður og
leilcnum mjög vel teltið. Voru
leikendur, leikstjóri og fram-
kvæmdastj. sýningarinnar hyllt
ákaft að leikslokum. Þ. G.
,,ffeið/n há"
athyglisverðan boðskap, oft seg-
ir skáldið mikið í fáum orðum.
Til dæmis:
Ritning min er heið og há
himinvíddin fagurblá,
letruð stjarnaletri,
presturinn minn er sérhver sá
sem mig gerir betri.
(Bl. 29)
Og:
Þetta er saga sérhvers manns:
Sómamenn og fantar
þarfnast allir þakgluggans.
Það er hann sem flesta vantar.
(Bls. 77)
Skáldið er oft berorður, enda
maðurinn hreinn og beinn eins og
alþjóð veit. En hann er ætíð
sannsögull og hreinskilinn.
Hann birtir hér skoðun sína á
trúmálum, svo sem Trúarjátning
mín (Til hins „rétttrúaða") bls.
51 o. fl. af slíku tagi. — Mörg
kvæða hans eru trúarlegs eðlis
og hvatning um æðra siðferði og
hreinni hugsun en almennt ger-
Á SÖGUSTÖÐUM
Er fréttamaður Mbl. kom að
máli við prófessor Bouman, sagði
hann:
Þetta er í annað skipti, sem ég
kem til íslands. Fyrst kom ég
hingað 1954. Eg kom þá til að
kynnast íslenzkum norrænufræð-
ingum, m. a. þeim prófessorunum
Alexander Jóhannessyni og Ein-
ari Ól. Sveinssyni og skoða sögu-
staði. í fylgd með mér var að-
stoðarmaður minn, sem sjálfur
var þá að ganga frá doktorsrit-
gerð um íslendingasögurnar. Við
ferðuðumst víða um suður- og
vesturhluta landsins, til að skoða
sögustaði og fegurð landsins og
hét ég sjálfum mér þvi, að til
íslands skyldi ég aftur koma.
KENNIR ÍSLENDINGA-
SÖGURNAR
— Hvenær fenguð þér slíkan
áhuga fyrir íslendingasögunum?
— Ég lagði ungur stund á forn-
germönslr fræði og gat þá ekki
hjá því farið. að ég kynntist
hinum íslenzku bókmenntum,
sem eru hinar einu bókmenntir,
sem geyma hreinræktað hið forn-
gei-manska svipmót og hafa þar
með varðveitt óviðjafnanlega feg-
urð. Siðan hef ég kennt fom-
germönsk fræði um tíma í Suð-
ur-Afríku og síðan í Leyden.
Hef ég lagt áherzlu á það að
kynna íslendingasögurnar og
Eddurnar.
— Hafa margir lagt stund á
þau fræði hjá yður?
— Það er alltaf, á hverju ári,
nokkur hópur manna, sem sækir
tíma í fom-íslenzku. Þetta 8—10
manns. Málfræðistúdentar telja
sér mikils virði að læra hana,
til að komast vel inn í uppruna-
málfræði og sumir beinlinis til
að kynnast hinum glæsilegu is-
lenzku bókmenntum. Eg held, að
það séu yfirleitt hinir betri náms
menn, sem íslenzkuna nema sem
aukafag, þvi að þeir sem slakari
eru, treysta sér vart í hana.
LITMYNDIR LÍFG.A
KENN SLU STUNDIK
— Hvaða íslendingasögu eruð
þér nú að lesa með nemendum
yðar?
ist og varla vanþörf á slíku. En
skáldlegustu kvæðin eru þó önn-
ur, þótt satt sé það sem hann seg-
ir í einu kvæði, að
„allir þurfa einhvern tíma
einhvern skriftastól".
Alltof fáir hugleiða þetta eða
þá í ótíma.
Víst er það og öruggt, að bók
þessi er og verður meira virði en
margar þær, er hærra hefur verið
hossað. Hér eru hugsanir og at-
huganir, bendingar og áminning-
ar fullþroskaðs göfugmennis, sem
alla ævi hefur kappkostað að leita
sannleikans og aldrei legið á liði
sínu að miðla öðrum af fróðleik
sínum og lífsreynslu. Auk þess
eru kvæðin mörg mjög falleg og
skáldleg, svo sem Heiðin há, Fjall
ið eina, ísland, Við eldana, Söng-
ur harpslagans, Andi haustsins,
Óður til Evu, svo fáein séu nefnd
af handahófi.
Gretar Fells er fyrst og frcmst
heimspekingur og kennimaður í
trúspeki, dulfræðum og siðalær-
dómi. En hann er einnig gott
ljóðskáld, um það vitnar þessi
bók, enda áður kunnugt.
Þorsteinn Jónsson.
— Það er Fóstbræðrasaga.
Og nú skal ég segja yður
annað. Þegar ég var hér á
landi síðast hafði ég 35 mm.
myndavél með mér og tók lit-
skuggamyndir af íslandi. Þær
sýni ég nemendum minum í
tímunum og virðist mér að
þetta hafi orðið mjög til a'ð
lífga kennslustundirnar. Eru
nemendurnir ákaflega hrifnir
af hinu fagra og litskrúðuga
landslagi á fslandi. Annars
hlakka ég mest til, þegar ég
fer að lesa með þeim Eyr-
hyggju, því að flestar mynd-
irnar tók ég á Snæfellsnesi og
dvaldist m. a. um sinn í Bjarn
Próf Bouman frá Leyden
arhöfn og tók t. d. myndir al
Berserkjahrauni, ,sem frægt
er úr sögumii. Á almennum
fyrirlestrum hef ég einnig sýnt
myndirnar.
VILL NÚTÍMAFRUMBURÐ
— Nú langar mig til að spyrja
yður að einu, prófessor Bouman.
Kennið þér íslendingasögurnar
með nútímaframburði?
— Nei því miður hef ég ekki
treyst mér til þess. Eg lærði
sjálfur í upphafi hinn fræðilega
frambm-ð, sem hefur tíðkazt í
Þýzkalandi, sem menn viður-
kenna þó að sé ekki réttur. Eg
hefi eklii enn treyst mér til að
breyta um, því að ég er hrædd-
ur um að nútíma-framburður
mirrn yrði ekki réttur. En ég álít
tvímælalaust réttara að kenna is-
lenzkuna eins og hún er töluð
í dag. Eg er að læra hana, þótt
erfitt sé að breyta til, þegar
maður er kominn á þennan ald-
ur og ekki hægt nema af vörum
Islendinga. Eg vcma, að eftir tvö
ár geti ég tekið upp nútámafram-
burð og hvet ég þegar nemendur
mína, sem lært hafa hann að
halda því áfram.
STÓRBROTIÐ KVÆÐI
— Hvers vegna hafið þér nú
valið yður „Sonatorrek“ Egils að
umræðuefni í fyrirlestri yðar?
— Það er fljótsagt. Það er
vegna þess, að það er gJæsi-
legasta og stórbrotnasta kvæði
germanskra fornbókmennta.
Með því innleiddi Egill í nor-
rænar bókmcnntir nýjar
kenndir, persónulega tilfinn-
ingu og átakanlega baráttu
mannsins við Guð sinn. Eg
ætla ekki að ræða það nánar
hér, en um það fjailar fyrir-
lestur minn. Þ. Th.