Morgunblaðið - 12.04.1957, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.04.1957, Qupperneq 13
Föstudagur 12. apríl 1957 MORCUNBLAÐIÐ 13 Jón Kristjánsson Hvoli ■ minning Söngskemmtun Nönnu Egilsdóttur HANN var fæddur að Norður- Hvoli í Mýrdal 9. desember árið 1886, sonur hjónanna Elínar Jónsdóttur og Kristjáns Þor- steinssonar, sem þar bjuggu. Var Jón yngstur af þremur börnum þeirra hjóna, og eru systkinin nú öll látin. Jón missti föður sinn er hann var enn barn að aldri. Giftist móðir hans aftur, mági sínum, Bjarna Þorsteinssyni, og ólst Jón upp hjá þeim. Hefur mér, sem þessar línur rita, verið tjáð, að Jóni heitnum hafi verið mjög vel til stjúpa síns, enda hafi verið hin bezta samvinna á milli þeirra eftir að Jón komst til fullorðins- ára. Dvaldi hann hjá stjúpa sín- um allt þar til hann lézt árið 1940, en þá var móðir Jóns dáin fyrir mörgum árum. Eftir lát Bjarna, dvaldist Jón um skeið í Álftagróf í sömu sveit hjá hálf- systur sinni og manni hennar. Þá fór hann aftur að NorSur- Hvoli og átti þar heimili alla tíð síðan hjá hálfbróður sínum og konu hans. Hann andaðist í sjúkrahúsi í Rvík, 17. marz sl. En þangað var hann fluttur nokkr- um vikum áður þrotinn að kröft- tun, og hefur honum sjálfsagt verið fullljóst sjálfum að hverju dró, þótt hann æðraðist ekki. Var það ekki að skapi hans að sýna á sér kvíða þó að heilsan færi stöðugt þverrandi. Með Jóni Kristjánssyni er til moldar genginn góður drengur, vammlaus maður, sem aldrei blettaði skjöld sinn með lítil- mennsku eða lágkúruhætti af neinu tagi. Hann var um margt sérkennilegur maður, og persónu- leiki, er seint mun gleymast þeim sem nokkur veruleg kynni höfðu af honum. Jón mun ekki hafa gert víðreist um dagana. Ævi- starf hans var bundið við Mýr- dalinn. Þar lifði hann í sambýli við hafið og fjöllin — við sand- ana og jökulvötnin, og lauk góðu dagsverki, sem bezt mun metið af þeim, sem gleggst þekktu. Lífsbarátta Skaftfellinga var löngum hörð, og Jón Kristjáns- son fór ekki varhluta af þeirri baráttu fremur en aðrir samtíð- armenn hans. Hann var líka þekktur af ósérhlífni, en gekk að hverju starfi með stakri eiju og af miklum dugnaði unz kraftarn. ir þrutu. Fyrir hálfum öðrum áratug fór hann að kenna van- heilsu, sem ágerðist smátt og smátt. Var hann lítt vinnufær hin síðari ár. En andlegir kraftar hans héldust óskertir fram undir það síðasta. Það, sem sérstaklega einkenndi Jón, og lengi mun minnzt af þeim, er þekktu hann, var hið frábæra minni hans sam- fara óslökkvandi fróðleiksfýsn og glöggri dómgreind. Þá voru ein- lægni hans og hreinskilni svo sér- stæðir eiginleikar í fari hans, að allir hlutu að virða það og jafn- vel dást að því. Ekki var hann þó alltaf jábróðir þeirra, sem hann ræddi við, en það spillti ekki vináttu hans við fólk, þó að hann héldi fast við skoðanir sín- ar. Var málflutningur hans alltaf merktur drengskap og velvild til allra manna. Hann virti samferða menn sína og var einnig virtur af þeim. Slíkt er einkenni þeirra, sem eiga óspillt hjarta og hefur veitzt sú hamingja að hafa ekki glatað barnslund sinni. Minnx hans var svo óbrigðult, að hann mundi glöggt inntak blaðagreina og ræðna, sem hann hafði lesið eða heyrt fyrir mörgum árum, ef það fjallaði að einhverju ieyti um áhugamál hans. Þetta varð þess valdandi, að hann átti hægt með að rökræða ýmis mál, og gat stutt sókn sína og vörn með tilvitnunum í ræður og rit langt aftur í tímann. Vegna þessa m.a. var skemmtilegt að vera með Jóni og ræða við hann um áhuga- mál hans, fræðast af honum um liðna atburði, og heyra hann rifja upp ýmislegt, sem aðrir mundu miður. Að eðlisfari var hann framúr- skarandi fastur fyrir, og myndaði sér ákveðnar skoðanir, sem ekki varð haggað. Sjálfstæðismaður var hann alla tíð, og færði að því glögg rök hvers vegna hann skip- aði sér þar í sveit. Var ekki á færi lítt lesinna manna að eiga orðastað við hann um stjórnmál. Hafði hann á hraðbergi tilvitnan- ir í orð og verk andstæðinga sinna jafnt sem samherja, og sótti stundum langt að. Enginn skvldi þó skilja þessi orð á þann veg, að Jón hafi ekki þolað mótmæli, heldur hið gagnstæða. Hann hafði unun af því að ræða málin í bróð- erni, Mun hann heldur ekki -hafa átt neina óvildarmenn, en mik- inn fjölda góðra kunningja og vina. Það er því skoðun mín, að hans muni saknað, ekki aðeins af Mýrdælingum, heldur og ýmsum öðrum einnig. Hann var góður nágranni, og hinn bezti félagi í hvívetna, og átti mjög gott með að blanda geði við fólk. Þessa er nú minnzt af mörgum og varpar bjarma á minningu hans. Elju- maður var hann, fullur trúnaðar- trausts — drengskaparmaður með barnshjarta. Ég kynntist Jóni Kristjánssyni fyrst fyrir nokkrum árum. Tel ég mér ávinning í því að hafa fengið að þekkja hann þennan stutta tíma. Óbilandi stefnufesta hans, góðvild og trú á sigur frelsis og mannréttinda, munu ætíð verða mér minnisstæð. Hann var heima alið barn, en átti víðsýni fram yfir suma, sem leita mannvits og menntunar um langa vegu. Útför Jóns Kristjánssonar var gerð frá Skeiðflatarkirkju hinn 6. þ. m. í hinu fegursta veðri, að viðstöddu miklu fjölmenni. í þeirri sveit leit hann fyrst ljós þessa heims, og þar sleit hann kröftum sínum í þágu gróð- urs og moldar. Eftir erfiðan dag hefur þessi sama mold nú veitt honum værð og ró að leiðarlok- um — þar sem útsærinn brotnar við svartan sand og Mýrdals- jökull skín yfir, staðfastur í tign sinni og fegurð, í ömurleika sín- um og ógn, eins og lífið sjálft. Ég vil að lokum þakka þessum látna vini mínum fyrir samfylgd- ina. Sú samfylgd var að vísu ekki löng, en hún var góð, og nxun verða mér hugstæð á meðan ég reyni að meta drengskap og tryggð við menn og hugsjónir. Með virðingu og þökk. Ragnar Jónsson. ÞAÐ munu vera tíu ár, síðan frú Nanna Egilsdóttir söng á minnis- stæðan hátt í Tripoli-Bíói Schu- manns kvennaljóðaflokk með aðstoð dr. Franz Mixa. Frúin hefur alla tíð dvalið í útlöndum síðan, í Suður-Ameríku og í Þýzkalandi, og víða komið fram á söngpalli, á leiðsviði og í út- varpi. Ekki hefur röddin stækkað síð- an, en reynslan er orðin meiri, raddblærinn enn viðfeldinn og túlkunarhæfileigar athyglisverð- ir. Það kemur söngkonunni að góðu gangi, hvað hún talar mörg tungumál, einkum þýzku, og má því segja, að flutningur hennar á hinum vandsungnu Strauss- lögum hefur heppnazt bezt — betur en búast mætti við hjá nokkrum öðrum íslenzkum ein- söngvara. Frú Nanna Egilsdóttir söng fjögur af sönglögum þessa mikla þýzka ljóðalagatónskálds á söngskemmtun sinni í Gamla Bíói um daginn, en á eftir söng hún íslenzk lög og tókst lagið „Fjólan“ eftir Þórarin Jónsson sérlega vel. Fyrst og síðast voru svo aríur úr ítölskum óperum. Fritz Weishappel aðstoðaði. Söngskemmtunin var því mið- ur illa sótt. Hvort við söknum þess eða ekki, svo verðum við að sætta okkur við þá staðreynd, að sá tími er endanlega horfinn, er Eggert Stefánsson gat fyllt Fríkirkjuna kvöld eftir kvöld og Einar Kristjánsson hélt ellefu fullsetnar söngskemmtanir um hásumarið. Áhugi tónlistarunn- enda snýr að öðrum viðfangsefn- um í dag. Syngjandi páskar, revýur og óperettur hafa tekið við og jafnvel óperur í Þjóðleik- húsinu, í Sjálfstæðishúsinu og í Austurbæjarbíói. Og ef mann langar eitthvert kvöld að hlusta á fágaðan ljóðrænan söng, skrúf- ar maður frá útvarpinu eða legg- ur sjálfur plötu á spilarann og hefur Kathleen Ferfier eða Fisch er-Dieskau heima hjá sér. Maður með ábyrgðartilfinn- ingu ætti því að vara unga söng- fólkið við því að leggja út í það hættuspil, sem eins manns söng- skemmtanir eru orðnar nú á dögum. En hann verður aftur á móti að benda forráðamönnum tónlistarlífsins hér í bæ á þá krafta, sem fyrir hendi eru og geta orðið að liði í hópsýning- um í'búningi og skrautlegu um- hverfi, sem leiksviðið getur skap- að, jafnvel þó að einstaklingum takist ekki að vekja áhuga al- mennings á söngpalli einum. Frú Nanna hefur áður fyrr leikið í óperettum og sungið í óratóríum Tónlistarfélagsins við hlýjar und irtektir. Hvernig væri tilraim á sviði óperu á næstunni? Amerískur sendibíll Ford 1955, vel útlítandi, keyrður aðeins 20 þús. km. er til sölu. — Listhafendur leggi inn nöfn sín á afgr. Mbl. mei’kt: Ford ’55. Akranes Til sölu er 4ra herb. íbúð í nýju steinhúsi. Mjög hag- kvæmt verð og greiðsluskilmálar. Uppl. veitir VALGARÐUR KRISTJÁNSSON lögfr., Akranesi. Sími 398 (eftir kl. 18 daglega) BRAUDGERÐARHIJS BAKARAR Erum kaupendur að hentugri hrærivél til notkunar við brauð- og kökugerð. — Til greina kemur aðeins vel með farin hrærivél í góðu lagi. Tilboð afh. Mbl. fyrir 18. þ.m. merkt: „Hrærivél — 7769“. ' ÍBIJÐ til sölu við Miðtn. Séi'inngangur. Sérmiðstöð. Stærð 3 herbergi og eldhús. Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Uppýsingar eftir hádegi. HAUKUR JÓNSSON, hdl., Hafnarstræti 19, sími 7266. Skólafólk — feróafólk Höfum bifreiðir í hópferðir í lengri eða skemmri tíma. Talið við okkur áður en þið ákveðið ferðina. Kjartan IngimarssOn, sími 81716 Ingimar Ingimarsson, sími 81307. Vikar. VOLVO vörubifreið Höfum til sölu Volvo dieselbifreið 5 tonna. — Bíllinn er lítið keyrður. BÍLASALAN Klapparstíg 27, sími 82032. Verzlunarhúsnæði á góðum stað í bænum óskast nú þegar eða í haust fyrir þriflegan varning. Há leiga í boði. Mikil fyrir- framgreiðsla kemur til greina. — Tilb. merkt: „Verzlunai’húsnæði — 7771“ sendist afgr. Mbl. fyr- ir 15. þ.m. Stúlka oskast til starfa í nýjum myndlistar- og listiðnaðarsal sem opnaður verður á næstunni hér í bæ. Umsókn ásamt ljósmynd (sem endursendist) og upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf legg- ist inn á afgr. blaðsins fyrir hádegi á laugard. merkt Sýningarsalurinn — 7773. Frœðslu- 4% fundur um 1 Sölutækni gluggaskreytingar verður haldinn í Tjarnarcafé laugard. 13. apríl kl. 14 1. Norski sérfræðingurinn Per Skjönberg flytur erindi um þýðingu nýtízku gluggaskreytinga fyrir verzlanir. 2. Kvikmynd. Aðgangur er ókeypis og heimill öllum er fást við verzlunarstörf. Verzlmf. Rvíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.